Morgunblaðið - 10.11.1954, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.11.1954, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. nóv. 1954 Miklar framkvæmílir á Snæfellsnesi í sumar Stykkishólmi, 27. okt. UNDANFARIN ár hefur verið unnið að því að leggja veg út með Snæfellsnesi, hinn svo nefnda Útnesveg. Hefur verkinu miðað mjög vel áfram í sumar. Er nú aðeins eftir að ryðja um 600 metra kafla, sem þó er sæmilega fær vörubifreiðum í þurrkum, og hafa bifreiðar frá Hellissandi farið hann í sumar. Annars er hinn ruddi yregur kominn út fyrir Malarrif. MikiSI kjörgripur RIFSHÖFN Eins og kunnugt er er fram- kvæmdum stöðugt haldið áfram við Rifshöfn. Hefur því verki æinnig fleygt fram í sumar.. Er "búizt við að verkið verði komið svo langt í ár, að hægt verði að liafa báta í höfninni í vetur. Nú iriunu vera um 3—4 ár síðan Tvífflenningskeppni Bridgefé!. Rvíkur TIMM umferðum er nú lokið í tvímenningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Efstir eru nú þessir: Gunnlaugur Kristjánsson og Stefán Stefánsson 604, Jóhann Jóhannsson og Vilhj. Sigurðsson 595, Sigurnjörtur Pétursson og Örn Guðmufidsson 593, Ásmund- ur Pálsson og Indriði Pálsson 588, Gunnar Guðmundsson og Gunnar Pálsson 567, Agnar Jörgensson og Róbert Sigmunds- son 565, Ásbjörn Jónsson og Magnús Jónasson 563.5, Eggert .Benónýsson og Guðmundur O. Guðmundsson 561.5, Baldur Ás- geirsson og Björn Kristjánsson 558, Kristinn Bergþórsson og i.árus Karlsson 548.5, Árni M. Jónsson og Kristján Kristjánsson 544 og Hermann Jónsson og Jón Guðmundsson 540 — Sveitakeppni 1. flokks hefst 16. nóvember. framkvæmdir hófust við hafnar- gerðina. í Ölafsvík hafa miklar fram- kvæmdir átt sér stað að undan- förnu. Bygging nýs barnaskóla þar er komin langt. Verður þó varla hægt að taka skólann til notkunar á þessum vetri. Þá hafa í haust farið fram miklar endur- bætur á hraðfrystihúsinu þar, viðbygging við kaupfélagið vel á veg komin og ýmsar aðrar fram- kvæmdir svo sem byggingar íbúðarhúsa og fleira. — Árni. Kristinn Hallsson söngskemmfun KRISTINN Hallsson, bassbarri- tónsöngvari, sem var með Fóst- bræðrum í söngför þeirra um V- Evrópulönd og fékk þá hina beztu dóma hvarvetna fyrir á- gætan söng sinn, ætlar nú að halda söngskemmtun annað kvöld í Gamla bíói. Kristinn Hallsson hélt söng- skemmtun hér í Reykjavík í sum ar er leið og fékk góða dóma. — Þá hefur hann sungið fyrir Tón- listarfélagið á ísafirði fyrir skömmu. Kristinn Hallsson mun syngja innlend lög og erlend, m.a. aríur úr óperum. Mikil blaðaskrif um Loftleiðir og SA ,S Fargjaldamálið rætt á fundi samgöngu- málaráðherranna. UNDANFARNAR vikur hefir verið allmikið skrifað í blöð á Norðurlöndum um deilu S.A.S. ílugfélagsins við Loftleiðir, sök- nm hinna lágu fargjalda Loftleiða yfir Atl'antshaf. Hafa blöð, bæði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð rakið forsögu málsins og getið ýtarlega um starfsemi Loftleiða í þessu tilefni, og jafnframt skýrt frá 10 ára afmæli félags- íns, sem var nú fyrir skömmu. Eins og kunnugt er hafa Loft- leiðir haft reglubundnar áætlun- arferðir yfir Atlantshaf, frá Reykjavík til New York, þrisvar í viku fram að þessu, en tvisvar í viku yfir vetrarmánuðina. Frá Reykjavík hafa vélar félagsins einnig flogið til Stavanger í Horegi og þaðan til Kaupmanna- liafnar og Hamborgar. Á þeirri leið hefir félagið fylgt reglum þeim, sem alþjóða flug- íerðasambandið (I.A.T.A.) he(fur sett meðlimum sínum. Hinsvegar liafa Loftleiðir náð sérstökum kjörum um ferðir sínar milli ís- lands og Bandaríkjanna og hefir íélaginu af þeim sökum verið unnt að lækka fargjöldin á þeirri leið allmjög, frá því sem önnur flugfélög hafa ákveðið. Hin lágu fargjöld Loftleiða hafa vakið að vonum mikla at- hygli á Norðurlöndum og hafa menn varpað fram þeirri spurn- ingu, hví hið sameinaða flug- féiag þeirra, SAS, hafi ekki fylgt á eftir um lækkuð fargjöld. Jafn- framt-hafa