Morgunblaðið - 04.11.1954, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. nóv. 1954
MORGVNBLAÐIÐ
25
Saar — þrætuepli í hálfa öld
Esidanleg lausn skammi undan
Jóhannes Hoffmann
herra Saar og formaður kristi-
lega þjóðfiokksins, sem er stærsti
flokkur landsins.
SVO má segja, að eftir því, sem
landssvæðin eru minni, því
meiri erfiðleikum og þrasi valdi
þau á alþjóðavettvangi. Dæmin
úr sögunni styrkja þessi orð og
nægir að renna huganum til
Danzig, Triestesvæðisins, Elsass
Lothringen og Saar. Saarsvæðið
hefir verið sífellt þrætuepli und-
anfarna hálfa öld á milli tveggja
voldugustu þjóða meginlandsins,
Þýzkalands og Frakklands. Eftir
því, sem veraldargæfan hefir
veltzt hefir verið skipt um hús-
bónda og hirðstjóra i Saarbriick-
en, höfuðborg Saarlanda. Þar
hafa ýmist setið að völdum
franskir eða þýzkir lénsmenn og
þjóðfáni landanna tveggja blakti
til skiptis við hún hins gamla ráð-
húss borgarinnar.
Raunar má segja, að örlög Saar
hafi verið glöggt tákn um óróann
og misvindina, sem blásið hafa á
meginlandinu og dæmi um sögu
þeirra þjóðarbrota og minnihluta,
sem komið hafa úr deiglu tveggja
heimsstyrjalda á einum manns-
aldri.
Loks hefir verið gengið frá
þeirri skipan á málum Saarhér-
aðanna, sem ætla má, að verði
varanleg og til framtíðarnota.
Var málum héraðsins ráðið með
samningi þeirra dr Adenauers og
Mendes-France, sem undirritað-
ur var á Parísarfundinum 23.
október. Verður efni hans og
saga síðustu ára í Saar rakin hér
á eftir í stórum dráttum.
HÉRUÐIN eru lítið landssvæði,
sem liggur á landamærum
Frakklands og Þýzkalands,
nokkru vestan við ána Rín, að
austurlandamærum Lúxemborg-
ar.
Landið er ekki nema 2.500
ferkm. að stærð, eða sem svarar
til fertugasta hluta íslands, en
mannfjöldinn í landinu er þó 1.
millj. íbúa. Eftir sifelldar þræt-
ur um yfirráðin yfir landinu, allt
frá aldamótunum 1900, fengu
Frakkar yfirráðin yfir landinu að
heimsstyrjöldinni lokinni 1945.
Þeir gáfu landinu að nafninu til
sjálfstæði og stjórnarskrá, en í
hennar var ýmsar takmarkanir
að finna. Þar var m. a. ákvæði,
sem bannaði þýzksinnuðum
stjórnmálaflokkum að starfa í
landinu og kom á ríkum tengslum
við móðurlandið Frakkland, með
tollabandalagi og sameiginlegum
gjaldmiðli.
Saarbúar eru að mestum hluta
Germanir og hafa tilheyrt hinum
þýzka þjóðarstofni um langan
tíma. Tunga þeirra er þýzkan og
menningararfleifð þeirra er mikl-
um mun fremur þýzk en gall-
versk.
Landið er mjög ríkt af jarðar-
auðævum; þar finnast geysimikl-
ar kolanámur, og er það höfuð-
ástæðan til þess hvílíkt þrætuepli
það hefir verið um langt skeið.
Aftur á móti framleiða Saar-
búar ekki nægan matvælaforða
til þess að fæða þjóðina og hafa
treyst á matvælainnflutning frá
Frakklandi að mestu.
Frökkum hefir verið það ljóst,
einkum eftir að allmörg ár höfðu
liðið frá styrjaldarlokum, að
þeim yrði ekki unnt að halda
Saar undir faldi franska heims-
veldisins um öll ókomin ár. í
þeim sanmingaviðræðum, sem
átt hafa sér stað á undanförnum
misserum um framtíðarstjórn-
skipulag landsins hafa þeir reynt
af öllum mætti að fá þannig um
hnútana búið, að yfirráð þeirra
yrðu þó tryggð í öllum höfuðatrið
um.
