Morgunblaðið - 04.11.1954, Qupperneq 4
20
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. nóv. 1954
Miklar framfarir í benzínframleiðslu opna leið
fyrir öflugri og betri bifreiðarhreyflum
ÁUNDANFÖRNUM mánuðum
hafa bifreiðaeigendur víðs-
vegar um heim verið hvattir í
auglýsingum benzínframleið-
■enda til þess að nota margs konar
ný benzínafbrigði — eins konar
undrabenzín. Þeir hafa verið
hvattir til að nota benzín, sem
Ttæmi í veg fyrir högg í hreyfl-
inum, hindraði skammhlaup í
kertum, gæfi hreyflinum aukna
orku og þýðari gang og kæmi því
til leiðar, að hægt væri að aka
lengri vegalengd á hverjum ben-
TÍnliter. í mörgum þessara aug-
lýsinga er talað um ný efni til
blöndunar í benzín, sem hindraði
myndun skaðlegra málmsam-
handa í strokkunum.
HVAÐ ER RÉTT
I FULLYRÐINGUNUM?
Eiga nú þessar fullyrðingar
benzínframleiðenda við rök að
.styðjast, eða er hér eingöngu
farið með staðlausa stafi? Eru
'vandamál þau, er bifreiðaeigend-
ur eiga við að stríða eins alvar-
leg og af er látið, og hafa benzín-
framleiðendur fundið raunhæfa
lausn á þeim vandkvæðum?
Flestir sérfræðingar, er um
þessi mál hafa fjallað, eru sam-
mála um, að fyrir hendi séu
vandamál varðandi eldsneytis-
brunann í bifreiðahreyflum og
þau verði að leysa, áður en full
not fáist af hinum háþrýstu
hreyflum í nýjustu gerðum bif-
reiða. Ennfremur verði að ráða
bót á þeim, áður-en framleiðsla
er hafin á ennþá sparneytnari og
öflugri hreyflum, sem þegar hafa
verið teiknaðir.
MEÐ BETRA BENZÍNI
AUKIN ÞJÖPPUN
Hvaða þýðingu hefur þetta
fyrir bifreiðaeigendur? — Hér á
eftir verður reynt að gera þeirri
spurningu nokkur skil.
Þegar þjöppunarhlutfallið í
benzínhreyfli er aukið, fæst meiri
orka úr hverjum líter af elds-
neyti. Eftir því sem benzínið er
betra er hægt að hafa þjöppun-
arhlutfallið í hreyflinum stærra.
Sérfræðingar General Motors bif-
Teiðaverksmrðjanna hafa reiknað
út að benzíneyðsla á hverja bif-
xeið í Bandaríkjunum myndi
lækka um 15%, ef hægt væri að
hækka þjöppunarhlutfallið- úr
8.5:1 í 10:1.
Þótt einkennilegt megi virðast,
.standa þau vandkvæði, sem nú er
verið að ráða bót á, í sambandi
við þá endurbót í benzínfram-
leiðslu, sem á sínum tíma gerði
fært að framleiða þá tiltölulega
háþrýstu hreyfla, sem nú eru al-
mennt í notkun. Síðan 1930 hafa
benzínframleiðendur í Bandaríkj-
unum hækkað oktan-tölu ben-
zínsins úr 74 í 92 oktan. Með því
hefur verið hægt að auka þjöpp-
unarhlutfallið úr 4.8:1 í 7.5:1 að
rmeðaltali i nýjustu gerðum bif-
reíða. Af því leiðir, að nýjasta
gerð bifreiðahreyfla er 50%
•orkumeiri en hreyflar fram-
leiddir 1930. Þegar talað er um
orku í þessu sambandi er átt við
orku þá, er fæst úr hverjum líter j
af benzíni. Tveir lítrar af ben-;
zíni nú gera því sama gagn og
þrír lítrar 1930.
BENZÍNIÐ BÆTT MEÐ BLÝI
— EN VANDKVÆÐI KOMA
í LJÓS
Þær endurbætur, er átt hafa
.sér stað í benzínframleiðslu, eru
að nokkru að þakka bættum
hreinsunaraðferðum og einnig
því, að byrjað var að bæta nýju
•efni, Tetra-ethylblýi í benzínið.
