Morgunblaðið - 17.11.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.11.1954, Blaðsíða 7
nmmfwifw Miðvikudagur 17. nóv. 1954 MORGUNBLAÐIÐ Hanzkar Fjölbreytt litaúrval. — Allar stærðir. IUeyjaskemman Laugavegi 12 IMI ; £i/ccw-$és6t6á&l/* frá esbjers skibsværft~2|^íÍ ____, & MASKIN FABRIK, ESBJERð , DANMÖRK ■— ^ $úíé- tfisÆióátfcv4 FRÁ HOLLANO LAUNCH.N.V. hollandse motorboot n.v. ai AMSTERDAM __.— einkaumboð: MAGNUS 0.0LAFSS0N ^___ HAFNARH VOLI • REYKJAVÍK SÍMI 807 73 • SÍMN. LINK Foreningens store aarlige ANDESPIL afholdes paa Hotel 6 Borg, Torsdag d. 18. Nov. kl. 20,15 for Medlemmer med |j Gæster og herboende Danske. Efter Spillet Dans. Billetter fc faas i Skermabúðin, Laugav. 15, hos K. Bruun, Laugav. 2 § og ved indgangen. fc Det Danske Selskab. j KABARETT - SYWIMG ■ ■ : PALAZZO MUSICAL FOLLIES ■ ■ og HARALDUK Á SIGURÐSSON !■ ;■ ■ verður í Samkomuhúsi Njarðvíkur miðvikudag 17. þ. m. '■ : kl. 9 á vegum Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkingur [■ i Allir velkomnir. RAEMAGIVISROR ■ I 1” og iy2 tommu fyrirliggjandi. ■ Sendum gegn póstkröfu. ■ 5 LÚÐVÍK GUÐMUNDSSON ■ ■ Sími 5858 ^■■■■■■■■a■■■■■■■■■•■■■■■■■■•■■■■■••■■■«•■•■■■■«■■••••••■•■■* ............>■■■■■■■■■■■■>■..■■■>■■■•■■■<■■■■■•■••. orðstofuhúsgögn úr eik, vönduð og fyrirferðalítil með sex stólum til sölu með tækifærisverði. Til sýnis í Hátúni 37, sími 6580, í dag og á morgun klukkan 1—3 e. h. Ódýrar töskur seldar nokkra daga frá 65 kr. stykkið. Allt ágætar töskur. TÖSKUBÚÐIN, Laugaveg 21 Okkur vantar góðan rafvirkjasvein Amper h.f. Þingholtsstræti 21. Aðalfundur Mynd- AÐALFUNDUR skólans var haldinn 7. nóv. s.l. í húsakynn- um skólans að Laugavegi 166. Formaður stjórnarinnar, Ragn- ar Kjartansson, gaf ýtarlega skýrslu um störf skólans á liðnu skólaári, sem voru hin umfangs- mestu. í kvölddeildum fullorðinna innrituðust 97 nemendur, er voru við nám lengri eða skemmri tíma. Farnar voru hópferðir, undir leiðsögn kennara, á flestar list- sýningar, er haldnar voru hér á skólaárinu auk þess sem farið var í Listasafn ríkisins. Má segja að þetta sé einn liður í kennsl- unni. Ennfremur voru haldnir fræðslu og skemmtifundir í skól- anum. Aðal-kennarar í þessum deild- um voru: Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, í höggmynda- deild, Hjörleifur Sigurðsson, list- málari, í teiknideild og Hörður Ágústsson, listmálari í málara- deild. Að lokinni kennslu s.l. vor, var haldin sýning í skólanum á verk- um nemenda. Var sýningin fjöl- sótt og gerður að henni góður rómur. Eins og að undanförnu var mjög mikil aðsókn að barna- deildum skólans, en alls sóttu 170 börn þau 3 námskeið, er skól- inn gekkst fyrir. Voru þetta að- allega börn á aldrinum 7—12 ára. Kennari þeirra var frk. Val- gerður H. Árnadóttir. Haldnar voru tvær foreidrasýningar á verkefnum barnanna, önnur í desember, en hin í apríl. Fjöldi fólks kom á sýningar þessar og lét það í ljósi ánægju yfir þessu tómstundastarfi barnanna. Við stjórnarkosningu nú var stjórn skólans öll endurkjörin, en hana skipa: Ragnar Kjartansson, formaður, Jón B. Jónasson, vara- form., Sæmundur Sigurðsson, ritari, Einar Halldórsson, gjaldk. og Þorkell Gíslason meðstjórn- andi. í varastjórn hlutu kosn- ingu: Kristján Sigurðsson og Hjálmar Kjartansson. Endur- skoðendur: Frk. Helga Þórðar- dóttir og Páll J. Pálsson. Skólinn hóf vetrarstarf sitt 1. okt. s.l. og starfar nú af fullum krafti, eru allar deildir