Morgunblaðið - 10.11.1954, Side 6

Morgunblaðið - 10.11.1954, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. nóv. 1954 * TÆKIFÆRISKALP! í dag og næstu daga fást KJÓLAR með mjög miklum afslætti *íJelclur h.p. Laugaveg 116 NÆLON: Nýung: BLÚNDUR PLÍSERAÐ LEGGINGAR EFNI í BÖND PILS fyrir blússur, Verð frá kr. 66,00 nærföt meterinn barnaföt o. fl. Ueldur b.p. Lf. Laugaveg 116 Laugaveg 116 Nýtt úrval af Ný sending: þýzkum BLÚSSUM HATTAR allar stærðir ddeldur h.p. ddeldur h.p. Austurstræti 6 Laugaveg 116 NÝ SENDING: GLIJGGAT JALDAEFIMI Bankastræti 7 Franskar og þýzkar MODEL KÁPLR OG DRAGTIR teknar upp í dag Laugaveg 116 Þýzk, ensk og amerísk PILS nýkomin Laugaveg 116 Austurstræti 6 BRENNU-NJALS SAGA Einar Ól. Sveinsson gaf út Hið íslenzka fornritafélag. Reykjavík MCMLIV. GÓÐ TÍÐINDI eru það jafnan, þá er spyrst útkoma nýs bindis af fornritum vorum á vegum Hins íslenzka fornritafélags. Frá því er félagið hóf starfsemi sína með útgáfú Egils sögu Skalla- Grímssonar árið 1933 og til þessa dags, hafa komið út að forlagi þess 13 bindi, 10 bindi af íslend- inga sögum og Heimskringla í þremur bindum. Eru nú allar hinar merkustu íslendinga sögur komnar út í safni þessu að und- an skildum íslendingabók og Landnámu (I. bindi) og Eyfirð- inga sögum (IX. bindi), sem eru nú í undirbúningi. Hefir forn- ritafélagið þegar unnið merki- legt nytjastarf, sem lengi mun að búið, því að það hefir frá upp- hafi sett markið hátt um allan frágang og útgerð ritanna jafnt ytra sem innra. Er nú útgáfa þessi, sem öll er unnin af íslenzk- um fræðimönnum, fyrir löngu viðurkennd bæði heima og er- lendis sem undirstöðuútgáfa við nám og rannsóknir lærðra sem leikra. Þennan árangur ber að vísu að þakka þeim mönnum öll- um, sem að útgáfunni hafa unn- ið, en þó alveg sérstaklega hin- um ötula og ótrauða forgöngu- manni félagsins og forseta þess frá öndverðu, Jóni hæstaréttar- dómara Ásbjörnssyni, og próf. Sigurði Nordal, sem hafði á hendi ritstjórn útgáfunnar og fræðilega umsjá með henni allt til þess, er hann gerðist sendi- herra í Kaupmannahöfn. En nú hefir próf. Einar Ól. Sveinsson tekið við ritstjórn útgáfunnar, enda að kalla má sjálfkjörinn til þess starfa. Fyrir nokkrum dögum kom á markaðinn nýtt bindi í safni fornritafélagsins, íslenzk fornrit XII. bindi, en það er Brennu- Njáls saga, gefin út af próf. Einari Ól. Sveinssyni. Hún er, eins og kunnugt er, miklu mest allra íslendinga sagna, og er bindi þetta því að vonum stærst allra í safninu, formáli útgefanda 163 blaðsíður, en texti með skýr- ingum, viðbæti (vísnaauka), ættaskrám, nafnaskrá o. fl. alls 516 blaðsíður. Auk þess eru í bindinu 12 sérstök myndablöð og tveir uppdrættir, annar af Rang- árþingi, hinn af Suðurlandi. Engum lesanda þessarar útgáfu fær dulizt jþegar við lauslega at- hugun, hvílík feikna vinna er lögð í þetta verk Um Njálu hefir verið meirti ritað en nokkra aðra íslendinga1 sögu, flest atriði sög- unnar rædd frá ýmsum hliðum og skoðani'r á þeim verið margar og sundurleitar eins og höfund- arnir. Allt þetta hefir útgefandi orðið að kynna sér og hafa á valdi sínu, velja það, sem nýtilegt var, og hafna hinu, er hann mynd aði sér sjálfur skoðanir á þeim sömu viðfangsefnum. Prófessor Einar Ól. Sveinsson var eigi heldur neitt barn í Njálufræðum, er hann hóf að vinna að útgáf- unni. Sagán hafði verið sérgrein hans í tvo áratugi, og tvær bæk- ur hafði hann birt um hana, doktorsrit sitt Um Njá;u 1933, og bókina Á Njálsbúð 1943. Vegna víðtækrar þekkingar sinn- ar á þessu efni kom ey;i annar til greina en hann til að gefa söguna út fyrir fornritafélagið. En þá er