ín eftir því sem fram hafa komið
öflugri hreyflar, hafa komið í ljós
tvö vandkvæði, er bæði hafa ver-
ið talin stafa af blöndun þessa
■efnis í benzínið.
BLÝIÐ VELDUR
GLÓDARKVEIKJU
OG SKAMMHLAUPI
Annað þessara vandkvæða er
Skýring á því hvað liggurá bakviðhærri
oktan-tölu og blöndun
fosfat efna í benzín: •
svo nefnd glóðarkveikja, þegar
kviknar í eldsneytishleðslunni á
meðan bullaner á uppleið og áður
en hún er komin í stöðu til þess
að taka við afslaginu. Hreyfill-
inn nýtir því ekki orkuna til
fulls. Eldsneyti og orka fara for-
görðum og hreyflinum er hætt
við skemmdum. Orsök glóðar-
kveikju er talin vera sú, að blý-
sambönd ganga í efnasamband
við kolefnisútfellingar í bruna-
holinu, en af því leiðir, að glóð-
armyndun á sér stað í útfelling-
unum við lægra hitastig en ella.
Glóð þessi kveikir síðan í elds-
neytishleðslunni, eins og áður er
sagt.
Hitt vandkvæðið er svonefnt
skammhlaup í kertum. Þegar
skammhlaup á sér stað í kertum
eða þau mynda óreglulegan
neista, stafar það venjulegast af
blýútfellingum, er myndást við
eldsneytisbrunann og setjast á
postulínseinangrun kertanna. Út-
fellingar þessar leiða rafmagn og
koma í veg fyrir að neisti mynd-
ist. Þetta á sér einkum stað, þegar
hreyflinum er gefið snöggt inn
benzín í hægum akstri. í hvert
skipti, sem skammh.laup í kerti á
sér Stað, fér eldsneytishleðslan í
strokknum til ónýtis, og komi
þetta oft fyrir, hefur það í för
með sér sóun á orku og fjármun-
um. Ennfremur getur það verið
hættulegt undir erfiðum kring-
umstæðum, að hreyfillinn vinni
ekki rétt.
Glóðarkveikja og skammhlaup
í kertum eru ekki ný fyrirbrigði,
en vandkvæði þau, er af þeim
leiða hafa stöðugt farið vaxandi
eftir því sem þjöppunarhlutfall
og orka bifreiðahreyfla hefur
aukizt.
RANNSÓKN
Á FLUGHREYFLUM
Hin nýja endurbót í benzín-
framleiðslu, sem sérfræðingar
vona að leysi bæði þéssi vand-
kvæði, er árangur rannsókna á
sams konar vandkvæðum í flug-
vélahreyflum. Snemma í Kóreu-
styrjöldinni kom það iðulega
fyrir að þyrilvængjur banda-
ríska hersins gátu ekki hafið sig
til flugs vegna skammhlaups í
kertum. Þetta átti sér einnig stað
í hinum aflmiklu B-36 sprengju-
flugvélum.
Orsök skammhláups í kertum
var ekki þekkt á þeim tíma og
þaðan af síður þekktist nokkuð
ráð til úrbóta. Þegar sérfræðing-
ar Shell-félagsins í Bandaríkjun-
um og Pratt & Whitney verk-
smiðjanna, er framleiða flugvéla-
hreyfla, rannsökuðu útfellingar,
sem söfnuðust á postulin kert-
anna, uppgötvuðu þeir það, sem
ekki var áður vitað, að þær inni-
héldu m. a. blý, sem þeir færðu
rök fyrir að stafaði af Tetra-1
ethylblýinu í benzíninu. Þetta
vandamál var ekki hægt að leysa
með því að nota blýlaust benzín, |
þar eð með því var oktan-tala
þess Iækkuð, þannig að ekki væri
hægt að nota það á hreyflana.1
Rannsóknirnar beindust því að
því að finna efni, er breytti efna-1
samsetningu útfellinganna og
kæmi í veg fyrir hin skaðlegu,
áhrif blýsambandanna.
