Morgunblaðið - 10.11.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1954, Blaðsíða 14
14 MORGSJWBLABIB Miðvikudagur 10. nóv. 1954 N I C O L E Skaidsaga ®ítir Katherín® Gasin Framhaldssagan 89 ;• telpu síðar. Mætti ég það?“ sagði Gerry. ■ „Auðvitað“, svaraði Nicole, „en samt bjóst ég við að enginn ’liefði minni áhuga á börnum en ■einmitt þú“. „Ég kann ákflega vel við þau“, sagði hann. Samtalið snerist um golfíþrótt og síðan um amerískan knattleik og ýmsar aðrar íþróttir, sem Ameríkumenn stunda mikið. Að lokum stóð Margaret upp frá borðum og þau fóru öll aftur inn í setustofuna. Þangað var kaffið borið. Wilks sá fyrir því öliu. Þó hann væri gamall vann hann nú tveggja þjóna starf — hinir voru farnir. Og þegar sáust þreytumerki á bonum. Og hvíld átti hann enga í vændum, ekki frekar en aðrir. Nicole lauk við kaffið og lagði bollann frá sér. Gerry stóð á fætur. „Tilbúin?" sagði hann. Hún leit á hann. „Tilbúin til bvers?“ „Þú ætlar að lofa mér að kíkja á hana Judith ykkar“, sagði hann. Hún hikaði og leit snögglega til Lloyds. Hann hallaði sér leti- lega aftur á bak í hægindastól og teygði fæturna fram á gólfið, og veitti því sýnilega litla athygli livað fram fór í kringum hann. Henni varð litið til Margaret. —• Margaret kinkaði kolli. „Allt í lagi“, sagði hún. „Komdu þá“. Gerry gekk á eftir henni út úr stofunni og er þau fóru upp stig- ann muldraði hann. „Það er skrítið að Rick skyldi ekki minn- ast á Judith litlu“. „Richard man aldrei eftir börn um“, sagði hún. „Hann hefur engan áhuga á Judith“. „Þú þarft ekkert að vera að reyna að hafa lágt“, sagði hún um leið og hún kveikti ljósið. „Hún vaknar ekki“. Nicole beygði sig yfir barnið, lagfærði hana í rúminu og strauk hárið frá augum hennar. Gerry gekk að hinni hlið rúms- ins og starði á litlu telpuna. — Hann snerti ljósan lokk hennar. „Ég hélt að hún mundi vera dökkhærð“, sagði hann lágt. „Hún líkist í Fenton-ættina; hún er mjög lík Judy“. „Já, það er hún“, svaraði Nic- ole. „Það gleður mig. Ég vil gjarnan að hún verði það alla tíð, að hún geti orðið hamingju- söm og notið lífsins á góðan hátt. Þannig hefur líf Judy verið“. — Hún brosti. .,Ef við verðum hérna lengi, þá gleymir hún því að hún er bandarísk. Nannie og Joan hafa mjög hugsað um hana og þær ala hana miklu betur upp heldur en að ég gæti gert. Við höfðum negrastúlkur til húsað- stoðar vestra og þær spiltu barn- inu, því svo mjög unnu þær henni. Hér nýtur hún einnig al- úðar, en þó á þann hátt að henni er ekki spillt. Hér er hún alin upp eftir ströngum reglum Nannie. Henni er refsað þegar hún á refsingu skilið. Slíkt hef- ur hún aldrei þekkt áður. Eng- lendingar kunna til hlutanna á því sviði, — þeir kunna að ala upp börn. Og nú eftir að ég kom hingað aftur, hef ég fundið að í fari Englendinganna er margt •— margt gott, sem ég ekki áður 5 veitti eftirtekt. Þeir eru elsku- legt fólk, Gerry. Og þegar á þarf *ð halda, standa þeir saman sem jinn rnaður“. „Þá er þér farið að skiljast þetta rugl okkar um gamla skól- ann og strangt og stíft heimilis- hald, sem þér þótti svo leiðin- legt að heyra okkur tala um áð- ur?“ Hann stakk höndunum í vasann og vaggaði sér stríðnis- legur á svip á hælum og tám. j Þau töluðu um uppeldið og gamla skólann og Gerry spurði hana hvort það væri vegna hins nýja skilnings hennar á lífi Englendinga, sem þau hefðu komið aftur. „Nei, þú ályktar skakkt, Gerry“, sagði Nicole. „Það var ekki mín uppástunga að koma hingað aftur. Lloyd átti hug- myndina". „Gat hann ekki komið einn? Þetta stendur ekki lengi yfir. Þú hefðir átt að bíða. Það er lítið við að vera hér núna“. „Ég elska hann, Gerry“, sagði hún ákveðin. „Það skiptir ekki máli hvort við eitthvað er að vera eða ekki. Ég mundi heldur vilja vera hér í návist hans, þó ekkert hefði ég til hnífs eða skeiðar, heldur en að vera ein vestra". Hann sneri sér við og leit á Judith aftur. Hún bylti sér í rúminu en vaknaði ekki. ,,Ég held að T.lovd Fenton hafi fæðst undir heillastjörnu. Hann talaði um ánægju. Hversu ánægður get- ur hann ekki verið. En samt sem áður langar hann stöðugt í veiði- ferðir. Getur þú skilið þann mann, sem langar til að fara í l veiðiferðir þegar hann hefur eitthvað þessu líkt til að líta eftir og annast?" „Hvers vegna kvænist þú ekki, Gerry?