Morgunblaðið - 08.12.1954, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. des. 1954 1
Tilkynning
Af marggefnu tilefni lýsum vér því yfir að
vér seljum framleiðsluvörur vorar ekki beint
til einstaklinga. Er því tilgangslaust fyrir al-
menning að leita eftir kaupum í verksmðj-
um vorum.
Reykjavík 6. desember 1954.
Brjóstsykurgerðin Nói h. f.
Efnagcrð Reykjavíkur h. fl
Magnús Th. S. Blöndal
Milka h. f.
Pan h. f.
■Súkkulaðiverksmiðjan Sirius h. f.
Sælgætisgerðin Víkingur
Sælgætis- og efnagerðin Freyja h. f.
Sælgætisgerðin Opal h. f.
Dagbók
Amcrískir
ollubrennarar og lofthitunartæki
fyrirliggjandi. — Ennfremur hinir þekktu míðstöðvar-
katlar smíðaðir eftir pöntunum. — Sjáum um uppsetn-
ingu og alla tæknilega aðstoð.
Vclaverkstæði Sigurðar Einarssonar
Mjölnisholti — Sími 7982
EINBÝUSHÚS
5 herbergi og eldhús til sölu. — Húsið er í smíðum
og verður væntanlega fullgert fyrir næsta haust.
MANNVIRKI H.F.
Þingholtsstræti 18 — Sími 81192
27 rúmlesta
bátur tifl leigu
nú þegar. — Upplýsingar gefur
Landssamband ísl. útvcgsmanna.
Amerískar og enskar
alullarkápur
Tækifærisverð
V'erzlunin Eros
Hafnarstræti 4 — Sími 3350
í dag er 342. dagaur ársins. |
Næturlæknir frá kl. 6 síðd. til
kl. 8 árd. í læknavarðstofunni,
sími 5030.
I.O.O.F. 7 = 136128814 = 9.
0 — 10.
• Alþingi •
Dagskrá sameinaðs alþingis kl.
13,30: 1. Fjáraukalög 1952; 1.
umr. 2. Fjáraukalög 1955; 2. umr.
• Afmæli •
80 ára er í dag frú Sigurlaug
Þórðardóttir, Sólbakka, Höfnum.
• Brúðkaup •
S. 1. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Þorsteini
Björnssyni Petrína Bertha
Gísladóttir, Akureyri, og Magnús
B. Olsen kaupmaður, Patreksfirði.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Bjarna Sigurðs-1
syni að Mosfelli ungfrú Þuríður
Egilsdóttir frá Króki í Biskups-
tungum og Daníel Pálsson bílst.
Heimili þeirra er áð Efstasundi 3.
• Skipafréttir •
Eimskipafélag íslands h.f.:
Brúarfoss fór frá ísafirði í gær-
kveldi til Patreksfjarðar, Stykkis-
hólms, Grundarfjarðar og Reykja-
víkur. Dettifoss fór frá New York
til Reykjavíkur. Fjallfoss fór
frá Rotterdam í gær til Hamborg- j
ar. Goðafoss fer frá New York á j
morgun til Reykjavíkur. Gullfos@
kom til Kaupmannahafnar í fyrra-
dag; fer þaðan til Leith og
Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá
Gautaborg í gær til Aarhus, Vent-
spils, Kotka og Wismar. Reykja
foss fór frá Antwerpen í gær til
Hull og Reykjavíkur. Selfoss fór
frá Vestmannaeyjum í gær til
Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá
Gautaborg í fyrradag til Reykja-
víku. Tungufoss fór frá Gandia í
gær til Algeciras, Tangier og
Reykjavíkur. Tres fer frá Rotter-
dam á morgun til Reykjavíkur.
Hlýtf á fullveldisræðu
Lag: Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og snjöllum.
(Úr landsuðri, 1. útg. bls. 26).
Afullveldisdaginn halda menn rjúkandi ræður,
þá rifjast upp feðranna nöfn.
Nú fenginn var einn til að ávarpa sína bræður,
utan úr Kaupmannahöfn.