hann hafði tekið að sér það verk <mrð þröskuldur á vegi, torfæra, sem ekki mátti sneiða hjá heldur varð að stíga yfir, en það var gagnger rann- sókn á öllum handritum sögunn- ar, sem máli skiptu. Þessa tor- færu lét Einar ekki aftra sér, heldur lagði i hina eljunfreku rannsókn og hætti ekki fyrr en markinu var náð. Niðurstöður sínar birti hann í þriðja riti sínu um Njálu, Studies in the manus- cript tradition öf'Njálssaga 1953, og í ritgerð um sama efni í Skírni 1952. Ég veik að því áður, að lesendum gæti ekki dulizt, jafn- vel við lauslega athugun, hvílík feikna vinna lægi útgáfunni að baki. Og þó leynir verkið alls staðar á sér. Handrítarannsóknin ein væri nóg til að réttlæta áður- nefnd ummæli, en þó er hún að- eins einn þáttur verksins, að vísu næsta veigamikill og tímafrekur. Mörg voru hornin önnur, sem í varð að líta, og bera bæði for- máli og textaskýringar ljósast vitni um það. í stuttu máli sagt er útgáfan árangur eða summa summarum af áratuga rannsókn- um próf. Einars á þessu efnis- mikla og stórbrotna söguriti, itrekaðri umhugsun um það og sterkri innlífun í það. í formálanum, sem skiptist í 12 greinar, tekur útgefandi til meðferðar viðfangsefni og vanda mál sögunnar. Örstutt yfirlit, sem hér fer á eftir, gefur ofur- litla hugmynd um fjölbreytni þeirra. Tvær fyrstu greinarnar, sem kenndar eru við Njál og Gunnar að Hlíðarenda, fjalla um söguminjar og staðhætti á Berg- þórshvoli, fomleifagröft þar, fornar heimildir um Njál og Njálsbrennu, Gunnar og víga- ferli hans, líallgerði, konu hans, og fall hans, söguna um hár Hall- gerðar, afturhvarf Gunnars o. fl. Niðurstaða útgefanda af athug- unum hans á þessu efni er sú, að nokkrir af stóratburðum sög- unnar hafi gerzt, af ‘ þeim hafi síðan gengið sagnir og eitthvað af þeim sögnum hafi höfundur sög- unnar þekkt og notað. í þriðju grein er rætt um ritaðar heimild- ir eða eldri sögur, sem Njálu- höfundur hafi þekkt og sumpart stuðzt við. Eru þau rit allmörg, sum vafalaus, önnur vafasöm. Þar ræðir útgefandi einnig um þær kenningar, sem mjög voru uppi framan af þessari öld, að Njálu væri steypt saman úr tveim eldri sögum. Hafnar útgefandi algerlega þeirri skoðun og færir fyrir því rök, sem virðast óyggj- andi. í fjórðu grein er rætt um tímatal sögunnar. Er þar sýnt fram á, að höfundur hafi látið sig nákvæmt tímatal litlu skipta, en hins vegar hafi listaverkið átt hug hans allan. í fimmtu grein ber útgefandi saman Njálu og aðrar sögur og bendir á atriði, er hún hafi þegið eða haft til fyrirmyndar. Kemst útgefandi m. a. svo að orði: „Höfundurinn hefur farið víða og þekkt sögu- ritara og bókmenntir samtíðar- innar. Hann les sögu á einum stað, hann heyrir sögu lesna á öðrum stað. Atriði úr þeim varð- veitast í huga hans, sjálfsagt oft- ast án þess hann hugsi út í það, jafnvel orð og setningar loða í minni hans, eins og ég ætla títt um marga ritsnjalla menn. Mjög fátt af þeim sögum, sem hann hefur lesið eða heyrt, hefur hann við höndina, þegar hann skrifar“. í þremur næstu greinum ræðir útgefandi um aldur sögunnar, staðfræði hennar og líkur fyrir því, hvar hún sé rituð, og skýrir frá leit manna fyrr og síðar að höfundi hennar. Um aldur sög- unnar kemst hann að þeirri nið- urstöðu, að hún sé rituð um eða litlu eftir 1280. Ekki varpar hann beinlínis fram tilgátu um það, hvar sagan sé rituð, en niður- staða hans á athugun staðfræð- innar er sú, að á svæðinu frá SeU j alandsmúla til Lónsheiðar, þ. e. í Skaftafellssýslu sé stað- háttum alls staðar rétt lýst, en hins vegar sé þekking höfundar allmjög takmörkuð í þessu efni t. d. í Rangárþingi, á sjálfum