Morgunblaðið - 30.11.1954, Blaðsíða 16
Veðurúilii í dag:
A-gola (myrkt) og úrkomulítið.
274. tbl. — Þriðjudagur 30. nóvember 1954.
Churchiil
áttræður. — Sjá forystugrein á
blaðsíðu 8.
Glæsilegur héraðsfundur
Sjálfstæðismanna í Arnessýslu
SJÁLFSTÆÐISMENN í Árnessýslu héldu fund að Selfossi föstu-
dag og laugardag í síðustu viku og var ráðstefna sú bæði
árangursrík og ánægjuleg. Sýnir hún þann vaxandi styrk sem
sjálfstæðisstefnan hefur í Árnessýslu.
40 FULLTRÚAR
VÍÐSVEGAR ÚR SÝSLUNNI
Fundurinn hófst síðari hluta
föstudagsins 26. nóvember og
mættu á honum um 40 fulltrúar,
víðsvegar að úr sýslunni. Skip-
uðu menn sér þá í nefndir, sem
unnu að málunum um kvöldið.
Daginn eftir komu menn síðan
saman á framhaldsfund. Hófst
hann kl. 2 á laugardag og stóð
’fram til ki. 7. Skiluðu nefndir
tillögum og ályktunum. Voru
;málin rædd af áhuga og álykt-
anir samþykktar í öllum þeim
málum, sem tekin höfðu verið
til meðferðar.
ÁNÆGJURÍKT LOKAHÓF
Á laugardagskvöld kl. 8 var
lokahóf fundarins haldið með
sameiginlegu borðhaldi í hinum
nýuppgerða og glæsilega sal Sel-
fossbíós. Þar fluttu ræður Gísli
Jónsson forseti Efri deildar Al-
þingis og Sigurður Ó. Ólafsson
alþingismaður. Meðan setið var
til borðs var almennur söngur,
en frú Selma Kaldalóns lék á
píanó. Hófinu stýrði Jón Pálsson
dýralæknir, formaður fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisflokksins í sýsl-
unni.
Þessi tveggja daga fundur og
hin fjölmenna kvöldsamkoma var
með miklum glæsibrag og bar
vott um styrk sjálfstæðisstefn-
unnar í sýslunni.
Ályktanir og tillögur fundar-
ins verða birtar síðar.
Öfíug siarisemi Óðins
Sveinbjörn Hannesson endurkjörinn formaður
á aðalfundi félagsins s.l. sunnudag
AÐÁLFUNDUR Málfundafélagsins Óðins, félags Sjálfstæðisverka-
manna og sjómanna, var haldinn í Sjálfstæðishúsinu s.l. sunnu-
dag. Var fundurinn mjög fjölsóttur. Sveinbjörn Hannesson var
endurkjörinn formaður félagsins.
Varðar-fund
urinn í gær
S/d frásögn á bls. 9
i
Dauðaslys
á Mjarðargötu
í GÆRKVÖLDI milli klukkan
5,30 og 6 varð dauðaslys vestur
I á Njarðargötu, skammt frá Tívólí.
í gærkvöldi var rannsókn máls
þessa svo skammt á veg komin,
að rannsóknarlögreglan gat ekki
sagt nafnið á hinum látna.
Hann hafði verið á reiðhjóli á
leið í bæinn og var hjólið ljós-
laust. Maðurinn, sem ók bílnum
og farþegi, sem hjá honum sat í
framsæti bílsins, telja sig ekki
hafa séð manninn fyrr en í sömu
andránni og bíllinn kom aftan á
reiðhjólið.
•
Maðurinn var strax fluttur í
sjúkrahús, en var látinn er komið
var með hann þangað.
Ekki er kunnugt um sjónar-
votta að þessu sviplega slysi, en
ef bílstjórar eða gangandi hefðu
mætt manninum á reiðhjólinu
eru þeir beðnir að gera rann-
sóknarlögreglunni viðvart.
Vantor herzlumunínn nð jólu-
skreyting Austurstrætis hefjisl
ÞANN 23. nóv. lét stjórn gróðrarstöðvarinnar Alaska frá sér fara
bréf til allra fyrirtækja og verzlana í Austurstræti, þ. e. a. s.