Dr. Konrad Adenauer hefir frá
því hann tók við völdum
jafnan lýst því yfir. að hann væri
því fylgjandi, að Frakkar hefðu
yfirhöndina í landinu, ef hagur
allrar Vestur Evrópu væri með
því bezt tryggður. Þessi frjáls-
lynda stefna hins framsýna
kanslara hefir sætt allmikilli
gagnrýni hjá löndum hans, sem
flestir líta á Saar sem þýzkt
landssvæði. Eru þeir einkum
hræddir við að sleppa hendinni
af Saar sökum þess, að þar væri
þá komið fordæmi, og eins mundi
e.t.v. fara um þau þýzk lönd, er
Rússar hafa enn á valdi sínu.
Sósíaldemokratarnir þýzku
undir forystu Erichs Ollenhauer,
sem mynda stjórnarandstöðuna,
hafa lýst sig algjörlega andvíga
stefnu dr. Adenauers og sáttmál-
anum um Saar, sem hann undir-
ritaði á Parísarfundinum. Alvar-
legra er þó, að annar stærsti
flokkurinn í stjórninni, frjálsir
urlegasta, og stjórnmálamenn
munu almennt sammála um, að
deilan hefði ekki getað leystzt á
farsælli hátt.
Eitt atriði samningaviðræðanna
um Saar var hið merkilegasta og
hefir þess verið óvíða getið í
fréttum. . Þegar í upphafi bar
Mendes France fram tillögu í
málinu, sem náði langt út fyrir
landamæri Saarhéraðanna og bar
vott um víðsýni og stjórnmála-
vísdóm þessa „furðulega Frakka‘‘
eins og hann hefir oft verið
nefndur.
M'
V TYSKLAMD
■«
! •
L'JXEM/ TfíiEfl
3UR6 >
demokratar hafa lýst sig algjör-
lega andvíga Saarsamkomulag-
inu, en þeir eru fylgjandi að öðru
leyti niðurstöðum Parísarfundar-
ins. Þriðji stjórnarflokkurinn,
Flóttamannaflokkurinn er einnig
andvígur samkomulaginu, en þess
ir flokkar ásamt sósíaldemokröt-
um settu það fram sem skilyrði
fyrir samningum um Saar, að
eftirfarandi atriða væri gætt:
1) að verzlunaraðstaða Vest
ur Þýzkalands væri fulltryggð
í landinu, 2) að þýzku stjórn-
málaflokkarnir fengju fullt
starfsfrelsi, 3) að engin end-
anleg ákvörðun yrði tekin um
það, hvort Saar yrði þýzkt eða
franskt landssvæði í framtíð-
inni.
SAMNINGURINN, sem dr.
Adenauer gerði við Mendes
France var Þjóðverjum aftur á
móti ekki eins hliðhollur og þessi
atriði. Samkvæmt honum verður
Saar fríríki undir stjórn lands-
stjóra, sem hvorki má vera Saar-
búi, Frakki eða Þjóðverji. Lands-
stjórann skipar Vestur Evrópu
bandalagið. Saarbúar skulu
greiða atkvæði um samninginn og
verður þá þýzku flokkunum veití
fullt kjörfrelsi. Ef íbúarnir sam- j
þykkja, að Saar verði fríríki
skulu almennar kosningar til
þings landsins fara fram, og loks
skulu þesái atriði öll rædd og
endurskoðuð, þegar friðarsamn-
ingar verða loks samdir við Vest-
ur Þýzkaland.
Lengra treysti dr. Adenauer sér
ekki til þess að halda, né krefjast
frekari réttar þjóð sinni til
handa um Saarhéruðin. Má segja,
að breytni hans hafi verið hin vit-
Hemmingway fer
ekki lil Sfckkhólms
HEMMINGWAY ætlar ekki að
fara til Svíþjóðar, til þess að
taka á móti Nobelsverðlaunun-
um.
„Ég er mjög ánægður og mjög
hreykinn af því að hafa hlotið
bókmenntaverðlaun Nobels“,
sagði skáldið. Hann endurtók
þessi sömu orð 18—20 sinnum
við blaðamenn. Það var greinilegt
að hann var glaður og meinti það
sem hann sagði. Hann langaði í
verðlaunin vegna heiðursins,
sem fylgdi þeim og vegna þess
að hann þarf á peningunum að
halda. Það var allt og sumt.
) Hemmingway getur ekki farið
i til Stokkhólms í desember af því
’ að hann er ekki maður heill
heilsu. Hann er ekki búinn að ná
sér eftir áfallið, er flugvél hrap-
aði með hann tvisvar í Afríku í
fyrra.
| í fyrra skiptið hryggbrotnaði
i hann á tveimur stöðum og annað
nýrað særðist. í síðara skiptið
komst hann ekki út um öryggis-
lúguna, eins og hinir, sem í vél-
inni voru. Vinstri handleggur
hans var meiddur og hann varð
að brjóta upp hurðina með hausn
um. Þá brotnaði höfuðkúpan fyr-
ir ofan vinstra eyrað. Þegar hann
komst út soguðust eldtungurnar
að hinum opnu dyrum og allt
hárið svoðnaði af höfði hans.
