Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 24. des. 1954
ÞAR RÍKIR ANDI SPÁMANNSINS ELlASAR
OKARMEL, þinn blómskrýddi
, tindur fyllir himininn
helgum ilmi“ — kvað enska
skáldið Pope á sínum tíma og
ótölulega margir eru þeir aðrir —
ferðamenn, skáld og spekingar,
auk allra herskaranna af ber-
fættum pílagrímum, komnum
víða vegu að úr veröldinni,
sem hneigt hafa höfuð sitt í
aðdáun og lotningu fyrir þessu
helga fjalli austur í Pales-
tínu. — Hin gjöfula móð-
ir náttúra virðist hafa ausið það
gnótt gæða sinna þar sem það
stendur við blálygnt og sólbaðað
Miðjarðarhafið umvafið sígræn-
um skógum og frjósömum aldin-
gróðri. í hlíðunum eru brosandi
bæir og byggðir þar sem skugg-
ar ólívu- og appelsínutrjánna
endurkastast á spegilskyggðum
vötnum og landslagið allt með
þvílíkum töfrakenndum yndisleik
og helgri tign, að sá gleymir
aldrei, sem séð hefur einu sinni
— og fundið.
Heimsókn í klansttar HarmeS-
systra að Jóiríðarstö&um
Nunnurnar biðjast fyrir og hugleiða heilaga ritningu í bænahúsi sínu. Ljósmyndarinn varð að taka
myndina gegnum lítið op á járngrindahurð, sem skilur bænahúsið frá klausturkapellunni.
ÞAR DVALDI SPÁMAÐURINN
ELÍAS
En efst uppi á fjallinu Kar-
mel, á þeim hluta þess, sem
slútir fram yfir bláma Miðjarð-
arhafsins og há og íturvaxin eik
og fura vaxa í kyrrð og heilögum
friði í stað ólívunnar, sem ekki
vill lifa nema í ljósinu og ylnum
— þar uppi dvaldi spámaðurinn
%
Móðir Elísabet, stofnandi klaust-
ursins að Jófríðarstöðum.
mikli, Elías 900 árum áður en
tímatal kristninnar hefst. Þar sá
hann, 9 aldir fram í tímann,
Maríu Kristsmóður í litlu skýi,
sem hóf sig upp frá blátæru
vatninu og þar uppi horfðu læri-
sveinar hans á undrið, er Drott-
inn í velþóknun sinni sótti hann,
voru fyrstu Karmel-bræðurnir. f
Péturskirkjunni í Róm stendur
stytta spámannsins meðal hinna
helgu manna, sem hin kaþólska
kirkja hefur við rrkennt sem
stofnanda að trúarreglu. Hann er
jafnframt sá elzti þeirra allra og
sá eini sem við finnum í ritum
gamla testamentisins. í dag hefur
Karmel-reglan teygt arma sína
um gjörvallan heim. Þúsundir
karla og kvenna af hinum ólík-
ustu þjóðerr um hafa fylkt ser
undir merki hennar — afneitað
heiminum og öllum veraldlegum
gæðum til að helga allt líf sitt
guði — og guði einum.
EIN HIN STRANGASTA
KLAUSTl RREGLA
Karmel-reglan er viðurkennd
ein hin allra strangasta klaustur-
regla sem um getur. Þannig var
i hún í upphafi á Karmel-fjalli,
j þar sem hún var blásin hinum
| fyrsta lífsanda en síðar dróg
! nokkuð úr strangleika hennar og
hélzt svo um nokkrar aldir. Um
miðja 16. öld færist hún aftur
nær sínu fyrra horfi með starfi
og fordæmi spænskrar Karmel-
systur, hinnar heilögu Theresu
frá Avila, sem talin er eins konar
endurstofnandi reglunnar eins og
hún hefur haldizt fram á þennan
dag. Það er andi Elíasar spá-
manns og andi þrotlausrar bænar
og hugleiðingar um guðs heilag-
leika sem svífur yfir og heldur
saman hinni tryggu hjörð Kar-
andi góður, ef til vill veiztu það
ekki, að á einni hraunhæðinni í
Hafnarfirði, þeirri sem hæst ber,
búa 14 hollenzkar Karmel-systur
í klaustri sínu, að Jófríðarstöðum,
einar í samfélagi trúar og til-
beiðslu, sem þær af frjálsum
vilja, tilkvaddar af brennandi
innri köllun hafa tekið fram yfir
föðurland sitt, fjölskyldu og
heimili. — Svo máttugur er andi
Karmels.