þeirra ér á götuhæð eru, þess efnis að taka þátt í jólaskreytingu
Austurstrætis á sviðpaðan hátt og hefur verið undanfarin ár, en s. 1.
ár sá Fegrunarfélagið um skreytinguna en Rafmagnsveita Reykja-
víkur annaðist lýsingu.
F) ÞÁTTTAKA verk og tekur án efa talsverðan
I Gróðrarstöðinni Alaska er nú tíma. Er þess vegna mjög baga-
óðum að berast undirskriftir legt að undirskriftir þessa efnis
þeirra fyrirtækja, sem ætla sér dragist mikið lengur. Ættu því
að vera með um skreytinguna.
Tjáði Jón H. Björnsson forstj.
Alaska Mbl. í gær að þátttaka
hlutaðeigendur að bregða fljótt
við og gefa ákveðið svar, og er
þess að vænta að svörin verði
AN SKREYTINGAR
væri allgóð, en þó ekki nægilega jákvæð, þar sem flestum mun
mikil til þess að hægt væri að vera umhugað um að skreyting-
hefjast handa þegar um skreyt- in geti orðið sem glæsilegust. —
inguna. Munu nokkur fyrirtæki Forstjóri Alaska, gat þess einnig
ekki hafa svarað ennþá og sum að þeim fyrirtækjum sem hafa
jafnvel ekki fús til samvinnu. aðsetur sitt á efri hæðum húsa,
væri velkomin þátttaka, þótt
þeim hefði ekki verið skrifað, og
Kemur þetta sér mjög illa, þar 1 væri vel þegið ef þau vildu vera
sem nú vantar aðeins herzlu-! með.
muninn til þess að verkið geti | !
hafizt, og annað það, að það LÝSING
mundi spilla heildarsvip skreyt-| Gróðrarstöðin Alaska mun aS
ingarinnar í götunni ef allir þessu sinni sjá um uppsetningu
verða ekki með, en ákveðið hefur ( burðarvira og grenivafninga, en
verið að ekkert verði skreytt Rafmagnsveita Reykjavíkur ann-
fyrir framan þau fyrirtæki, sem ast lýsinguna. Með góðri þátt-
ekki taka þátt í kostnaðinum.; töku hefur verið lauslega áætlað,
Hvorki með ljósum eða öðru. I að kostnaðurinn verði um 150 kr,
Skreyting þessi er geysimikið á hvern meter götunnar.
Aðalfundi UU lauk á sunnudag
Sverrir Jiilíusson kosinn formaður L.Í.U.
LÁTINNA FÉLAGA
MINNZT
Formaður, Sveinbjörn Hannes-
son, setti fundinn og skipaði þá
Friðleif Friðriksson sem fundar-
stjóra og Hróbjart Lúthersson
fundarritara. Síðan minntist for-
maður látinna félaga er látizt
höfðu á árinu, ennfremur minnt-
ist hann Benedikts Sveinssonar,
alþingisforseta og risu menn úr
sætum til að votta hinum látnu
virðingu sína. Formaður las þá
upp skýrslu stjórnarinnar um
starfsemina á liðnu starfsári. Á
árinu höfðu 53 nýir félagar geng-
ið í Óðinn.
SVEINBJÖRN HANNESSON
ENDURKJÖRINN FORMAÐUR
Stefán Þ. Gunnlaugsson, gjald-
keri, las upp reikninga félagsins
og voru þeir samþykktir sam-
hljóða. Þá var gengið til stjórn-
arkosninga og var Sveinbjörn
Hannesson endurkjörinn formað-
ur einróma. Friðleifur I. Frið-
riksson og Angantýr Guðjónsson
báðust eindregið undan endur-
kosningu. Aðrir í stjórn voru
kosnir: Hróbjartur Lúthersson,
varaform., Meyvant Sigurðsson
ritari, Stefán Þ. Gunnlaugsson,
Kommar vekja á
sér alhygli
NEW YORK 29. nóv. (frá tíð-
índamanni NTB). — Tveir for-
ustumenn íslenzkra kommúnista
hafa sent bréf til forseta Sam-
einuðu þjóðanna, Dag Hammer-
skjold, þar sem þeir mótmæla
samþykkt allsherjarþingsins á
hinni nýju stöðu Grænlands sem
h'uta af konungsríkinu Dan-
i iörk, að því er skýrt er frá af
kunnugum í aðalstöðvum S. Þ.
