Morgunblaðið - 30.11.1954, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. nóveniber 1954
Brynjúliur Björnsson
tnnnlæknir ■ minning
BRYNJULFUR (en svo skrifaði
hann nafn sitt ætíð) Björnsson,
elzti tannlæknir á íslandi, andað-
ist að heimili sínu Hverfisgötu
14 hér í bænum 25. þ. m., rösk-
lega 75 ára að aldri.
Brynjúlfur var fæddur 21. okt.
-1879 að Bolholti á Rangárvöllum.
— Foreldrar hans voru Björn
Brynjólfsson búandi þar, af orð-
írægu bændakyni þar eystra, og
Agnes Kjartansdóttir. Brynjúlf-
ur kom í Latínuskólann 1896 og
útskrifaðist þaðan 1902. Stundaði
um tíma læknanám við Kaup-
mannahafnar háskóla og gekk
síðan í Tannlæknaskólann þar og
útskrifaðist fullnuma 1906. Fram-
haldsnám stundaði hann um eins
ára bil í Sviss, dvaldi þá einnig
nokkuð í París. Hann settist síð-
an að sem tannlæknir í Rvík 1907.
Sama ár gekk hann að eiga heit-
mey sína Önnu Guðbrandsdóttur
úr Reykjavík og settu þau þegar
myndarlegt bú saman. Hún and-
aðist á fyrra ári (1953).
Brynjúlfur Björnsson var löngu
þjóðkunnur maður. Hann starf-
aði við ágætan orðstír sem tann-
læknir um 40 ára skeið og var
mjög til hans sótt úr bænum og
af landinu hvaðanæva, enda var
hann orðlagður snilldarmaður.
Síðari árin var hann algerlega ó-
vinnufær sakir þráláts heilsu-
brests.
Brynjúlfur var fríður maður
sýnum og mætavel að sér, bæði í
sinni grein, sem hann stundaði
jafnan nýungar í og fór til þess
oftlega utan, og eins var hann
vel menntaður á almenna vísu
•og áhugamaður hinn mesti, þar
sem hann gaf sig að, og hvatti
einatt til stórræða á yngri árum.
Hann var t.d. mikill hvatamaður
að stofnun Fiskifélags íslands og
tók allmikinn þátt í störfum fé-
lagsins, þótt hann væri að öðru
leyti þá sem jafnan önnum kaf-
inn. Hann þótti hvarvetna au-
íúsugestur, þar sem hann kom
við mál. Hann hafði og eigi lítil
afskifti oft og einatt af þjóðmál-
nm almennt, er svo bar undir,
róttækur í sjálfstæðismálum
landsins og var ekki ónýtt að
■eiga hann þar að hauk í horni.
•Tillögu- og úrræðagóður var
hann jafnan, ótrauður og hjálp-
fús, ef því var að skifta. en jafn-
framt vandlátur í aðferð og at-
höfnum. Var hann og ágætur fé-
lagi og tryggur. Og þótt hann
setti við áhyggjur að stríða, er
eigi allir þektu til, lét hann lítt
á því bera í vinahóp eða fjöl-
menni, og gat þar bókstaflega
leikið við hvern sinn fingur. —
Mátti kalla, að þetta héldist
áfram, þótt sjúkleikinn nærri
bugaði hann, þá er gamlir félagar
heimsóttu hann eða litu inn til
hans, og, var svo fram að síðasta
degi. En lengi sat hann í skugga,
því að sjúkdómur hans lagðist
einnig á augun, þótt sjónlaus
yrði hann ekki.
Brynjúlfur Björnsson var,
meðal annara greina, næsta vel
að sér í tungumálum, sem að
sjálfsögðu kom sér oft vel fyrir
hann. Auk Norðurlandamálanna
kunni hann frakkneska tungu
ágæta vel, svo að orð var á gert,
og enginn liðléttingur heldur í
öðrum hinna stóru mála. Hann
var stofnandi og lengi stjórnandi,
ásamt öðrum áhugamönnum,
Frakkneska félagsins hér á landi,
Alliance Francaise, og 1917 var
hann sæmdur heiðurmerkinu
Officier d’Academie. Meðlimur
var hann í Reglu Odd-félaga hér
á landi og um hríð yfirmaður
hennar og síðan heiðurfélagi þar.
