Morgunblaðið - 10.11.1954, Síða 8

Morgunblaðið - 10.11.1954, Síða 8
8 MOKGUNBLAOIO Miðvikudagur 10. nóv. 1954 orjpnírtaM&Jjj Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.? Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigor. Lesbók: Árni Ólá, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristins«on. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriltargjald kr. 20.00 á mánuði irmanlanda. 1 lausasölu 1 krónu eintakið. Þegar staðreyndunum er snúið við ALLT frá því að kommúnista- flokkur var stofnaður hér á landi fyrir tæpum hálfum þriðja áratug hafa leiðtogar hans hald- ið því fram, að forystumenn þjóðarinnar á hverjum tíma ættu það áhugamál heitast að fé- fletta og kúga alþýðu manna. Ríkisstjórnir væru beinlínis myndaðar til þess að stuðla að því að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Ef þessi staðhæfing kommún- ista væri rétt hefði allt þetta tímabil átt að einkennast af aft- urför hins íslenzka þjóðfélags og stöðugt versnandi hag alls al- mennings í landinu. En hver ein- asti viti boriiih íslendingur veit, að þessu er ekki þannig farið. Tímabilið frá 1930—1939 mótað- ist að vísu af margvíslegum erf- iðleikum atvinnuveganna, skatta áþján og atvinnuleysi. En þá fór lengstum með völd í landinu samsteypustjórn Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins. — Kölluðu þessir fíokkar stjórn sína „frjálslynda umbótastjórn". Sjálfstæðisflokkurinn var nær allt þetta tímabil í stjórnarand- stöðu. En síðan 1939 er áhrif Sjálf- stæðisflokksins jukust á stjórn landsins, hafa lífskjör alls al- mennings batnað stórkostlega og haldið hefur verið uppi stórfelldari framkvæmdum og umbótum en nokkru sinni fyrr. Ríkisvaldið hefur fyrst og fremst verið notað til þess að búa í haginn fyrir allan almenning í lífi hans og starfi. Og einmitt nú hefur Sjálf- stæðisflokkurinn forystu í stjórn, sem vinnur ötullega að fjölþættum umbótum á mörg- um sviðum þjóðlífsins. ★ Um það geta varla verið skipt- ar skoðanir, að aldrei hefur verið gert jafn mikið til þess að tryggja afkomuöryggi alþýðu manna eins og s.l. 15 ár, síðan Sjálfstæðis- flokkurinn fékk aðstöðu til þess að móta stjórnarstefnuna að meira eða minna leyti. Þegar á allt þetta er litið verð- ur það Ijóst, hversu fráleit sú staðhæfing er, sem kemur fram í stjórnmálaályktun þeirri sem samtök ungra kommúnista gerðu nú fyrir skömmu og birt er í Þjóðviljanum í gær. Þar er því fyrst og fremst haldið fram, að ríkisvaldinu hafi undanfarin ár verið beitt skefjalaust „gegn verkalýðsstéttinni og samtökum hennar.“ Þar er enn fremur enn einu sinni staglast á þeirri blekk- ingu, að allt atvinnulif landsins hafi verið „hneppt í fjötra Mars- halláætlunarinnar.