Morgunblaðið - 04.11.1954, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.11.1954, Qupperneq 14
30 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. nóv. 1954 LIMOUSINE FAMILIALE ‘6 PLACES FACE ROUTE 203 L Qsuqcot A1 þjóöahifreiðasýn ing- unni í París ný Samial vlð Friðrik Magnússon, sférkaupm. DAGANA 7.—17. október var haldin í París hin árlega bif- reiðasýning, sem þar fer fram. Nefnist sýningin Salon de L’Auto mobile og er þetta í 41 skipti, sem hun er haldin. Ekki er að efa, að hún mun þekktust allra bifreiðasýninga sem haldnar eru í Evrópu, enda sýna þar öll stærstu bifreiðaíyrirtæki heims vagna sína. v STÓR SALUR Fer sýningin fram í einum stærsta sýningarsal borgarinnar, sem liggur við Champs Elysées. Meðal gesta á sýningunni í haust var Friðrik Magnússon stórkaup- maður frá Reykjavík, en hann er umboðsmaður hér á landi fyrir eitt stærsta bifreiðafirma Frakka Peugeot verksmiðj urnar. Átti blaðið stutt viðtal við Friðrik, er hann kom heim nú fyrir skömmu. NÝJUSTU GERÐIR Tugir bifreiða voru sýndar að þessu sinni, bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Voru það allt nýjustu gerðir, model 1955, en auk þess sýndu margar bifreiða- verksmiðjur tilraunabíla svokall- aða, eins og þær hyggjast fram- leiða á næstu árum. Mest bar á frönsku bifreiðunum á sýning- unni, Citröen, Renault og Peugeot, auk ýmissa fleiri. Þá sýndu brezkir bifreiðaframleiðendur og fjölmargar gerðir, og loks vöktu bandarísku bifreiðarnar mikla at- hygli. Gafst gott tækifæri til þess að bera saman bandarísku og evrópsku bifreiðarnar, stærðar- muninn á þeim og jafnframt hver munurinn er á reksturskostnaði stóru bílanna og hinna litlu. ÍTALSKIR BÍI.AR ítalskir bifreiðaframleiðendur sýndu þarna og allmargar gerð- ir, en ítalskir bílar hafa rutt sér allmikið til rúms á meginland- inu á síðustu árum. Þar var m. a. að sjá Isetta bifreiðir, sem all þekktar eru orðnar, en þær eru framleiddar í Milano. Er það lítil bifreið og lipur Qg rúmar aðeins þrjá farþega, A íebðalagi 'sínu heimsótti Pfiðrik og aðalstöðvar Peugot bifreiðaframleiðendanna í París. Voru flestir umboðsmenn firmans komnir til borgarinnar í tilefni af bifreiðasýiíingunni, hvaðan- æfa að úr heiminum. 400 BÍLAR Á DAG Peugeot bifreiðaverksmiðjurn- ar eru geysistórar, enda er sú gerð einna útbreiddust í landinu. Sjálfar verksmiðjurnar liggja í litlum bæ suður við landamæri Svisslands. Alls vinna að fram- leiðslunni um 20 þús. manns og gera verksmiðjurnar um 400 bif- xeiðar á dag. Njóta þær mikils álits í Frakklandi og eru seldar um allan heim. Einkum eru þær útbreiddar á suðurhvelinu, en getjr ntá þess,- áð aftir styrjöld- ina hafa m. a. selst 2000 þeirra í Danmörku. GAMLAR VERKSMIÐJUR Peugeot verksmiðjurnar eru elztu vélaverksmiðjur í Frakk- landi og auk þess að framleiða bifreiðar, búa þær til allar teg- undir bif- og reiðhjóla og margs konar áhöld að auki. Peugot bif- reiðarnar eru lítt kunnar hér á landi, um 23 munu vera til frá því fyrst eftir síðustu heims- styrjöld. Framleiddar eru fólksbifreiðar, 4 og 6 manna, station bifreiðar, sendibifreið- ar og