Morgunblaðið - 10.11.1954, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐI&
Miðvikudagi^r 10. nóv. 1954
- Algier
Framh. af bls. 1
reynzt erfitt að láta menn sína
halda velli og berjast til þraut-
ar gegn nokkrum verulegum
liðsstyrk. Víðast hvar hefir
Frökkum tekizt að koma kyrrð á.
* KOMIÐ í VEG FYRIR
SMYGLUN VOPNA
í skipum þeim, sem eru á leið
frá Marseilles til Túnis, hafa
farmar og farangur farþega ver-
ið nákvæmlega rannsakaðir til
að koma í veg fyrir smyglun
vopna til Algiers. Útgáfa „A1
Balagh“, blaðs þjóðernishreyf-
ingarinnar í Túnis, hefir verið
stöðvuð.
+ NÝJUSTU
FRÉ TTIR
Forsætisráðherra Túnis, Ta-
har Ben Amman, og landsstjór-
inn, Pierre de la Tour, héldu í
dag til Parísar til að ræða mikil-
væg mál við meðlimi frönsku
stjórnarinnar, m. a. Mendes-
France. Álitið er, að viðræður
þessar muni aðallega snúast um,
hvort og hvernig veita eigi Túnis,
sem er verndarríki Frakka, sjálf-
stæði.
- Tilræðismaður
Framh. af bls. 1
skyrtu, opinni í hálsinn, og grá-
um flúnelsbuxum, og svitinn
streymdi niður andlit hans, með-
an hann sat í réttinum. Hann var
mjög fölur eftir 48 stunda yfir-
heyrslu. Fjölmargir meðlimir
Bræðralags Múhameðstrúar-
manna, er handteknir voru eftir
tilræðið bíða nú yfirheyrslu m.a.
þeirra Hussien el Hodeiby, aðal-
leiðtogi þeirra. — Reuter-NTB.
— Minning
Framh. af bls. 7
ekki að gert. Þegar miklu hlut-
verki var að mestu lokið á þessu
ári, ætluðu þau hjón að létta af
sér lífsins önn stuttan tíma og
ferðast suður í lönd, sem nú er
algengt um þá, sem vilja einu
sinni á ævinni fullnægja útþrá,
sem flestum er í blóð borin. Þau
lögðu af stað 18. sept. s.l. með
hinu fríða skipi, Gullfossi, ásamt
mörgu öðru ferðafólki. En í hafi
kenndi ísak nokkurs lasleika.
Þegar til Kaupmannahafnar kom
leitaði hann læknisráða, sem
leiddi til spítalavistar. Ferðalag
suður í lönd var að engu orðið,
önnur langferð var fyrir höndum.
Á spítalanum var á honum gerð
lítilsháttar höfuðaðgerð, sem leit
út fyrir að myndi bera góðan ár-
angur. Því heilsa hans fór batn-
andi í nokkra daga, en að morgni
26. okt. s.l. fékk hann hjarta-
áfall, sem varð honum að bana
á fáum mínútum.
Eins og áður er á drepið, var
ísak Vilhjálmsson mikill at-
hafna- og úrræðamaður. Hjálp-
semi hans var viðbrugðið, má ég
um það vitna af eigin reynd. Fyr-
ir nokkrum árum var ég í nauð-
um staddur, þá réttu þau hjón
mér sínar traustu hjálparhendur,
og naut ég þeirra með ýmsum
hætti um langt skeið.
Guð blessi minningu ísaks Vil-
hjálmssonar.
Magnús F. Jónsson.
M.s. Skjaldbreið
vestur um land til Akureyrar hinn
15. þ. m. Tekið á móti flutningi
til Tálknafjarðar, Súgandafjarð-
ar, Húnaflóa- og Skagafjarðar-
hafna, Ólafsfjarðar og Dalvíkur
í dag og árdegis á morgun. Far-
fieðlar seldir árdegis á laugardag.
Bjarna Gíslasyn!
fagnað í Danmörk
BJARNI Gíslason er fyrir
nokkru kominn aftur til Dan- j
merkur eftir heimsókn sína til
íslands, sem getið hefur verið um
hér í blöðum.