SHELL HEFUR NOTKUN
FOSFATS
Undir forystu R. J. Greens-
hields, sem stjórhar efharann-
sóknarstofu Shéll-félagsins í
Wood River í Bandaríkjunum,
rannsökuðu efnafræðingar úm
2000 efni. Réynt vár að finna efni
eða efnasamband, sem væri auð-
uppleysanlegt í benzíni, kæmi að
gagni við öll hitastig í bruna-
holinu og hefði ekki nein áhrif á
eðlilegan bruna eldsneytishleðsl-
unnar. Að lokum beindist athygli
þeirra sérstaklega að einu fosfór-
efnasambandi — Trikresyl fos-
fati.
Tilraunir, er gerðar voru á
rannsóknarstofunni, leiddu í ljós,
að kerti í hreyflum, sem brenndu
venjulegu flugbenzíni, eyðilögð-
ust á fjórum tímum. Ef þeir voru
látnir ganga á benzíni, er Trik-
resyl-fosfati hafði verið blandað
í, voru kertin heil eftir 62 tíma
og höfðu ekkert látið á sjá. Frek-
Eftir Lloyd Stuffer
ari tilraunir á þyrilvængjum í
einni af flughöfn bandaríska flot-
ans staðfestu þessar niðurstöður
rannsóknarstofunnar. Skamm-
hlaups í kertum varð 75—90%
minna vart í þeim hreyflum, sem
gengu á benzíni með Trikresyl-
fosfati, en í þeim hreyflum; sem
notuðu venjulegt benzín. Flogið
var með Trikresyl-fosfat í skyndi
til Kóreu, og áhafnir þyrilvængja
þar lýstu ánægju sinni með hið
nýja efni. Svipuð varð niðurstað-
an af notkun flugbenzíns, sem
þessu efni hafði verið blandað í,
á hreyfla í flugvélurh af gerðinni
B-36, og flestar flugvélar banda-
ríska flughersins af þessari gerð
nota nú benzín blandað fosfati.
KEMUR EINNIG AÐ GAGNI
VIÐ BÍLHREYFLA
Sérfræðingar Wood River rann-
sóknarstofunnar komust brátt að
þeirri niðurstöðu, að Trikresyl-
fosfat gæti einnig komið að gagni
í bifreiðahreyflum. í þeim kom
efnið einnig í veg fyrir skamm-
hlaup í kertum, og eins og vonir
stóðu til, dró það ennfremur úr
tilhneigingu útfellinganna til
glóðarmyndunar og hindraði því
glóðarkveikju.
Eftir þriggja ára ítarlegar rann-
sóknir með efnið í öllum tegund-
um bifreiðahreyfla, til þess að
komast að raun um, að það stæð-
ist þær kröfur, er til þess voru
gerðar, auglýsti Shellfélagið í
Bandaríkjunum 1953, sölu á nýju
benzíni, er innihéldi TCP (Tric-
resyl-phosphate). Nokkrum mán-
uðum síðar var þetta nýja benzín
svo sett á markaðinn í hverju
landinu á fætur öðru undir nafn-
inu Shell-Benzín með I. C. A. í
Bandaríkjunum jókst sala Shell
á benzíni um 35% fyrstu þrjá
mánuðina.
BLÝBENZÍNFRAMLEIÐENDUR
VIÐURKENNA VANKANTANA
Aðrir benzínframleiðendur, er
fylgzt höfðu með þessari þróun
af áhuga, töku fljótt upp öfluga
samkeppni á þessu sviði. Einn
framleiðandinn fékk afnot af
einkaleyfi Shell-félagsins til
blöndunar á Trikresyl-fosfati í
benzín og aðrir byrjuðu að
blanda í benzínið ýmsum öðrum
fosíatsamböndum.
Framleiðendur Tetra-ethylblýs
voru í fyrstu ekki fúsir að fallast
á, að notkun þess til blöndunar
í benzín hefði ofangreind vand-
kvæði í för með sér. En síðast-
liðið haust viðurkenndi þó stærsti
framleiðandinn, Ethyl Corpora-
tion óbeint kosti fosfatefnanna
til blöndunar í benzín, með því
að auglýsa, að það gæti afgreitt
fosfatsamband ásamt Tetra-ethyl-
blýi til allra viðskiptavina sinna,
er þess óskuðu. Að minnsta kosti
32 benzínframleiðendur hafa not-
fært sér þetta tilboð félagsins.
