Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 1
€1. árganjrw 273. tbl. Sunnudagur 28. nóvember 1954 PreatsmlSJ* Morgunblaðsin*. Hailie Selassie í Danmörku. Hailie SelaSsíe og Ingrid Danadrottning ræðast við í veizlu, er keisaranum var haldin að Amalienborg, bústað dönsku konungs fjölskyldunnar. Keisarinn kom í opinbera heimsókn til Kaup- mannahafnar fyrr skömmu. Svar vesturveldanna sent Ráðstjórninni Já eba nei? — Sennilega nei! LONDON, 27. nóv. — Reuter. BANDAKÍKIN, Bretland og Frakkland hafa nú orðið ásátt um svar það, er sent skuli Ráðstjórnarríkjunum við uppástungu þeirra um alþjóða ráðstefnu um öryggismál Evrópu. Svarið mun ekki verða afhent rússnesku stjórninni fyrr en á mánudag, þ. e. ðaginn, sem ráðstefnan, samkvæmt tillögu Rússa, skyldi hefjast. Enn hefir ekkert verið látið uppi um hvem veg þessi þrjú ríki hafa svarað ráðstefnutillögunni, en stjórnmálaleiðtogar þessara þjóða hafa þegar lýst yfir því, að slík ráðstefna komi ekki til greina fyrr en samningar þeir, sem kenndir em við Paris og London hafa verið staðfestir. Almennt er því álitið, að tilboði Ráðstjórnarríkj- anna hafi verið svarað neitandi. SENDINEFNDIR KOMMÚN- ISTARÍKJA HALDA TIL MOSKVU Fram að þessu hefir tilboð Ráðstjórnarríkjanna eingöngu verið þegið af þjóðum undir kommúnískri stjórn. Sendinefnd austur-þýzku stjórnarinnar und- ir forustu Grotewohl forsætisráð- herra, lagði af stað í dag til Moskvu til að sitja ráðstefnuna. Með í förinni er einnig Ulbright, varaíorsætisráðherra. EINGÖNGU KOMMÚNISTA- RÍKI TAKA ÞÁTT í ráðstefnunnj: Moskvu-útvarpið hefir til- kynnt, að sendinefnd frá Póllandi sé komin til Moskvu, og full- trúanefndir frá TékkóslóvakíU og Rúmeníu séu á leið þangað. Kínverska kommúnistastjórnin sendir áheyrnarfulltrúa. Austurríska stjórnin hafnaði boði Ráðstjórnarríkjanna í dag. Óveður veldur miklum skips- sköðum Á Ermursundi Brezka þingið bregður venju LONDON, 27. nóv. •fc Hefðbundnar venjur brezka þingsins verða brotnar við þing- setningu 30. nóv., er utanríkis- ráðherrann, Sir Anthony Eden, mun lesa setningarræðu krún- unhar, en ekki forsætisráðherr- ann, Sir Winston Churchill. — Kveðst Churchill hafa falið Ed- en þetta ábyrgðarmikla starf sök um annríkis hans sjálfs þennan dag — hann á sem sé áttræðis- afmæli. líió til ÍRdlands NÝJU DELHI, 27. nóv. Utanríkis ráðuneyti indversku stjórnarinn- ar hefir tilkynnt, að Tító marskálkur muni koma í opin- bera heimsókn til Indlands þann 15. des. Mun Tító dveljazt 18 daga í Indlandi og halda þaðan til Burma. Tító marskálkur lét ný- lega í ljósi í ræðu von um aukin vináttutengsl Indlands og Júgó- slavíu. — Reuter. * Stórfjón í hafnarborgum við suð-vesfurströnd Bretlands loNDON, 2Ý^nóv!™ OVEÐUR mikið hefir geisað undanfarið dægur á Ermasundi og víða á Atlantshafi og hefir valdið miklum skipssköðum. — Brezka útvarpið skýrði svo frá, að unnið hefði verið fram í myrk- ur að björgun sjö manna, er álitnir eru króaðir inni í hollenzku vitaskipi úti fyrir Dover á Ermasundi. Mörg skip munu halda sig í nálægð þess í nótt, tilbúin að halda áfram björgunaraðgerðum, er birtir, og kafarar vinna að því að brenna göt á skipsskrokkinn, til að ná til skipbrotsmannanna. Bandarískri þyrilflugu tókst að bjarga einum manni af þilfari vitaskipsins. Álitið er, að fjórir þeirra, er innilokaðir eru, séu í eldhúsi skipsins, en hinir þrír í káetu. — Eldur í istanbul ★ ISTANBUL, 27. nóv.: — Mikill eldur braúst út í dag í verzlunar- hverfi Istanbul. Tjónið af völd- um eldsins, er álitið nema milljónum sterlingspunda. Lög- regluliðssveitir voru kallaðar á vettvang til að koma í veg fyrir rán. Nokkrir brunaliðsmenn slös- uðust við slökkvistarfið. Forsprakfci leynifé- iags fyrir rétfi ★ KAIRÓ, 27. nóv.: — í dag hófust réttarhöld yfir forsprakka leynifélags Bræðralags Muha- meðstrúarmanna. Var hann dreg- inn fyrir lög og dóm á þeim for- sendum, að hann hefði átt þátt í samsæri gegn stjórn Egypta- iands, Byltingarráðinu. Játaði hann að hafa stofnsett leynifélag, er hefði vopn undir höndum, en kvaðst engan þátt eiga í samsæri því, er staðið hefði að tilræðinu er Nasser forsætisráðherra var sýnt í s.l. mánuði. Saksóknari ríkisins krafðist þess, að ákærði yrði dæmdur til dauða. Lögregl- an leitar nú stöðugt uppi meðlimi Bræðralagsins Eflir f'u ára leynd '•/ Vilja Vichy-menn standa reikningsskap gjörla sinna PARÍS, 27. nóv. — Reuter. ÞRÍR af áhrifamiklum meðlimum Vichy-stjórnarinnar, er franska lögreglan hefir leitað að s. 1. 