vörubifreiðar. Ejúkra-' bifreiðar franska hersins eru t. d. flestar af Peugot gerð. i Bifreiðarnar eru sérstaklega útbreiddar í Frakklandi, sökum þess, að þær eru í ódýrara flokki og kostar t. d. fjögurra manna fólksbifreið ekki nema 53,000 kr. hér á landi. j Verksmiðjurnar eru í einka- eign, en Renault verksmiðjurnar eru eign franska ríkisins. Heggur sá, er hlífa skyldi TÍMINN birti 29. okt. s.l. árásar- grein á þá Konráð Axelsson og Ingólf Árnason, ráðningastjóra hjá Mekalf Hamilton. Tilefni þessarar árásar var það að þessir tveir menn voru sagðir hafa svik í tafli við mannaráðningar með því að gefa Sigmundi Símonar- syni rangar upplýsingar um laus- ar stöður. Sigmundur Símonarson, full- trúi Varnarmáladeildar við ráðn- ingar, birti þá yfirlýstingu þar sem hann sagði þessar árásir á Konráð Axelson og Ingólf Árna- son tilhæfulausar og ósannar. Var yfirlýsing hans birt í Ivlorgun- blaðinu s.l. sunnudág athuga- semdalaustj Tíminn birti svo þessei SO'mu yfirlýsingu í gær, en Svo undarlega bregður við að þeir Tímamenn birta forspjall á undan yfirlýsingu Sigmundar, flokksbróður þeirra, og segjast að vísu ekki getað neitað honum um birtingu yfirlýsingarinnar. — Tíminn segir þó að yfirlýsingin „komi málin nálega ekkert við“, og gefur fyllilega í skyn að orð- um Sigmundar sé vart trúandi. Flestum mun þó þykja að hér höggvi sá er hlífa skyldi. Sigmundi Símonarsyni kynnast flestir sem til starfa eru ráðnir á Keflavíkurflugvelli. Þessir menn munu án efa undrast skrif Tímans því öllum sem honum kynnast verður þegar Ijóst að hann er drengur góður sem vill hvers manns vanda leysa og í alla staði trúverðugur. Císli Einarsson héraSsdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa. Laugavegi ,20 B. — Sími 82(>3L j Óvandaður fréiia- flutnlngur IMORGUNBLAÐINU laugar- daginn 21. ágúst s. 1., birtist fréttapistill með fyxirsögninni: „Laxveiðin í Þverá stappar nærri rányrkju“. Er hann dagsettur á Akranesi 20. s. m. og ber undir- skriftina „Oddur“. Sami frétta- pistill er svo endurprentaður í blaðinu ísafold og Vörður, þann 29. sept. s. 1. Þar sem fréttapistill þessi, á- samt fyrirsögn, er þannig sam- inn, annaðhvort vegna vanþekk- ingar eða fyrir klaufaskap, að hann gefur alranga hugmynd um það, hvernig laxveiðin í Þverá er stunduð og hefur verið stund- uð, og nálgast það í raun og veru mjög að vera atvinnurógur, þá teljum við rétt, að hið sanna komi í ljós og leyfum okkur því að biðja ofannefnt blað að birta eftirfarandi leiðréttingar: Af fréttapistlinum verður ekki annað ráðið en að Þverá sé rán- yrkt, m. a. með netaveiði. — Hið sanna er, að síðan árið 1917 befur hún óslitið verið leigð til stangaveiða. Um netaveiði í henni hefur því ekki verið að ræða síðastliðin 37 ár. Framan af þessu tímabili var laxveiðin í Þverá stunduð af Englending- um. Er öllum kunnugt, að þeir stunduðu laxveiðina sem „sport“ en ekki „rányrkju“. Eftir að þeir hættu að koma, vegna síðari heimsstyrjaldarinnar, var stofn- að veiðifélag um Þverá. Nær það, auk Þverár, einnig yfir Litlu- Þverá, Lambá, Króksvatnsá og Langavatnskvísl. — Svæði