Morgunblaðið - 04.11.1954, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. nóv. 1954
MORGVNBLAfíiÐ
19
LæiiiiisráH vikunsier:
Krepptir fingur
IHAUST skortir Dani þá venju-1
legu bjartsýni sína, sem þeir
líta jaínan með til komandi vetr-
ar. Eftir því, sem dagsbirtan dvín j
fjölgar þeim vandamálum, sem
þjóðin á við að stríða. Sumarið í
sumar hefur verið mesta rigning- j
arsumarið í manna minnum. Eftir
að vorið hafði komið með mikl-
um þurrkum, sem eyðilögðu mik-
ið af heyjum, komu rigningarnar
og síðan hefur rignt svo að segja
hvern einasta dag.
Afleiðingin er sú, að enn stend-
ur korn í stökkum úti á ökrun-
um, sem er sjö vikna gamalt og
orðið er nær kolsvart af skemmd-
um. Þrátt fyrir þetta hefur upp-
skeran þó orðið meiri en venju-
lega, og er það súgþurrkuninni
fyrst og fremst að þakka.
♦♦
♦ MIKIL
♦ VERÐLÆKKUN
♦♦
■fc Ei dansba stjórQÍn
♦
♦
♦♦
RÓFNAUPPSKERAN er þó öll
Dönum þykja Þjóðverjar virða lítt rétt danska minni hlutans í
Suður-Slésvík. Myndin er frá dönskum barnaskóla, skammt frá
þýzku borginni Flensborg.
eyðilögð. Ekki eru nema þrír
fjórðu hlutar sykurrófna nýtileg-
ar. Danmörk hefur flutt út all-
mikið af sykurrófum á undan-
förnum árum, en nú eru allar
horfur á því, að framleiðslumagn-
ið nægi vart fyrir heimamarkað-
inn, Og framleiðendurnir hafa
orðið að ógilda sölusamninga við
útlönd, sem nema 50.000 lestum
til þess að geyma magnið, sem
forða til næsta árs.
Um fóðurrófur er sömu söguna
að segja, og mun verða erfitt um
fóðrun húsdýranna á komanda
vetri og framleiðslu kjöts í land-
inu. Útflutningsverð Dana á
svínakjöti verður óbreytt, en það
lækkar raunverulega í verði, þar
sem framleiðslukostnaður þess
hefur hækkað nokkuð á síðasta
ári. Smjörverðið á brezka mark-
aðinum hefur lækkað um 3%%.-
Danir hafa orðið að velja á milli
þess að fallast á verðlækkun á
landbúnaðarafurðunum, sem þeir
flytja út til Bretlands, eða rjúfa
áragamla viðskiptasamninga og
taka upp höndlun á frjálsum
markaði, en ef þeir gera það
leggst aukatollur, 15% á allan
innflutning til Bretlands. Dan-
mörk mótmælti þessu ákvæði og
bauðst til þess að bæta þetta upp
með 1.5 millj. punda greiðslu í
eitt skipti fyrir öll, en það hefði
átt að bæta sig upp á einu ári,
reiknað með meðalinnflutningi til
Bretlands. Þessari uppástungu
neituðu þó brezku yfirvöldin og
endalyktirnar urðu þær, að Dan-
mörk varð að beygja sig og láta
í minni pokann og sætta sig við
verðlækkun á landbúnaðarvörun-
um. Vakti það gremju danskra
bænda og tal um ofstopaaðgerðir
Bretanna.
Um eggin gildir aftur öðru
máli. Þau eru seld á frjálsum
markaði, en ekki bundin lang-
varandi viðskiptasamningum, svo
sem um aðrar landbúnaðarvörur.
Eggjaframleiðslan mun aukast
mjög og líklega verða hin mesta,
sem verið hefur í landinu.
♦♦ ♦♦
♦ STJÓRNIN ♦
♦ FALLVÖLT ♦
♦♦ ♦♦
MARKAÐSVANDKVÆÐIN hafa
haft það í för með sér, að verzl-
unarjöfnuður Dana, sem á und-
anförnum árum hefur verið mjög
hagstæður, er nú orðinn afar ó-
hagstæður og er ekki aðeins, að
gjaldeyrisforðinn sé upp urinn,
heldur og, að erlendar skuldir
eru teknar að safnast fyrir. Hef-
ur þetta valdið minnihlutastjórn
sósíaldemokrata miklum erfið-
leikum. Hefur stjórnin neyðzt til
þess að draga úr framkvæmdum
Og fjárútlátum af hálfu ríkisins,
og má vel vera, að atvinnuleysi
fylgi í kjölfar þess. Jafnframt
hafa skattarnir hækkað og ráð-
stafanir einnig verið gerðar til
þess að auka sparnað lands-
manna.
