Morgunblaðið - 10.11.1954, Síða 9

Morgunblaðið - 10.11.1954, Síða 9
Miðvikudagur 10. nóv. 1954 MORGVNBLAÐIB 9 Samfal við ADLAI STEVENSON SKÖMMU áður en kosning- arnar fóru fram í Bandaríkj- I unum 2. nóv. átti brezkur rithöfundur samtal við Adlai ! Stevenson að heimili hans í Bandaríkjunum. — Samtalið birtist hér nokkuð stytt. HÉR var ég kominn á kyrrlátt þægilegt sveitaheimili, þar sem hann býr einn, með bækur sínar umhverfis sig, og beitilönd sín, þar sem kindur ganga úti undir stórum trjákrónum. Einmana maður? Já. Hann hef- ir oft virst mér svo. Einkum þeg- ar ég hefi séð hann standa á ræðupalli í stórum sal andspænis mannfjölda. En ekki alltaf, ekki þegar synir hans dvelja heima hjá honum. Hann minntist á þá, er við settumst í djúpa hægindastóla í stórri verönd, eftir kvöldverð. Á Adlai yngri, sem er nýlega kominn heim frá Kóreu og stund- ar nú laganám. Um Borden, sem kallaður hefir verið í herþjón- ustu, og John Fell, sem verið hef- ir með honum á kosningaferða- lági og nú fer í Harvard háskól- ann. : „Blöðin segja, að þér heyjið nú baráttu fyrir kjöri yðar til forseta árið 1956“, sagði ég. TVÖFÖLD SKULD „Nei. Ég er að borga skuld og hefi undanfarin tvö ár verið að hjálpa demokrataflokknum til að borga sína skuld. Mín skuld er við alla þá, sem studdu mig árið 1952. Hún er skuld við bank- ana. Demokratar eru fátækir bor- ið saman við republikana.“ „Við skulduðum 1.000.000 doll- ara í lok síðustu kosningabaráttu. Þessi skuld er, guði sé lof, að hverfa. En við þurftum að endur- skipuleggja kosningastarfsemina og þessvegna hefi ég ferðast víðs- vegar um landið. Það var það minnsta sem ég gat gert.“ „Og nú?“ „Nú ætla ég að hjálpa flokkn- um til þess að ná meirihluta í þinginu. Og útlit er fyrir að við fáum meirihluta í báðum deild- um.“ #„Og hverjar verða hinar raun- verulegu afleiðingar þess — gerir þá hvorki að ganga eða reka?“ „Svo þarf ekki að vera. Það er jafnvel ekki líklegt. Truman átti við að búa „þing, sem gerði ekki neitt“, eins og hann kallaði það, er republikanar hlutu meiri- hluta árið 1948. En það var sök republikana. Sú saga verður ekki endurtekin." „Afleiðingin verður, að við sem flokkur tökum á okkur mikla ábyrgð og munum fá litlar þakk- ir fyrir að fara með þá ábyrgð heiðarlega. Ef eitthvað fer aflaga, þá verður okkur um kennt. Ef eitthvað gengur að óskum þá. munu forsetinn og stjórn hans eigna sér þakkirnar." FORSETINN VERÐUR AÐ HALDA ÁFRAM „Við skulum gera okkur þetta ljóst“ sagði ég. „Slíkt ástand mundi eins og þér vitið, aldrei geta skapast í Bretlandi. Brezkur forsætisráðherra myndi biðjast lausnar, ef flokkur hans yrði undir.“ „Forsetinn verður að halda áfram starfi sínu." „Með sama ráðuneyti republik ana?“ „Sennilega. Hann gæti vitan- lega gert breytingar á ráðuneyti sinu, ef hann óskaði þess. Hann getur tekið menn í ráðuneytið að eigin vild. En ekkert bendir til þess að hann ætli að taka menn úr okkar flokki í stjóm sína. Á hinn bóginn verða formenn allra þingnefnda úr demokrataflokkn- um. Meðal annars mun McCarthy missa formennsku sína.“ „Og þetta getur gengið?“ ífjn muninn á republikönum og demokrötum vald forseta U.S.A. og forsœtis- ráðherra Bretlands demokrata og sósialisma Vr forsetakjörið 7956 „Það bæði getur gert það og gerir það. Að þessu sinni verður ekki um að ræða „þing, sem gerir ekki neitt“. Og í samstarfi við Eisenhower forseta ætti þetta ekki að verða erfitt. Hann er, þegar öllu er á botninn hvolft, maður, sem vill fara meðalveg- inn.“ Ég ætlaði að láta næstu spurn- ingu falla niður. Ég minntist þess hvernig hann skaut sér undan að svara í sjónvarpsþætti í London síðastliðið sumar. „Ég gæti ekki svarað þessari spurningu, þótt ég vildi og ef ég gæti það, þá myndi ég ekki gera það“, hafði hann sagt. Og núna gat hann ráðið í hvað ég hafði í huga, og hann hristi höfuðið. „Ég veit hvað sagt er. Ég les blöðin. Allir spyrja, verð ég eða verð ég ekki í kjöri árið 1956 og svar mitt til þeirra er: „Ég get ekkert um það sagt“. MUNURINN Á FLOKKUNUM Næsta spurning mín var: „Hver er grundvallarmunurinn á republikana- og demokrata- flokknum?