þetta, — Þverárvatnssvæðið — hefur síðan 1942 verið leigt félagi 10 manna í Reykjavík. Skipta þeir sér síðan í 3 deildir, þannig að á veiðisvæðinu eru ekki nema 3—4 stangir í senn. í rauninni eru þær þó oft færri, vegna þess að leiguhafar eru forfallaðir, einn eða fleiri í einu, vegna atvinnu sinnar og af öðrum ástæðum. Og oft hafa árnar fengið algera hvíld fleiri eða færri daga, einkum fyrstu og síðustu vikur veiði- tímans. Síðan veiðifélag var stofnað um vatnasvæði Þverár, hefur það verið aðalsjónarmið leigjenda (áreigenda) að tryggja það, að vel væri farið með Þverá og fylgiár hennar. M. a. hefur stangaveiði ekki verið leyfð leng- ur en til ágústloka, þótt veiði sé lögum samkvæmt leyfð til 15. september. f gildandi samningi er einnig tekið fram, að samn- ingshafar megi hafa mest 6 steng- ur á veiðisvæðinu samtímis. Fréttahöfundur Mbl. telur, að Þverá sé um 80 km á lengd. Sé fylgiám bætt við, eykst lengd veiðisvæðisins allverulega. Gefur þá auga leið, hvort um „rán-1 yrkju“ geti verið að ræða, jafn-| vel þótt veitt væri með hámarki leyfðra stanga. En eins og áður! er tekið fram, mun það sjaldan eða aldrei hafa verið gert. Þótt fleira sé vafasamt í fréttapistli þessum, skal ekki um það feng-; izt. I Það er rétt, að laxveiði í Þverá var með minna móti í sumar, en hið sama mun hafa átt sér stað | með fleiri veiðiár. Orsakir til þess geta verið ýmsar, en um það verður ekki rætt hér. En hitt er algert öfugmæli, eins og að framan hefur verið sýnt, að „rán- ( yrkja í Þverá“ sé um að kenna. * Væri æskilegt, að þeir, sem finna hvöt hjá sér til að senda blöðunum fréttir, vönduðu til þeirra og kynntu sér betur en hér hefur átt sér stað, málefni þau, er þeir velja sér til frétta- flutnings. í stjórn Veiðifélags Þverár: Davíð Þorsteinsson Þorv. T. Jónsson Andrés Eyjólfsson. Allt d sama stað“ 25 ára aímæli Egiis VllhjálmssGnar h, f. STÆRSTA bifreiðavöruverzlun landsins, Egil Vilhjálmsson h.f., átti 25 ára starfsafmæli 1. nóv. Árið 1929 þann 1. nóvember stofnaði Egiil Vilhjálmsson fyrir- tækið og hefur rekið það alla tíð síðan, þó með þeim breytingum að það er nú hlutafélag. Verzlun- in var fyrst til húsa að Grettis- götu 16—18 en flutti árið 1932 að Laugaveg 118, þar sem byggt hafði verið yfir starfsemina. Síð- an hefur hver byggingin rekið aðra og nú er samanlögð lengd húsanna 200 metrar. Þar er nú rekin alhliða bifreiðahöndlun og viðgerðarverkstæði ásamt yfir- byggingaverkstæði. Egill Vil- hjálmsson hefur orðið þjóðkunn- ur maður fyrir sinn mikla dugn- að og framsýni í atvinnugrein sinni. ÖKUSKÍRTEINI NR. 3 Morgunblaðið kom að máli við Egil Vilhjálmsson í tilefni afmæl- is þessa og bað hann að skýra frá lífi og starfi sínu. — Ég byrjaði sem mótoristi til sjós í nokkur ár, sagði Egill, og var það hinn bezti grundvöllur fyrir lífsstarf mitt. Þar fékk ég dágóða þekkingu á vélum, sem kom sér vel. En árið 1915 tók ég bifreiðastjórapróf og gerðist leigu bifreiðastjóri. Ökuskírteini mitt er númer 3, og ég því einn af fyrstu bifreiðastjórum þessa lands. Starf mitt byrjaði ég á Bifreiðastöð Reykjavikur, sem var til húsa í Vonarstræti