Mótmælin eru undirskrifuð af
þíngleiðtoga kommúnista, Einari
Olgeirssyni og af flokksmanni
hans Finnboga Rúti Valdimars-
syni, en þeir biðja Hammer-
skjold að leggja mótmælin fram
í eftirlitsnefndinni, sem fjallaði
um stöðu Grænlands.
gjaldkeri, Valdimar Ketilsson,
varagjaldkeri., Ólafur Skaftason
vararitari, Guðmundur Nikulás-
son spjaldskrárritari. í varastjórn
voru eftirtaldir kjörnir: Guðm.
H. Guðmundsson, Þorv. Guð-
brandsson, Guðjón Hansson,
Felix Sigurbjarnarson og Björn
Kristófersson.
UMRÆÐUR
UM FÉLAGSMÁL
Eftir stjórnarkosningu fóru
fram umræður um félagsmál og
voru þær fjörugar. Til máls tóku
m. a. Friðleifur Friðriksson, Ól-
afur Jónsson, Meyvant Sigurðs-
son, Ellert Magnússon, Magnús
Jóhannesson og Stefán Þ. Gunn-
laugsson. — Fundi lauk kl. 20.15.
Fundur f Jöklarann-
sóknarfél. í kvöld
JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ís-
lands heldur fund í Tjarnarkaffi,
uppi, í kvöld, 30. nóv. kl. 8,30. -—
Jón Eyþórsson segir frá Vatna-
jökulsför á síðastliðnu vori og
sýnir litskuggamyndir, er þeir
Árni Kjartansson og Haukur Haf-
liðason tóku í ferðinni. — Loks
verður sýnd litfilma frá Vatna-
jökli eftir Árna Kjartansson.
Misfök vi3 sendingu
Sölku Vöiku-mynd-
arinnar
ÁKVEÐIÐ hafði verið að kvik-
myndin Salka Valka yrði frum-
sýnd hér í Reykjavík á morgun
í Nýja bíói og Austurbæjarbíói
samtímis.
Samkvæmt upplýsingum frá
Guðlaugi Rósinkranz, formanni
Edda Film h.f., getur þó ekki af
þessu orðið vegna mistaka við
sendingu frá Nordisk Tonefilm.
Enn er ekki fullvíst, hvenær
sýning myndarinnar hefst.
Saltfiskurinn
17400 leslir
í GÆRDAG hófst hér í Reykja-
vík aðalfundur Sölusambands ís-
lenzkra fiskframleiðenda.
Formaður þessara samtaka
saltfiskframleiðenda í landinu,
Richard Thors, flutti skýrslu
stjómar og lögð var fram skýrsla
fyrir árið 1953. Þar segir að árið
1953 hafi mátt teljast meðalár
hvað saltfiskframleiðsluna snert-
ir. Hún varð rúmlega 47400 lestir
og var það 16000 lestum minni
framleiðsla en árið áður. Spánn
og Portugal voru langsamlega
stærstu kaupendurnir með um og
yfir 8000 lestir.
I sambandi við reikninga SÍF
skýrði formaður frá því, að um
12 milljónir kr. af rekstri ársins
1953 verði eftir tillögu, sem fyrir
aðalfundinum liggur, deilt meðal
félagsmanna til verðjöfnunar á
saltfiskframleiðsluna 1953.
4
Sfúdenfar minnast
1. desembers
STÚDENTAR minnast 1. desem-
bers, að venju, með margvísleg-
um hátíðahöldum. Hefjast þau
kl. 11.30 f. h. með guðsþjónustu
í kapellu Háskólans, séra Guð-
mundur Sveinsson frá Hvanneyri
prédikar. Kl. 13.15 e. h. safnast
stúdentar saman við Háskólann
og ganga þaðan niður á Austur-
völl og hlýða þar á ræðu próf.
