Morgunblaðið - 28.11.1954, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.11.1954, Qupperneq 2
MORGUKBLAÐIÐ Sunnudagur 28. nóv. 1954 Eiginlega fayrfti ég að vera ÞAÐ hefur verið útsynnings- garri í tvo mánuði. Loftvogin stendur illa í dag. Hún er þó ekki eins lág og í ofviðrinu um daginn. I>á komst hún niður á fárviðri. — Hvað villtu svo vita meira? Eitthvað á þessa leið hófst sam- tal okkar Ásgeirs Sigurðssonar skipstjóra á strandferðaskipinu Heklu, er ég heimsótti hann í íbúð hans á stjórnpalli skipsins fi.l. mánudagsmorgun. Hekla lá þá hér í Reykjavíkurhöfn, en átti að fara í strandferð suður og austur um land á þriðjudags- kvöldið. En skipstjórinn á í dag sextugsafmæli. — Maður gæti haldið að þú værir tuttugu árum yngri en þú ert. — — Já, hví ekki það. Eiginlega þyrftf'ég að vera fertugur núna. !Það er margt, sem eftir er að gera. I KÆNUNNI BAK VIÐ BÆJARHÚSIN Á FLÓAGAFLI — Ert þú ekki Árnesingur að ætt? — Jú, ég er fæddur að Gerðiskoti í Árnessýslu.Foreldrar mínir voru Ingibjörg ■ Þorkelsdóttir frá Ós- eyrarnesi og Sigurður Þorsteins- son bóndi. Áttu þau einnig um skeið heimili á Flóagafli, Tryggva skála og síðan á Eyrarbakka, áð- ur en þau fluttu til Reykjavíkur. — Hvenær byrjaðir þú að stunda sjó? — Þegar ég var tólf ára á opnu áraskipi á Eyrarbakka. Þar voru þá gerðir út stórir árabátar, tein- æringar, áttæringar og sexær- ingar. Faðir minn sagði mér annars að fyrstu tilburðir mínir til sjómennsku hefðu verið þeir, að þegar ég var á öðru ári hefði ég helzt hvergi viljað vera nema uppi í lítilli bátkænu, sem var bak við bæjarhúsin á Flóagafli, en þar áttum við þá heima. — Hvernig gekk svo sjó- mennskan á Eyrarbakka? — Sæmilega. Ég var þar í tvær vertíðir upp á hálfan hlut þar sem ég var ennbá innan við fjórtán ára aldur. En ég var sjó- veikur. Um það þýddi ekki að fást. Maður fékk blautan sjó- vetling utan undir ef maður fór að, æla undir árinni. Það þótti gott meðal fyrir sjóveika stráka í þann tíð. En sjóveikin vandist fljótlega af mér. SKIP FÝRIR LANDI — Ákvaðstu svo að leggja fyrir þig sjómennsku? — Já, þarna á Bakkanum vakn- aði áhuginn fyrir sjónum. í norð- anstormum var fjöldi erlendra skipa, togara og skúta, þar alltaf uppundir landi í varinu. Smábát- ar voru stöðugt á sveimi milli skipanna. Yfir þessum flota var einhver ævintýrablær í augum okkar strákanna. Og okkur fór að langa út á sjóinn á stórum skipum. — Hvert lá svo leiðin næst? — Að Faxaflóa. Þar var skútu- útgerðin komin í gang. Ég réðist fjórtán ára á skútu hjá Duus. Var þar í tvö ár á Milly og Sæborg- inni. Á sautjánda árinu fór ég svo í Sjómannaskólann og út- skrifaðist þaðan 19 ára. Síðan var ég um skeið á enskum togurum og strandferðaskipum. Þar kynnt- ist ég nýja tímanum, sem var að ryðja sér til rúms á sviði sjó- mennsku og siglinga. SKIPSTJÓRI í 28 ÁR — Hvenær réðistu svo á ís- lenzku strandferðaskipin? — Það var árið 1917. Varð þá 2. stýrimaður á gamla