En þar er starf hans að annast eldgamlar skræður
og einhver handritasöfn.
Peli.
HVAÐ SEGIR NAFNl?
AÐ staglast á kröfunni: Handritin heim,
er heimskulegt og aðeins samboðið þeim,
sem kunna ekki kné sín beygja.
Og vísast lá okkur ekkert á
um árið að skiljast Dönum frá.
Já, öðruvísi mér áður brá.
Eins mundi nafni segja!
Job.
Skipaútgerð Ríkisins:
Hekla er á Austfjörðum á norð-
„urleið. Esja fór frá Reykjavík í
gærkveldi vestur um land í hring-
ferð. Herðubreið er í Reykjavík.
Skjaldbreið er á Húnaflóa á aust-
urieið. Þyrill er væntanlegur til
Reykjavíkur á föstudaginn frá
Þýzkalandi. Skaftfellingur fór frá
Reykjavík í gær til Vestmanna-
eyja. Baldur fór frá Reykjavík í I
gærkvöldi til Gilsfjarðar.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell fór frá Akureyri í
gær áleiðis til Methil. Arnarfell j
fór frá Reykjavík 3. áleiðis til
Ventspils. Jökulfell fór frá
Reykjavík í gær áleiðis til Eyja-
fjarðarhafna. Dísarfell ér í
Reykjavík. Litlafell er í olíuflutn-
ingum í Faxaflóa. Helgafell fór
frá Reykjavík 30. nóv. áleiðis til
Gdynia. Káthe Wiards er í Kefla-
vík.
• Flugferðir • |
Flugfclag íslands h.f.:
Millilandaflug: Gullfaxi kom til
Reykjavíkur í gær frá London og
Prestvík. Flugvéiin fer til Kaup-
mannahafnar á laugardagsmorgun.
Inanlandsflug: I dag er áætlað
að fljúga til Akureyrar, Isafjarð-
ar, Sands, Siglufjarðar og Vest-
mannaeyja. Á morgun eru ráð-
gerðar flugferðir til Akureyrar,
Egilsstaða, Fáskrúðsfjarðar, Kópa
skers, Neskaupstaðar og Vest-
mannaeyja. Flugferð verður frá
Akureyri til Kópaskers. I
Breiðfirðingafélagið
hefur félagsvist og dans í
Breiðfii’ðingabúð kl. 20,30 í kvöld.
«Breiðfirðingakórinn syngur. Þeir,
sem hafa áskriftarlista að ljóðum
Jens Hermannssonar, eru vin-
samlega beðnir að skila þeim á
fundinum eða til útgáfunefndar
einhvern annan dag í þessari viku.
Fólkið í Camp Knox.
Afh. Mbl.: L. S. P. 100,00; E. Þ.
100,00.
Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Afh. Mbl.: Aðalbjörg 20 krónur.
Bolvíkingafélagið
í Reykjavík
heldur skemmtifund í Þórskaffi
(minni sal) annað kvöld kl. 20,30.
Félagsvist og dans.
H j úkrunarkonur!
Munið aðalfundinn í kvöld kl. 9
í Aðalstræti 12.
Sólheimadrengurinn.
Afh. Mbl.: Ó. Þ. 100,00; N. N.
100,00; N. D. 50,00.
í grein
um sjúkrahúsið í Keflavík láð-
ist að geta þess, að Kvenfélag
Njarðvíkur gaf stuttbylgjutækið
og Ijóslækningalampa, að verð-
mæti til 23 000 krónur. — Frétta-
ritara var ekki skýrt frá þessari
gjöf.
.
Jón Þorleifsson,
kirkjugarðsvörður í Hafnarfirði,
lézt 29. nóvember. Af mistökum
hjá blaðinu féll mánaðardagurinn
niður í grein í blaðinu í gær.
Glímumenn!
Munið fundinn í K.R.-húsinu í
kvöld kl. 9. Mætið vel og stundvís-
lega. — G.R.R.
