Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.1954, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. nóv. 1954 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, simi 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Mdj’gar þjóðir en sameiginleg menning ÞEGAR Adenauer forsætisráð- herra Þýzkaiands kom hingað í heimsókn fyrir skömmu gaf hann merkilega yfirlýsingu varð andi afstöðu Þjóðverja í Saar- málinu. Hann sagði að margir væru mótfallnir samkomulagi því, sem hann hefði gert um framtíð þessa þrætuhéraðs, en samt kvaðst hann ekki vera í nókkrum vafa um að samings- gerðin hlyti fullgildingu þýzka þjóðþingsins. Það er öllum ljóst að margir Þjóðverjar eru ekki hrifnir af þessum samningi sem stefnir í þá átt að losa Sarr-héraðið úr tengsl- um við Þýzkaland og stofna þar frjálst Evrópu-svæði. Þjóðverjar hafa alltaf tilfinningar til þessa héraðs sem óskipts hluta af föður- landi þeirra, enda eru íbúarnir allir þýzku-mælandi og hafa oft sýnt fullan vilja á að tilheyra Þýzkalandi. ,Ef þýzkir alþýðumenn væru spurðir hvernig þeim líkaði Saar- samkomulagið er talið víst að 8 af hverjum 10 myndu svara, að þeim líkaði það illa, þeim blæddi það í augum. Og nú er stjórnar- háttum svo háttað í Þýzkalandi að fólki er fullkomlega frjálst að túlka skoðanir sínar og kem- ur það víða berlega í ljós, því að margar óánægjuraddir heyra^t. En þótt Þýzkaland hafi enn búið aðeins fá ár við lýðræðis- stjórn er það athyglisvert, hve undraverðum stjórnmála- þroska fólkið hefur þegar náð. Að vísu eru enn til meðal þjóðarinnar ofstækismenn, sem horfa aðeins blóðstokkn- um augum á missi Saar-hér- aðsins, þruma um það, án til- lits til alls annars. Slíkir ein- sýnir ofstækismenn eru að sjálfsögðu til meðal allra þjóða. En hitt vekur athygii, að svo virðist sem meirihluti þjóðarinnar hafi nú þegar öðl- azt slíkan stjórnmálaþroska að hann lætur ekki ofstækis- mennina leiða sig. Þetta fólk segir að því líki Saar-samningurinn að vísu illa, en um leið dokar það þó við og hugsar sig betur um og skoðar allar staðreyndir kring um þetta vandamál. Fólk sér að þetta litla verðmæta hérað hefur orðið þrálátt þrætuepli milli tveggja stórþjóða, um það og önnur álíka deiluefni þjóðrembingsmanna hafa ver- ið háðar stórfelldar bióðugar styrjaldir þar sem heilir lands- hlutar hafa verið lagðir í eyði og borgimar brenndar. Þess- vegna verður hin endanlega niðurstaða þessa fólks, að því sárni að vísu missir Saar-hér- aðsins, en ætli þessi skipan mála verði þó ekki affarasæl- ust þegar á allt er litið? í báðum þessum miklu ná- grannalöndum virðist sú skoðun nú breiðast út, að það sé báðum fyrir beztu, að starfa og standa saman í vinarþeli og bróðerni. Það virðist jafnvel að út við sjóndeildarhring framtíðarinnar örji fyrir þeirri staðreynd að bæði skipi þau sér ásamt öðrum ná- grannaríkjum í ein sameiginleg Bandaríki. Spekingurinn Albert Schweits- er, sem nýlega var sæmdur frið- arverðlaunum Nobels var eín- mitt fæddur og uppalinn á landa- mærasvæðunum milli Frakk- lands og Þýzkalands. Ef til vill | er það þessvegna, sem hann hefur í flestum öðrum mönnum meiri skilning á því hvernig vinátta þessara tveggja þjóða getur leitt til