Síðar lentu Hemmingway og
félagar hans í sinubruna nálægt
Mombasa í Keðyu, og brendist
hann þá enn. Hann og kona hans,
Mary, sem hlaut nokkur brotin
rifbein í flugslysinu, en meiddist
ekki að öðru leyti, héldu síðan til
Feneyja í Ítalíu. Mér leið æ ver,
segir Hemmingway, og í Feneyj-
um var ég lagður inn á sjúkra-
hús og sár mín skoðuð í fyrsta
sinnið.
Frá Feneyjum fór hann til
Madrid og þar var það frægur
spanskur læknir sem stundaði
hann. Læknirinn sagði við hann:
„Þú hefðir átt að deyja þegar
í stað eftir slysið. Þú gerðir það
ekki, en þá hefðir þú átt að deyja
eftir að þú lentir í sinubrunan-
um. Þú hefðir líka átt að deyja
í Feneyjum. En úr því að þú ert
enn á lífi, þá munt þú ekki deyja
framar, ef þú ert góða barnið og
gerir eins og ég segi þér“.
Samt sem áður segist Hemm-
ingway hafa unnið vel undanfar-
ið og að von sé á smásafnasafni
um Afríku frá sér bróðlega. Hann
bætti því við, að hann hefði byrj-
að á smásögu um Afríku fyrir um
það bil tveimur mánuðum, „en
þessi saga ætlar að verða heil
bók“.
i „Þetta hefur komið fyrir mig
áður“, bætti hann við.
I Þegar blaðamennirnir spurðu
, -.... u t. * - 'hann, hvað hann ætlaði að gera
LITIL ATVINNA sem byggja þarf yfir Botnsa, sem TT„u„i *, 6 „.
Um þessar mundir er lítið um rennur norðanmegin við botn , svei auna e > sag’ 1
atvinnu hér á Þingeyri. Nokkrir fjarðarins. Verður sennilega haf- ,ím,n a ,.,ann mjLn 1 nota 8 Þus-
trillubátar hafa verið að róa inn izt handa um byggingu hennar 0 aJa þ°ss að borga skuldir,
ENDES lagði til, að komið
yrði á stofn fransk-þýzkri
iðnaðarsamsteypu, ekki ósvipaðri
Schumanáætluninni að sumu, og
skyldi hlutverk hennar m. a.
vera að standa fyrir stórfram-
kvæmdum og fjárfestingu i
frönsku Norður-Afríku og Sahara
eyðimörkinni. Forsendan fyrir
þessari stórfelldu áætlun litla
forsætisráðherrans er sú, að ekki
sé um neina raunverulega sam-
keppni að ræða milli þungaiðn-
aðar Þýzkalands og Frakklands,
löndin eigi sameiginlegan aðgang
að kola- og stálforðabúrinu Saar
og öll auðævi og laust vinnuafl
í báðum löndunum skuli þau hag-
nýta að sameiginlegum markmið-
um.
Þessari áætlun, sem mundi gefa
þýzku fjármagni ótæmandi tæki-
færi í Norður Afríku, frönsku
hjálendunum til stórra hagsbóta,
var fagnað í Þýzkalandi. Fransk-
ir iðjuhöldar hleyptu aftur á móti
í brúnirnar og töldu öll tormerki
á framkvæmdinni og sósíalistar
hafa lýst sig andvíga þessari áætl-
un. Mun þeim finnast hún keim-
lík einokunarhringum millistríðs
áranna. Verður þvi ekkert úr
þessari stórhuga áætlun Mendes
France í bili.
En þessi áætlun um nýtingu
jarðarauðæva Saar í þágu allrar
Evrópu og jafnvel Afríku sýnir
mikilvægi þessa litla landssvæðis
og þýðingu þess fyrir efnahag
allrar álfunnar.
í Saar framleiða Frakkar þriðj-
unginn af öllum kolum og stáli,
sem unnið er á vegum Schuman-
áætlunarinnar. Til Frakklands
eru flutt 40% af stálframleiðslu
Saar og-35% af kolaframleiðsl-
unni, en um 26% af kolafram-
leiðslu landsins er selt til Þýzka-
lands.