“ Hann lét mig bíða á meðan hann hugleiddi spurninguna og sagði síðan: „Eg held að munur- inn sé raunverulega huglags eðlis.“ „í upphafi var republikana flokkurinn kallaður sambands- flokkurinn, og á nítjándu öldinni var hann frjálslyndi flokkurinn. Um langt skeið eftir borgara- styrjöldina voru republikanar ósigranlegir. En um aldamótin höfðu þeir glatað sambandi sínu við fjöldann, þeir urðu flokkur hinna ríku og við það misstu þeir mátt sinn.“ „Flokkar og flokkanöfn breyt- ast. í raun og veru er hægt að segja að flokkarnir hafi skipzt á sætum er republikanar glötuðu sambandi sínu við fjöldann. — Republikanar urðu flokkur þeirra, sem höfðu sérhagsmuna að gæta og settu sér, í heimspeki- legum skilningi, það mark að fela velferð þjóðarinnar fáum mönn- um sem voru á oddanum.“ „Hugmyndir demokrata ganga í þveröfuga átt. Þeirra skoðun er að hagsæld og velferð þjóða verði að berast upp frá rótunum, ekki niður frá greinunum. Að hún verði að fá lífsafl frá miklum atvinnumöguleikum, frjálsu stöðu Adlai Stevenson vali og almennum tryggingum.“ „Er bent í áttina til sósíal- isma?“ spurði ég, „í þessum síð- ustu setningum. Vinir mínir í flokknum segja að svo sé. Þeir fá ekki skilið, að ég fylgi íhalds- flokknum í Englandi og demo- krötum í Bandaríkjunum." Adlai brosti. Hann fékk ekki séð að í þessu fælist neitt ósam- ræmi. Englendingar hefðu haft f orustuna um almannatryggingar. Hann leit svo á að demokratar hefðu svipaðar skoðanir og frjáls- lyndir íhaldsmenn. „Við eigum langt í land að ná ykkur, að því Bandaríkin bjóða aðstoð við bygg- ingu og rekstur kjarnorkustöðva New York, 5. nóv. Reuter-NTB. BANDARÍKIN buðu í dag öðr- um löndum aðstoð við bygg- ingu og rekstur kjarnorkuvinnslu stöðva, er ynnu að framleiðslu kjarnorku til friðsamlegra af- nota. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna, Geislavirk meðu/ framleidd Henry Cabot Lodge, lagði þetta' setningu alþjóða kjarnorkumið- stöðvar. Sagði Lodge, að hægt yrði að reisa kjarnorkuvinnslu- stöð fyrir minna en hálfa milljón dollara á einu ári. Yrðu þar fram- leidd geislavirk meðul, er kom- ið gætu mannkyninu að góðu tilboð fram á fundi stjórnmála- nefndar allsherjarþingsins, er undanfarið hefur rætt tillögur Eisenhowers forseta um stofn- Heybirgðir með mesta móti í Fljótsdal Sauðfé hefir heldur fjölgað SKRIÐUKLAUSTRI, 1. nóv.: — Veðrátta í október hefir verið í meðallagi, þó fremur köld, en ekki úrfellasöm. Frost höfðu ver- ið óvenjumikil fyrir veturnætur og jörð óvenjusölnuð, svo að ekki hefir verið jafnsölnað í mörg ár. Göngur gengu vel á Fljótsdals- afréttum og eru heimtur af fjalli með betra móti. Dilkar reyndust með léttara móti, en fullorðið fé í meðallagi og sumir telja það í vænna lagi. Heyskaparlok urðu góð í Fljóts dal, og heyfengur með betra móti. Heyfirningar talsverðar s.l. vor og heybirgðir því með mesta móti á þessu hausti. SAUÐFE FER FJÖLGANDI Sauðfé er aftur heldur að fjölga í hreppnum og lambalif allmikið, enda stefnt að því að eignast ær, sem bólusettar eru gegn garna- veiki. Á einstaka heimili var í haust fargað öllum óbólusettum ám, þar sem garnáveiki var farin að valda verulegu tjóni. Kartöfluuppskera var með minna móti, og skemmdist éðá eyðilagðist nokkuð af henni í frostunum í septémber. Jarðræktar- og byggingafram- kvæmdir voru fremur litlar í sumar. Þó er verið að byggja fé- lagsheimili á Valþjófsstað. Var ætlunin að steypa aðalhluta bygg ingarinnar og koma undir þak. En frostin í haust hafa truflað steypuvinnuna, svo óvíst er hvort sú áætlun stenzt. íbúðarhús er byggt á einni jörð og rafstöð frá vatnsafli er verið að koma upp á einum bæ. NAUÐSYN AÐ FLÝTA VEGAGERÐ Vegurinn, sem