Morgunblaðið - 30.11.1954, Blaðsíða 8
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. nóvember 1954
orijmiííiaMti
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Þörf lendsnii irbófa að L6n- Svavar Pálsson end-
kefsmöl í SSci igafirðl urkjörinH formaður Fél. faflaira og
Churchill áttræður
Þaðan er úfgerð sfunduð bráff
fyrir erfiða Eendingu
ÞINGMENN Skagfirðinga þeir Jón Sigurðsson og Steingrímur
Steinþórsson hafa lagt fram frumvarp um að Lónkotsmöl í
Fellshreppi í Skagafirði verði tekin inn á hafnarlög. Vonir manna
um meiri sjávarafla með friðun landhelginnar hafa vakið áhuga
á lendingarbótum á þessum stað.
IDAG minnist alheimur 80 ára
afmælis Winstons Churchills.
íslendingar geta tekið undir hug-
heilar árnaðaróskir til hans, þótt
nokkur skuggi hafi fallið á sam-
búð okkar við Breta.
Nafn Winstons Churchills rifj-
ar upp ferð skipalestar um sval-
kaldar voðir víðáttumikils úthafs.
Hvergi er landsýn, en napur súg-
ur boðar storma í aðsigi og
myrkrið skellur yfir. Upp úr
dimmum djúpum hafsins fram-
undan stara ísköld gler-augu á
stálstilk, sem hafrótið lemur. —
Skipalestarinnar bíður fyrirsát
ferlegra vélhvela, sem steypa sér
að bráð.
En skipalestin tefur eigi för.
Áfram er haldið gegnum nátt-
myrkrið, í sjólöðrinu af einum
ölduhrygg á annan, fyrir takt-
föstum aflvélum, þar sigla farm-
skip færandi dýran varning heim
en umhverfis sveima langskip,
vakandi og íhugul, öflugt tákn
þess, að farmönnum skal veitt
vernd og leið hins dýrmæta
farms vörðuð.
Því þannig er för mannkyns-
ins og menningar þess um hið
óravíða úthaf tímans. Þar er hinn
dýrmæti farmur. Hann megum
vér eigi yfirgefa óvarinn, þegar
grimmdarfullir háhyrningar véla
aldar ógna, því að of seint væri
að iðrast þegar þrakið úr sokknu
skeiði velkist um bárur.
Þegar myrkrið var þyngst og
ógnirnar á þessari siglingu svo,
að margur lét bugast, vonleysið
þrengdi að miskunnarlaust, var
leitað til þessa manns, sem nú er
þökkuð forustan. Ris hans var
tignarlegt í hinni mestu niður-
lægingu. Gyllivonir gaf hann
engar. Gegnum böl og þjáningar
sagði hann að leiðin lægi.
Sjálfur hefur hann lýst átak-
anlega þessum stundum, sem nú
eru aftur fjarri. — Hann hefur
lýst þjáningu sinni og félaga
sinna í stríðsstjórninni á hinum
dimmustu dögum styrjaldarinn-
ar, þegar kafbátahernaðurinn
var í algleymingi. Skipalestimar
komu ekki fram. Og þeir spurðu
sjálfa sig, hvort þetta væru enda-
lokin.
Winston Churchill lofaði þjóð
sinni engu fögru.
Ég hef ekkert að bjóða nema
blóð og erfiði, tár og svita.
Við skulum verja eyjuna okk-
ar, hvað sem það kostar. Við
skulum berjast á sjónum og út-
hafinu. Við skulum berjast á
ströndunum. Við skulum berjast
á ökrum og strætum. Við skulum
berjast í fjöllunum. Við skulum
aldrei gefast upp.
Yfirlýsingunni beindi hann til
sinnar eigin þjóðar, en á þessari
örlagastundu hlutu orð hans
samhljóm í hjörtum margra ann-
arra. Baráttan stóð ekki eingöngu
um eitt eyland í Vestur-Evrópu,
heldur um alla framtíð og til-
veru þeirra hugsjóna, sem meta
manninn og þær dyggðir, sem
góð trú og hrein samvizka
býður.
Og kalli Winstons Churchills
var hlýtt. Hin friðsælu lýðræðis-
ríki, sem stríðsseggirnir höfðu
spottað fyrir lúpuskap og geð-
leysi, sýndu þann kraft, sem
leynist í sjálfu píslarvættinu. Það
hefur verið mörgum undrunar-
efni, hvílíkri ógnaorku þær þjóð-
ir búa yfir, sem lifa við agaleysi
frjálsrar þjóðskipunar. Aldrei
þefur það þó sézt betur en ein-
mitt í átökum síðustu styrjald-
ar, hvaðan þeirri orku stafaði.