— Eins og vænta mátti var hann
meðstofnandi Tannlæknafélags
íslands (TFÍ) og formaður þess
frá byrjun og iengi fram og loks
heiðursfélagi. 1929 var hann kjör-
inm félagi i Alþjóðatannlækn-
ingafélaginu (FICD). — Brynj-
F.í J. og fðja
ígær
SEM KUNNUGT er sagði Iðja
upp samningum frá og með 1.
des. n.k. Samninganefndir frá
Félagi ísl. iðnrekenda og Iðju
komust í gær að samkomulagi
um samningsuppkast, er leggjast
skyldi fyrir fundi í félögunum,
og var samkomulagið endanlega
samþykkt í gærkvöldi.
Kaup kvenna, sem unnið hafa
á sama stað í eitt ár, hækkar um
9%, og er það í samræmi við
þær hækkanir, sem orðið hafa á
kaupi verkakvenna nýlega. Einn-
ig urðu breytingar á ákvæðis-
vinnu-fyrirkomulagi. Þá var nýr
kauptaxti samþykktur fyrir
karla, sem unnið hafa 4 ár á sama
vinnustað og tekið upp í samn-
inga ákvæði um þrískiptar vakt-
ir, ef verksmiðja er starfrækt
allan sólarhringinn.
Þrír rosknir menn
skrífa 3 jólabækur
Endurspegla sviphrigði íslenzk þjóðiífs
ÞRÍR rosknir menn, rótgrónir
í íslenzku sveitaiífi, skrifa ■
þrjár af jóiabókum Norðra í
ár. Frásagnir þeirra eru því
úr íslenzku lífi, íslenzkum
viðhorfum og munu því marg
ir fagna útkomu þessarra bóka
sem allar eru vel úr garði
gerðar og hinar eigulegustu.
,,Einn á ferð ,.
Sigurður Jónsson frá Brún
skrifar bókina „Einn á ferð —
úlfur átti lengi sæti í stjórn Fé-
I lagsprentsmiðjunnar í Reykjavík
' og var hluthafi í fyrirtækinu.
Hlutareigandi var hann líka í
dagblaðinu Vísi, upphaflega í
þeim tilgangi að styðja að út-
gáfu frjálslvnds blaðs.
Brynjúlfur Björnsson var'
prýðilega ritfær maður, þegar
hann tók á því. Skrifaði hann við ^
og við á fyrri árum greinar í
blöð um læknisgrein sína, og j
einnig um önhur hugðarefni, þótt
hann léti lítt yfir því. — Hann
var kvæntur glæsilegri konu,
þar sem frú Anna var, en einnig
hún missti heilsuna fyrir aldur
fram. Heirrtili þeirra lengstum, á
Hverfisgötu 14, var í almanna-
braut, meðan í lyndi lék, og gest-
risin voru þau bæði og með af-
brigðum vinsæl. — Af 4 börnum,
er þau eignuðust, eru 3 á lífi, öll
vel þekkt: Bergþóra, gift Krist-
jáni Guðlaugssyni hæstar.lögm.,
Björn tannlæknir og Erlingur
fulltrúi hjá Eimskipafélagi ís-
lands.
Nú eru þau bæði flutt héðan,
Brynjúlfur og Anna. Gamlir og
góðir vinir þeirra blessa minn-
ingu þeirra beggja.
G. Sv.
Bílþjófar handfehnir
9
í DAG fer fram útför Brynjúlfs
Björnssonar tannlæknis. Hann
fæddist 21. okt. 1879 og var því
nýlega orðinn 75 ára er hann
andaðist 27. þ.m.
