Morgunblaðið - 08.12.1954, Page 2

Morgunblaðið - 08.12.1954, Page 2
MORGUPtBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. dés. 1954 gunnsr Pólsscn víkur sæti í ffiáli ielgn Benediktssonar Hýr dómari verður skipaður í málinu. Eru á förum Tónieikar þýzku lista í GÆR kvað Hæstiréttur upp ; dóm í kærumáli Helga Bene- diktssonar og er þar ákve'ðið , að umboðsdómárinn, Gunnar A. Pálsson, í máli Helga verði að víkja sæti. Dómurinn fer hér á eftir. Ákærði, Helgi Benediktsson, Jiefur með kæru 26. október 1954, er hingað barst 4. nóvember s.l. skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar, og hefur dómsmála- xáðherra veitt honum heimild til kæru þessarar samkvæmt 171. gr. *laga nr. 27/1951. Krefst áksérði þess, að hinum kærða úrsKurði verði hrundið og að teknter verði til greina kröfur l>ær, sem hann bar fram fyrir •sakadóminum og lýst er í tölu- liðum 1 og 3—5 í hinum kærða úrskurði. Eftir að kæran barst Hæstarétti, var verjanda ákærða og Gunnari A. Pálssyni dómara gefinn kostur á að skiptast á greinargerðum um málið í hinum kærða úrskurði eru kröfur ákærða greindar í 5 tölu- liðum, og verða þær teknar til athugunar með sama hætti. 1. Ákærði hefur áður í máli þessu borið fram kröfu um, að Gunnar A. Pálsson, dómari samkvæmt umboðsskrám, víki úr dómara- sæti í máli þessu. Þeirri kröfu var luundið með dómi Hæstaréttar 23. janúar 1953, með því að eigi þóttu þá vera fyrir hendi nægar ástæður til að láta hann víkja úr dómarasæti í málinu. Nú hefur í kærumáli þessu komið fram, að Gunnari umboðs- dómara hafa orðið á framhald- andi mistök í málinu. Er þar fyrst til að telja, að þegar dómarinn fór til Vest- mannaeyja til að taka bókhalds- gögn úr vörzlum ákærða hinn 10. júlí 1953, gerði hann ekki Sig- urði Ólasyni hæstaréttarlög- manni, skipuðum verjanda ákærða, viðvart. Hafði dómarinn þó sérstakt tilefni til að veita verjandanum kost á að gæta rétt- ar ákærða við töku bókhalds- gagnanna, þar sem verjandinn liafði í bréfi til dómarans, dags. 7. júlí 1953, óskað þess, að hon- um yrði gert viðvart um töku gagnanna og veitt aðstaða til þess að gæta um það réttar og hags- muna ákærða. Var verjandinn af þessum sökum ekki viðstaddur í þinghaldinu 10. júlí 1953, er bók- lialdsgögnin voru tekin. í þing- haldi þessu synjaði dómarinn og þeirri beiðni ákærða, að honum yrði skipaður sérstakur réttar- gæzlumaður við töku bókhalds- gagnanna. Þessi meðferð dómar- ans getur ekki samrýmzt ákvæð- um 86. gr. laga nr. 27/1951. Er hér lim ítrekaða synjun dómar- ans að ræða, þar sem hann hafði áður neitað ákærða um að hafa lögfróðan verjanda við dómpróf- un, £iýis og greinir í dómi Hæsta- xéttár frá 23. janúar 1953. Verj- andi ákærða reisti kröfu sína sína um, að dómarinn viki sæti, meðal annars á þessari málsástæðu, en dómarinn getur hennar ekki í hinum kærða úrskurði. í dómi Hæstaréttar frá 23. jan. 1953 segir, að þá sé orðinn að- finnsluverður og óréttlættur dráttur á rannsókn málsins. þó að dómaranum væri þá gefið færi á að lúka málinu með viðeigandi hraða. Samt sem áður hefur dómarinn ekki unnið að málinu með þeirri kostgæfni og þeim liraða, sem nauðsyn ber til, eins og málinu var komið. Meðal annars hefur dómarinn, svo sem greinir í úrskurði hans, enn eigi tekið^fulla afstöðu til þess. hver vitni -'þarf að