Lagarfossi Eimskipafélagsins. Hjá því félagi var ég síðan næstu 12 ár, ýmist á skipum þess eða ríkisskipunum sem félagið hafði þá með hönd- um stjórn á. Árið 1923" varð ég 1. stýrimaður á Esjunni og var stýrimaður og skipstjóri á henni í forföllum Þórólfs hfeitins Bfeck. Tilí Skipaútgerðar ríkisins réðist Rætt við Asgeir Sigurðs- $on skipstjóra sextugan erkið „Kjólpið iömnðmn“ ijsiur 30 þús. kr. mónaðorlega Styrktarfélag fatlaðra og lamaðra undirbýr þjálfunarstöð Hann hóf sjómennsku sína á öðru bak við bœjarhúsín á Flóagaíli an ég árið 1929 og varð skipstjóri á Esjunni þegar Pálmi Loftsson fór í land. Við skipstjórn á nýju Esju tók ég árið 1939 og á Heklunni er hún var byggð árið 1949. — Hvað hefur þú þá verið' lengi skipstjóri? — í 28 ár. MIKLAR BREYTINGAR ■— Hefur þctta ekki verið býsna erfitt og erilsamt starf? — Jú, hálfgerð galeiðuþrælk- un á köflum. Miklar breytingar hafa að vísu orðið á strandferð- unum hér við land á undanförn- um árum. Þegar ég byrjaði á gömlu Esju tók hringferðin með- fram ströndinni 14—18 daga. Var þá íarið bæði inn á Breíöafjörð og Húnaflóa, og komið við á yfir 30 stöðum. Bryggjur voru þá: á mjög fáum stöðum. Al!t vaf af- greitt á bátum, bæði farþegar og flutningur. Urðu skipin þá oft að bíða eftir því að veður lægði. — En hvernig er þessu háttað nú? — Nú tekur hringferðin 7 daga ef veðrið er gott. Nákvæm og góð siglingatæki, sem mikið hagræði er að, eru í skipunum. Ert gall- inn er aðeins sá, að þeim er hætt- ast við að bila þegar veðrið er verst. Viðkomustaðir eru nú 24-—26 og bryggjur eru komnar á flestar hafnir. Minni skipin taka svo aðallega flóana og ýmsar smærri hafnir. Á þær þurfum við að vísu að koma líka vegna pósts og farþega. — Eru alltaf margir farþegar með ykkur? — Nei, farþegarnir eru að mestu komnir upp í loftið eða í bílana, nema í einstökum til- fellum. Ég fæ heldur ekki betur séð en að vöruflútríingarnir muni fara óðfluga minkandi ef Ríkis- skip fær ekki einkaleyfi til slíkra fíútninga á ströndíná. MESTU SVAÐILFARIRNAR HÉR í REYKJAVÍK — Hefur þú ekki lent í neinum svaðilförum á öllum þínum mörgu ferðum umhverfis landið? — Nei, aldrei. — Ertu nú alveg viss um það? — Ég sé a. m. k. enga ástæðu til þess að fjölyrða um slíkt. Menn gætu haldið að komið væri í mig karlagrobb. Mestu svaðil- farirnar hafa verið hér í Reykja- vík. — Svo! — Hefur ekki tæknin og betri skipakostur lett störfin hjá ykk- ur? — Að vissu leyti. En þess er þó að gæta að hinn aukni hraði slítur manni meira. Taugakerfi mannsins er eins og vél. Ef það er oft spennt hátt þá slitnar það fyrr en ella. FÓLKINU GETUR ALLS- STAÐAR LIÐIÍ) VEL — Hvernig lízt þér svo á fram- tíðina í okkar góða landi? — Nokkuð vel. Geysimiklar framfarir hafa orðið hér, en mestar þó í Reykjavík. Og hing- að vilja líka allir komast. Ég held að það sé ekki heppilegt. Það" er hægt að láta fólki líða vel hvar sem er á íslandi. — Hvar heldur þú sextugsaf- mælið