hans því nær fullskipaðar þ. e. a. s.: Mál- aradeild, teiknideild, höggmynda deild, listfræðsludeild og enn- fremur 6 barnadeildir. Kennarar eru allir þeir sömu og áður. Nýmæli er listfræðsla sú, er Björn Th. Björnsson, listfr. ann- ast. Um 30 manns sækja að stað- aldri fyrirlestra hans, er fjalla um þróun myndlistarinnar frá aldamótum 1800 til vorra daga. Guðm. Guðmundsson stórkaupmaður-minning HANN andaðist skyndilega þriðjudaginn 19. nóvember og fer bálför hans fram í dag. Ástvinum hans og vinum kom fráfall hans mjög á óvart, þar sem hann hafði notið góðrar heilsu um æfina. Þegar aldurinn færist yfir okkur blasa endurminningar ungdómsáranna því betur við, sem framtíðin er okkur óljósari t og hulinn. Hávarði Valdemarssyni, til dauðadags. Hinn 16. nóv. 1923 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingveldi Unni Lárusdóttir, Lárus- sonar gjaldkera hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur um fjölda ára. Bjó hún manni sínum ágætt og myndarlegt heimili, sem þær konur einar geta er búnar eru skapkostum, kærleikshlýju og tryggð. Skyndilegt andlát heilsteypts mannkosta manns og vinar, á síðkveldi skammdegisins, fyllir hugan svartsýni og söknuði. Dauðinn getur, svo leiftur snöggt, breitt hamingju og lífsgleði i sorg og trega. En hann getur ekki svift okkur hugljúfum end- urminningum um góðan dreng, sem var heill í huga og starfi. Friður sé með sálu hans. Blessuð veri minning hans. M. J. Br. iiiisson Pafreksfjarðarfogar- ar veiða fyrir frystihúsin PATREKSFIRÐI, 13. nóv. — Báðir Patreksfjarðartogararnir eru nú á heimamiðum. Eru þeir á veiðum fyrir frvstihúsin. Hafa togararnir lagt upp hér til vinnslu í frystihúsunum síðan 16. ágúst, 3155 lestir og er það mest karfi, veiddur við Grænland. Á þessum tíma voru 305 lestir af fiski kevptar að. Var fiskurinn að mestu leyti unnin í hraðfrvsti- stöð Kaldbaks, og er framleiðslan á sama tíma um 25.000 kassar af freðfiski. — í haust hefur verið malað í Grótta um 470 tonn af mjöli og framleitt um 600 tunnur af karfalýsi. Dettifoss og Jökulfell komu hingað i dag og lestuðu freðfisk í til Ameríku og Tékkóslóvakíu. — Brezkir og þýzkir togarar eru hér daglegir gestir. — Fyrir nokkru voru lagðir hér af tveir þýzkir sjómenn og voru þeir flutt ir á sjúkrahúsið hérna. Var ann- ar þeirra beinbrotinn en hinn mikið marinn á höfði og í andliti. Æfiskeið Guðmundar heitins er sagan um unga mannmn, sem af eigin rammleik með atorku, dugnaði og ráðdeildarsemi nær að komast í góð fjárráð og nýtur álits og trausts stéttarfélaga sinna og samborgara. Það er skaði, okkar litla þjóðfélagi, þeg- j ar starfskrafta slikra manna ’ missir við. Æfistarf, irvort sem það er! langt eða stutt, felur í sér sitt eigið manndómsgildi. Guðmund- ur heitinn rækti öll sín störf \ af samvizkusemi, reglusemi og nákvæmni. Skyldurækni í störf- um var honum eiginleg. Hann var viðmótsþýður en þó stöðug- j lyndur og stefnufastur. Hugur hans og lífsviðhorf samrýmdist j einhuga og óskipt starfssviði og markmiði Oddfellowreglunnar. ‘ Málefni hennar voru honum hjart fólgin. í fjölda ára gengdi hann ábyrgðar- og virðingarstörfum,1 innan vébanda hennar, og rækti þau með atorku og kostgæfni. Lífsreynslan hafði mótað huga hans og mannkosti. Þegar við, sem eftir lifum, lít- um yfir lífsferil hans og störf, er það okkur hugfróun. Þótt kall- ið kæmi skyndilega hefur hann verið reiðubúin. Guðmundur heitinn Guð- j