Hún bjó í sannfæringu um að
þetta væri hinn rétti málstaður
og í trúnni, sem gaf mönnum
þrek til að þola hin ægilegustu 1
píslarvætti og jafnvel að styrkj-
ast og stækka þegar mest þrengdi
að. Þetta hefur einræðisseggjun-
um, sem byggja allt sitt á heilu
kerfi þrælsótta stundum láðst að
skilja og því hefur illa farið fyrir
þeim.
-¥■
Áður hafði Churchill verið
hrópandinn í eyðimörkinni. Einn
skildi hann að hverju Hitler
stefndi og árum saman hrópaði
hann varnaðarorðum til þjóðar
sinnar. Fyrir þetta var hann kall-
aður stríðsæsingamaður og ofsótt
ur á alla lund. Aðvörun hans var
ekki hlýtt og þjóðin flaut sofandi
að feigðarósi, hrifin af friðardúf-
um óraunveruleikans.
Churchill var upphaflega her-
maður og mesta frægð sína hefur
hann hlotið við ábyrgð styrjald-
arára. Samt hefur hann aldrei
aðhyllzt þá kenningu að styrjöld
skuli unnin til þess eins að njóta
ríkulega ávaxta sigursins. Slíkt
hefur jafnan verið í hans augum
dýrslegt. Hvarvetna þar sem
hann hefur rætt um styrjaldir
hefur það verið einlæg stefna
hans að þær skuli háðar til þess
eins að hljóta réttlátan frið. En
miklu betra væri það, ef þjóð-
irnar fengju að lifa í friði, án
þess að nokkurn tíma hefði til
styrjaldar komið. í þeim ásetn-
ingi setti Churchill fram tillögur
sínar um endurhervæðingu. í
henni þóttist hann sjá möguleik-
ann til að fæla hernaðarsinnana
frá glæfraspili árásar.
Seinni tíminn hefur nú að
mestu leyti viðurkennt framsýni
Churchills og er líklegt talið að
forða hefði mátt síðustu heims-
styrjöld, ef hinar vestrænu þjóð-
ir hefðu ekki beinlínis boðið árás
inni heim með andvaraleysi sínu.
Jafnframt hafa menn látið sér
þetta að kenningu verða, þannig
að þegar hin sama saga ógnar-
veldis og útþenslu virtist ætla
að endurtaka sig, hafa hinar vest-
rænu þjóðir ekki beðið boðanna,
heldur skapað öflugan varnar-
vegg. Ög í þessu sameiningar-
starfi hefur Churchill, þótt ald-
urhniginn sé, verið lífið og sálin.
í mannkynssögunni er það að
vísu fánýtt verk að telja upp
fyrir sér, hvaða stefnu straumar
alheimsþjóða hefðu tekið, EF. .. .
þetta stóra EF, því að hefði, hefði
stoðar þar sjaldan hót. Þó getum
við leyft okkur með sterkum lík-
um, sem byggjast á staðföstum
rökum að ætla að ver kynni að
hafa farið, ef vestrænar þjóðir
hefðu ekki nú borið gæfu til að
standa saman um varnir menn-
ingar sinnar.
Þannig má segja að Churchill
hafi nú þegar bugað tvo erki-
óvini mannkynsins, nazismann,
sem hann lagði að velli og komm-
únismann, sem hann hefur gert
að athafnalausri og þar með
staðnaðri byltingastefnu. Hann
glímir nú við þriðja erkióvin-
inn, hina fomeskjulegu elli. —
Varla mun hann fara með sigur
af hólmi úr þeirri viðureign, en
hitt sjá allir menn, að hann
stendur óvenjulega stífur fyrir.
Það er ósk allra þeirra mörgu,
sem senda þessari höfuðkempu
árnaðaróskir, að gamli maðurinn
verði eins þrákelkinn í viðureign
sinni við þessa þriðju óvætt.
í greinargerð er sagt, að tillag-
an sé flutt skv. ósk hreppsnefnd-
aroddvitans í Fellshreppi fyrir
hönd hreppsbúa.
