Morgunblaðið - 30.11.1954, Síða 1

Morgunblaðið - 30.11.1954, Síða 1
16 síður TSL HAMINGJU, SIR WSNSTON! Bandalag Austur-Evrópu Svipað Atlantshafs- bandalaginu MOSKVA, 29. nóv. — Eins og búist var við boðaði Molotov, utanríkisráðherra Rússa, i ræðu sinni á ráðstefnu Austur-Evrópu- ríkjanna, sem hófst hcr í dag, að ríki þessi myndu gera með sér bandalag með svipuðu fyrirkomu lagi og Atlantshafsbandalagið. Molotov orðaði þetta svo að ríki þessi neyddust til þess að gera ráðstafanir til þess að verja landa mæri sín ef svo fer að Parísar- samningarnir um enduhervæð- ingu Vestur-Þýzkalands ná fram að ganga. Einnig er búist við að ráðstefn- an samþykki ályktun um aukn- ingu á her og herbúnaði þátttöku ríkjanna. Eitt af því, sem Sovétríkin ráð- gera er að boða „endurhervæð- ingu“ Austur-Þýzkalands, þótt það sé raunar á allra vitorði að þessi endurhervæðing hefir farið fram fyrir löngu. Molotov er sjálfur í forsæti á ráðstefnunni í dag sem hófst skömmu eftir hádegi. Þetta er sama ráðstefnan og vestrænum þjóðum var boðið að taka þátt í en neituðu. HcCharfhy WASHINGTON, 29. nóv. — McCarthy kom öllum á óvart, er mál hans var tekið fyrir aftur, eftir 10 daga hlé, í dag, með því að krefjast atkvæðagreiðslu um vantraustið þegar í stað. Atkvæðagreiðslan fer sennilega fram á miðvikudag. Ofviðri eiín LONDON, 29. nóv. — Regn mæld ist sumstaðar í Englandi 24 mm í dag. í suður- og vesturhluta landsins hafa einnig gengið storm ar. — Oveðrið færist norður á bóg- inn og sumstaðar liggja vegir undir vatni að nýju Vaxandi öryggi1 Vesturvelda Rússum bent á leiðir LONDON 29. nóv. — Vestur- veldin hefja ekki samninga við austrið fyrr en búið er að stað- festa Parísarsamningana, og fundur hinna fjóru stóru getur ekki leitt til neins góðs fyrr en jarðvegurinn hefir verið undir- búinn með því að: 1. gera friðarsamninga við Austurríki, 2. Sovétríkin hafi sýnt já- kvæðan hug sinn til frjálsra kosninga í Þýzka- landi. 3. Önnur ágreiningsmál aust- ursins og vestursins hafa verið könnuð eftir venju- legum diplomatiskum leið- um. 4. utanrikisráðherrar fjórveld anna hafa komið saman til undirbúningsviðræðna, en þann fund er þó ekki hægt að halda fyrr en Parísar- samningarnir hafa verið staðfestir. 5. þá fyrst, ef árangur hefur orðið af fundum utanríkis- ráðherranna, getur komið til greina að „hinir fjórir stóru“ komi saman til þess að jafna ágreininginn milli austurs og vesturs. Þetta er niðurstaðan af svari þríveldanna Frakka, Breta og Bandaríkjamanna við boði Sovét- ríkjanna til Evrópuráðstefnu, sem hófst í Moskvu í dag. Svar- ið var afhent Molotov utanríkis- ráðherra Sovétstjórnarinnar nokkrum klst. áður en ráðstefn- an var sett. Ráðstefnuna sitja fulltrúar þjóðanna austan járntjalds, sjö að tölu, Búlgaríu, Póllands, Rúmeníu, Tékkóslóvakíu, Ung- verjalands, Austur-Þýzkalands Albaníu og Sovét-Rússlands, auk áheyrnarfulltrúa frá Peking. Öll hin ríkin, 15 í Evrópu og Bandaríkin sögðu nei og rök- studdu afstöðu sína með orðsend- ingunni, sem