“ Loks komast ungir kommún- istar að orði á þessa leið í álykt- un sinni: „Tollar, skattar, útsvör og aðr- ar beinar álögur á almenning eru auknar margfalt meira en nokkru sinni fyrr í sögu lands- ins“. Þannig umgangast ungir komm únistar staðreyndirnar. Á sama tima, sem ríkisvaldinu er beitt fyrir stórkostlegar framkvæmdir í þágu verkalýðsins, segja þeir að það sé notað til þess að níðast á honum. Á sama tíma sem þátt- taka íslands í efnahagssamvinnu hinna frjálsu þjóða hefur í för með sér byggingu glæsilegra raf- orkuvera og iðnfyrirtækja til stóraukins atvinnuöryggis fyrir almenning í landinu, halda kommúnistar því fram að með þessu sé verið að „leggja fjötra á alþýðuna." Og á sama tíma sem skattar og útsvör eru lækk- uð fyrir frumkvæði Sjálfstæðis- manna segir „þjóðin á Þórsgötu 1“ að verið sé að stórhækka þess- ar álögur. Þeir menn sem þannig haga málflutningi sínum, geta ekki vænzt þess að þjóðin treysti þeim og feli þeim forystu. Það er engin tilviljun að fylgi komm- únista er stöðugt að rýrna á ís- landi. Þjóðin hefur séð að forystu- menn hennar hafa unnið eft- ir megni að því að bæta að- stöðu hennar í lífi hennar og starfi. Hún hefur séð verkin tala, fundið hvernig breyt- ingarnar og framfarirnar verkuðu á lífskjör hennar. Hver einasti viti borinn ís- lendingur hefur skilið það og séð með sinum eigin augum, að lýsing kommúnista á þró- uninni og ástandinu í þjóðfé- laginu var röng og byggðist á rakalausum blekkingum. Kommúnistar hafa skipað sér utan garðs í hinu íslenzka þjóðfélagi. Þeir taka engan þátt í þeirri uppbyggingu, sem þar á sér stað. Þeir eru í stöðugu andófi og halda uppi neikvæðri niðurrifsstefnu. — Þess vegna mun þess skammt að bíða að flokkur þeirra hrynji til grunna. ■ ■ Gfgar þjóðernissfefna FYRIR nokkrum dögum afhenti norska stórþingið friðarverðlaun Nóbels til hins kunna trúboða og læknis, Alberts Schweitzers. Eins og tíðkast við slík tækifæri, flutti hann ræðu og talaði þar um málstað friðarins í heimin- um. Schweitzer minntist á það í upphafi að tvær óskaplegar heimstyrjaldir hefðu geisað síð- asta mannsaldur. En stjórnmálamönnunum, sem skipuðu málum eftir styrjaldir þessar, hefur farizt það óhöndug- lega. Markmið þeirra á fjölda ráðstefna eftir styrjaldirnar hef- ur jafnan verið að njóta sigurs- ins sem bezt. Þótt stjórnmála- mennirnir sjálfir hefðu verið framsýnir, þá voru þeir neyddir til að beita því valdi, sem sigur- inn gaf þeim, því að þjóðir þeirra hrópuðu á hefnd. Þjálfun íslenzkra froskmanna að hefjast Froskmaður á æfingu í SundhöSlinni. UM HÁDEGI í gær var froskmaður á æfingu í Sundhöllinni, en fyrir skömmu fékk hann búning sinn. Þetta var fyrsti íslenzki froskmaðurinn, Guðmundur Guðjónsson, sjókortagerðar- maður. — Synti hann góða stund fram og aftur við botn Sund- hallarinnar, til þess að gefa forstjóra strandgæzlunnar, Pétri Sig- urðssyni og yfirmönnunum á varðskipunum kost á að sjá þennan merkilega búning. Það var strandgæzlan sem lét sumum tilfellum ýmsa kosti fram kaupa búninginn til reynslu, en yfir hinn venjulega kafarabún- froskmannabúningurinn hefur í ing, sem við þekkjum. Vld andl ihripar: Friðrik frá Horni: Um ferðamál. FRIÐRIK vinur okkar frá Horni, sem heimsótti okkur hér í sumar, hefir fyrir nokkru sent okkur ýtarlega skýrslu um ferðamál á íslandi, sem hann héf- ir tekið saman eftir reynslu sína í þeim málum hér á meðan hann dvaldi hér á landi. Sömu skýrslu sendi hann Ferðaskrifstofu ríkis- ins og Ferðamálafélaginu. ' Friðrik hefir margar athuga- semdir fram