spunnizt iíin-i þessar umræður samanburður á aðstöðu SAS, sem er ríkisfyrirtæki með einkaleyfi á flestum flugleiðum og einkaflugfélaga, sem eiga við ramman reip að draga, þar sem ríkisvaldið er. Birtist t. d. ný- lega grein í Norges Handels og Sjöfartstidende um málið og var þar hvatt til þess að veita fiug- fyrirtækjum í eign einstaklinga aukinn stuðning og bent á hina mörgu annmarka, sem fylgja ríkisrekstri og einokun á flug- málasviðinu. Sökum hinna lágu fargjalda hafa farþegaflutningar Loftleiða yfir Atlantshafið stóraukizt og er aukningin )30%, séu bornir saman fýrstu níu mánuðir ársins 1953 og 1954. Hinn 11. október komu sam- göngumálaráðherrar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar saman á fund í Osló. Voru þar einnig mættir fulltrúar SAS. Meðal þeirra mála, sem þar voru rædd var samkeppnin miili SAS og Loftleiða og flugferðirnar yfir Atlantshaf. Engin ákvörðun var þó tekin í því máli á fundinum, og óvíst er enn um það hverjar endalyktir þessa máls verða. Margt það, sem ritað hefir ver- ið um Loftleiðir og fargjaldamál ið í blöðum á Norðurlöndum hef- ir verið á misskilningi byggt og hefir blaðafulltrúi félagsins, Sig- urður Magnússon nýlega sent blöðum þar greinargerð frá félags ins hendi, þar sem málið er rakið og -skýrt.. ............ IFYRRI viku hafði Ágúst Sigurmundsson, tréskurðar- meistari, Túngötu 2 hér í bæ, gluggasýningu á ýmsum mun- um, sem unnir hafa verið í verkstæði hans, en það stofnaði hann fyrir 28 árum. — Stærsti gripurinn er mjög veglegur ?:æðu stóll, sem 25 ára stúdentar færðu Menntaskólanum að gjöf á s. 1. vori við skólaslit. — Þetta er framhlið stólsins, sem allur er úr harðri eik, mikil smíð og vönduð. Myndskurðurinn er af Óðni með hrafnana sína og Frigg. Allur er skurðurinn gamall nor- rænn. Áletrunin á ræðustólnum er úr Hávamálum. Mun ræðustóll þessi vera sá allra veglegasti sem til er hér á landi. — Auk hans sýndi Ágúst nokkra muni aðra, sem hann hefur unnið, svo sem sem hann hefur skorið, svo sem lampa, stofuborð og koll. Hendés Frence fulfan © FÉLAG veitingahúsaeigenda í Parísarborg gerir nú samsæri gegn Mendés-France, forsætis- ráðherra. Lýsa þeir því yfir að þeir séu nú -svarnir and- stæðingar hans og getur þetta orðið afdrifaríkt fyrir þennan fræga forsætisráðherra. Hafa veitingamenn þegar fengið 100 þingmenn á sitt band. © Ástæðan til þess að veitinga- húsaeigendur miða nú spjót- um að Mendés, er að hann lýsti því yfir í fjáriagaræðu, I | fagnað á AKUREYRI, 8. nóv. — María Markan Östlund söng hér í Nýja bíói s.l. laugardag á vegum Tón- listarfélags Akureyrar. Voru það | fjórðu og síðustu tónleikar fé- lagsins á þessu ári. I Á efnisskrá voru viðfangsefni eftir: Beethoven, Schuman, Árna Thorsteinsson, Pál ísólfsson, Þór- arin Jónsson, Þórarin Guð- mundsson, Emil Thoroddsen, Gia- 1 mini Rogers, Ronald og að síð- ! ustu tvær óperuaríur eftir Wagn- . er og Mascagni. Hvert sæti var skipað í húsinu , og tóku áheyrendur söngkon- unni með kostum og kynjum. —• j Varð hún að syngja nokkur auka lög. Þá bárust henni blómvendir. Við hljóðfærið var Fritz Weiss- happel, og syo sem að venju var leikur hans snilld. María Markan söng hér Ak- , ureyri sumarið 1935, en síðan hefur hún ekki sungið hér fyr en ijiú. ,-w. H. Vald. að alltof mikið væri af krám í landinu. Sagði hann að í Frakklandi öllu væru 440 þús. krár og veitingahús eða eitt fyrir hverja 100 íbúa. Taldi hann að óhætt væri að loka að minnsta kosti þremur af hverjum fjórum veitingahús- um, sem nú starfa og væri þó ekki hætta á að menn dagaði uppi í leit að krá. © Þetta lætur sérstaklega illa í eyrum veitingamanna, vegna þess að það er alkunna, að Mendés-France sjálfur smakk ar varla nokkuð. sem er sterk- ara en vatn. Aðallega drekk- ur hann mjólk frá Normandy, sem hann hefur mestu mætur á. Nú segja veitingamenn, að Mendés sé að snúast á sveif með hinum fámenna en harð- skeytta