VERÐUR VANDAMALIÐ
LEYST MEÐ HÆRRI
OKTAN-TÖLU?
Nokkrir af stærstu benzín-
framleiðendunum biðu þó átekta,
meðan rökrætt var fram og aftur
um kosti og ókosti hins nýja ben-
zíns í hópi sérfræðinga á sviði
bifreiða- og benzínframleiðslu.
Komu þar fram tvenns konar
álit. Annar aðilinn mælti með
notkun fosfatefna til blöndunar
í benzín. Hinn hélt því fram, að
vandkvæði, er stöfuðu af kol-
efnisútfellingum í brunaholi
væru bezt leyst á þann hátt, að
hækka oktan-tölu benzínsins um
leið og dregið væri úr myndun
kölefnisútfellinga með hreinni
bruna.
Esso-félagið hefur t. d. hallazt
að seinni skoðuninni og hafið
framleiðslu í Bandaríkjunum á
95 oktan benzíni og auk þess bætt
í það efnum, þó ekki fosfatefnum,
sem ætlað er að hindra hringja-
festingu og skemmdir af völdum
tæringar og koma í veg fyrir
skammhlaup í kertum. í mörgum
löndum heims hefur Esso-félagið
blandað benzínið efni, sem nefn-
ist E-54, sem félagið telur hafa
sömu eiginleika og efnið, sem það
notar. í Bandaríkjunum. Utan
Bandaríkjanna er A-54 þó bland-
að í benzín með lægri oktan-
tölu.
STÆRSTI BENZÍNSALI GERÐI
BÆÐI —- AÐ HÆKKA OKTAN-
TÖLU OG SETJA FOSFAT
I BENZÍN
í marga mánuði héldu sérfræð-
ingar Socony-Vacuum félagsins
sér utan við þessar rökræður um
okton-tölu, smurningsolíu, fosföt
og önnur íblendi.
Benzín það, sem félagið selur
undir nafninu „Mobilgas" hefur
í langan tíma verið sú tegund,
sem mest hefur selzt í Bandaríkj-
unum, og mikið orð hefur farið
af rannsóknum þessa félags og
framleiðslutækni þess er talin
standa á mjög háu stigi. Hvaða
afstöðu þessi framleiðandi tæki,
hlaut að hafa mikil áhrif. Af-
staða þess var látin í ljós í apríl
síðastliðnum, þegar félagið setti
á markaðinn 95 oktan benzín, er
blandað var fosfatefnasambandi
auk annarra efna, sem eiga að
halda blöndung og strokkum
hreinum.
Ef til vill er þetta framtíðar-
lausnin. Framleiðendur, er áður
höfðu eingöngu blandað fosfati í
benzínið hafa smám saman hækk-
að oktan-tölu þess upp í það
sama og keppinautarnir eru með
og nokkrir þeirra hafa sett á
markaðinn nýja, endurbætta
smurningsolíu.
Hvaða líkindi eru nú fyrir því,
að hið nýja benzín hafi bætandi
áhrif í hreyflinum í biffeið yðar?
Ef glóðarkveikju og skamm-
hlaups í kertum hefur orðið vart
í bifreið yðar, finnið þér mun á
gangi hreyfilsins og hann e. t. v.
mjög greinilega. í gömlum bif-
reiðum með lágu þjöppunarhlut-
falli verður þessara vandkvæða
þó minna vart.
ÝERÐUR HÆGT AÐ FRAM-
LEIÐA STERKARI HREYFLA?
Þáð sem bifreiðaframleiðehdur
hafa þó meiri áhuga fyrir en
nokkru öðru, eru þeir möguleik-
ar, sem þessi blöhdunarefni í
benzín skapa fyrir framleiðslu
bifreiðahreyfla í framtíðinni. —
Hreyflar, sem þéir vilja og geta
framleitt, þurfa benzín með mjög
hárri oktan-tölu. Það eru þó tak-
mörk fyrir því hvað hægt er að
hækka þá tölu, þar eð alltaf verð-
ur erfiðara og erfiðara að hækka
hana með núverandi framleiðslu-
aðferðum einum saman, án þess
að kostnaðurinn við það hækki
að sama skapi.