vaxandi framfara og menn- ingar. í merkilegri grein, sem hann hefur ritað um friðarmálefnin gerir hann ljóslega grein fyrir kjarna nýrra sanninda. Hann lýsir því hvernig þjóðernisstefn- ur hafi vakið Evrópuþjóðirnar upp frá svefni á síðustu öld. Þær hafi verið gagnlegar á sínum tima og eðlilegur liður framþró- unarinnar. En síðar héfur það komið í Ijós að þær hafa víða færzt út í öfgar. í stað þess að þjóðernisstefnurn- ar unnu áður hið barfa hlutverk að glæða þjóðernisáhuga þjóð- anna inn á við, vekja upp ást fólks á menningarlegum verðmæt um sínum og ást á föðurlandi, þá tóku þær að snúast upp í þjóð- ernislegan rembing út á við, skærur og ásteyting í sambúð við aðrar þjóðir. Ljóst dæmi um þessa óheilla þróun mátti t. d. sjá í merk- ingarbreytingu sem varð í hugum fólks á efni hins gamla þýzka þjóðsöngs. Þegar skáldið orti ljóðlín- una „Þýzkaland ofar öllu“ var ^»að ætlun hans með þessum orðum að hvetja landa sína til að setja ástina til föðurlands- ins ofar öllu í sínu daglega lífi, vekja upp tilfinningu þeirra fyrir að varðveita þjóð- leg verðmæti og allt hið bezta í fari þessarar þjóðar. En þeg- ar ofstækismennirnir, fullir af þjóðrembingi, tóku völdin var hin rétta merking færð úr lagi og orðin kyrjuð í þeim tóm ofurmennsku og ofbeldis að Þýzkaland skyldi setja ofar öllum öðrum þjóðum í blóð- ugri styrjöld tortímingarinnar. Nú hefur þjóðernisrembingur- inn aftur valdið svo miklu tjóni, að fólk er almennt farið að skilja hve hæpinn og hættulegur hann er. Þessvegna er það sem alveg ný viðhorf eru að opnast í hinu mikla þjóðasafni Evrópu. Nýjar stefnur ryðja sér braut og öðlast æ fleiri fylgismenn. Það er eins og Albert Schweitser segir. Evrópuþjóð- irnar verða að skilja það, að þótt þær séu nokkuð með sér- stöku móti hver um sig og tali sitt hverja tungu, þá er samt margt sem sameinar þær. Sam eiginlegur uppruni og ætt og sameiginleg menning. Þessi sannindi eru að verða Evrópuþjóðunum æ Ijósari. Ef til vill á það sinn þátt í því að um þessar mundir er menn- ingu þeirra ógnað af austræn- um villimönnum, sem enn búa við austrænt grimmdaræði og skurðgoðadýrkun. Þegar neyð- in er stærst, þá hafa vestræn- ar þjóðir ákveðið að standa saman og varðveita þau menn ingarverðmæti, sem byggjast á sannindum fjallræðunnar, I eins og Gunnar Gunnarsson rithöfundur benti svo réttilega á í hinni merku ræðu sinni hér á dögunum. Setur „Frænkan" nýtt me! hjá L.R.! GAMANLEIKURINN Frænka Charleys hefur náð alveg óvenju legum vinsældum, var uppselt á 51. sýningu leiksins á fimmtu- dagskvöldið var og svo mikil eftirspurn, að Leikfélagið hefur ákveðið að hafa aukasýningu á gamanleiknum á þriðjudagskvöld ið kemur. Verður það 52. sýning leiksins frá því félagið sýndi hann fyrst í apríl s.l. Með þeirri sýningu hefur „Frænkan“ komizt fram úr „Ævintýri á gönguför“ að sýn- ingartölu á einu ári, en „Ævin- týrið“ var sýnt 51 sinni í hitteð- fyrra. Hæst að sýningartölu á sama ári er „Gullna hliðið“ með 66 sýningar, þar næst „Nitouehe" 1941—42 með 65 sýningar, en 5 sýningar að auki vorið 1942, þá „Elsku Rut“ með 56 sýningar. „Frænkan“ hefur sem sagt tekið sæti í þessum flokki „met“-leik- rita með sýningunhi á þriðjudag- inn. Endurminningar