10 ár, hafa tilkynnt, að þeir séu fúsir til að gefa sig fram og standa reikningsskap gjörða sinna, þ. e. samvinnunnar við Þjóðverja á stríðsárunum. DÆMDIR AÐ ÞEIM SJÁLFUM FJARSTÖDDUM Einn þeirra, aðalritari Vichy- stjórnarinnar, Jacques Guerard, var dæmdur til dauða að honum fjarstöddum árið 1947. Hinir tveir, er einnig voru dæmdir að þeim fjarstöddum, eru Gabriel Auphan, sjóliðsmálaráðh. Vichy- stjórnarinnar, sem var dæmd- ur til ævilangrar hegningarvinnu, og Henri Blehaut, aðmíráll, er árið 1948 var dæmdur til 10 ára hegningarvinnu fyrir störf sín í þágu Vichy-stjórnarinnar, sem nýlendumálaráðherra. EKKERT HEFIR SPURZT TIL NÍU ANNARRA Guerard, er flúði til Argen- tínu, þegar Vichy-stjórnin féll, býr nú í Madrid, en þar á hann stórt oliufyrirtæki. A. m. k. níu aðrir fylgjendur Vichy voru dæmdir til dauða að þeim fjarstöddum og hefir ekk- ert til þeirra spurzt. Eru jafnvel sumir álitnir dauðir, þ. á. m. atvinnumálaráðherrann Marcel Déat. ----- ------ , Dides ssttur af i ★ PARÍS, 27. nóv.: — Dides, fyrrverandi lögreglustjóri Parísar borgar, er varð að láta af störf- um í bili í sambandi við hin al- ræmdu njósnamál í franska ör- yggismálaráðinu, hefir nú verið I vísað úr stöðu sinni fyrir fullt og allt. Dides var sagður hafa haft undir höndum leynileg skjöl um varnarmál, er hann hafði enga heimild til. Var hann einn af aðalvitnunum í málaferlum þeim er spunnust út af njósnum um starfsemi franska öryggismála- ráðsins. TÓK NIÐRI OG KASTAÐIST Á HLIÐINA Maður sá, Murphy að nafni, er bjargaðist, skýrði svo frá, í viðtali við fréttamenn, að skömmu eftir miðnætti hefði skipstjórinn orðið þess var, að leki var kominn að skip- inu og hefði hann þá ákveðið að senda neyðarskeyti, en vannst ekki tími til þess, þar eð skipið í sömu andránni tók niðri og kastaðist á hliðina í stórsjóun- um. Murphy var mjög þjakaður af vatni og var þegar fluttur í sjúkrahús. Hafði honum tekizt að ná föstu taki eftir að hafa hrakizt í 15 mínútur um þilfarið og tekið útbyrðis einu sinni. — Hafði hann unnið um borð að vísindastörfum. Síðdegis í dag tókst að bjarga sjö mönnum af öðrum hluta olíu- skipsins „World Conquered,“ er brotnaði í tvennt í óveðrinu. Áð- ur hafði þyrilfluga gert björgun- artilraun, er mistókst. Tekizt hafði fyrr um daginn að bjarga 35 mönnum af framhluta skips- ins. Reynt hefir verið árangurs- laust að koma dráttartaug um borð í bæði fram- og afturhluta skipsins, er reka stöðugt lengra hvor frá öðrum á gráúfnum sjón- um. Eru reköldin álitin mjög hættuleg öðrum skipum. Skipið var á leið til hafna við Miðj arðarhaf ið. ★ ÁHÖFN „VEGA“ BJARGAÐ Allri áhöfn danska skipsins „Vega“ hefir nú verið bjargað. Skipið er mannlaust og rekur stjórnlaust í stórsjó á Ermar- sundi, og er flakið álitið mjög hættulegt öðrum skipum. DRUMMOND-MAUÐ • DIGNE, 27. nóv.: — Málaferl- in yfir Gaston Dominici, sjötuga franska bóndanum, er ákærður er fyrir morð Drummond-fjölskyld- unnar, Sir Jack Drummond, konu hans og dóttur, héldu áfram í dag. Saksóknarinn ávarpaði kvið dóminn og hvatti hann til að sýna Dominici enga miskunn, þar eð hann hefði verið svo miskunn- arlaus við fórnardýr sín. Dominici myrti Drummond-fjölskylduna eins og áður hefir verið skýrt frá sumarið 1952, er þau gistu í tjaldi nálægt landareign hans. i — Reuter. ★ RÁKUST Á Þýzkur togari varð fyrir tals- verðum skemmdum, er hann reyndi að koma til bjargar norska skipinu „Argus“, en vél þess hafði bilað í grennd við Hirtzhals. — Svo illa tókst til við björgunar- starfsemina að skipin rákust á og hefir ekki enn tekizt að bjarga skipshöfninni af norska skipinu. ★ STÓRTJÓN Á LANDI Mikill stormur og rigning sam- fara stormsveipum, er fara allt I að 80 mílur á klst., hafa herjað súð-vestur strendur Bretlands í j allan dag og hafa víða valdið miklu tjóni í þorpum og bæjum á ströndinni, og einkum þó á eyj- unni Maine, en þar hefur flætt yfir bækistöðvar strandvarnar- liðsins. — Víða flæddi yfir vegi og hús, síma- og rafmagnslínur .slitnuðu og leggja varð niður á- 1 Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.