hátíðlegt? — Við förum í hringferð á morgun. Ætli við verðum ekki á leiðinni frá Þórshöfn til Akur- eyrar á sunnudaginn, segir Ás- geir SÍgurðsson að lokum. Og nú heldur hinn vaski skipstjóri af- mæli sitt hátíðlegt einhversstaðar fyrir strönd Norðausturlandsins. E. t. v. stendur loftvogin í káetunni hans á stormi, e. t. v. á breytilegu. En Heklan héldur áfram för sinni undir öruggri stjórn þaulreynds sjómanns Pg skipstjórnandá. Þær þúsundir farþega, sem Framli. á bls. 7 IDAG kl. 2 verður settur aðal- fundur Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra. Verður fundur- inn haldinn í Oddfellów-húsinu. Þar mun Henrik Ottósson flytja erindi um samtök fatlaðra manna á Norðurlöndum, en þar eru starf andi félög sem skipuð eru fólki sem -þannig er ástatt fyrir, auk áhugamanna, sem vinna að svipuðu markmiði. STÆRSTI TEKJULIÐURINN Formaður félagsins, Svavar Pálsson, ræddi við fréttamenn í gær. Skýrði hann svo frá að eign- ir féfagsins væru nú orðnar um 900 þús. kr. Eru aðaltekjurnar sem kunnugt er ágóði af sölu eld- Sþýtnastokkanna, sem merktir eru orðunum „Hjálpið lömuðum“. Námu þessar tekjur 390 þús. kr. á síðastliðnu reikningsári félags- ins frá 1. okt. 1953 til 30. sept. 1954. Aðrar minni tekjulindir fé- lagsins hafa verið árgjöld, minn- ingargjafir og- aðrar gjafir. Nefndi formaður þar til 10 þús. kr. 'gjöf frá Rebekkusystrum Oddfellow-reglunnar, sem þær söfnuðu fyrir félagið. ÞJALFUNARSTOÐ Eitt af aðalmarkmiðum félags- ins er að koma upp þjálfunarstöð fyrir lamað fólk. Ætlar félagið í því augnamiði að reggja fram 500 þús. kr. til hinnar nýju við- bótarbyggingar Landsspítalans, eins og skýrt hefur verið opin- berlega frá áður. Fé þetta hefur ekki verið afhent ennþá, en mun verða gert einhvern næstu daga. En þar sem framkvæmdir þessar hafa dregizt hefur félagið komizt að samkomulagi við forstjóra Elliheimilisins Grund um að fá að hefja þar starfrækslu þjálf- | unarstöðvar, í hinni nýju viðbót- arbyggingu elliheimilisins, en hann hafði áður með höndum æfingadeild fyrir lamaða í elli- heimilinu. LEGGUR FRAM FÉ TIL BYGGINGARINNAR Nú er verið að ljúka við smíði þessarar viðbótarbyggingar á Grund. Er þar meðal annars | komið fyrir lítilli sundlaug, en i það er nauðsynlegt í sambandi við þjálfunarstöð lamaðra. Verð- ur þarna góð aðstaða til slíkrar . þjálfunar að öllu leyti. Hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra lánað Elliheimilinu 200 þús. kr. Lánið er vaxtalaust og skoðast það sem veittur styrkur til rekst- ursins. Er þess að vænta að ekki líði á löngu áður en lömunar- sjúklingar geti aftur farið að koma til meðferðar á Elliheim- ilinu. VÆNTANLEG VERKEFNI Formaður nefndi sem dæmi um væntanleg verkefni, að til mála hefði komið að reka sumardvalar heimili fyrir fötluð börn og ungl- inga. Komst hann svo að orði, að svo mikil nauðsyn sem heilbrigð- um börnum væri á að njóta sum- ars og sólar, væri fötluðum börn- um ekki síður nauðsyn