í HEIMSÓKN
AÐ JÓFRÍÐARSTÖÐUM
Gestir eru fátíðir í Jófríðar-
staðaklaustri. Það var með sér-
stöku og vinsamlegu leyfi for-
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
— að koma inn í þennan innri
hluta og heilsa upp á hinar sysr-
urnar. — ,,Ó, nei, góða mín, það
er nú ekki aldeilis leyfilegt —
segir príorinnan og hlær við —-
ekki nema, að þér viljið koma
til okkar í klaustrið sem Karmel-
systir, okkur langar mikið til að
fá íslenzka systur í hópinn, svo
að við fengjum meira tækifæri
til að læra íslenzkuna. En —
bætir príorinnan við alvarlegri á
svip — það er ekki aðeins vegna
þess, að okkur langar til að æfa
okkur í íslenzkunni, sem við vild-
um fá íslenzka stúlku til okkar
í klaustrið, heldur fyrst og fremst
vegna hins, að okkur langar til
1.1 I ixiiiiji n s •-
w n WHBtMtii n i
m ifi MMifmini n t
■ j íi itamnmm it i
n Ammn&mm i» i
iuj-nr-ffiann ihmbr
1 IIBHIR I11BC1K
Blaðamaðurinn talaði við príorinnu klaustursins í gegnum járn-
grind eins og myndin sýnir. Nánara samband er henni ekki leyfi-
legt að hafa við umheiminn.
Útinunnurnar tvær á bæn í kapellunni.
þjón sinn og spámann, í eldlegum
vagni upp til himna, áður en hinn
jarðneski dauði holdsins hrifi
hann úr tölu lifenda á jörðinni.
FAÐIR
KARMEL-REGLUNNAR
Þannig varð hinn heilagi Elías
spámaður, sem lifði á tindi Kar-
mel-fjallsins í ströngustu afneit-
un og einveru upphafsmaður að
Karmel-klausturreglunni. Ein-
setumennirnir, læri^einar hans
mels. — Sá andi er mikill og
máttugur.
KARMEL — Á NYRZTU
SLÓÐUM
Já, sá andi er mikill og mátt-
ugur — er okkur efst í huga, er
við á dimmum og köldum des-
emberdegi klífum, með nístandi
norðanstorm í fangið, grýtta hæð-
ina þar sem Karmel, á hinum
nærztu slóðum hefur búið sér
vígi. Ef til Vill veiztu það, les-
stöðukonu — príorinnu — klaust-
ursins, að einn blaðamaður Morg-
unblaðsins fékk að koma þangað
í heimsókn dag einn fyrir nokkru
til að fá tækifæri til að kynna
sér og lesendum blaðsins í stór-
um dráttum sögu þessa íslenzka
Karmel-klausturs og daglegt líf
og starf klaustursystranna. Við
göngum inn um opið hlið á rúm-
lega mannhæðarháum múrvegg,
sem umlykur klausturbygging-
una og klausturgarðinn og knýj-
| um síðan dyra. Þær opnast að
andartaki liðnu og brosleit og
vingjarnleg nunna býður okkur
velkomin. Príorinnan verður við-
látin eftir nokkrar mínútur —
á meðan litumst við um í kring-
um okkur. Allt er hér fullkom-
lega einfalt og látlaust, en hreint
og vel við haldið, ekkert til
skrauts, en á veggjum öllum
hanga dyrlingamyndir.
EKKERT NEMA ....
Brátt sitjum við á tali við
sjálfa príorinnuna, móður Vero-
nicu, en samkvæmt reglum
klaustursins verður það samtal
að fara í gegnum járngrindur,
sem ná yfir nokkurn veginn allun
einn vegginn, sem skilur þetta
viðtalsherbergi klaustursins fra
hinum innri hluta þess. Ég ympra
á því í einfeldni minni, að mig
myndi langa til — svona á eftir
að vekja trúarlega köllun meðal
íslendinga í gegnum andlegt og
trúarlegt sambandd."
SAGA JÓFRÍÐARSTAÐA-
KLAUSTURSINS
— Það er nú svo. En viljið
þér nú ekki segja mér hver voru
í rauninni tildrögin að komu
ykkar hingað og stofnun klaust-
ursins?
— Já, það á nú sína sögu.
Eiginlega er hugmyndin um
stofnun þess orðin til hér á ís-
landi. Meulenberg biskup, sem
um langt skeið var biskup við
Landakotskirkjuna í Reykjavíx
hafði lengi haft hug á að stofna
klaustur á íslandi. Árið 1929
heimsótti hann klaustrið okkar í
Hollandi og hóf þá máls á þessari
hugmynd sinni. Þarna var upp-
hafið. En það kostaði mikið fé
að ráðast í þetta, og við Karmel-
systur erum fátækar. Það var
stofnað til samskota og eftir 10
ár var svo langt komið, að teikn-
ing hafði verið gerð að klaustr-
inu.