Spilakvöld Sjálfstæðis-
félaganna
í Hafnarfirði verður í kvöld kl.
8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Spiluð
verður félagsvist og Verðlaun veitt.
Munið Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar!
Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar.
Skrifstofan í Ingólfsstræti 9 B er
opin alla virka daga kl. 2—6 síð-
degis. Söfnunarlista verður vitjað
hjá fyrirtækjum næstu daga. —
Æskilegt að fatnaðargjafir berist
sem fyrst.
Esperantistafélagið Aurora
heldur fund í EddUhúsinu, Lind-
argötu 9 A, uppi, í kvöld kl. 8,30.
Austfirðingafélagið.
Skemmtifundur í Þórskaffi á
föstuJagskvöldið kl. 8,30.
Stúlkur óska bréfasambands
Tvær ungar, enskar skrifstofu-
stúlkur, sem segjast vera einmana,
óska eftir því, að komast í bréfa-
samband við unga menn á Islandi.
Þær heita: Marjorie Burden, 20
ára gömul, 355 Bolton Road, Rad-
cliffe, Manchester, Loncs, Eng-
land, og Shiela Church, 22 ára
gömul, 75 Ilighfield Road, Prest-*
wich, Nr. Manchester.
Háskólafyrirlestur
um sænsk ættarnöfn.
Sænski sendikennarinn fil. mag.
Anna Larson flytur fyrirlestur
fimmtudaginn 9. des. kl. 8,30, og
nefnist hann „Svinhuvud, humme-
strand og chronschondh“. Fyrir-
lesturinn fjallar um sænsk ættar-
nöfn, uppruna þeirra og þróun. —
Hann verður fluttur í 1. kennslu-
stofu háskólans, og er öllum heim-
ill aðgangur.
Bræðrafélag
Laugarnessóknar.
Fundur í Fundarsal kirkjunnar
kl. 8,30.
Happdrættismiðar
Landsmálafélagsins Fram í
Hafnarfirði eru seldir í verzlun
Jóns Mathiesens, Stebbabúð og í
verzlun Þórðar Þórðarsonar.
Kveðja
til silfurbrúðhjónanna frú Aðal-
bjargar Haraldsdóttur og Magn-
úsar Böðvarssonar, Miðdal, Laug-
ardal:
Silfurbrúöhjón! Sitjið heil að fulli,
við sæmd og frið og kvers kyns
auðnugæði,
auðguð rauðu andans logagulli,
ei, sem verður lýst í stuttu kvæði.
Blessun himinsins búi í ykkar
garði,
og barnalánið sé þar hæsti varði.
P. Jak.
Húnvetningafélag'ið
heldur spila- og skemmtikvöld í
Röðli í kvöld ki. 8,30.
tjt
varp •
Miðvikudagur 8. desember:
8,00 Morgunútvarp. 9,10 Yeður-
fregnir. 12,15—13,15 Hádegisút-
varp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30
Veðurfregnir. 18,00 Islenzku-
kennsla; II. fl. 18,25 Veðurfregn-
ir. 18,30 Þýzkukennsla; I. fl. 18,55
Bridgeþáttur (Zophonías Péturs-
son). 19,15 Þingfréttir. — Tón-
leikar. 19,35 Auglýsingar. 20,00
Fréttir. 20,30 Óskaerindi: Hvað
er gler? Verða byggð hús úr gleri
einu, þráður spunninn úr gleri o.
s. frv.? (Dr. Jón Vestdal). 20,55
Tónleikar: Melita Lorkovic leikur
píanólög eftir Kunc (plötur).
21,10 „Já eða nei“. — Sveinn Ás-
geitsson hagfræðingur stjórnar
þættinum. 22,00 Fréttir og veður-
fregnir. 22,10 Útvarpssagan:
„Brotið úr töfraspeglinum" eftir
Sigrid Undset; IX. (Arnheiður
Sigurðardóttir). 22,35 Harmonik-
an hljómar. — Karl Jónatansson
kynnir harmonikulög. 23,10 Dag-
skrárlök.