En mikilvægasta atriðið er þó,
að stjórnin varð að leita um
stuðning til radikalaflokksins,
sem setti það skilyrði, að her-
skyldutíminn væri styttur um tvo
mánuði, úr 18 mánuðum í 16, og
Eftir Balslev Jörgensen
sú ráðstöfun verður gerð innan
skamms, þótt hún muni án efa
mæta mikilli andspyrnu hjá öðr-
um ríkisstjórnum Atlantshafs-
bandalagsins. Stærstu stjórnar-
andstöðuflokkarnir, vinstrimenn
og íhaldsflokkurinn, munu greiða
atkvæði gegn breytingu stjórn-
arinnar á herskyldutímanum og
munu reyna að fella stjórnina við
fyrsta tækifæri. Þeir munu þá
þröngva fram nýjum kosningum
og ganga til þeirra á þeim grund-
velli, að stjórninni hafi mistekizt
að leysa þau vandamál, sem hún
hefur lofað að ráða fram úr og
hafi hún jafnframt misst traust
þjóðarinnar.
♦♦ ♦♦
♦ ÞINGROF ♦
♦ SKAMMT UNDAN? +
♦♦ ♦♦
FLOKKAR þessir telja einnig, að
þær ráðstafanir, sem stjórnin
hefur gripið til séu allsendis
ófullnægjandi, og að þær muni
hafa það eitt í för með sér, að
vandkvæðin í efnahags- og stjórn
málum aukist, svo kosningar
verði óhjákvæmilegar. Leggja
þeir til að upp verði tekin efna-
hagsstefna, sem líkist stjórnar-
stefnu Eriks Eriksens, er hann
var forsætisráðherra og færði
landinu góðæri í fjár- og atvinnu-
málum. Það er almenn skoðun
innan allra dönsku flokkanna, að
kosningar verði innan skamms,
nema því aðeins, að radikalir
bjargi sósíaldemokrötum frá
bráðum bana. Þó er ljóst, að þjóð-
in vill ekki ganga út í kosningar,
þar sem aðeins eitt ár er liðið
frá því, að síðast var kosið í land-
inu, en ljóst er, að ekki er annað
fyrir Hans Hedtoft að gera, eins
og málum er nú komið, en að
rjúfa þingið.
♦♦ ♦♦
♦ ÞJÓÐVERJAR ♦
♦ SAMIR VIÐ SIG ♦
♦♦ ♦♦
HÖFUÐUTANRÍKISMÁLIÐ er
afstaða Danmerkur til endurvíg-
búnaðar Þýzkalands. Ríkisstjórn-
in og meiri hluti þjóðarinnar er
þeirrar skoðunar að leyfa beri
Þýzkalandi að herbúast, en þó
fylgir tregða þeirri viðurkenn-
ingu, og tortryggnin á Þýzka-
landi hefur heldur aukizt en
minnkað síðustu mánuðina. Kem-
ur þar til, að bæði er svo stutt
síðan Þjóðverjar hersátu Dan-
mörku, og svo virðist sem engin
breyting hafi orðið á hugarfari
þýzku þjóðarinnar til hins betra.
Danmörk hefur mjög gott tæki-
færi til þess að meta lýðræðis- og
samstarfsvilja Þjóðverja, þar sem
þeir tefla í sífellu við þá um
héruðin í Suður-Slésvík, þar sem
Þjóðverjar settu stein í veginn
fyrir því, að hinn fjölmenni
danski minnihluti í héruðunum
fengi fulltrúa á þingi héraðanna
í Kiel. Aftur á móti er hinum
fámenna þýzka minnihluta í
Norður-Slésvík, 9000 manns, leyft
að kjósa fulltrúa á þingið í Kaup-
mannahöfn. Ótal dæmi hafa og
gerzt um það á undanförnum
misserum, að Þjóðverjar hafa
gengið illilega á hluta Dana í
landamærahéruðunum og áreitt
þá að ástæðulausu, og þótt Þjóð-
verjar haldi því fram, að danski
minnihlutinn í Suður-Slésvík
njóti jafnréttis við Þjóðverja þar,
þá stangast það algjörlega á við
staðreyndirnar.