þar sem nú er Oddfellowhúsið. Þá voru bifreiðarnar svolítið öðruvísi og einfaldari en nú til dags. Ekki þekktust annað en blæjubifreiðar óupphitaðar, og var svo sem ekk- ert sældarbraut að vera bifreiðar- stjóri á þeim árum. En nú er þetta allt gjörbreytt og bifreið- arnar upphitaðar og notalegar með útvarpi og hverskyns þæg- indum. Um nokkur ár var ég prófdómari í bifreiðaakstri hér í Reykjavík, en svo var það fært í lög, að prófdómari mætti ekki flytja inn bifreiðar, en ég var þá farinn til þess þó í smáum stíl væri, og þá hætti ég að vera próf- dómari. Ég hef alltaf viljað vera frjáls maður, aldrei viljað binda mig. STRÆTISVARNAR VFIRBVGGÐIR FRÁ 1932 Svo hætti Egill leiguakstrinum og gerðist bifreiðasali. Hann opn- aði verzlun sína eins og fyrr seg- ir 1929 að Grettisgötu 16—18. Verzlunin dafnaði vel og hann hóf að byggja yfir starfsemi sína á Laugavegi 118. Þangað flutti hann svo árið 1932 og hefur verið þar síðan og bætt við bygginguna svo nú er þar orðin ein stærsta bygging í Reykjavik. Sama ár var byrjað að byggja yíir langferða- bifreiðar. Ári siðar var svo byrjað að byggja yfir strætisvagna, en Egill er einn af stofnendum Strætisvagna Reykj avíkur og eig- andi, þar til Reykjavíkurbær tók reksturinn í sínar hendur árið 1943. Síðan hefur yfirbygginga- verkstæðið verið stórvægilegur hluti í rekstri fyrirtækisins. Þar hefur verið fylgzt vel með öllum nýjungum á því sviði og öll vinna hin vandaðasta í hvívetna. 108 BIFREIÐAR SETTAR SAMAN 1941 Árið 1941 voru teknar til sam- setningar 108 Dodge-bifreiðar, sem ríkisstjórnin festi kaup á í Englandi, þar sem þær höfðu verið frá byrjun stríðsins. Hér var um algjöra samsetningu að ræða og tókst hún svo vel hvað afköst snerti, að við vorum þriðja þjóðin í röðinni hvað samsetning arhraða snerti. Þetta eru einu bifreiðarnar sem hafa verið settar saman að öllu leyti hér á landi. Kostnaður á hverja bifreið nam ekki nema kr. 1.610,00. „ALLT Á SAMA STAГ Á fyrstu starfsárum fyrirtækis- ins var aðeins um bifreiðavið- gerðir að ræða auk varahluta- sölu, en nú eru starfsgreinarnar þessar: Bifreiðaviðgerðir, bifreiða yfirbyggingar, bifreiðamálningar, rennismiði, glerskurður og slíp- ing svo og bifreiðainnflutningur og varahlutasala. Hefur fyrir- tækið jafnan lagt áherzlu á að hafa á boðstólum varahluti 1 sem flestar tegundir bifreiða og varð orðtæki fyrirtækisins þessvegna til: „Allt á sama stað“. Árið 1935 tók Egill Vilhjálms- son fyrsta nemandann í bifreiða- virkjun og hafa 70—80 iðnnemar ýmist lokið prófi hjá fyrirtækinu í bifreiðavirkjun, bifreiðasmíði og~ rennismíði. Hefur þannig stór hluti þeirra iðnaðarmanna, sem að þeim iðngreinum starfa, num- ið hjá Agli Vilhjálmssyni. FRAMSÝNI OG DUGNAÐUR Með Agli hafa unnið við fyrir- tækið bræður hans tveir, Gunnar og Georg, og eru þeir meðal hlut- hafa þess. Hefur Gunnar séð um varahlutasöluna, en Georg haft Frh. á bls. 31. Bifreiðastöð Reykjavíkur árið ser Mmgst til hægri , . :v w í i' * t k-í 4" t • I I * 'J b 11 I I 1915. Bifreið Egils Vilhjálmssonar * I í f lilf• ríii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.