FYRSTU ÁRIN
Vorið 1939 komu svo hingað
þrjár fyrstu nunnurnar frá Hol-
landi, móðir Elísabet, sem við
teljum stofnanda Jófríðarstaða-
daustursins, ég og ein önnui’,
systir Martina. Var þá nokkru
síðar byrjað á byggingu klaust-
ursins en á meðan bjuggum við
Karmel-systurnar þrjár í skólan-
um hjá St. Jósefssystrum. Fleiri
systur frá Hollandid ætluðu svo
að koma í júnímánuði næsta ár,
en þá skall stríðið á og þær fengu
ekki leyfi eða gjaldeyri til að
fara úr landi. Þegar enski her-
inn kom hingað tók hann klaustr-
ið á leigu og fyrir leigupening-
ana keyptum við okkur lífsnauð-
synjar. En þá veiktist móðir
Elísabet og við fórum til Ame-
ríku í boði Karmel-systra þar.
Þar dó móðir Elísabet árið 1944.
Strax að stríðinu loknu, í ágúst
1945 komum við aftur til íslands,
en komumst samt ekki inn í
klaustrið fyrr en um páskaleytið
næsta ár. Tvær nýjar systur frá
Hollandi bættust þá við og í sept-
ember voru allar komnar. Núna
erum við 14 alls, tólf inninunnur
og tvær útinunnur.
INNINUNNUP OG
ÚTINUNNUF.
Móðir Veronica skjrir fyrir
okkur hvað átt er við með „úti-
nunnur“ og „inninunnur": Inni-
nunnurnar koma aldrei út fyrir
klausturmúrana — jú, til að
kjósa, þegar almennar kosningar
fara fram, þær Jófríðarstaða-
systranna, en þær eru tvær, sem
þegar hafa fengið íslenzkan rík-
isborgararétt. Með útinunnurnar
er þessu ólíkt farið. Þær eru er-
indrekar klaustursins út á við,
samband þess við umheiminn.
Daglega fara þær á pósthúsið og
kaupa auk þess mjólk og annað,
sem þarf til matar og viðúrværis
í klaustrinu. Þær mega ekki
koma inn í innra klaustrið, en
setja mat og annað sem fara á
i þangað inn, í veggskáp, sem
þannig er úr garði gerður, að
snúa má opi hans ýmist fram eða
inn.
dagurinn f
JÓFRÍÐARSTAÐAKLAUSTRI
, Hið daglega líf klaustursystr-
anna er eins einbrotið og til-
j breytingarlaust og framast má
verða — og jafnframt strangt og
, kröfuhart. Kl. 5 mínútum fyrir
6 að morgninum klingir við fyrstí
hljómur klausturklukkunnar. Þá
er fótaferðartími Karmel-systra.
20 mínútum síðar er gengið til
| hljóðrar bænagerðar og hugleið-
ingar um einhvern lítinn kafla
úr heilagri ritningu. Frá 7,15—
7,45 er sameiginlegur sálmasöng-
ur. Kl. 8 syngur klausturprestur-
inn messu í kapellu klaustursins,
ýmist hámessu eða lágmessu eftir
því sem helgi dagsins segir til
um. Presturinn býr, ásamt öðr-
um kaþólskum presti í húsi
skammt frá klaustrinu — gamla
bóndabænum á Jófríðarstöðum.
Hann veitir klaustursystrunum
híð heilaga sakramenti á hverj-
um degi.
VINNA — BÆNIR
— SÁLMASÖNGUR
Kl. 9 er aftur sálmasöngur í
einn stundarfjórðung, én að því
búnu er drukkið kaffi eða te og
hálf brauðsneið borðuð með. —
Klaustursysturnar neyta aldreí
annars morgunverðar en þessa
nema á jólum og páskum og öðr-
um stórhátíðisdögum, að dálítið
meira er borið í mat og drykk.
Frá kl. 9.15 til kl. 11 er vinnu-
tími. Á sumrin vinna klaustur-
systurnar að ræktun ýmissa mat-
jurta í klausturgarðinum sér til
matar. Þær hafa reynt að klæða
| klöppina, sem húsið þeirra er
byggt á gróðurvænum jarðvegi
— en það hefur reynzt erfitt verk
og heldur illa launað í arðinum.
Einnig vinna systurnar að ýmis
konar handavinnu, svo sem
rammagerð, hekli og tilbúningi
ýmissa smámuna. Þetta selja þær
þeim sem kaupa vilja til að afla
klaustrinu fjár.
BANNAÐ AÐ TALA SAMAN
I BORÐSTOFUNNI
Kl. 11 er hádegisverður — fisk-
ur á hverjum degi með kartöíl-