♦♦ ♦♦
♦ FORN ÓBEIT ♦
♦♦ ♦♦
Á VERZLUNARSVIÐINU hafa
Danir og undan Vestur-Þjóðverj-
um að kvarta. Þeir leggja alls-
kyns höft á innflutning frá Dan-
mörku, en í Danmörku flæða
þýzkar vörur yfir iandið og njóta
fulls jafnréttis þar á borð við vör-
ur frá öðrum löndum.
Þannig er hin forna óbeit og
tortryggni Dana í garð Þjóðverja
fjarri því horfin nema síður sé.
Má segja, að á síðustu vikum
hafi hún fremur aukizt og óvild
gegn öllu því, sem þýzkt er eykst
sífellt í landinu. Er ekki vafi á,
að Danir þurfa að taka til betri
handarinnar í samningum sínum
við Vestur-Þýzkaland, en heims-
stjórnmálin hljóta þó alltaf að
ráða meiru um afstöðuna til
Vestur-Þýzkalands, en óbeit ein-
stakra manna.
Aftur á móti eru Danir mjög
fúsir til norrænnar samvinnu nú,
líklega fúsari en þeir hafa nokkru
sinni áður verið. Ef tækifæri væri
til myndu Danir gjarnan vilja
auka þá samvinnu í mjög ríkum
mæli, enda eru þar nú fjölmörg
stórmál á döfinni, sem leysa þarf
í náinni framtíð.
Eyjólfur K„ Sigurjönsson
Ragnar Á. 'Magnússon
löggiltir endurskoðendur.
Klapparstíg 16. — Sími 7908.
UNDIR húðinni í lófa manns eru
marggreindar sinar. Ef allt er
með felldu veit maður ekkert af
þeim. En það getur komið fyrir,
að þegar aldurinn færist yfir,
verða sinarnar gildari en þær
eiga að sér, og þá geta þessar sin-
ar dregist saman og hnýtzt. En
ekki aðeins sinarnar heldur vefir
lófans geta dregist saman í hnúta.
Til lengdar getur þetta ekki
leynst. Að vísu eru lófar manns
ekki að öllum jafnaði til sýnis.
Að minnsta kosti geta menn kom
ist hjá, að þeir verði til sýnis og
gera það ekki sízt, ef þeir taka
óeðlilegum breytingum.
Ef sinarnar hnýtast geta menn
ekki rétt úr fingrunum. Venju-
lega byrjar þetta í litla ^ingri og
baugfingri. En breytingin fer
hægt. Gerist á löngum tíma, en
alltaf versnar þetta þegar það á
annað borð er byrjað.
í upphafi veldur þetta litlum
óþægindum. Að vísu fer það nokk
uð eftir því, við hvað menn
starfa. Að jafnaði geta menn
beygt fingurna og þeir missa
ekki mátt. En menn verða ekki
breytinganna mikið varir því
þær eru svo hægar, að þær eru
hverfandi frá ári til árs, svo
menn vanrækja að leita nokk-
urra lækninga fyrst í stað.
Menn halda þessu leyndu, eink
um vegna þess að ekki er að
jafnaði nein þörf fyrir að rétta
úr fingrunum, því menn taka
ekki eftir þó fingurnir séu eitt-
hvað beygðir. Menn þurfa ekki á
öðru að halda.
En svo kemur að því, að ein-
hver góðkunningi manns, eftir
innilegt handtak, spyr: Hvað er
að þér í hendinni? Og menn
vilja að jafnaði ekki svara því.
En þegar aðrir fara að hafa orð
á að eitthvað sé bogið við hend-
ur manns, þá fara menn að líta í
kring um sig, sem eðlilegt er, því
hægt er að stöðva þessar óþægi-
legu breytingar.
Menn vita ekki hvað er ástæð-
an til þess, að handvefurinn í
lófanum dregst saman. Qft sér
maður þetta mein meðal manna
sem vinna erfiðisvinnu. En skrif-
stofufólk getur einnig orðið fyrir
þessu þó það handleiki ekki ann-
að en pennastöng. Vel má vera
að arfgengi komi þarna til
greina.
En láti maður sjúkdóminn eiga
sig of lengi svo að einn eða fleiri
fingur séu orðnir bognir í lófan-
um, þá kemur að því, að menn
verða að sjá sér fyrir uppskurði.
