Morgunblaðið - 04.11.1954, Síða 12

Morgunblaðið - 04.11.1954, Síða 12
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. nóv. 1954 Sigurður Creipsson: Sitthvað um < NÚ hefur Sveinn Ásgeirsson fulltrúi hreiðrað um sig í Morgunblaðinu og hefur sér það til dundurs að sýna mér sem fyrr nokkrar ýfingar og glettur og vill með því láta mjög að sér kveða. Þessi grein hans í Morgunblað- inu er að mestu endurtekning á þ(ví, er hann sagði í útvarpinu 26. júlí s.l. um hneykslið við Geysi. Þeirri árás svaraði ég með grein í Morgunblaðinu 21. ágúst s.l. og þykir mér leitt að þurfa að end- urtaka sumt af því nú. Ég skamm ast mín engan veginn fyrir það að segja frá því, að ég hafi átt við ýmsa örðugleika að etja og þó einkum í byrjun meðan sam- göngur voru stirðar. enginn sími og jafnan skortur á fé til fram- kvæmda, en aukinna fram- kvæmda og umbóta er brýn þörf árlega. Þetta vill hagfræðingur- inn ekki skilja. Ég hefi heldur ekki ætlast til þess, að hann, sá stríðsmaður, klökknaði yfir mín- um kjörum, enda gætir hann vel púðursins og vill sjálfsagt ekki láta það blotna. Sveinn bregst ekki þeim trúnaði við sjálfan sig að leita vandlega að misíellum í mínu starfi og ýmsum ávirðing- um í minn garð og ekki skortir á frásagnargleðina eða hæfni til þess að hagræða sannleikanum eftir því, sem honum þykir bezt henta. Nú segir Sveinn, að höfuð- hneykslið, er hann talar um hér, hafi skeð fyrir rúmu ári, og nú lætur hann þó í það skína, að heldur hafi breytzt til bóta. Sveinn telur, að ég sé sjálfum- glaður og áhyggjulaus maður. Þetta fellur vel saman við frá- sögn hagfræðingsins að öðru leyti um mig, þar sem hann segir, að ég sé athafnalaus, kærulaus og finni ekki til ábyrgðar. Öll þessi ummæli telur hann ekki meira verð en svo að ég ætti svo sem að standa jafnkeikur eft- ir, þó sönn væru. Er ekki eitt- hvað athyglisvert við manninn, ef hann meinar þetta í fullri alvöru? Mér finnst aðför þessa manns svo ofstækisfull að líkast er, sem hann hafi stokkið inn í nútímann frá galdrabrennuöldinni með ó- þef í nösum vegna ímyndaðs djöflagangs og nú skuli hlaða glóðum elds að höfði þeim, sem valdur er að. Það blöskraði fleir- um en mér þessi árás í sumar, því nokkur opinber blaðaskrif birtust um þetta, sem gáfu annan vitnis- burð en Sveinn og fjöldi fólks hafði orð á því við mig, að það teldi þessa árás hvortveggja ómaklega og ósæmandi. Allt þetta fólk lýsir Sveinn hræsnara og lygara. Þetta eru stór orð, sem hæfa ekki menntuðum •♦nanni, sem hann mun teljast. En það er vitað, að ekki fer ætíð saman menntun og lærdómur. Ég hefi engan beðið um lof, en nú gremst mér allt eins og ég væri sjálfur níddur, að vita þá menn áfellda um hræsni og lýgi fyrir það, að þeir sýna það mannsbragð að segja frá eigin reynslu vegna kynna af þessum stað og vitnis- burðurinn verður eftir því, en þó á annan veg en Sveins. Björn Þorsteinsson sagnfræð- ingur, hefur komið hér 13 sinnum í sumar sem fararstjóri erlendra og innlendra gesta á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. Hefur hann sagt frá sínum kynnum hér bæði í útvarpinu og Þjóðviljan- um og þótti Sveini það allt of- mælt. En það segir sig sjálft, hvort eigi megi allt eins taka til greina ummæli Björns, sem svo oft kom eða Sveins, sem aðeins var hér í eitt skipti og vitnar þá mest í það, sem skeði endur fyrir löngu. Þá hneykslar það Svein, er Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi skrifar í Tímann 3. okt. s.l., er hann lætur í ljós nokkra gremju, þar sem hann segir, að Mhías Sveinbjarnanon 3eysi og Svein Ásgeirsson lö^regluvarðsfjóri S§ ára heimili mitt hafi verið haft að skotspæni. Eins og vænta mátti taldi Þor- steinn þetta ófagran leik, ekki af vorkunsemi við mig, heldur því að honum fannst