á því, sem vegna lömunar yrðu að hafa inni- vist mestan hluta vetrarins. Þætti stjórn félagsins vænt um að fá bréf frá foreldrum eða öðrum aðstandendum, þar sem þeir létu í Ijósi álit sitt á þessari hugmynd. Ef úr þessu verður yrðu ráðnar að slíku heimili vel ’ menntaðar hjúkrunarkonur undir yfirumsjá færustu lækna. HAPPDRÆTTI Til þess að auka tekjur félags- ins hefur stjórn þess nú komið af stað happdrætti og hefur keypt vandaðan amerískan fólk&bíl sem vinning. Verða auk þess tveir aukavinningar 1000 kr. hver sem einskonar sárabætur til þeirra sem eignast næstu n úmer við vinningsnúmerið. Sala miðanna er þegar hafin og hefur gengið vel. Miðarnir eru aðeins 8000 og kostar hver þeirra 100 kr. DREGID Á ÞORT.ÁKSMESSU Heitir félagið nú á alla góða menn að duga nú vel og' kaupa háppdrættismiðana. Senn líður að jólum, og á Þorláksmessu verður dregið í happdrættinu, Fyrir þann tíma þurfa allir miðarnir að vera seldir. Félagið hvetur meðlimi sína að koma á skrif- stofu formanns í Hafnarstræti 5 til þess að taka miða og selja. Formaður gat þess að lokum að ein dugleg kona þefði nú þegar selj; miða fyrir 15 þús. kr. Guðrún Á. Símonar í norska útvarplnu GUÐRIJN Á. Símonar söng inn á segulband fyrir norska útvarpið er hún var stödd í Osló í síðast- liðnum mánuði. Þessu dagskrár- lið verður útvarpað á morgun kl. 16—16,20 (ísl. tími) m. a. á þess- um bylgjulengdum: Stuttb. 41 mtr., miðb. 228,5 og 477 mtr. Lögin, sem Guðrún syngur eru þessi: Fuglinn í fjörunni, eftir Jón Þórarinsson, Kom ég upp í Kvíslarskarð, eftir Sigurð Þórð- arson, Draumalandið, eftir Sig- fús Einarsson, Til skýsins, eftir Emil Thoroddsen, Sebben, crudele, eftir Antonio Caldara, O, del mio amato ben, eftir Stefano Donaudy, og Salta, lari, lira, eftir Vittorio Giannini. Mikil hrifning á œsku- lýðstónleikum Heimdallar 2||'SKUFÓLK fjölmennti mjög 13lj, á fyrstu æskulýðstónleika Heimdallar, fél. ungra Sjálfstæð- ismanna, í gærkvöldi, er hinn mikli píanósnillingur, Shura Cherkassky, lék fyrir fullu húsi áheyrenda í Austurbæjarbíói, við mjög mikla- hrifningu áheyr- enda, sem hylltu listamanninn með dynjandi lófataki. Þeir, sem voru í Austurbæjar- bíói í gærkvöldi munu lengi geyma minninguna um þá stór- fenglegu tónleika. Listamaðurinn vakti slíka hrifningu, að er hann t. d. hafði leikið Polonaise eftir Liszt," vár'"érígu líkará én þakið ætlaði af húsinu, eins og stund- um er komizt að orði til þess að lýsa hrifningabylgju þeirri, er fer um áheyrendasali, þegar miklir snillingar túlka stórbrotin og mikilfengleg listaverk. Heimdallur á þakkir skilið fyr ir þann skerf, sem hann lagð til tónlistarmenningar bæjarin með því að gefa svo mörgu ungi fölki kost á að sjá og heyra Cher kassky, og bæta þannig allveru lega við þann hóp tónlistarunn enda í bænum, sem hlýddu ; píanóleik hans. — Fyrstu æsku lýðstónleikar Heimdallar gáti ékki ték'izf bétur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.