Dönsku blöðin hafa líka sagt
frá ferðum hans hér, samtímis því
að þau hafa skýrt frá athöfnum
hans í handritamálinu og hvernig
hann leitast við að efla réttan
skilning á því máli,
í grein um Bjarna_og íslands-
ferð hans, í öflugasta blaði Aust-
lur-Sjálands „Holbæks-Amtstíð-
indum“, kemst blaðið að orði á
þessa leið:
„Við óskum hann velkominn
hingað til Danmerkur aftur. Ein-
mitt menn með hans hugarfari,
gera báðum þjóðunum gagn, er
vill norræna samvinnu í verki,
íslendingur, sem talar máli ætt-
lands síns á íslandi og tekur mál-
stað Danmerkur á íslandi. Nýtt
er það með báðum þjóðunum og
lofar góðu í framtíðinni. Jörgen
Bukdahl, hefir hvað eftir annað
óskað eftir að slíkur maður kæmi
fram, maður, sem skilur að tak-
markið í handritamálinu er ekki
að vinna neinn þjóðernislegan
sigur á hvorugan veginn, heldur
að koma samvinnu á milli þjóð-
anna. Þessi þjóðernislega lausn
handritamálsins kom fyrst greini
lega fram meðal lýðháskóla-
manna í Danmörk, og varð hjá
þeim einskonar þjóðarvakning.
Við getum lofað Bjarna Gísla-
syni því, að þessi afstaða verði
tekin óhikað af okkur framvegis
þegar handritamálið kemur aftur
á dagskrá“.
Melody Maker um
Hauk Morlhens
ÞESS er getið í nýlega útkomnu
hefti hins útbreidda brezka tón-
listarblaðs, Melody Maker, að
Haukur Morthens sé staddur í
London og standi til að hann
syngi í brezka sjónvarpið í þætt-
inum: í borginni í kvöld. Minnist
blaðið á að Haukur hafi fyrir
ekki allslöngu sungið í London
með Ronnie Scott og Vic Ash
hljómsveitinni. En eins og kunn-
ugt er nú varð það úr að Haukur
söng í sjónvarp í London í um-
ræddri ferð.
- Froskmenn
Frh. af bls. 8
er að lífga menn við, þó þeir
hafi verið meðvitundarlausir á
hafsbotni í 10 mínútur. Frosk-
maður gæti bjargað mannslífum,
ef bill færi fram af hafnargarði
með fólki í, sagði Guðmundur.
Áður en langt um líður, mun
Guðmundur Guðjónsson byrja að
þjálfa fyrstu froskmennina, en
Pétur Sigurðsson forstjóri, mun
sennilega verða fyrsti nemandi
hans hér. Það er nauðsynlegt fyr-
ir mig, í starfi mínu, að kunna
að kafa, sagði Pétur.
Tak hnakk þinn
og hesí
Endurminningar Páls
á Hjálmsstöðum
í DAG kemur á bókamarkaðinn
ný bók eftir Vilhj. S. Vilhjálms-
son og er þetta 9. bók hans. Hér
er um að ræða endurminningar
Páls Guðmundssonar, bónda að
Hjálmsstöðum í Laugardal, hins
kunna hagyrðings og hesta-
manns.
Bókin er í 29 köflum og þar á
meðal „Bændatal í Laugardal"
um allt að 120 ára skeið, en það
hefur gjört Haraldur Pétursson,
safnhússvörður og fræðimaður.
í þessari bók segir frá fjölda
mörgum mönnum, ýmsum atburð
um og því, sem á daga Páls hefur
drifið. Eru og í henni margar
lausavísur hans, nokkrar rímur
og kvæði og fylgir saga hverju
atriði. Bókin er hin fegursta að
ytri búnaði. Hefur Atli Már gjört
kápuna, en útgefandi er Setberg.
Bókin er í allstóru-broti, 237 bls.
að stærð.