Stúdent varð Brynjólfur 1902;
fór sama ár til Kaupmannahafn-
ar, innritaðist þar í læknadeild
háskólans og stundaði læknanám
um skeið, en sneri sér síðan að
tannlæknanámi einvörðungu og
tók próf frá tannlæknaskólan-
um í Kaupmannahöfn árið 1906
og varð fyrsti íslendingur er lauk
prófi frá tannlæknaskóla. Næsta
ár stundaði hann svo framhalds-
nám og tannlækningar í Sviss og
París.
Árið 1907 settist hann að
í Reykjavík sem praktiserandi
tannlæknir og stundaði það starf
af mikilli alúð og samvizkusemi
um 30 ára skeið eða þangað til
hann varð að láta af störfum
vegna vanheilsu.
Brynjúlfur Björnsson var fjöl-
hæfur maður og hafði mörg
áhugamál, sem hann vann að með
dugnaði, en ég mun ekki fjöl-
yrða um það enda kynntist ég
honum aðallega sem starfsfélaga
og forustumanni í félagsmálum
stéttarinnar. Honum var umhug-
f FYRRADAG voru þrír ung-
iingspiltar úr Rvík handteknir
af lögreglunni uppi á Kjalarnesi,
eftir að þeir höfðu stolið bif-
reiðinni R-6493, þar sem hún
stóð fyrir utan húsið Ánanaust
hér í bænum, aðfaranótt sunnud.
og ekið henni upp í Hval-
fjörð. Þar skildu piltarnir bif-
reiðina eftir inn í Botnsdal,
vegna þess að ljósaútbúnaður
hennar bilaði. Á leið sinni upp í
Hvalfjörð voru þeir búnir að
koma við á Félagsgarði í Kjós
og einnig á Fossá í Kjós. Þegar
ljósaútbúnaðurinn bilaði skildu
þeir við bifreiðina og héldu gang-
andi af stað til Reykjavíkur.
Skriðu inn í hlöðu á Fossá og
svófu þar til morguns. Mun hafa
sézt til þeirra frá bænum er þeir
komu úr hlöðunni um morgun-
inn.
Skömmu eftir að þeir yfirgáfu
hlöðuna, stöðvuðu þeir áætlun-
arbifreið er var á leið til Reykja-
víkur og fengu far með henni.
En þar sem lögreglunm höfðu
borizt fregnir af ferðalagi þeirra,
héldu tveir menn frá rannsókn-
arlögreglunni af stað upp í Hval-
fjörð. Stöðvuðu þeir áætlunar-
bifreiðina er piltarnir voru með
á Kjalarnesi, og þar voru þeir
handteknir — Þeir eru 20, 16 og
14 ára gamlir.
Sybil Summers að
Hófel Borg
SL. sunnudagskvöld skemmti
ungfrú Sybil Summers í
fyrsta sinn að Hótel Borg.
Skemmti ungfrúin með saxófón-
leik, steppdansi og dægurlaga-
söng. Áhorfendur tóku söngkon-
unni mjög vel. Saxófónleikur
ungfrúarinnar var skemmtilegur
áheyrnar, og hún steppar af
mikilli leikni. Skemmtiatriði ung
frá Summers eru þó nokkuð í
styttra lagi, en hún kvaðst hafa í
huga að lengja þau nokkuð. í
næstu viku hyggst ungfrúin
breyta skemmtiatriðum sínum
þannig, að hún dansar. og spilar
á saxófóninn samtímis. Er þetta
nokkuð einstætt og sennilega er
ungfrú Summers ein af þeim fáu
konum í heiminum, sem eru
nægilega þjálfaðar til slíks. En
þess má geta, að ungfrú Summers
hefir komið fram á skemmtunum
frá þriggja ára aldri, fyrst í stað
til ágóða fyrir góðgerðastarfsemi,
en hún var þó aðeins sex ára
gömul er hún tók að koma fram
á skemmtistöðum í London.