hópi stúkumanna, sem vilja láta skattlþggja áfengi svo mjög að enginn hafi efni á að kaupa það. * IHarteánn Lúther í TJARNARBÍÓ er nú verið að sýna kvikmynd, sem telst tví- mælalaust til merkustu mynda, er sýndar hafa verið í íslenzku kvikmyndahúsi: Marteinn Lút- her. Eins og líka segir sig sjálft: Með frábærlega vel gerðri kvik- mynd er að nokkru lýst einum stórfenglegasta persónuleika mannkynssögunnar og jafnframt upphafi mestu straumhvarfa, er orðið hafa í- sögu vestrænna þjóða á síðari öldum. Myndin um Martein Lúther fór sigurför um Bandaríkin s.l. ár, svo að ekki hafa aðrar myndir verið betur sóttar þar, í sjálfu landi kvikmyndanna. Ég var staddur í New York þegar farið var að sýna myndina þar, í fyrra sumar. Kvikmyndagagnrýnendur hrósuðu myndinni ákaflega, og fékk hún hina beztu dóma í stór- blöðunum „New York Times“ og „New York Herold Tribune“. Á sama tíma var sýnd í New York önrur stórmynd um trúarlegt efni: Kirtillinn (The Robe). Fékk hún einnig mikið lof og var mik- ið sótt, þó ekki eins og Lúthers- myndin. Þegar ég sá hana stóð svo mikil biðröð fyrir utan sýn- ingarstaðinn, að hópur lögreglu- , manna urðu að skerast í leikinn til þess að halda mannfjöldanum í aga. Var mér sagt að fjöldi fólks, sem sjaldan stigi fæti í kvikmyndahús, færi nú að sjá þessa mynd. Hún væri mynd hinna vandlátu. Lúther-myndin hefur, eftir viðtökurnar í Ameríku, verið mjög eftirsótt. Nokkur dráttur varð á að hún væri sýnd almennt í Englandi, og var kennt um áhrifum kaþólskra manna, sem ! ekki var um myndina gefið. —. ! Snemma á þessu ári sendi Sam- i bandsráð enskra fríkirkna ávarp til kvikmynda-innflytjenda, svo- hljóðandi: | „Sambandsráð enskra frí- , kirkna lætur þó von í ljósi að j kvikmyndin „Marteinn Lúther“, J verði sýnd hið bráðasta alls stað- ar í landinu. Teljum vér að hún hafi mikið trúarlegt, listrænt, sögulegt og almennt gildi. Ráðið væntir þess að þeir, sem stjórna vali kvikmynda, greiði þessari ágætu mynd veg til alþjóðar, og skorar á almenning að láta hana ekki fara fram hjá sér.“ Ég vil fyrir mitt leyti taka undir þéssi síðustu orð ávarps^ ins. Annaðhvort er að sækja mynd eins og þessa eða láta nið- ur falla kröfur til kvikmynda- húsa sem menningartækis. —• Enskur texti torveldar íslenzk- um áhorfendum að njóta kvik- mynda eins og þessarar til fulls. En Tjarnarbíó hefur fyrir sitt leyti reynt að bæta úr því, með allítarlegum texta í sýningar- skrá. Hafi það þökk fyrir að hafá leigt þessa dýru og góðu mynd til sýninga hér. I Ólafur Ólafsson. Tók af skarið SHEPPERTON 9. nóv. — Ég tap. aði mér alveg. þegar ég kom inn í dagstofuna og litla fjögra ára telpan mín sagði: „Þegiðu, pabbi. Ég er að horfa á sjónvarpið". Leonard var nóg boðið. Hann gekk að sjónvarpstækinu, lyfti því upp og þeytti því síðan í gólf- ið. Því næst gekk hann á sama hátt frá útvarpstækinu. Sex dag- ar eru nú liðnir síðan atvikið átti sér stað, og Leonard er enn þá bálvondur. Við blaðamenn sagði hann: „Við ætlum að úti- loka okkur frá umheiminum. Ég vil ekki heyra meira um vetnis- sprengjur, stríðsáróðui1' og stjórn- mál. Héðan af ætlum við að lifa þæáiimi.iífi,. ...... Fær Narriman skilnað! CAIRO, 9. nóv. — Auðugur, arab- iskur prins vonast til að geta; gengið að eiga Narrímaiv*fyrr- verandi drottningu Egyptalands, er hún fær skilnað frá núverandi eiginmanni sínum, Dr. Adham el Nakib, segir hið víðlesna blað Akhbar el Yom. Dr. Nakib er sagður hafa tjáð Narriman sím- leiðis, að hann mundi aldrei veita henni skilnað, þó svo hún dveldi J erlendis í 20 ár. Narriman hafði áður látið svo um mælt, að hún ' myndi ekki knúa heim til Egypta lands, ef hún ekki fengi skilnað. Álitið er, að vonbiðillinn sé hlut- hafi í hinu geisistóra olíufyrir- tæki Kuwait. Narriman dvelur nú á hressingarhæli í Lausanne þar, sem hún var skorin upp . óýlegav —Jýeuter...........j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.