FYRIR fáum dögum bárust þær
fregnir, að hinn væntanlegi
landsstjóri myndi verða Sir
Strang, embættismaður í brezka
utanríkisráðuneytinu, en hann
hefir verið yfirmaður Þýzkalands
deildar brezka utanríkisráðu-
neytisins alllengi. Þessar fregnir
hafa ekki enn verið staðfestar,
en líklegt er talið, að landsstjór-
inn verði Breti.
Þannig standa mál Saarhérað-
anna í dag og virðast góðar horf-
ur á, að farsæl framtíðarlausn
hafi á þeim fundizt. Enn á þó
eftir að leggja Saarsáttmála
þeirra dr. Adenauers og Mendes
France fyrir þýzku og frönsku
þjóðþingin. Vafalaust mun sam-
þykki auðfengið í Frakklandi, en
öllu vafasamara er um þýzkt
samþykki, og verður þar að
treysta á stjórnlipurð og áhrif dr.
Adenauers sjálfs.
ggs.
Fjórar brýr byggðar
í Dýrafirði í sumar
áðeiiis cffír fið lenaja veginn í bofni fjarðarins
samaíi með brú yfir Bofnsá
ÞINGEYRI, 28. okt.
GÆR og nótt hefur sett hér niður allmikla fönn og eru allir
fjallvegir tepptir eins og stendur, og er óvíst hvort þeir verði
opnaðir aftur. Gemlufellsheiði og Rafnseyrarheiði hafa báðar verið
færar af og til allt fram að þessu en urðu báðar ófærar í nótt.
I dag er kafald og dimmt yfir og útlit fyrir áframhaldandi snjókomu.
í
Magnús.
í firðinum og hafa þeir aflað vel strax í vor.
af þorski. Ekki hefur frystihúsið j-------------------
hér starfað frá því snemma í maí' « « 11* l'l
s h vor og engir togarar lagt f>jl3IIC?DpVT00FU til
her upp afla smn upp a siðkastið. l * r
Hafa menn aðallega verið í vega-
gerð og við brúarbyggingar í sum
ar og hefur verið allmikil at-
vinna við það.
FJÓRAR BRÝR
BYGGÐAR í SUMAR
í Dýrafirði hafa verið byggðar
fjórar brýr á þessu sumri. Ein1
yfir Rafnseyrará, tvær í botni.
fjarðarins, önnur þeirra yfir!
Hvallátradalsá en hin yfir stórtj
gil við bæinn Dranga. Þá varj
byggð brú yfir Guðlaugsvað á
Gemlufallsá, sem er norðanmeg-
in fjarðarins.
VEGIR LENGDIR
Þá hefur verið unnið að því í
sumar að leggja veg inn með
firðinum norðan megin, sem
mæta skyldi veginum vestanvert
fjarðarins. Var síðasti spottinn
lagður í haust og er þá aðeins
eftir að tengja vegina með brú
áqcða fyrir lamaða
og fatlaða
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef
ir nýlega heimilað Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra, að hafa happ
drætti um eina ameríska bifreið
og innflutningsskrifstofan veitt
innflutningsleyfi fyrir henni.
Bifreiðin hefir þegar verið
keypt og er væntanleg til lands-
ins í desember-byrjun. Er þetta
Dodge Custom Royal, smíðaár
1955, bifreið af allra vönduðustu
gerð.
Nú hefir stjórn félagsins látið
prenta happdrættismiða og ákveð
ið verð þeirra kr. 100,00. Miðarn-
ir verða tiltölulega fáir vegna
þess hve dýrir þeir eru. — Dreg^
ið verður um bílinn á Þorláks-
messu.
en afganginn (um 30 þús. doll-
ara) myndi hann verja viturlega
— meðal annars til þess að fara
aftur til Afríku, þar sem allt
þetta gerðist.
En það verður ekki á þessu
ári, því að hann ætlar að halda
kyrru fyrir á búgarði sínum í
Kúbu og halda áfram ritstörfum
í vetur.
Farið að hýsa fé
norðan isafjarðar-
djúps
ÞÚFUM, 28. okt.: — Tíðarfar hef-
ur verið hér gott undanfarið til
lands, en ótíðir hafa verið til sjó-
sókna. Snjólétt er ennþá í byggð,
og hefur fénaður allsstaðar vest-
an Djúpsins gengið úti, sem kom-
ið er. Norðan Djúpsins eru bænd-
ur farnir að hýsa fé sitt vegna
kulda. — P. P.