STUTT Á GÓÐ FISKIMIÐ
Skýrt er frá því að frá Lón-
kotsmöl hafi verið talsvert út-
ræði frá gamalli tíð og aflasælt
og er svo enn. Þaðan er stutt að
sækja á góð fiskimið. Þetta hefur
bjargað því, að útgerð hefur aldr-
ei lagzt þarna niður með öllu,
þó að víða annars staðar hafi hún
flutzt til stærri útgerðarstöðva,
þar sem hafnar- eða lendingar-
bætur og frystihús auðvelda út-
gerðina.
VONIR GLÆÐAST
MEÐ VÍKKUN LANDHELGI
Sökum slæmrar lendingar á
Lónkotsmöl er aðeins hægt að
halda þar út litlum trillubátum.
Stóraukin friðun landhelginnar
á þessum slóðum hefur glætt
vonir manna um meiri og árviss-
ari sjávarafla. Jafnframt hefur
áhuginn á lendingarbótum þarna
aukizt með það fyrir augum að
gera þeim er þar sækja sjóinn
það auðveldara og áhættuminna
en nú er.________________
Yfirlýsing
ERINDI og umræður á fundi Raf-
mangsverkfræðingadeildar V.F.Í.
í síðastliðinni viku, þar sem öll-
um félögum V.F.Í. var boðin þátt-
taka, hefir verið gert að blaða-
máli.
Stjórn V.F.I. og stjórn R.V.F.Í.
óska að láta þess getið, að þetta
hefir verið gert án heimildar og
án vitundar stjórna félaganna.
Stjórn V.F.Í.
Stjórn R.V.F.Í.
UIJ andi átrifar:
Misjafnir menn
meiningar
VELVAKANDI góður!
Ég er oft að velta því fyrir
mér, hve skoðanir okkar mann-
anna eru ólíkar og breytilegar.
Sumir menn, sem eru jurtaætur,
sýna fram á það með rökum, að
allar fæðutegundir úr dýraríkinu
séu heilsuspillandi eða jafnvel
banvænar. Aðrir sýna með jafn-
miklum rökum fram á, að eina
leiðin til að halda heilsu sé að
neyta okkar gömlu og góðu ís-
lenzku fæðu. Sumir leiðbeinend-
ur um uppeldismál halda því
fram, að ekki megi banna börn-
um. Aðrir vilja láta kenna þeim
að hlýða. Sumir telja skaðlaust,
þó að ungbörn gráti tímum sam-
an. Aðrir vilja láta hugga þau.
Reynslan hefur kennt okkur að
taka öllum fullyrðingum með
varúð, en láta reynslu og brjóst-
vit okkar ráða meiru, a. m. k.
gerum við það, sem erum búin
að slíta barnsskónum og höfum
séð æði mörg veðrabrigði í lofti.
Um lestrarkennslu.
NÚ hef ég lesið í blöðum deilur
um, hvaða aðferð sé vænleg-
ust til lestrarkennslu í skólum
landsins.
Það hlýtur að vera mikill vandi
að kenna stórum hópum barna
að lesa, og er von að menn leiti
að sem heppilegastri aðferð.
■■
\ 15 aVÍ'>!Ísi.
- ;: ' v-%r*------XJ
iiÆ V MtA iv-a-x#-.
Það er ólíklegt, að gamla stöf-
unaraðferðin, þar sem amma sat
og benti einu barni á með prjóni
sé framkvæmanleg, þegar um
20—30 barna hópa er að ræða.
í skóla ísaks Jónssonar veit ég
af eigin reynslu, að þessari svo
nefndu hljóðaðferð er beitt með
mjög góðum árangri. og hafa börn
sem hafa lært þar að lesa staðið
sig prýðilega í íslenzku síðar
meir. Auðvitað hljóta að finnast
undantekningar frá því þar eins
og í öðrum skólum, nemendur eru
alltaf misjafnir, sem eðlilegt er.
Vinsældir skólans tala sínu máli,
í mörg ár hefur varla verið hægt
að koma þangað barni nema
panta skólavist með ára fyrir-
vara, vegna þess, hve eftirsóttur
skólinn er. Þetta kalla ég beztu
meðmæli, sem hægt er að gefa
einkaskóla, enda sýnir myndar-
legi smábarnaskólinn hans ísaks,
að Reykvíkingar kunna að meta
störf hans í þágu barnanna.
Þörf fyrir annan
smábarnaskóla.