aðförin lúaleg og ofstækisfull. Það var satt, heimilið mitt var haft að skot- spæni. Eftir að skothríðin hafði dunið yfir, gefið þér til kynna, að hér sé allt unnið í kæruleysi og vesaldóm-. Hví skyldi þetta ekki varða allt heimilið og þó einkum mig og konuna? Konan mín heíur mikið starf með höndum og verð- ur oft að þola langan vinnudag. Það er einatt erfitt nú á tímum að fá gott fólk til verka, bæði það sem kann vel til starfa og vill vinna. Þess vegna verða húsbænd urnir að ganga fyrst og síðast til verka. Það er næsta ósanngjarnt, að hér sé lifað áhyggjulausu lífi og án ábyrgðar og ætti húsfreyj- an hér þau ummæli sízt skilið: — ,,Hún er þó allt um það mín“ — „Vorkunsemi“. Hæðið ekki mínar kenndir til heimilisins. Vera kann, Sveinn, að lífsfley yðar eigi eítir að steyta á grunni einhverra blindskerja og munið þér þá skilja, hve dýr er farmur- inn, þar sem fjölskyldan á í hlut. Það er satt Sveinn, að hér þarf margt að gera til umbóta, og ég ætla, að enginn viti það gjörr en ég sjálfur. Það litla, sem hér hef- ur verið gert og er unnið að til umbóta, á ég drjúgan þátt í. Það er vitað, að rekstur gisti- húsa hér á landi hefur yfirleitt mætt þeim skilningi meðal fólks- ins, að hér væri um auðveldan atvinnurekstur að ræða, sem gæfi mikið fé í aðra hönd og því þyrfti lítt að efla hann með atbeina af hálfu hins opinbera svo sem með hagkvæmum lánum til reksturs og framkvæmda. Nú hefur reynsl an sýnt það, að þessi rekstur á víða erfitt uppdráttar, en þó er nauðsynlegt að halda honum uppi. Enda virðist nú þing og stjórn skilja rétt, að búa þurfi betur að þessum rekstri og þá fyrst og fremst með því að létta af honum hinum hvimleiða veit- ingaskatti og einnig þarf að sjá honum fyrir einhverju lánsfé til framkvæmda og rekstrar svo sem ýmsum öðrum starfsgreinum þjóð arinnar. Það er nauðsyn, að þessu starfi verði lyft til meiri vegs en verið hefur. En þessi mál þarf að ræða og leita úrbóta án illyrða og allr- ar meinfýsni. Þá gagnrýnir Sveinn það, að sápu sé mokað í Geysi án skýr- inga og yfirleitt sé gestum ekkert sagt um Geysi. Þetta eru ósann- indi, eins og ég hefi áður svarað. En ég vil þó enn geta þess, að þegar borið er í Geysi, erég þar, meðan beðið er eftir gosi og er það stundum meginhluta dagsins. Ég segi gestum það, sem vitað er um Geysi og margir spyrja um eitt og annað, sem reynt er að svara eftir föngum. Ýmsir farar- stjórar eru mjög liprir og dug- legir við að leiðbeina fólkinu, sem þeir eru með. Þeirra á meðal man ég einkum eftir þeim: Einari Magnússyni, Arngrími Kristjáns- syni, Birni Þorsteinssyni, Gísla Guðmundssyni og svo hinum al- þekkta ferðalang Helga frá Brennu. Það er stórt atriði gagn- vart ferðamönnum, að þeim sé valinn góður fylgdarmaður. Far- arstjórinn þarf að vera vökull, margfróður, skjótráður og skemmtinn og ekki um of niður- sokkinn í eigið „hobby“. Það var síðast í ágúst í sumar, að hingað að Geysi komu all margir gestir á vegum Reykja- víkurbæjar. Sveinn var þar ekki fararstjóri. Þeir þáðu hér beina og sápa var látin í Geysi. Eftif þriggja stunda bið gaus hverinn sæmilegu gosi. Allt þetta fólk var með sólskin í huga. Það var ánægt og þakkaði vel fyrir allan beina og fyrjrgreiðslu. Ég ætla, að þetta hafi ekki verið af hræsni gert. Unga menn dreymir oft stóra og fagra drauma um framtíðina. Svo var og um mig. þá er ég var ungur að árum. Sumir þessara drauma hafa að nokkru leyti ræzt. Aldrei hefur mig þó dreymt um það að verða forseti þjóðar- innar. Það er líka óralöng leið frá mér að forsetanum. En Sveinn Ásgeirsson hefur náð skjótum frama og trúlega dreymir hann stóra drauma til vegs og tignar og ekki er ósennilegt, að sumir þeirra rætist. Það virðist ekki stórt skrefið frá fulltrúanum til borgarstjór- ans, en