Beztu benzíntegundir, sem nu
eru á markaðnum í Bandaríkj-
unum eru 95 oktan að styrkleika.
Bjartsýnir benzínframleiðendur
halda að innan fárra ára verði
fært að framleiða 98 oktan ben-
zín. Þessi þróun væri að sjálf-
sögðu mjög æskileg, ef glóðar-
kveikja væri ekki þar til hindr-
unar. í hinum háþrýstu hreyfl-
um fer nökkur hluti oktan-töl-
unnar til þess að koma í veg fyrir
glóðarkveikju og nýtist því ekki
til fulls til orkuaukningar. Ef
hægt væri að leysa vandkvæði
þau, er stafa af glóðarkveikju,
með íblöndunarefnum eða á ann-
an hátt, myndi öll 98 oktanin
nýtast að fullu í hinum spar-
neytnu og* öflugu hreyflum, sem
þegar hafa verið teiknaðir. Þegar
komið er á markaðinn 98 oktan
benzín og glóðarkveikjuvanda-
málið er úr sögunni, munu bif-
reiðahreyflar verða framleiddir
með þjöppunarhlutfalli 10:1, og
þá mun að verulegu leyti draga
úr benzíneyðslunni.
BIFREIÐ FRAMTÍÐARINNAR
MEÐ 100 OKTAN BENZÍNI
í Detroit hefur nýlega verið
framleidd Cadillac-bifreið, útbú-
in tilraunahreyfli, sem er langt-
um minni og léttari en hreyflar
þeir, er notaðir eru nú. Þjöppun-
arhlutfallið í hohum er 12:1,
hann er 220 hestöfl og ekur á
yfir 100 ohtan benzíni. Hann not-
ar 8 lítra af benzíni á hverja 100
kílómetra miðað við 45—50 kíló-
metra hraða á klukkustund.
Það er aðeins eitt sem vantar
upp á, að hægt sé að hefja sölu
á þessari bifreið til almennings,
þ. e. að ekki er hægt að aka að
næstu dælu og fá þá benzínteg-
und, sem bifreiðin þarf.
Ef hin nýju efnasambönd, sem
upp hafa verið fundin til blönd-
unar í benzín, ásamt hækkaðri
oktan-tölu, leiða til þess, hð hægt
sé að framleiða slíkar bifreiðir
til almenningsnota, þá er hér um
að ræða, eíns og upphafsmenn
þeirra halda fram, mestu framför
í benzínframleiðslu, síðan byrjað
var að nota Tetra-ethylblý í
benzín árið 1932.
Reader Digest).
(Lauslega þýtt úr
Herseta brezkra liðs-
svetla greidd af
V-Þýáa!andi
•k LONDON, 1. nóv. — Skýrt
hefur verið frá því, að Vestur-
þýzka sambandslýðveldið greiði
í heilt ár svo að segja allan kostn-
að við hersetu brezkra liðssveita
í Vestur-Þýzkalandi, að hernámi
þess loknu. Sagt var frá þessu í
hvítri bók, er brezka stjórnin
gaf út síðdegis í dag um fullt
sjálfstæði Vestur-þýzkalands. —•
Var bókin gefin út samkvæmt
kröfum þeirra, er standa gegn
endurhervæðingu Vestur-Þýzka-
lands, einkum Bevanista í verka-
mannaflokknum.
★ Vestur-Þýzkaland hættir að
gréiða kostnaðinn við hernám
vesturveldanna um leið og það
fær sjálfstæði sitt, en mun greiða
mismuninn á núverandi kostnaði
við hernámið og þeirri upphæð,
er varið verður til stofnsetningar
tólf vestur-þýzkra herfylkja inh-
an varnarbandalags vestrænna
þjóða. — Reuter-NTB.
BEZT AÐ AVGLtSA
I MORGVNBLAÐINU