að færa, sumar þeirra höfum við oft heyrt áður, svo sem eins og kvartanir yfir ónógum kosti gisti- og veitinga- húsa bæði í Reykjavík og utan hennar og yfir ýmislegu, sem okkur er enn mjög ábótavant í einföldustu atriðum að því er varðar allan slíkan rekstur. Það væri ástæðulaust og heimskulegt að bregðast reiðir við slíkum athugasemdum. Þær eru allar á fullum rökum byggð- ar og gerðar í góðu skyni. Ósamræmi í verðlagi. UM verðlag á veitingastöðum hér í Reykjavík, segir Frið- rik það sama og flestir aðrir er- lendir ferðamenn: verðið er marg falt hærra en þeir eiga að venj- ast heima fyrir. „Og afleitt er það — segir Friðrik, — hve mikið ó- samræmi er í verðlaginu frá einu veitingahúsinu til annars. — Á einum stað var okkur sagt, að hið eina rétta og lögum sam- kvæmt væri að leggja á til við- bótar raunverulegu verði máltíð- ar, sem nemur 15% þjónustu- gjaldi, er karlmenn annast þjón- ustustarfið og 10% að auki eftir kl. 7 að kvöldi. Frá þessu þótti okkur vera brugðið verulega. — Þessi aukalegu 10% greiddum við sumstaðar hvort heldur sem var fyrir eða eftir kl. 7 og okkur virtist farið í kringum þessi fyrir mæli með ýmsu móti á hinum ýmsu veitingastöðum. Ekkert kemur eins óþægilega við ferða- mann eins og tilfinningin um að verið sé að hafa af honum pen- inga með óréttu. Mælir með gistingu á einkaheimilum. ÞETTA verður að samræma — segir Friðrik og færa í fast Allt sem góðir og gegnir menn hafa getað gert, er að hamla svo- lítið á móti helztu ofstækismönn- unum, sem krefjast þess að sigr- aðar þjóðir fái makleg mála- gjöld. Þetta telur Schweitzer mikla meinsemd, sem að vísu sé erfitt að gera við, en rætur hennar liggja í því að þjóðernisstefnurn- 1 ar hafa farið út í öfgar. Taldi hann eitt hið nauðsynlegasta til að varðveita friðinn í heiminum, að fólk féngi skilning á því að ein 1 þjóð er engin andstæða annarr- ‘ ar. Báðar eru fólk. ... þessar ... íslenzku dúnsæng- ur! — lögbundið kerfi, sem öll veitinga- hús, án undantekningar, séu háð. Það er líka hæpið að auglýsa í ferðamannabæklingum, að á ís- landi þekkist ekkert þjórfé. — Minna villandi væri að segja, að aðeins á gisti- og veitingahúsum væri um að ræða fasta greiðslu fyrir þjónustu og væri hún 15% — eða það sem hún er ákveðin. Friðrik mælir með gistingu ferðamanna á einkaheimilum, þegar þess sé kostur, á meðan svo tilfinnanlegur skortur er á góðum gistihúsum. Hann bendir og á, að íslenzku dúnsængurnar séu ekki heppilegar fyrir útlend- inga, sem vanir eru ullarábreið- um í rúmum. „Hvað er að gerast í Reykjavík“. ÞÁ kemur hann fram með þá uppástungu, að gefin verði út vikulega meðan flest er hér um ferðamenn á sumrum, smá bæklingur, sem gefi upplýsingar um hvað sé að gerast í Reykja- vík og hvar: dansleikir, kvik- myndir, listsýningar, tónleikar o. s. frv. Ætti hann að liggja frammi á ferðaskrifstofum, gisti- húsum, hjá Eimskip og á flug- stöðvunum. Slíkt yrði aðkomu- mönnum ekki sízt útlendingum til mikils hægðarauka. Friðrik telur, að leggja beri áherzlu á að koma upp góðum og þægilegum gisti- og veitinga- stöðum á fögrum og fjölförnum stöðum utan Reykjavíkur, svo