undirbyggður var að mestu s.l. ár frá hinni nýju brú á Jökulsá og út undir Hrafnkelsstaði var malborinn á síðasta sumri. Er þá enn eftir slæmur kafli, sem aðeins er rudd ur út undir Hallormsstað, og er mikil nauðsyn að flýta vegage>’ð á þessum kafla, svo að bílfært megi teljast öllum bílum um- hverfis Löginn. Heilsufar hefir verið gott í sumar. Ætla má að lítilsháttar fækkun hafi orðið á heimilisföstu fólki á árinu. Ungt fólk hefir far- ið með meira móti að heiman í haust, ýmist í skóla eða til at- vinnu. — J. P. gagm. ★ TILLAGÁ EISENHOWF.RS Tillaga Eisenhowers um hag- nýtingu kjarnorku til friðsam- legra afnota var fyrst sett fram í ræðu, er Eisenhower flutti í desember í fyrra. Ráðstjórnar- ríkin hafa tekið þátt í umræðum um hana, en ekkert samkomulag hefir náðst. Bandaríkin hafa samt sem áður haldið áfram uniræð- um um tillögu þessa við aðrar þjóðir, Bretland, Frakkland, Kanada, Sambandsríki Suður- Afríku, Ástralíu, Belgíu og Portugal og hefir það orðið að samkomulagi að koma tillögunni í framkvæmd án þátttöku Ráð- stjórnarríkjanna, ef nauðsyn krefur. v -V Norðurlciðin ve! (ær bifreiðum í GÆR og dag féllu niður áætl- unarferðir Norðurleiðar til Akur- eyrar, vegna veðurofsa. Munu bif reiðarnar fara norður á morgun, þar sem færð er sögð allgóð á norðurleiðinni. Hafði blaðið tal af skrifstofu Norðurleiðar í gær, og fékk þær fréttir að bifreið hefði þann dag farið yfir Holta- vörðuheiði, og hefði það gengið vel, og ófærð ekki teljandi. Aðrir fjallvegir á þessari leið eru taldir vel færir. er varðar almannatryggingar“, sagði hann. „En þetta, sem sagt er um læ- vísan sósíalisma. Talaði ekki sjálfur forsetinn í þá átt hérna um daginn? Republikanar segjast trúa því, að demokratar séu að vinna að því að koma á „forsjár- ríki“ sósíalista," sagði ég. „Því fer fjarri.“ — Adlai lagði á þetta áherzlu. „Og ef þér eruð að tala um sosialisma í þeim skiln. ingi að koma á þjóðnýtingu fram- leiðslunnar og dreifingarinnar, þá myndi jafnvel verkalýðshreyf- ingin hér í landi snúast andhverf. Nei, demokratar eru ekki hálf bakaðir sósíalistar." „Þeir lita svo á, að ríkisstjórnin eigi að láta til sín taka mannúð- armál, eigi að vernda lítilmagnan og að hún eigi að leggja fram fé, þegar um það er að ræða að reisa stór orkuver, en að hún eigi ávallt að starfa innan ramma og til stuðnings framtaki einstakl- ingsins.“ Þegar hér var komið, spurði ég Stevenson, hvor væri voldugri í sínu landi, forseti Bandaríkj- anna eða forsætisráðherra Bret- lands. „Forsetinn", sagði hann. „Á því er enginn vafi. Hann hefir neitunarvald. Hann getur skipað í þúsundir embætta. Hann sam- einar vald konungs og ríkisfor- seta. Og þar að auki er ekki hægt að víkja honum frá.“ „En á hinn bóginn getur hon- um mislíkað og getur þá ekki farið í þingið og talað fyrir máli sínu. Þarna er vissulega veik- leiki.“ „Ég er á sama máli“, sagði Adlai. „Mér geðjast vel að brezka stjórnarkerfinu. Það er teygjan- legra, en kerfið okkar. Þar er samstarfið meira, nánara sam- band milli framkvæmdavaidsins og löggjafarvaldsins. En ég efast um að það sé nothæft í þessu landi. Við búum við sambands- ríki, hvert ríki hefir ríkisstjóra og eigið löggjafarþing og gætir vandlega valds síns. Það væri nær, að líkja Bandaríkjunum við brezka heimsveldið, heldur en við Bretlandseyjar." Áður en ég fór frá Adlai Stevenson, gat ég ekki á mér set- ið og minntist á framtíðina. „En hvað segið þér“, sagði ég, „ef þér verðið beðnir um að gefa kost á yður sem forseta, hvað þá um skuldina frá 1952?“ „Munið þetta“, sagði hann. „Til þess að verða í kjöri, þarf fyrst tilnefningu flokksins. Ég hefi ekk ert á móti því, að heyja kospinga- baráttu, þar sem frambjóðendur flokkanna deila um stór málefni. En að leita tilriefningar hjá kjör- mönnum og segja flokki mínum að ég sé þeztur allra demokrata, það er annað mál.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.