samprófa og heit- fe.sta.' 1 hínum Ræí’ðá *úrskurði' lýsír j dómarinn því, að verjandi máls- ins hafi í greinargerð sinni í hér- aði og fylgiskjölum hennar farið með ýmis ósannindi, er ætla verði vísvitandi, að minnsta kosti sum, svo og meiðandi aðdróttanir, sem dómarinn muni taka til með- ferðar í efnisdómi í málinu. Nú hefur dómarinn í greinargerð til Hæstaréttar í kærumáli þessu, dags. 19. f.m., farið mjög óviður- kvæmilegum orðum um verj- J andann. Meðal annars kveður hann verjandann fara með vís- vitandi ósannindi í málsskjölum og að ákærði og verjandi hafi komið á með sér vissri verka- skiptingu til að tefja málið og flækja og torvelda. Hefur dóm- arinn þannig fyrirfram tekið af- stöðu til sakarefnis sem hann átti síðar að kveða upp efnisdóm um, sbr. 19. kafla laga nr. 27/1951. Einnig hefur dómarinn í nefndri greinargerð borið verjanda það á brýn, að hann hafi tekið þátt í tilbúningi rangra ásakana á hend ur dómaranum, og enn hefur dómarinn látið liggja að því, að verjandinn hafi rofið lögmanns- heit sitt. Samrýmast þessi um- mæli ekki stöðu Gunnars sem dómara í málinu, enda þótt verj- andinn hafi á ýmsan hátt veitzt að dómaranum með miklum harð yrðum, sem ber undir dómara aðalmálsins að dæma. Af ástæðum þeim, sem að framan hafa verið raktar, ber að ákveða, að Gunnar A. Pálsson umboðsdómari víki sæti í máli þessu. 2. Ákærði hefur hér fyrir dómi fallið frá þeirri kröfu, sem í þessum lið greinir. 3. Heimilt var að kveðja ákærða fyrir dóm í Reykjavík, þar sem dómsmálaráðherra hafði veitt til þess samþykki sitt, sbr. 5. gr. laga nr. 27/1951. Verður sú krafa ákærða, sem greind er í 3. tölu- lið hins kærða úrskurðar, því ekki tekin til greina. 4. Ákærði hefur gert þá kröfu, að vitni í málinu verði sampróf- uð og eiðfest. Af dómsgerðum má sjá, að hinir tilkvöddu skoðunar- menn Franz A. Andersen, Her- mann Jónsson og Sigurður Schram hafa verið látnir heít- festa skýrslur sínar fyrir dómi. Vitni, sem leidd hafa verið í mál- inu, virðast ekki hafa verið látin heitfesta framburð sinn. Sam- kvæmt 100. gr. laga nr. 27/1951 ber dómara að láta vitni, sem eið- hæf eru í því máli, heitfesta framburð sinn, en heimilt er hon- um þó að láta heitfestingu niður falla, ef sönnunaratriði máls má telja vafalaus. Á þessu stigi máls- ins kemur ekki til greina, að Hæstiréttur segi fyrir um það, hver vitni ber að heitfesta og hvort kunna eigi að sleppa ein- hverjum vitnum við heitfestingu. Ber dómara aðalmálsins að taka afstöðu til þessa og samprófa og heitfesta vitni, eftir því sem lög standa til. Úrlausn héraðsdómar- ans um þennan kröfulið er því úr gildi felld. 5. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað í héraði í þess- um hluta málsins eiga að vera óröskuð. Málflutningslaun verj- anda ákærða fyrir Hæstarétti, kr. 2000,00, greiðist úr ríkissjóði. Verjandi ákærða hefur í grein- argerð í kærumáli þessu viðhaft óviðeigandi ummæli um héraðs- dómarann, og ber að víta þau. DÓMSORÐ: Gunnar A. Pálsson, dómari Framh. á bls. 9 FIÐLULEIKARINN Gerhard Taschner og píanóleikarinn Maratin Krause, héldu tónleika í Austurbæjarbíói í gærkvöldi á vegum Tónlistarfélagsins, við mjög góðar undirtektir áheyr- enda. A efnisskár voru tónverk eftir Handel, Bach, Brahms og Beethoven. Var svo að segja hvert sæti hússins skipað og lista mönnunum ákaft íagnað. Tón- leikar listamannanna verða end- urteknir í kvöld kl. 7,15 síðd. í Austurbæj arbíói. Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu eru Bidstedshjónin, sem settu á svið í Þjóðleikhúsinu „Dimmalimm“ og fleiri balletta, á förum til Danmerkur nú í vikulokin. Næst síðasta sýningin verð- ur í kvöld en sú síðasta á föstudagskvöld, kl. 20. Myndin að ofan sýnir Paul von Brockdorff, Lisu Kæregaard og Erik Bidsted í ballet-atriðinu „Pas de trois“ við músik eftir Ponchielli. Nýir samningar hjá hafnfirzku verzlunarfólki HAFNARFIRÐI — Aðalfundur Verzlunarmannafélags Hafnar- fjarðar var haldinn fyrir stuttu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru bornir upp nýir launa- og kjarasamningar, sem voru sam- þykktir af félaginu. Eru þeir með svipuðu sniði og hjá verzlunar- fólki í Rvík. Til dæmis verða nokkrar breytingar á lokunar- tíma verzlana. Frá 1. jan. til 30. apríl verður lokað kl. 13,00 á laugardögum, en frá 1. maí til 30. sept. kl. 12. og frá 1. jan. til 30. sept. verður lokað kl. 19,00 á föstudögum. •— Einnig reiknast helgidaga- og næturvinna þremur tímum eftir venjlega lokun og til kl. 8 að morgni. Þá var uppsagnarfrestur samninga styttur í 3 mánuði í stað sex áður. Nokkrir fleiri smá- i vægilegar breytingar voru og ! gerðar. j Stjórn félagsins skipa: Harald- ur Guðmundsson form., Helgi Sig ursson, Kjartan Olafsson, Hrefna Arnadóttir, Þórður Þorvarðsson. jEldur í gömiu húsi SÍÐDEGIS í gær var slökkviliðið kallað vestur á Vestur-götu, en komið hafði upp eldur í einu hinna gömlu húsa við götuna þar. Var kallað frá Vesturgötu 21, en þar hafði verið kveikt í rusli sem lá upp við gafl hússins og brunnið gat á gaflinn er slökkvi- liðið kom á vettvang. Var eldur- inn íljótlega slökktur. Tvær litlar búðir eru í þessu húsi. Sjónleikar Leikfélagsins LEIKFELAG Reykjavíkur hefur nú haft 38 leiksýningar á vetrin- um og nálgast síðustu sýningar tveggja leikritanna. Verður Erf- inginn sýndur í kvöld í næsta síð- j -T „„„T , ,,, ,, . - T, * asta sinn, en á föstudagskvöldið NÆSTI þattur utvarpsms Ja eða verður Gimbill sýndur í síðasta Nefl. yerður tekmn upp a Selfossi sinn (þó fyrr hefði verið) og 3 foS^dagskvoldið. _ Þatturmn, verður það fertugasta sýning ffluttur verfur 1 kvold’ var á vetrinum. Erfinginn hefur verið jtekmn UpP a Akranesl °S kom' „Já eða Nei" á Sel- fossi á fðsfudagskv. sýndur 15 sinnum, í 16. sinn íi ust miklu færri að en vildu, er kvöld, en Frænka Charleys hefur upptakan fór fram í Sjálfstæðis- húsinu þar. Seldust miðar upp á svipstundu.Verðlaunin þar hlutu: 1. verðl. Hafsteinn Daníelsson verið sýnd 20 sinnum á vetrinum samtals 54 sinnum frá því í vor, og er ekkert lát á aðsókninni. —1 „ , ,, ,, „ i Rafha-þvottapottur. 2. verðlaun Uppselt var a tæpum klukkutíma Rafsteinn Sigurbjörnsson og voru fyrii syninguna í gærkvöldi. • | það fjórar jólabækur Setbergs. Leikritið verður sýnt næst á laug 3. verðl. hlaut Björn Jónsson og ardaginn kemur. | Var það fótbolti. Jólasöfnun MœÖrastyrks nefndarinnar að hefjast í fyrra fengu allir styrk er til neMarinnar sóttu MÆÐRASTYRKSNEFND er nú eins og mörg undanfarin ár a'5 hefja jólasöfnun sína handa bágstöddum heimilum, en eins og mörgum mun kunnugt hefur nefndin haft þann hátt á síðan J félaginu, og er haldið vel á