fræ§s skurS- fæknis og góð KC hjá Bókaútgáfunni Set- tækum og smáum, kóngum og bergi tvær bækur, sem trúlegt betlurum, milljónamæringum og er að veki mikla athygli hér. iðjuleysingjum. Meðal þeirra, Önnur er „Líknandi hönd“, end- sem hann kynntist og segir frá, urminningar hins heimskunna er Vilhjálmur II. Þýzka- þýzka skurðlæknis, Ferdinands landskeisari, Ferdinant Búlgara- Sauerbruch, en hitt er „Brim- konungur, Konstantin Grikk- aldan stríða“ (The Cruel Sea), landskonungur og Hindenburg eftir brezka rithöfundinn Nicho- ríkiskanslari, svo að nokkrir séu las Monsarrat. ; neíndir. „Líknandi hönd“ hefir hvar- Hersteinn Pálsson hefir þýtt vetna hlotið hinar beztu mót- bókina með aðstoð Friðriks Ein- tökur, enda sýnir hún að Sauer- arssonar læknis. í bókinni er bruch hefir ekki aðeins verið fjöldi mynda. frábær skurðlæknir, heldur og, snjall rithöfundur. Hann var um I hálfrar aldar skeið í fremstu röð GÓÐ SJÓFERÐABÓK skurðlækna í Evrópu. — Fyrstur i „The Cruel Sea“ hefir hlotið allra lækna gerði hann skurð- margvís-lega viðurkenningu aust- aðgerðir á brjóstholi manna, og an hafs og vestan og verið met- gerði síðari tíma læknum mögu-1 aölubók. Höfundur segir m. a. I legt að fást við sjúkdóma í hjarta inngangsorðum: „Þetta er bæði og lungum. |löng og -sönn saga-saga um Sem gefur að skilja kynntist úthaf, tvö skip og eitt hundrað Sauerbruch fjölda manna mjög 0g fimmtíu menn .... Fyrst og fremst segir frá hafinu — stór- 'Uelvabandi óbrifar: Um þjóðskáldið Matthías Jochumsson NÚ roskinn maður, sem á sínum skólaárum norður á Akureyri var kunnugur þjóðskáldinu séra Matthíasi Jochumssyni, sagði mér nýlega eftirfarandi sögu, sem gef- ur góða hugmynd um það, hve viðbragðsfljótur séra Matthías | var og létt um að ríma, þegar svo bar undir. Sennilega mun hún mörgum íslendingum þegar kunn. | „Við vorum á gangi saman — sagði maðurinn — og mættum á j leið okkar blaðbera, sem hafði meðferðis „Nýjar kvöldvökur“.“ | „Nokkuð nýtt í Kvöldvökum nú?“ — spurði séra Matthías og staldraði við á göngunni. „Ekki það ég muni — var svarið — ekkert sérlega merkilegt. En ein- hvers staðar er þar stökuhelm- ingur, sem lesendur eiga að spreyta sig á að botna. Kannski ■ presturinn vildi heyra hana, hún er svona: Þráfalt báran þrauta rís, þjakar mínu lyndi. — og svo á að botna. I — Og svo á að botna já, — ■ það er nú svo, tautaði séra ! Matthías og hélt svo áfram án frekari viðstöðu: Áðan duttu átján mýs, ofan af Súlu tindi. F1 Ekki nógu prestlegt. LJÓTT var við brugðið — en þetta var nú tæpast nógu prestlegt hjá yður, séra Matthías — sagði maðurinn með Kvöldvökurnar. „Ekki nógu prestlegt, það er nú svo — svaraði skáldið og hafði upp aftur vísuhelminginn: Þráfalt báran þrauta rís, þjakar mínu lyndi --------Pukraðu mér í Paradís Pétur minn í skyndi. Ekki nógu skáldlegt. JÚ„ vel var að verki verið,-en eiginlega var þetta nú ekki nógu háfleygt eða skáldlegt hjá prestinum — fannst hinum. „Ekki nógu skáldlegt — einmitt það“, svaraði séra Matthías og síðan án frekari tafar: Þráfalt báran þrauta rís, þjakar mínu lyndi --------Hrynji ein, er önnur vís ýmsum knúin vindi. Þetta allt fór fram á einum 3—4 mínútum — mér fannst það