afhent var í dag. s Svar Islands við orðsendingu Ráðsf iórnarrí kja n na Blaðinu barst í gær svo- hljóðandi tilkynning frá utanríkisráðuney tinu: TANRÍKISRÁÐHERRA af- henti í dag sendiherra Ráð- stjórnarríkjanna á íslandi svar íslenzku ríkisstjórnarinnar við orðsendingu Ráðstjórnarinnar 13. nóvember s.l., þar sem lagt var tU, að ráðstefna um sameiginlegt öryggi Evrópu yrði kvödd saman 29. nóvember. Svo sem kunnugt er, hafa þátt- tökuríki Atlantshafsbandalagsins haft samráð um orðalag svarorð- sendinga sinna, og voru öll svörin afhent í dag. í orðsendingu sinni lætur ríkis- stjórnin í ljós ánægju með þann áhuga, er ráðstjórnin hefur sýnt á öryggismálum Evrópu en harm- ar það, að í umræddri orðsend- ingu hennar hafi aðeins verið stungið upp á ráðstefnu en ekki verið lagðar fram ákveðnar til- lögur, sem ríkisstjórnir þær, er hlut eiga að máli, gætu athugað og myndað sér skoðun um, hvort grundvöllur væri fyrir ráðstefn- um. Telja ríkisstjórnirnar tillögu ráðstjórnarinnar greinilega stefna að því að koma í veg fyrir full- gildingu Parísarsamninganna. cn þá samninga telja þær grundvöll Framh. á bls. 12 Hótíðahöld og heillaóskír í tiiefni af óttræðisafmælinn ASLAGINU klukkan tólf á hádegi í dag hefst í West- minster Hall í London hátíðarsamkoma í tilefni af átt- ræðisafmæli Sir Winston Churchills með því að trumbu- slagarar slá Morseteiknið „V“ — þrjú stutt og eitt langt — en teikn þetta var frelsisboðskapur Stóra-Bretlands og forsætisráðherra þess, Winstons, til undirokaðra þjóða á stríðsárunum. Þessi hátíðarsamkoma verður þó aðeins einn þátturinn í hátíðar- höldunum. Hinn aldni en erni forsætisráðherra gerir ráð fyrir að fara snemma á fætur á afmælisdaginn til þess að taka á móti heilla- óskum konu sinnar og fjölskyldu. Kosningar i Þýzkalandi Búðir sigruðu BONN, 29. nóv. — Bæði Adenau- er kanslari, foringi kristilegra demokrata og Ollenhauer, foringi sósíaldemokrata, halda því frara að flokkar þeirra hafi unnið kosningarnar í Bayern og Hess- en. Kosningar þessar fóru fram á sunnudaginn. Kristilegi demokrataflokkur- inn bætti við sig mörgum (20) þingsætum í Bayern, og í Hessen náðu kristilegir demokratar á- samt frjálsa demokrataflokknum meirihlutanum úr höndum sósíal- demokrata. En kosningar fóru síðast fram í þessum landshlut- um fyrir 4 árum. En miðað við kosningarnar, sem fóru fram í öllu Vestur- Þýzkalandi í fyrra, hefir flokkur Adenauers tapað verulegu fylgi. Úrslit kosninganna hafa, hvað sem öðru líður, í för með sér, að Adenauer heldur meirihlutanum í efri deild þýzka þingsins. — Þenna tveggja þriðju meirihluta þurfti hann að hafa til þess að Parísarsamningarnir næðu end- anlega fram að ganga, eftir að neðri deildin (Bundestag) hefir samþykkt þá. Árdegis gerir hann ráð fyrir að vera kominn í sæti sitt í neðri málstofunni. En þar mun Elísabet drottning ávarpa þingheim í tilefni af því, að þing verður sett. Á samkomunni í Westminster Hall nokkru síðar verður Sir Winston afhent málverk af hon- um