mál- J1932, eða skömmu eftir að hún var stofnuð, sem var 1930. — Hafa um félagsmanna. ^A fundinum; mörg hundruð fátækra heimila notið góðs af þessum göfuga fé- var einróma skorað a það verzl- ‘ unarfólk í Hafnarfirði, sem enn j Mikill áhugi er nú ríkjandi í] hefur ekki gengið í félagið, að gera það hið bráðasta. —G.E. lagsskap og fer þeim árlega fjölgandi, þar sem Mæðrastyrksnefnd er stöðugt að auka starfsemi sína. Sundmót framhalds- skólanna í kvöld í Sundhöllinni í KVÖLD fer fram í Sundhöll Reykjavíkur kl. 8,30 sundmót framhaldsskóla í Reykjavík og nágrenni. Mæta til keppni þess- arar 15 lið frá 10 skólum, bæði piltar og stúlkur. Frost var3-18 stig í gærdag I GÆR var norðaustan átt ríkj- andi um land allt með hreinviðri um Suðurland, snjókomu á Norð . urlandi og um norðanverða Vest- j firði og norðausturlandið. Frost j var nokkurt og mældist mest á Möðrudal 18 stig, en minnst á Flatey á Breiðafirði, 3 stig. A Ak- ureyri var 8 stiga frost kl. 5 í gærkvöldi og þá var frostið 7 stig hér í Reykjavík, en 11 stig á Þingvöllum. Fréttamenn áttu tal í gær við formann Mæðrastyrksneíndar frú Guðrúnu Pétursdóttur og vara- formann frú Jónínu Pétursdóttur. Skýrðu þær svo frá, að peninga- matar- og fatagjafir til nefndar- innar frá almenningi færu stöð- ugt vaxandi. Nefndu þær í því tilfelli að árið 1951 barst nefnd- inni í hreinum peningum 85 þús. kr., 1952 96 þús. kr. og í fyrra 1953 117 þús. krónur. Eins og áður er tekið fram eru þetta hreinar preningagjafir en auk þess hefur matar- og fatagjöfum fjölgað. Þessum gjöfum hefur úthlut- unarnefnd Mæðrastyrksnefndar- innar síðan skipt niður eftir beztu getu milli fátækra barnaheimili. Hafa þar sérstaklega gengið fyr- ir ekkjur, einstæðar mæður, gamalmenni og sjúklingar. Er þar enginn greinarmunur gerður á giftum eða ógiftum mæðrum, gjöfunum er fyrst og fremst ákvarðaður staður þar sem þörf- in virðist vera mest. f fyrra bárust Mæðrastyrks- nefnd 700 umsóknir bágstadds fólks og voru þær allar afgreidd- ar. Var þá peninga-, matar- og fatagjöfum skipt niður á 351 heim ili og til 200 einstaklinga auk sjúklinga sem fengu jólaglaðn- rng:.............. “ • ........ Frú Jónína Guðmundsdóttir gat þess að nefndin hefði nú fyrir nokkru sent söfnunarlista í fyrir- tæki og væri meiningin að þeir yrðu sóttir eftir nokkra daga. Hefur mikið safnast til starfsem- innar á þennan hátt Þá kvað hún einnig að fólk kæmi í skrifstof- una, sem er að Ingólfsstræti 9 B, sem er opin milli 2—6 dagl. og léti þar mikið af hendi rakna, með hverskonar gjafir. Sími skrif stofunnar er 4349. f Reykjavík eru mörg fátæk heimili önnur en þau sem Mæðra styrksnefnd veit um og aldrei hafa leitað hjálpar hennar. Það eru þessi heimili ásamt fjölda einstaklinga sem nefndin er að reyna að hafa spurnir af til þess að geta sent einnig þangað jóla- glaðning. Hún heitir því á Reyk- víkinga sem æfinlega eru fljótir að bregðast vel við er til þeirra er leit.að, að leggja eitthvað af mörkum hver um sig til þess að hægt verði að klæða fátækt lítið barn í hlý föt á jólunum, þau þurfa ekki að vera ný, aðeins hrein og heil, sem varla þarf að taka fram, eða smáfjárupphæð sem vinnandi fólk munar lítið um en gæti verið mikill styrkur sjúkri og ef til vill einmana móður. • . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.