það uggir mig að svo mjög, sem hníflarnir eru nú vaxn ir á Sveini, að Reykvíkingar lyfti honum ekki í borgarstjórasætið, fyrr en hann hefur „hlaupið af sér hornin“. Nú er þessari glímu að verða lokið, af minni hálfu, Sveinn, hún hefur verið hálfgert tusk. Ég tek í hendina á yður í glímulok, eins og mér var kennt, þá ég var di*ngur. Glíman hefur fastar reglur, sem á að fylgja. Þér þekkið þær víst ekki, þvx miður. Tvennt er það, sem einkum ber að fordæma í glímu, það er bol og níð. Fyrir hvorutveggja má dæma vítabyltu. Næst, þegar þér gangið í út- varpið og viljið e. t. v. bjóða öðrum til fangs, þá er betra að kunna nokkur skil á einföldustu reglum glímunnar. Ég veit, að skrifstofustjóri útvarpsins mun góðfúslega skýra þetta fyrir yður. Hann veit ég allra manna fróð- astan um glímu. Haukadal í okt. 1954. Aðalfundi Djópbáts- ins á (safirði lokið ÞÚFUM, 28. október. ÝLEGA er lokið aðalfundi Djúpbátsins á ísafirði. — Niðurstöðutölur efnahagsreikn- ings eru kr. 359.040, þar af bók- fært verð skips, rúmlega 40 þús. kr. Hlutafé 185.700 kr. Er rekstrarafkoma félagsins jafnan erfið, enda heldur félagið uppi föstum áætlunarferðum um djúpið tveisvar í viku allt árið. Auk þess, yfir sumarmánuðina, meðan sérleyfisbifreið frá Rvík gengur vestur, tveimur aukaferð- um vikulega. Þá fer Djúpbátur- inn tveisvar í viku vestur til Önundarfjarðar yfir þann tíma, sem Breiðadalsheiði er ófær, sem er um 8 mánuði árlega. Einnig eru farnar vikulegar ferðir allt árið til Jökulfjarða. Niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings eru rúmar 935 þús. kr. Þar af farmgjöld samtals rúmlega 245 þús. kr. og fargjöld rúmlega 134 þús. kr. Aukaferðir rúml. 58 þús. kr., ríkisstyrkur 340 þús. kr. og rekstrarhalli 37 þús. kr. Úr stjórn félagsins gekk Sig- urður Pálsson, en var endur- kosinn. Eru samgöngur þær er félagið heldur uppi, lífæð héraðsins í at- vinnumálum. — Páll. „Á mannavelSum", ný Regnbopabék NÝ BÓK er komin á markaðinn frá Regnbókaútgáfunni". Nefnist hún „Á mannaveiðum“ og er eft- ir Wade' Miller. í bókinni segir frá veiðimanni frá Afríku, sem tekst á hendur óvenjulega veiðiför vestur um haf, þar sem honum er ætlað að hafa hendur í hári bankaræn- ingja. HANN er fæddur í Reykjavík hinn 16. október árið 1904, sonur hjónanna Sveinbjarnar Er- lendssonar, sem er ættaður úr Landssveit á Rangárvöllum og konu hans, Margrétar Þorsteins- dóttur bónda að Arnarbæli í Grímsnesi. Matthías er einn af þeim fáu, sem starfað hafa í lög- regluliði Reykjavíkur síðastliðin 25 ár og eru fæddir og uppaldir í Reykjavík. Hann naut hlnnar algengu barnaskólafræðslu í miðbæjar- barnaskólanum undir hand- leiðslu hins góðkunna skólastjóra Mortens Hansens. Matthías var bráðþroska og fór fljótt að vinna eins og tíðkaðist í þá daga. Lagði hann fyrir sig alla algenga vinnu bæði til lands og sjávar, og var nokkur ár há- seti á togurum. Hinn 1. janúar árið 1930 gekk hann í lögreglulið Reykjavíkur og kom brátt í ljós að honum féll starfið vel og fóru því samfara hinir ágætustu lögreglumanns- hæfileikar. Matthías er mikill á velli og vel vaxinn og rammur að afli. Hann er hæglátur og að- gætinn, réttsýnn og sanngjarn, en ákveðinp og harður í horn að taka, ef hann er beittur ofbeldi. Hefir hann/ávallt reynzt hinn öruggasti í öllum harðræðum. Árið 1937 fór Matthías til Noregs að kynna sér lögreglumál og stundaði nám í Ríkislögregluskól- anum í -Osló. Er heim kom var hann skipaður 2. varðstjóri og gegndi hann því starfi til 1941, en þá var hann skipaður 1. varð- stjóri. Varðstjórastarfið er bæði vandasamt og umfangsmikið. Hann verður að úrskurða í máli hvers manns, sem lögreglan færir á varðstofuna og einnig í málum. borgaranna, sem koma þangað með klögumál sín, nema í einstökum