Relief sýning Þor-
steins Þorsfeimson-
ar ve! sóli
SÝNING Þorsteins Þorsteinsson-
ar, listmálara, á 20 relief-mynd- j
um var opnuð s.l. laugardag. Var'
fjölmenni við opnun sýningar-
innar og síðan hefur sýningin
verið mjög vel sótt. Þrjár myndir !
hafa þegar selzt. Hún er opin
daglega frá kl. 1—10 í bogasal
Þj óðminj asafnsins.
að um að ísl. tannlæknastétt yrði j
starfi sínu vaxin og landsmenn ^
allir ætti sem fyrst kost á tann- ^
læknishjálp frá nægilega mörg- j
um og vel menntuðum tannlækn-
um. Með það fyrir augum beitti I
hann sér fyrir því að Alþingi
setti lög um tannlækningar.
Samdi hann uppkast að frum- !
varpi að tannlæknalögum með
hliðsjón af slíkri löggjöf í ná-
grannalöndunum og fékkst það
að Jokum samþykkt lítið breytt. I
Framh. á bls. 12 *
Ljósmóðir í yfir 30 ár
STYKKISHÓLMI, 29. nóv. —
Um þessi mánaðamót lætur frú
Kristín Vigfúsdóttir Ijósmóðir í
Stykkishólmsumdæmi af störfum
sem ljósmóðir í umdæminu, eft-
ir 33ja ára þjónustu. Auk þess
hefur hún haft með höndum ljós-
móðurumdæmi Helgafellssveitar.
Á þessu tímabili hefur frú Kristín
tekið á móti rúmlega 500 börn-
um. .Hefur hún verið einstaklega
farsæl í starfi sínu, og aldrei orð-
ið neitt að við þær fæðingar sem
hún hefur verið við.
Kristín er nú á förum til
Reykjavíkur, og hafa konur í
Stykkishólmi fært henni að gjöf
vandaðan silfurborðbúnað, sem
þakklætisvott fyrir langt og giftu
ríkt starf sem ljósmóður. Hún
hefur notið almennra vinsælda í
báðum umdæmum sínum.
—Árni.
Ungmennafél. Kjartan
Ólafsson í Myrdal 40 ára
VÍK f MÝRDAL, 29. nóv. — Hinn
22. nóv. s.l. átti ungmennafélagið
Kjartan Ólafsson í Mýrdal 40 ára
afmæli. í tilefni þess var haldin
samkoma að Deildará s.l. laugar-
dag fyrir félagsmenn og gesti
þeirra. Var fyrst sameiginleg
kaffidrykkja. Voru margar ræður
og ávörp flutt undir borðum.
Einar H. Einarsson, bóndi að
Skammdegishól, rakti sögu félags
ins, formenn annarra ungmenna-
félaga í Mýrdalnum fluttu kveðj-
ur félaga sinna og ungmenna-
félagið Skarphéðinn í Vík, af-
henti félaginu borðfána að gjöf
í tilefni afmælisins. Ennfremur
var upplestur. Síðan voru borð
tekin upp og söng þá kór félags-
ins nokkur lög. Síðan var stiginn
dans.
Ungmennafélagið Kjartan Ól-
afsson var stofnað 22. nóv. 1914.
Voru stofnendur alls 17. Meðal
þeirra var dr. Einar Ólafur
Sveinsson. Félagsmenn eru nú
um 30 talsins. Formaður er Ósk-
ar Jóhannesson bóndi að Ási.
— Fréttaritari.
og oftast ríðandi“. Sigurður er
alkunnur ferðagarpur og öræfa-
kannari. Hefur hann um ferða-
lög sín skrifað ýmsa ferðaþættl
og hafa sumir þeirra m. a. birzt
í „Hrakningar og heiðavegir“ sem
Norðri hefur áður gefið út. Sig-
urður er hagmæltur vel og hef-
ur m. a. áður sent frá sér eina
ljóðabók Hann ann hestum mjög,
hefur víða ratað og farið lítt
troðnar slóðir.