sem við Þingvelli, Gullfoss og Geysi — og, að íslendingar ættu að koma á sérstöku ferðamanna- gengi. Þetta og ýmislegt fleira hefir hinn hollenzki Friðrik frá Horni til málanna að leggja um íslenzk ferðamál. Eru tillögur hans mjög til athugunar fyrir þá, sem þessi mál varða. Handritin heim í Skálholt. ¥71 U SKRIFAR: M-J n „Velvakandi góður! Enn er mikið rætt og ritað um endurreisn Skálholtsstaðar. — Á þessum sögufræga og söguhelga stað munu veglegar byggingar rísa af grunni. Nú þegar vonir standa til, að vér endurheimtum handritin fornu, væri vel til fallið að ætla þeim rúm í væntanlegum byggingum í Skálholti, en þaðarl voru á sínum tíma flutt út mörg dýrmæt handrit og mætti þá með sanni segja, að handritin væru komin heim. Varðveizla þeirra í Skálholti myndi auka virðingu staðarins og vegsemd. — E.H.“ Létt pyngja - þungur sefi. LÆRÐI I DANMÖRKU Guðmundur Guðjónsson, er sonur Guðjóns vélstjóra Svein- björnssonar að Ásvallagötu 10, hér í bæ. Guðmundur er sund- maður góður, og það var strand- gæzlan sem fékk hann til þess að hefja köfunarnámið og var hann á froskmannaskóla í Dan- mörku. Að námi loknu var hann nokkuð við æfingar og kennslu. Er hann kom heim, gerði strand- gæzlan þegar í stað pöntun á hin- um fullkomnasta froskmanna- búningi, sem völ er á, en hann er þýzkur. BÚNINGURINN ER TIL SKJÓLS Búningurinn er fyrst og fremst til skjóls fyrir kulda, en ekki gegn vatni. — Öndunarfærisút- búnaðurinn er alveg út af fyrir sig, líkt og það væri góður bak- Guðm. Guðjónsson. poki, sem froskmaðurinn spennir á sig. Erlendis, þar sem sjórinn er heitur, kafa froskmennirnir aðeins með gúmmíhettuna á höfð- inu, öndunarútbúnaðinn og blöðk urnar á fótunum. En hér norður frá verða mennirnir að fara 1 froskmannabúinginn vegna kuld- ans í sjónum. Búningurinn er blússa, buxur og svo gúmmíhett- an. Guðmundur skýrði svo frá, að ekki væri kaldara á nokkra tuga metra dýpi hér við land, en t. d. við strendur Danmerkur. Á 90 M DÝPI í froskmannabúingi er talið hættulaust að fara niður á allt að 90 m dýpi. Froskmenn hafa þó komizt dýpra, eða 130 m dýpi, en sá lifði ekki þá þrekraun af. Á miklu dýpi er það einkum til ó- þæginda kuldi, sem sækir á frosk mennina einkum ofan til og milli herðablaðanna Er venjulega lögð ull á þessa snöggu bletti. FROSKMENN ÓMISSANDI VIÐ BJÖRGUN SKIPA Pétur Sigurðsson, forstjóri, lét þess getið við blaðamenn, að froskmenn væru ómissandi orðn- ir í sambandi við björgun skipa af strandi, t. d. við könnun botn- skemmda á skipum o. fl. Mun strandgæzlan kaupa einn frosk- mannabúning fyrir hvert skip, þegar reynsla er fengin um notkun hans hér. FROSKMENN I LÖGREGLUNNI Þegar Guðmundur kom upp af botni laugarinnar í Sundhöllinni, sagði hann frá því, að lögreglan í Málmey í Svíþjóð, hefði jafnan á takteinum froskmenn til björg. unarstarfa úr höfninni þar. Hafa þeir í haust bjargað tveim manns lífum. —- Taldi Guðmundur að Reykjavíkurlögreglu bæri að hafa þjáifaða froskmenn, en nám- ið tékUr hálfan mánuð. Frosk- maður er tilbúinn að kafa á nokkrum mínútum, •— en hægt Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.