sjálfum, sem gert hefur mál- arinn Graham Sutherland. Mál- verkið er gjöf frá öllum vinum hans og samstarfsmönnum í rík- isstjórninni og fremstur þeirra er formaður stjórnarandstæðinga, Clement Attlee. TUTTUGU MÍNÚTNA RÆÐA Þarna mun Churchill halda tuttugu mínútna ræðu, sem út- varpað verður. Milljónir brezkra þegna munu fylgjast með hátíða- samkomunni i sjónvarpi. Fram eftir öllum degi og langt fram á kvöld verður ráðherrann önnum kafihn við að taka á móti gjöfum víðsvegar að úr heimin- um. Enginn tími verður til að sinna ættingjunum. En Churchill 'hefur sjálfur skýrt svo frá að hann ætli að nota morgundaginn (miðviku- dag) til þess að vera með fjöl- skyldu sinni. HEILLAOSKIR EISENHOWERS WASHINGTON 29. nóv. — Hér fara á eftir heillaóskir Eisen- howers til Churchills: „Ég veit að ég tala í nafni sam- landa minna á sama hátt og ég geri af heilum hug í eigin nafni, er ég sendi þér innilegustu heilla- óskir, er þú nú nærð nýju landa- merki í lífi, sem í sjálfu sér er heil röð stórra landamerkja." „Vér Ameríkumenn höfum þekkt þig og heyrt um þig talað er árin liðu — sem stríðsfrétta- ritara á ferð og flugi, sem ævin- týralegan hermann, sem stjórn- anda og þingmann og, i vaxandi mælí með hverju ári sem liðið hefur, sem stjórnvitring og verj- anda frelsis.“ „Vér höfum horft á hið mikla samfélag Englendinga og Ame- ríkumanna vaxa og blómgast og þú hefur verið einn af hinum tryggu formælendum þess. Á dimmum tímum styrjaldar og kvíðafullum tímum ótryggs frið- ar hefur þetta samfélag haldið oss öllum uppi og gefið oss kraft.“ „Nú, er þú hefur náð áttunda tugnum, heilsum vér Ameríku- menn þér sem heimsstjórnvitring, Framh. á dis. 2 Sasfon dæmdur til dauða — áfrýjar DIGNE, 29. nóv. — Sjö kviðdóm- endur, allt bændur úr nágrenn- inu og þrír dómarar, komust að þeirri niðurstöðu, að Gaston Dom inici, 77 ára, væri sekur um mörð . ið á Sir Jack Drummond, konu j hans og 12 ára dóttur, en þau ' höfðu dvalizt i tjaldi næturlang* nálægt sveitabýli karlsins í ágúst j 1952. I í gær var Gaston Dominici dæmdur til dauða. í dag tilkynnti verjandi hans að dauðadóminum hefði verið áfrýjað. Dominici hlustaði hinn róleg- asti á er ákærandinn líkti honum i lokaræðu sinni við slátrara, sem miskunnarlaust hefði lostið Elísa betu litlu banahögg, og kallaði hann „lauslætisson ítalskrar þvottakonu". Ákærandinn sagði að karlinn hefði leikið konu sína, eins og hún væri rakki. Um Gúsaf, son karlsins, sem reynt hefir að verja föður sinn, sagði ákærandinn, að hann væri ; væskill. (hurchili-sjéðurinn LONDON 29. nóv. — f allan dag var sextíu manna' hópur önnum kafinn við að koma einhverju lagi á þann urmul af peninga- ávísunum og peningaseðlum, sem streymt hafa í Churchili sjóðinn, sem stofnaður var fyrir nokkr- um vikum og afhenda á for- i sætisráðherranum á morgun. Er ætlunin að Sir Winston ákveði til hvers sjóðnum skuli varið. — Sjóðsupphæðin nemur nú þegar i hátt á 5. milljón (ísl.) króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.