Þá er állur hinn hnýtti bandvef-
ur tekinn.
Séu þessar breytingar orðnar
miklar áður en til uppskurðar
kemur, þá getur þessi þróun
tekið sig upp eftir uppskurðinn
og uppskurðurinn kemur þá ekki
að tilætluðu gagni.
En oft fá menn fullkomna leið-
réttingu á þesskonar meinsemd.
Oftast nær er hægt að búast við
góðum árangri þegar þetta er
tekið snemma, til aðgerðar. Það
er ekki mitt að segja til eða frá,
hvenær menn eiga að leita þess-
arrar aðgerðar, eða hvað skammt
eða lengi menn eiga að bíða. En
mörg dæmi eru til þess, að allt
fer vel úr hendi við slíkar að-
gerðir. Og því er líklegast að
þeir, sem fá lækna til að gera
þær, komizt í þennan flokk. —
Annars geta menn tafið fyrir
þessum samdrætti í sinunum með
því að gera daglegar æfingar, a3
rétta úr fingrunum. Stundum
geta röntgengeislar komið að
gagni. En ekki eru menn sam-
mála um gagnsemi þeirra, svo
eigi er hægt að fullyrða um ár-
angur af þeim.
Sjúkdómur þessi hefur að sjálf
sögðu ákveðið heiti. Hann heitir
á læknamáli Dupuytrens kontr-
aktur, en Dupuytren var yfirlækn
ir við Hótel Dieu í París og lýsti
sjúkdómnum árið 1831.
Sjúkdómur þessi getur komið
í iljar manna, en hann er sjald-
gæfur þar.
Dilkar í Þing eyjarsýslnm
reynduzt með lakara móti
»
Húsavík, 2. nóvember.
IÞINGEYJARSÝSLU var veðurfar síðastliðinn vetur mjög hag-
stætt. Vorið var einnig gott svo að gróður til lands kom mjög
snemma. Gerðu bændur sér því vonir um góða afkomu á sauðfé.
En raunin hefur orðið önnur og dilkar reynzt með rýrasta móti í
haust. Hverju um er að kenna, eru menn ekki sammála um, en
sumir vilja kenna það hinu slæma tíðarfari í sumar.
FLEIRA FÉ SLÁTRAÐ
EN f FYRRA
Haustslátrun er nú lokið hjá
Kaupfélagi Þingeyinga á Húsa-
vík. Var alls slátrað 20073 kind-
um. Reyndist meðalþungi dilka
13.15 kg., en var í fyrra 15.15 kg.
Það ár var alls slátrað 11909
kindum.
HAFA FJÖLGAÐ FÉ SÍNU
Fjölgun sláturfjár stafar ekki
af því, að óeðlilega mikið hafi
verið skorið niður í haust, vegna
slæms árferðis, heldur vegna þess
að bændur hér eru almennt búnir
að fjölga fjáreign sinni, eftir nið-
urskurðinn. Var í fyrra mikið áf
líflömbum selt suður á land
vegna fjárskiptanna þar.
ÞYNGSTA MF.ÐALTAL
16.17 KÍLÓ
Þyngsta meðalvikt dilka á
þessu hausti var hjá Páli Guð-
mundssyni í Sandvík. Lagði hann
inn 71 dilk og var meðalþyngd
dilka og var meðalþyngd þeirra
; 16.17 kg. — Næst bezta með-
alþyngd var hjá Vagni Sigtryggs-
syni í Hriflu, sem lagði inn 106
16.07ykg. Þyngstu dilkar þessa
hausts hér vógu 24 kg. — Frétta-
ritari.
Krossaslátrun sfend-
ur yfir á Sauðárkróki
SAUÐÁRKRÓKI, 1. nóv. — Sauð
fjárslátrun er nú fyrir nokkru
lokið hér, en hrossaslátrun stend-
ur yfir. Eru þáð aðallega folöld-
in, sem slátrað er.
Fyrir helgina fóru nokkrir bát-
ar á sjó og aflaðist dável.
Rjúpnaveiði hefur nokkuð ver-
ið stunduð og hefur veiði verið
sæmileg. Annars heldur rjúpan
sig aðallega upp til fjalla, vegna
þess að ennþá er snjólétt í byggð.
Mislingar hafa gengið hér síð-
astliðinn hálfan mánuð og hafa
börn fengið veikina í stórum stíl.
Mislingarnir eru nú í rénun.
— Guðjón.