tilfellum, er leita þarf úrskurðar annarra yfir- manna. Veltur þá á miklu að varð- stjórinn sé glöggskygn á málin, réttsýnn og röggsamur. Tel ég Matthías hafa þessa kosti alla, enda hefir honum farið varð- stjórnin úr hendi mpð hinni mestu prýði. Matthías er ágætur íþrótta- maður og lagði einkum mikla stund á sund og leikfimi. Vann hann í mörg ár 500 metra sund, sem keppt var í innan lögregl- unnar. Snemma hneigðist hugur Matt- híasar að söng og hljómlist. Þó átti hann ekki kost á að læra að spila á orgel fyr en hann vgr tvítugur. En þá komst hann undir handleiðslu Hallgríms Þor- steinssonar organleiks- og söng- kennara og síðar nam hann hjá tveimur öðrum góðum kennurum í þeirri. grein. Hefir hann náð því marki að verða sniildar organleikari og söngkennari. Hann mun einnig eiga í fórum sínum nokkuð af tónsmíðum er hann hefir sjálfur samið. Árið 1934 var Lögreglukór Reykjavíkur stofnaður og var fyrsti kennari kórsins hinn þekkti organleikari og söngstjóri, Brynj- ólfur Þorláksson. Fór hann mikl- um viðurkenningarorðum um hæfileika Matthíasar og fól hon- um að raddhæfa kórinn. Hefir hann jafnan síðan haft það starf. a hendi, þó skipt hafi verið um kennara. í 3 ár samfleytt var hann stjórn andi kórsins. Árið 1950 fór Lögreglukórinn ú söngmót Lögreglukóra Norður- landa, sem haldið var í Stokk- hólmi, undir stjórn Páls Kr. Páls- sonar, tónlistarmanns. Vakti kór- inn á sér mikla athygli og fékk lofsamleg ummæli ytra og söng hér heima við góðan orðstír. Var þetta mikill sigur fyrir Matthías, sem bæði var þátttakandi í söngnum og hafði annast radd- æfingar að nokkru leyti. Með framtaki sínu hefir Lög- reglukórinn haldið uppi menn- ingarstarfsemi innan lögreglunn- ar og er það góðra gjalda vert. Söngsins unaðsmál á erindi til allra. Það losar hugann úr viðj- um hversdagsleikans, lyftir hug- anum í æðra veldi og vekur mildi og samúð. Það á því ekki hvað sízt erindi til lögreglunnar, sem mjög verður að umgangast þá sem standa skuggamegin í líf- inu. Matthías er giftur hinni ágæt- ustu konu, Sigrúnu Bjarnadótt- ur Melsteð óðalsbónda frá Fram- nesi á Skeiðum, eiga þau 5 mann- vænleg börn, Bjarna 20 ára, tré- smið að iðn, Matrgréti 18 ára, Sveinbjörn 16 ára, Þórunni 12 ára Matthildi Ósk 7 ára. Afmælisbarninu barst fjöldi heillaskeyta og heiðursgjafir, m. a. frá Lögreglufélagi Reykjavík- ur, frá lögreglumönnum á hans eigin vakt og Lögreglukór Reykjavíkur. Mjög var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna á þessum heiðurs- degi var öllum tekið með höfð- ingsskap og prýði. Við samherjar Matthíasar Sveinbjörnssonar óskum honum allra heilla á fimmtugsafmælinu, með þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf. Vonum við að lögreglan fái enn lengi að njóta hans starfs- krafta. 20. okt. Erlingur Pálsson. Togariiifi öiafur Jóhannesson í viðgorð PATREKSFIRÐI, 1. nóvember. — Patreksfjarðartogarinn Ólafur Jóhannesson landaði hér fyrir nokkrum dögum 53 lestum af karfa, veiddum á Grænlandsmið- um. Togarinn fór síðan til Reykja víkur og mun verða 3—4 daga í slipp. Á að fara fram viðgerð á vélinni og á skrúfunni. Hinn Pat- reksfjarðartogarinn, Gylfi, er á Halamiðum og mun landa hér innan skamms. í morgun kom Reykjafoss hing að og er að lesta 120 lestir af karfamjöli til Rotterdam. — Karl. Köld sru kvennaráð, sýnd á Sauðárkróki SÁUÐÁRKRÓKI, 1. nóv. — Leik- félag Sauðárkróks hóf vetrar- starfsemi sína síðastliðinn laug- ardag, með því að frumsýna gam- anlpikinn „Köld eru kvennaráð", eftir Stafford Gigkens, í þýðingu Ragnars J óhannessonar. Leik- stjóri var Guðjón Sigurðsson. — Var leikurinn vel sóttur og tókst vel í alla staði. Voru leikstjóri og leikendur hylltir mjög í leiks- lok. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.