sögustöðunum. Um þetta hefir verið margt ritað og mikið deilt. Þá ræðir um höfund sögunnar, og getur útgefandi þar um til- gátur, sem fram hafa komið um höfund Njálu. Telst mér til, að liun hafi verið eignuð 8 nafn- greindum mönnum. Kunnust og mest rökstudd er tilgáta Barða Guðmundssonar, að Þorvarður Þórarinsson sé höfundur sögunn- ar. Þeirri skoðun hafnar útgef- andi af þrennum ástæðum: Þor- varður hafi verið miklu kunn- ugri í Rangárþingi en ætla megi um höfund Njálu, hann hafi og verið kunnugur í Noregi, en Njáluhöfundur hafi verið þar ó- kunnugur og sennilega aldrei komið þangað og loks hafi Þor- varður hlotið að vera miklu bet- ur að sér í lögum en Njáluhöf- undur reynist vera. Ég skal ekki leggja dóm á þetta mál hér, enda ekki rúm til að ræða það frekara. Ég vil aðeins benda á, að það er að vísu erfitt að sanna, að Þorvarður Þórarinsson hafi skrif- að Njálu, en það er líka erfitt að sanna, að hann hafi ekki gert það. Til þéss verks virðist hann hafa margt til brunns að bera. í níundu, tíundu og elleftu grein ræðir um samtíma höfundar, list hans og lífsskoðanir, og er þar margt vel sagt og skarplega at- hugað. Tólfta og síðasta greinin fjallar um handrit sögunnar og útgáfuna. Formálinn er í rauninni fjórða rit próf. Einars um Njálu og víð- tækast þeirra rita hans að efni til. Þar eru flest rannsóknarefni sögunnar tekin til meðferðar og þeim gerð skil. 1 dómum útgef- anda gætir alls staðar hófsemi og yfirleitt mikillar varfærni, enda margt í óvissu í þessum efn- um. En það má af öllu sjá, að útgefandi vinnur verk sitt af ást og virðingu fyrir hinum forna snillingi. í textaskýringunum ræðir út- gefandi um ýmis atriði, sem ekki er helgað sérstakt rúm í formála, svo sem menningarsögu, mann- fræði Njálu, lögfræði hennar og fleira. Þar eru og tilfærðir fjölda margir mismunandi leshættir úr handritum sögunnar. Skýring- arnar eru, sem vænta má, grein- argóðar og stórfróðlegar. Vel þykir mér, að útgefandi hefir valið nafnmyndina Löðmundur, en ekki Loðmundur (sbr bls. 69 neðanm.). Löðmundur hefir hald- izt í framburði í Rangárþingi fram á þennan dag á fjalli miklu á Landmannaafrétti, er svo heit- ir. Ég held eflaust, að forliður nafnsins sé samstofna við að laða: bjóða og löð: boð o. s. frv. Loð- mundur held ég sé misheppnuð skýringartilraun. í sumum hand- ritum X-flokksins, sem svo er nefndur, eru alls 30 vísur, sem eru ekki í handritum hinna flokk anna. Allar þær Vísur eru prent- aðar í viðauka, enda má telja víst, að þær hafi ekki staðið í frumtexta sögunnar. Þess þarf ekki að geta, að útgefandi hefir lagt sig mjög í líma til að finna alls staðar frumtexta sögunnar svo sem auðið er, og fyrir þá sök réðst hann í hina erfiðissömu handritarannsókn. Ég efast ekki um, að sá Njálutexti, sem útgáf- an hefir að geyma, standi í fjöl- mörgum greinum nær texta höf- undar en texti eldri útgáfna. Það er einn höfuðkostur hinnar nýju útgáfu og höfuðstyrkur hennar. Öll ytri gerð bindisins er hin prýðilegasta að vanda, m. a. hef- ir prentun mynda og korta tekizt einkar vej. Þökk sé fornritafélag- inu og þökk og heiður próf. Einari Ól. Sveinssyni fyrir unn- ið afrek. Guðni Jónsson. Hvað kostar undlr bréfin? Einföld flugpóstbréf (20 gr.) > UanmorK, Noregur, övipjóð xr, 2,05; Finnland kr. 2,o0; Engiano og N.-Irland kr. 2,45; Austurrlki, pýzkaland, Frakkland og Sviss xr. 8,00; Rússland, ítaiia, Spánn og Júgóslavía kr. 3,25. — Bandaríkin (10 gr.) kr.I 3,15; Canada (10 gr.) xr. 3,35. — Sjópóstur til Noröur- landa (20 gr.) kr. 1,25 og til ann. arra landa kr. 1,76.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.