GAMAN væri, ef þeir sem telja
sig þekkja kennsluaðferðir
betri til árangurs en þessi skóli
notar, stofnuðu lítinn smábarna-
skóla. Ef sú aðferð reynist jafn-
góð eða betri, á sá skóli eftir að
vaxa eins og skólinn hans ísaks.
Það væri full þörf fyrir annan
smábarnaskóla t. d. í vesturbæn-
um. Ég vil a. m. k. ekki láta rífa
það niður, sem vel hefur reynzt,
fyrr en annað er reynt hér á
landi, sem gefur betri raun. Sál-
fræðingar hljóta að skilja það
manna bezt að það kemur við
hjartað í foreldrunum, ef reynt
er að gera lítið úr starfi þeirra
kennara, sem vinna af alúð og
kostgæfni að fræðslu og uppeldi
barna þeirra, en þeir fagna hins-
vegar hverri hóglátri tilraun í leit
að einhverju betra og fullkomn-
ara; en þar til það er fundið
stendur hið gamla óhaggað, hvað
sem hver segir og skrifar.
— Reykvíkingur.“
Oft kemur
mein eftir
munað.
Á AÐALFUND Styrktarfélags
fatlaðra og lamaðra var Svavar
Pálsson endurkjörinn formaður
félagsins, en hann var upphafs-
maður að stofnun þess.
Á fundinum var samþykkt að
veita 15000 kr. styrk til fatlaðra
og lamaðra í ár. Þá var ákveðið
að veita 10 þús. króna námsstyrk
til hjúkrunarkvenna sem ætla að
læra sjúkraleikfimi erlendis. —
Loks var ákveðið að veita 5000
kr. styrk til skó- og umbúða-
smíði.
Samþykkt var á fundinum að
kjósa nefnd manna til þess að
athuga möguleika á því og gera
tillögur um fyrirkomulag á sum-
ardvöl lamaðra og fatlaðra barna.
| Framkvæmdaráð félagsins var
endurkjörið, en í því eiga sæti
próf. Jóhann Sæmundsson, Hauk
ur Kristjánsson, Sveinbjörn
Finnsson, Sigríður Bachmann og
Björn Sigurðsson.
■ I
Reisulok Onnu
frn Moldnúpi
KOMIN er í bókabúðir ný bók
eftir Önnu frá Moldnúpi, er hún
kallar „Ást og demantar". — Er
þetta þriðja og síðasta bók Önnu,
sem hún hefir ritað um ferðir
sínar til framandi landa undan-
farin ár. Fyrsta bókin, „Fjósa-
kona fer út í heim“, kom út árið
1950 og annað heftið, „Förukona
í París“, árið 1952.
Bækur þessar hafa vakið ekki
litla athygli og ber þar margt til.
Þær eru skrifaðar af umkomu-
lausri alþýðukonu, sem af dæma-
lausum dugnaði og ráðdeild hefir
tekizt af eigin rammleik að full-
nægja, að minnsta kosti að
nokkru, útþrá þeirri og ævin-
týralöngun, sem ólgað hefir hið
innra með henni allt frá því er
hún var ung og fátæk sveitatelpa
austur í sveitum. Og það er líka
fleira, sem vakið hefir athygli á
þessum ferðabókum Önnu frá
Moldnúpi. Hinn fjörugi og hisp-
urslausi frásagnarstíll hennar,
víða bráðfyndinn, kemur lesand-
anum í létt og þægilegt skap.
í þessari síðustu bók sinni segir
Anna frá reisum sínum til Kaup-
mannahafnar, ásamt Tótu systur
sinni, sem hún hafði lofað að sýna
einhverntíma þá kóngsins borg
og síðan áfram til meginlandsins
og Bretlands. Hún lýsir fyrir okk
ur löndum þeim, sem hún fer um
og skeytir inn ýmsum söguleg-
um fróðleik um þá staði, sem
henni hefir veitzt bezt tækifæri
og tóm til að athuga. Hún lýsir
líka hinum mörgu persónum, sem
urðu á vegi hennar og sem hún
átti meiri eða minni viðskipti við
— sumar hverjar smáskrítnar,
aðrar mesta heiðursfólk.
Bókin er 186 síður að stærð,
skreytt allmörgum myndum. —
Hún er prentuð í prentsmiðjunni
Odda h.f. og hin snotrasta að öll-
um frágangi. —• Höfundur ber
allan kostnað af útgáfunni.