Jóns Helgasonar, sem flutt verð-
ur á svölum Alþingishússins. —
Kl. 15.30 hefst svo samkoma í
hátíðasal Háskólans með ávarpi
Skúla Benediktssonar stud. theol.
form. Stúdentaráðs. Þá flytja
ræður Gísli Sveinsson fyrrv.
sendiherra og próf. Sigurbjörn
Einarsson. Kristinn Hallsson
syngur einsöng og kvartett leik-
ur. í kvartettinum eru Jórunn
Viðar, píanó, Ingar Jónasson,
fiðla, Einar Vigfússon, selló, og
Ernst Norman, flauta.
AÐALFUNDI Landssambands
ísl. útvegsmanna lauk s. 1. sunnu-
dag og hafði fundurinn þá staðið
í 5 daga.
Á föstudag og laugardag voru
rædd og afgreidd fjölmörg mál,
sem höfðu verið í nefndum.
Á laugardagskvöld sátu full-
trúar, auk margra gesta, hóf í
Þjóðleikhúskjallaranum, sem
stjórn L. í. Ú. hafði boðið til,
í tilefni af 15 ára afmæli sam-
bandsins. Formaður sambands-
ins, Sverrir Júlíusson, setti sam-
komuna, en Kjartan Thors, fram-
kvæmdastjóri, stýrði hófinu. —
Fjölmargar ræður voru fluttar.
M. a. talaði Gunnlaugur Briem,
skrifstofustj óri, þakkaði sam-
bandinu þátt þess í eflingu ís-
lenzks sjávarútvegs og árnaði því
heilla á ókomnum árum. Sátu
menn í góðum fagnaði lengi
nætur.
Að lokinni afgreiðslu mála á
sunnudag fór fram kosning til
stjórnar Landssambandsins og
Verðlagsráðs sjávarútvegsins fyr-
ir næsta starfsár.
Kosningu hlutu þessir menn:
Formaður: Sverrir Júlíusson.
Er það í 11 sinn, sem hann hlýtur
kosningu sem formaður stjórnar
L. í. Ú. Varaformaður var kos-
Lufthansa-flug-
vélar í Keflavík
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 29.
nóv. — Endurreisn þýzka flugfé-
lagsins Lufthansa er nú á næstu
grösum. Fyrstu flugvélarnar, sem
félagið eignast að stríðslokum,
höfðu hér viðkomu á leið sinni
austur um haf. Voru þetta tvær
Convair 340 millilandaflugýélar.
Eftir nokkra klukkustunda við-
dvöl, klukkan rúmlega hálf átta
í gærmorgun, héldu flugvélarnar
áfram og var þá ferðinni heitið
beint til Hamborgar.
Félagið hefur keypt tvær aðrar
flugvélar af þessari gerð og fjór-
ar Constallation-vélar.
inn Loftur Bjarnason. Aðrir aðal-
menn: Kjartan Thors, Reykjavík,
Ásgeir G. Stefánsson, Hafnar-
firði, Finnbogi Guðmundsson,
Gerðum, Ólafur Tr. Einarsson,
Hafnarfirði, Sveinn Benediktssorj
Reykjavík, Jóhann Sigfússon,
Vestmannaeyjum, Jón Árnason,
Akranesi, Hafsteinn Bergþórsson,
Reykjavík.
f verðlagsráð hlutu kosningac
þessir menn:
Formaður: Finnbogi Guð-
mundsson. Aðrir aðalmenn: Bald-
ur Guðmundsson, Valtýr Þor-
steinsson, Ólafur Tr. Einarsson
og Jón Axel Pétursson.
Endurskoðandi var kjörinni
Beinteinn Bjamason.
Að stjómarkjöri loknu kvaddl
sér hljóðs formaður Landssam-
bandsins, Sverrir Júlíusson. Þakk
aði hann framkvæmdastjóra,
Sigurði H. Egilssyni og öðru
starfsfólki sambandsins vel unn-
in störf þess á liðnu starfsári,
Einnig þakkaði hann fulltrúum
samstarfið á fundinum og hvatti
þá til samstöðu um eflingu sjáv-
arútvegsins og lýsti þeirri von
sinni, að hagur hans mætti bless-
ast og blómgast í framtíðinni,
þjóðinni til hagsældar.
Að svo mæltu sagði hann þess-
um 15. aðalfundi L. í. Ú. slitið.
Skákeinvígið
ÁKUHEYRl
REY1UAVIK !
27. leikur Reykvíkinga: 1
Kf2—g2 J