þá gerast allt í einu augnabliki — sagði sögumaður minn. Jólafastan fyrr og nú. IDAG byrjar jólafastan — það er engum blöðum um það að fletta, jólin eru á næstu grösum með öllum þeim undirbúningi oé önnum sem þeim fylgja. Það var ekki alveg eins mikill asinn á fólkinu í gamla daga. Hlaupin og kaupin heldur minni en jóla- gleðin áreiðanlega engu síðri, þrátt fyrir það. Þá var margt fólk í sveitunum, — margt ungt fólk, sem kunni að kankast á og gera að gamni sínu ekki síður en unglingarnir í dag. E1 Skemmtilegur Sveitasiður INN skemmtilegur sveitasiður sem tileinkaður var jólaföst- unni í þá daga og hefir jafnvel haldizt við til skamms tíma sums staðar á landinu var sá, að allir ungir og ógiftir menn, sem komu á sveitabæ á jólaföstunni voru skráðir niður og þegar að jólun- um kom voru nöfn þeirra skrifuð á miða, — eitt á hvern miða — og síðan drógu ungar og ógefnar stúlkur á heimilinu einn miða hver, og átti sá að vera manns- efnið, sem nafnið átti á miðan- um. Gugga var heppnust .... VARÐ oft af þessum leik hið bezta gaman og var ekki trútt um að stundum væri lagður trún- aður á, að vald örlaganna væri þarna að verki. Þannig var það einu sinni á sveitabæ einum að ein vinnukonan bar hlýjan hug til eins pilts í sveitinni sem hét Davíð. Enginn vissi þó um þetta annar, þangað til hún þótti koma illa upp um sig þegar dregið var um „jólasveinana“ á Þorláks- messu. Þá varð henni að orði er önnur vinnukona dró þann, sem hún sjálf hefði viljað hreppa: „Gugga var heppnust, hún dró Davíð“ — og var ekki laust við angurværð í röddinni. Var hún og óspart minnt á þetta eftir á, — en aldrei fékk hún Davíð sinn — og hin reyndar ekki heldur. Oft segja aug- un meira en orð. sævi Atlantshafsins. Á kortinu má sjá, hvernig Atlantshafið er. .... En landabréfið segir fátt af mætti þess og hamförum, duttlungum þess og miskunnar- leysi, værð þess í blíðu svika- lognsins. Þar hermir ekki frá því, hverju mennirnir fá orkað í skiptum sínum við það, eða hvað það getur gert mönnunum. En þessi saga greinir frá því“. Bókin er prýdd fjölda mynda úr samnefndri kvikmynd, er sýnd verður hér á landi fyrst á næsta ári. Jón Helgason hefir gert þýðinguna. Frágangur beggja þessara bóka er með ágætum. Brezk söngkona skemmiir að Hóto! Borg NÆSTU VIKUR mun Borg hafa á boðstólum skemmtikraft fyrir gesti sína. — Er það Sybil Summer, brezk dans- og söngkona frá Suður- Afríku, og mun ungfrúin fyrst koma fram í kvöld og skemmta með dægurlagasöng, einnig dans- ar hún, steppar og spilar á saxó- fón. Hefir hún unnið verðlaun fyrir stepp-dans sinn í samkeppni er haldin var í enskumælandi löndum. Sybil Summer er mjög Hótel nýjan Sybil Summer. vel þekkt fyrir söng sinn og dans í Suður-Afríku og Rhodesíu og hefir haft sinn sérstaka dagskrár- þátt í útvarpinu þar. S. 1. ár fór söngkonan ásamt öðrum skemmti kröftum, til Kóreu til að skemmta föngunum, sem látnir höfðu verið lausir og biðu heim- farar. Skemmtu þau einnig í Japan, Kína og Malaya. Ungfrú Summer hefir dvalið í London síðan í okt. s. 1. ár og sungið á ýmsum þekktum skemmtistöðum, t. d. Savoy-hótelinu, Glaridge’s, Grovenor House og Park Lane.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.