“ spurði Nicole óhikandi. Hann rétti úr sér. „Ég er ekki sú manntegund, sem er fljótur til að kvænast. Ég hélt að þú vissir það“. Hann brosti. „Eina konan, sem ég hef nokkru sinni haft hug á að giftast sneri baki við mér og neitaði bónorði mínu. — Síðan hef ég aldrei beðið neinn- ar. Ég reyndi að hafa það eins ' gott og ég get. En slíkt líf úti- lokar mann frá því að eiga nokk- ’ uð þessu líkt“. Hann kinkaði kolli í áttina til Judith. „Mér skilst að maður geti ekki bæði átt kökuna og þó borðað hana. Svo að ég læt mér nægja að eiga eitt, en sjá annað hverfa sjónum mínum. — Finnst þér ég lifa heimskulega? Heldurðu að ég ætti að fara að ráðum Lloyds, staðfesta ráð mitt og vir.na að einhverju ákveðnu?" Hann var alvarlegur er hann mælti þessu síðustu orð. Og Nic- ole svaraði honum alvarlega: „Mér finnst það heimskulegt, ef þú biðir ekki einhvern tíma enn og fengir hina réttu, áður en þú hugsar þér að staðfesta ráð þitt. Gerry, þú getur ekki bara valið einhverja stúlku og síðan sagt: „Ja, þessari ætla ég að giftast". Slíkt tekst aldrei! Ef ást er ekki fyrir hendi, þá heppnast ekkert. Hjónaband án ástar er dauða- dæmt. Ást er ekki hægt að búa til — hún bara er stundum og stundum ekki of langt — aðeins til þess að komast að því að þetta mun aldrei takast. Það er regin- fyrra. Það þekki ég af biturri reynslu". „Já, það var óheppilegur at- burður, Nicole. Það setti allt samkvæmislífið á annan endann“. „Veiztu það að Iris frænka hef- ur aldrei talað eitt orð við mig síðan að það skeði?“ „Já, ég komst að því hjá Bent- ley-f j ölskyldunni". „Ég býst við að Eleanor hafi séð um að færa fólkinu einhverj- ar sögusagnir“. „Að sjálfsögðu. Hún fékk þar nægilegt efni fyrir samkvæmis- lífsdálka sína svo mánuðum skipti". „Ég hef heyrt að Millicent væri trúlofuð". „Já, það er einhver fram- kvæmdastjóri í bómullariðnaði í Manchester, mannsefnið hennar“. „Hefur þú hitt hann?“ „Já, einu sinni. Hann er við- kunnanlegur náungi; þögull og rólegur. Nokkrum árum eldri en hún“. „Þau ættu að geta öðlast ham- j ingjuna. Ekki þarf hann svo mik- ið að hlaupa á eftir henni — sem | alltaf fer eftir jafnöruggri braut Tómatsóso Fyrirliggjandi i. BRÚFSSi & KWl ! Jóhann handfasti ENSK SAGA 49. Nú var siglt fyrir hagstæðum vindi þangað til við sáum Límasol, og þar fundum við skip systu^ konungs og unnustu á hrakningi rétt fyrir utan höfnina. Þær voru jafn fegnar að sjá okkur og við að sjá þær. Nokkur skipanna höfðu rekið þarna á land og keisari eyjarinnar hafði tekið skipshafnirnar, félaga okkar, til fanga. Þess vegna höfðu þær ekki þorað að leita lands af ótta við að þeirra biði sama hlutskipti, og höfðu þær þó ekki getað haldizt við í skipinu öllu lengur, því að þar skorti bæði vistir og vatn. | Þegar konungur frétti hve svívirðilega ísak keisari hefði komið fram, gerði hann mann á fund hans og krafðist þess, að hann bæðist afsökunar. Þessi sendimaður kom nærri sam- stundis aftur. I I „Jæja, hvaða svar fékkstu hjá honum?“ spurði konungur. | „Ekkert svar, herra, sem svar getur heitið,“ stamaði sendi- maður út úr sér. „Hann aðeins sagði Proupt, herra. Svo vildi hann ekki tala við mig framar.“ | | Konunginn setti dreyrrauðan og okkur varð órótt innan- brjósts, því að nú bjuggumst við við því, að hann mundi fá eitt af sínum ofsalegu reiðiköstum. Hann þagði í nokkur jaugnablik, skjálfandi af reiði, svo öskraði hann. „Til vopna!“ I Við klæddumst brynjum okkar og gripum vopnin í skyndi. Fimm vopnaðar galeiður lokuðu leiðinni milli lands og okk- ar. Það var svo að sjá, sem allir vopnfærir menn í Kýprusey hefðu skundað til strandar og þar biðu þeir á bak við skringi- Ný sending JERSEY-kjólar GULLFOSS AÐALSTRÆTI Mjai a Amerískir kjólar teknir npp í dag. Verzlunin EROS Hafnarstræti 4 — sími 3350 Stúlka óskast til hreingerninga og þvotta. — Uppl. í skrifstofunni ; Skólavörðustíg 12, kl. 2—4. ■! LYFJAVERZLUN RÍKISINS * ■ ■ ■ ■ HHHiin Bflisnm Ef hendurnar eru þurrar og hrjúfar, ættuð þér að reyna Breining Hánd Balsam, og þér munuð undrast hve þær verða mjúkar og fagrar. Breining Hánd Balsam er fljótandi krem. sem húðin drvkkur i sig án þess að þér hafið á tilfinningunni að hendurnar séu fitugar. Nýung: Breining Hánd Balsam fæst nú bæði í túbum og glös um. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.