Sigurfén Ólafssen
gefur Dvalarhefm-
ilinu myndasfytfu
Á FUNDI Fulltrúaráðs sjómanna
dagsins s.l. sunnudag afhenti Sig-
urjón Olafsson, myndhöggvari,
Dvalarheimili aldraðra sjómanna
gjafabréf fyrir myndastyttu
sinni af sjómanni, höggna í grá-
stein. Er gjöfin gefin í minningu
föður listamannsins, Ólafs Árna-
sonar frá Eyrarbakka. í bréfinu
segir að Jóni Bergsveinssyni sé
falið að sjá um uppsetningu
myndarinnar, en skilyrði fyrir
gjöfinni sé að listamaðurinn sjálf
ur fái að ráða staðsetningu henn-
ar og megi ekki flytja hana úr
s.tað nema í samráði við hann.
Var Sigurjóni þökkuð gjöfin
og fundarmenn sammála um að
svo vel gerðu listaverki bæri góð
ur staður á lóð Dvalarheimilisins.
Sem stendur er myndin sjálf á
sýningu í Noregi, þár sem hún
hefur hlotið lofsyrði listdómara.
HALIFAX — Maður nokkur í
Halifax sá s.l. föstudag einkenni-
leg loftför, sem voru í laginu
eins og ölflöskur, og voru háls-
arnir gulir. Maður þessi, sem
ekki segist leggja trúnað á
„fljúgandi diska“, segir að loft-
för þessi, sem voru mörg saman,
hafi flogið allt að því 10 sinnum
hraðar en venjulegar flugvélar.
— Reuter.
BB
— Sími 6485. — —
Marteinn Lúther
Heimsfræg amerísk stórmynd um ævi Marteins Lúther.
Þessi mynd hefur hvarvetna hlotið metaðsókn jafnt í
löndum mótmælenda sem annarsstaðar, enda er myndin
frábær að ailri gerð.
Þetta er mynd sem allir þurfa að sjá.
AÐALHLUTVERK:
Niall MacGinnis — David Horne — Annette Carell
Sýnd kl. 7 og 9.
SÍALKITTA
Hin afarspennandi ameríska sakamálamynd
Aðalhlutverk: Alan Ladd.
Bönnuð börnum. —- Sýnd kl. 5. Aðeins þetta eina skipti.
Ingólfs Café
Dansleikur í kvöld kl. 9.
Söngvari: Ragnar Bjarnason
Aðgöngumiðar frá kl. 8. Sími 2826.
London. — Tvítugur enskur
l bermaður var nýlega dæmdur til
^níu mánaða fangelsisvistar, þar
sem hann síðdegis hafði barið að
1 dyrum á húsi einu í Lundúnum
og kysst húsmóðurina, er átti sér
* einskis ills von.
Hainartjörður
Ráðskonu við línubáta vantar strax.
Upplýsingar í síma 9165
M A K K V S
Sitit 1*8 Uw—
/
SIX HAVE DIED S!NCE YOU
HAVE BEEN AWAY...WE NEED
YOUR BEST MAGIC OR WE
WILL ALL GO TO THE LAND
a OF THE LITTLE BOCKS'
FWO DAYS LATER A RUNNER FROMI
THE ENCAMPMENT COMES OUT
TO MEET THEM /
RETURNED,
IT IS WELL YOU HAVI
AKTOK-..OUR PEOPLE AKE IN
MISECABLE CONDITION-.THEY ARE
STARVING/
1) Það léttir upp. Aktok legg-|
ur upp úr áningarstað og tekur
Freydísi með sér aftur til Eski-
móabæjarins.
2) Tveimur dögum síðar er
þau nálgast þorpið, koma tveir
útsendarar frá þorpinu hlaup-
andi á móti þeim.
— Það er gott að þú hefur
snúið aftur, Aktok. Fólkið svelt-
ur.
3) — Síðan þú fórst brott hafa
sex dáið úr hungri. Nú verður
þú að hjálpa okkur með galdra-
brögðum þínum eða við hverf-
um allir yfir í ókunna landið,