mundsson var fæddur 26. ágúst 1896 í Skólabænum í Reykjavík. Foreldrar hans voru: Guðrún Jónsdóttir ættuð frá Þórustöðum á Miðnesi og Guðmundur Jóns- on, ættaður úr Grindavík, mörg ár ökumaður hér í bæ, kenndur . við Bræðraborg (sem Bræðra- j borgarstígur heitir eftir) en þar bjuggu foreldrar Guðmundar í fjölda ára. Hugur Guðmundar heitins j hneigðist snemma til verzlunar- starfa. Ellefu ára gerðist hann sendisveinn og vann síðar meir við verzlunarstörf, lengst af við t Sápuhúsið hjá þeim ágætis kon- um frú Guðrúnu Jónasson og Gunnþórunni Halldórsdóttir. I Reyndust þær honum afbragðs j vel og minntist hann þeirra jafn- an með þakklæti og virðingu. En hugurinn stemmdi hærra. Vorið 1921 lauk hann námi við Brödrene Páhlmanns Handels Akademi í Kaupmannahöfn. Kom 1 skömmu síðar heim og gerðist þá bókari hjá firmanu H.f. Hiti og Ljós. Er það fyrirtæki hætti störfum 1926, gerðist hann með- eigandi í firmanu Sturlaugur Jónsson & Co., og var það til árs- loka 1929. Árið 1930 stofnsetti hann sitt eigið firma: Guðmundur Guð- mundsson & Co. Rak hann það með dugnaði og hagsýni, ásamt ágætum meðeiganda sínum, ft U Frh. ðf bls 1. og Fjallkonunnar 1910—1911. Á árunum 1915—1916 var hann að- stoðarbókarvörður í Landsbóka- safni, gæzlustjóri Landsbankans 1917, en settur bankastjóri sama banka á árunum 1918—1921. 1922 var hann ráðinn útgáfustjóri að sögu Alþingis, en 1931 gerðist hann aftur aðstoðarbókavörður í Landsbókasafni og gegndi því starfi til 1941. Þá varð hann að- stoðarskjalavörður í Þjóð- skjalasafni og haíði þann starfa á hendi uin nokkurra ára skeið. ÞINGMAÐUR og ÞINGFORSETI Auk þessa voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf, sem of langt yrði hér upp að telja. Hann var m. a. endurskoðandi Islandsbanka í mörg ár, yfirskoð- unarmaður landsreikninganna 1914—1917, forseti Þjóðvinafé- iagsins 1918-—1920, bæjarfulltrúi í Reykjavík 1914—1920, var skip- aður í verðlagsnefnd 1917 og kosinn í Grænlandsnefnd 1925 og í milliþinganefnd í bankamál- um sama ár. Ennfremur átti hann sæti í fullveldisnefnd 1917 —1918 og í utanríkismálanefnd 1928—1931. Norður-Þingeyingar kusu hann á þing 1908, og var hann alþingismaður þeirra sam- fleytt til 1931. Forseti neðri deildar var hann á árunum 1920 —1930. Benedikt Sveinsson drakk snemma af lir.dum islenzkrar tungu og bókmennta. Mál hans var rismeira og hreinna en flestra manna annarra. Fáir menn munu hafa verið betur heima í foxn- sögum vorum en hann, enda yar honum falið að sjá um alþýou- útgáfu á fjölmörgum íslendinga- sögum á vegum Sigurðar bók- sala Kristjánssonar. í FYLKINGARBRJÓSTI Allir þeir, er kynnt hafa sér sögu þings og þjóðar á fyrsta þriðjungi þessarar aldar, vita, að Benedikt Sveinsson stóð jafn- an í fylkingarbrjósti þeirra manna, sem harðast börðust fyrir sjálfstæði landsins, en var þó hverjum manni háttvísari og drengilegri í vopnaviðskiptum. Atálsnilld hans í ræðu og yiti var við brugðið og mun lengi verða minnzt. Þeir eru margir vor á meðal enn, sem muna eftir honum í fullu fjöri, sáu og heyrðu þennan garnslega mann mæla á hreinni og lifandi tungu, sem var í senn forn og ný. Og það mun almælt, að ekki hafi skörulegri maður né virðulegri setið í forsetastól á Alþingi.y < Ég ætla ekki að hafa þessi orð lengri, en vil biðja þingheim að minnast þessa þjóðholla skör- ungs og drengskaparmanns með því að rísa úr sætum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.