Skyggnst um..,"
Þorbjörn BjörnSson frá Geita-
skarði sendir frá sér bók sem
hann nefnir „Skyggnst um af
heimahlaði“ f bókinni skyggnist
þessi húnvetnski búmaður um af
heimahlaði sínu, en á heimahlaði
sérhvers íslenzks býlis hafa verið
ráðin mörg þau ráð, er drýgst
hafa dregið hyggnum bónda
björg í bú, eða forðað feiknum
fárs og nauða. Bókin er rituð á
kjarnyrtu máli, er ber glögglega
með sér hinn sérkennilega per-
sónuleika höfundar, hins lífs-
reynda manns, er nú kemur fram
sem rithöfundur, — en verðuh
þó alltaf bóndi.
„Þegar veðri slotnar"
Hina þriðju bók skrifar einn
elzti barnakennari landsing
Kristján Sigurðsson frá Brúsa-
stöðum í Vatnsdal. Eru í bók-
inni og nokkur af ljóðum hans.
Bókin heitir „Þegar veðri slot-
ar“ og lítur Kristján þar um öxl,
yfir langan æviveg, og koma þá
margar myndir fram í hugann
sumar sveipaðar fegurð og yndis-
leika en aðrar mótaðar harðri
þrekraun og lífsbaráttu. í slíkum
sögum má finna úr hvaða jarð-
vegi íslenzk þjóðmenning er runn
in. Þar skýrist sögusvið hing
gamla, þögula, harðskeytta og
sérstæða þjóðlífs.
— (hurchlll
Myndskreylt barna-
bók komln úl
LITLA VÍSNABÓKIN heitir
barnabók, sem blaðinu hefur
borizt. Er það myndskreytt vísna-
bók, eins og nafnið bendir til.
Eru margar af vísunum eftir
öndvegisskáld þjóðarinnar, aðr-
ar úr gömlum þjóðkvæðum og
enn aðrar þýddar.
Er þetta skemmtileg barnabók,
gefin át af Myndabókaútgáfunni,
prentuð í Félagsprentsmiðjunni
h.f. — Myndirnar teiknaði Atli
Már.
Framh. af bls. 1
sem ósigranlegum stríðsmanni
fyrir málstað frelsisins, sem
sönnum vini vorum um mörg og
fræknleg ár.“
„Með innilegum persónulegum
kveðjum.“
HEILLAÓSKIR ADENAUERS
LONDON, 29. nóv.: — Adenauer
kanslari lætur hafa eftir sér að
þýzka þjóðin hafi „góða ástæðu.
til þess að minnast með þakklæti111
áttræðisafmælis Churchills.
„Ósveigjanlegur kraftur, þraut
seigja á tímum mótlætis cg
hættu, yfirlitsmikill skilningur á
tengslum mikilvægra pólitískra
atburða og spakmannleg hófsemi
í méðlæti; enginn annar maður
sameinar í sér þessa kosti í eins
ríkum mæli og Churchill.“
„Hin frábæra pólitíska eðlis-
ávísun hans gerði honum kleift
— á sama hátt og hann hafði
áður gert sér ljósa hina aumu
stjórnmálastefnu Hitlers — að
sjá í réttu Ijósi hinar raunveru-
legu fyrirætlanir Sovét Rússa,
um sama leyti og flestum öðrum
stjórnmálamönnum voru þær
óljósar.“
HEILLAÓSKIR
MANDÉS-FRANCE
PARÍS, 29. nóv.: — í heillaóska-
skeyti Pierres Mendes-France,
forsætiráðherra Frakka, segir að
hann og landsmenn hans standi
í mikilli þakkarskuld við Churc-
hill fyrir það, að hann hafi hjálp-
að þeim til þess að losna undan
hinum dimmu árum þrælkunar-
innar. „Fáir menn hafa vakið jafn
mikla aðdáun og virðingu sem
sá maður, sem á morgun fyllir
áttunda tuginn í lífi, sem þrungið
er heiðri og. sigrum“, segir í
skeytinu. |