Morgunblaðið - 16.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. jan. 1955 j VIÐ lásum á miðvikudaginn svar yðar til Félags ísl. mynd- listarmanna við boðsbréfi þess um að þér senduð fimm myndir eftir eigin vali á Rómarsýning- una. Eins og við sögðum í bréf- inu, sendum við þrem listamönn- um öðrum sams konar boð, þeim Ásmundi Sveinssyni, Jóhannesi Kjarval og Jóni Stefánssyni. Ætl- uðum við þeim og yður pláss í bezta sal, sem íslenzka deildin hefur til umráða á sýningunni. Við metum mikils hinn kurteis- lega tón í bréfi yðar og viljum leitast við að sýna aðra eins still- ingu í þessu viðkvæma máli. En æskilegra hefði verið, að lista- menn hefðu rætt þetta innbyrðis án milligöngu blaðanna. Þér haf- ið valið þessa' leið, og verðum við því að mæta yður þar. Það er rétt, að vitneskja um fyrirhugaða Rómarsýningu barst fyrst hingað til lands í fyrravet- ur, eða nánar tiltekið í bréfi, dags. í Stokkhólmi 17. febrúar. Fyrst í stað var aðeins um ófull- burða hugmynd að ræða, enda fóru næstu fimm mánuðir í at- liugun á tilboðinu og undirbún- ingsstörf. Þann 13. júlí var til- boði ítölsku ríkisstjórnarinnar svarað játandi, og skömmu síðar barst staðfesting hennar. Þann 17.—23. september sat fulltrúi Félags íslenzkra myndlistar- manna fund með fulltrúum hinna Korðurlandanna í Rómaborg, og var tilgangurinn sá, að skipta sýningarrúminu milli þátttöku- ríkja og ræða við stjórnarvöldin í Róm um framkvæmd sýning- arinnar. í byrjun október bárust hingað fyrstu teikningarnar af sýningarsölunum — ekki í sumar eins og þér fullyrðið — og var þá auglýst í blöðum og útvarpi, að sýning þessi stæði fyrir dyr- um. Þann 15. nóvember s.l. var loks endanlega undirritaður samningur milli Norræna List- bandalagsins annars vegar og ítölsku ríkisstjórnarinnar og bæj- arstjórnar Rómar hins vegar. Staðfestingu á sannleiksgildi þessara upplýsinga getið þér fengið hvenær sem er hjá for- manni eða ritara Félags íslenzkra myndlistarmanna með því að líta skjölin eigin augum. Endanlegt boð um samnorræna listsýningu í Róm lá því ekki fyrir, fyrr en um miðjan nóvem- ber s.l. — en ekki í fyrra vetur, eins og þér segið. Eins og þér sjáið, var því ekki mögulegt að bjóða neinum þátt- töku fyrir þennan tíma. Því síð- ur kom til mála að skipa dóm- nefnd, meðan óvissa ríkti um íramkvæmd sýningarinnar. Hitt virðist yður ekki kunnugt, að Svavar Guðnason, formaður fé- lags okkar, ræddi margsinnis við Jón Þorleifsson um Rómarsýn- ingijina og skýrði honum frá gangi málanna, enda unnu þeir þá sam- an að undirbúningi listsýningar þeirrar, sem haldin var í Kaup- mannahöfn í aprílmánuði s.l. í tilefni Norðurlandafarar forseta- hjónanna. Er þeir komu til Kaup- mannahafnar í erindum þessarar sömu sýningar, hafði Svavar eináig tal af Jóni Stefánssyni í íbúð hans í Breiðgötu (Jón Þor- leifsson var viðstaddur) og spurði upi álit hans á því, hvort íslend- irigar ættu að taka þátt í sýning- unni í Róm, ef úr boðinu yrði. Jón Stefánsson hvatti þess ein- dregið og sýndi málinu þá fullan skilning, enda og síðar, er við höfjjm haft tal af honum. Nafni hans Þorleifsson virðist nú ofar öllu hafa þá kröfu í huga, að Nýja myndlistarfélagið fái að skipa tvo fulltrúa í dómnefnd móti tveim fulltrúum Félags ísl. myndlistarmanna. Þetta atriði, skipun dómnefndarinnar, verður yður tíðrætt um í bréfi yðar, enda mikilvægt, og skal vikið að því' nánar, áður en lengra er 'haldið. - ’ Það er bezt að taka af allan vafa strax: Félag ísl. myndlistar- maána getur eitt skipað dóm- uefnd (sem það og nú hefur gert) einfaldlega, yegna þess, að Félag ísi..- .myndlistarmahna er eina myndlistarfélag íslenzkt, sem er J deild í Norræna Listbandalaginu og þar af leiðandi eini löglegi ; aðili að hinni fyrirhuguðu list- sýningu í Róm nú í vor. Þetta er vald, sem ekki er hægt að fram- selja. Staðreynd, er breytist ekki, þótt félag yðar óski ef til vill j annars ástands í myndlistarmál- um. Hitt er annað mál, að við hugðum á samstarf við yður og j töldum sanngjarnt, að í dóm- nefndinni sæti einn listamaður, sem Nýja myndlistarfélagið bæri ; sérstakt traust til og gerði tillögu um, að fengi þar sæti. Sem yður er kunnugt, hugðum við ennfremur á samstarf um fjárútvegun, og báðum yður og Jón Þorleifsson um undirskriftir! á umsókn okkar um fjárstyrk til Alþingis, en þið neituðuð báðir, þótt einkennilegt megi virðast. Aftur á móti brugðust þeir Jó- hannes Kjarval og Tómas Guð- mundsson, formaður Bandalags ísl. listamanna vel við málaleitan okkar um meðmæli með umsókn- inni. í bréfi yðar teljið þér, að jafn- rétti félaganna myndi vera fólgið í því, að bæði ættu tvo fulltrúa í dómnefnd. Er yður fullkomin alvara með þessum orðum? Félag j ísl. myndlistarmanna telur 41 fé- lagsmann, Nýja myndlistarfélagið 7 og félagið Óháðir listamenn 3. Samkvæmt því ætti Félag ísl. myndlistarmanna rétt á 12 full- trúum, gegn 2 frá Nýja mynd- listarfélaginu og einum frá félag- inu Óháðir listamenn, ef farið væri eftir venjulegum lýðræðis- reglum. Okkur hefur aldrei kom- ið í hug að halda fram slíkri til- högun, enda 15 manna dómnefnd hlægileg markleysa. Stofnun hinna tveggja nýju fé- laga, Nýja myndlistarfélagsins og félagsins Óháðir listamenn sýna, að það gæti óneitanlega orðið ís- lenzkum myndlistarmönnum auð velt fordæmi að stofna ný og ný smáfélög og fá þar með ótölu- legan fjölda alls konar fulltrúa í væntanlegar dómnefndir við sýningar, bæði innan lands og ut- an. Að slíkt yrði til bóta fyrir listina hér á landi, er mikið efa- mál. Félag íslenzkra myndlistar- manna skipaði þessa menn í dóm- nefnd í byrjun janúarmánaðar: Ásmund Sveinsson, Gunnlaug Scheving, Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason. Mánuði áður sendum við Nýja myndlistarfélaginu bréf, þar sem spurt er, hvort það kynni að æskja þess, að við tilnefndum Jón Þorleifsson eða einhvern annan ykkar manna í dómnefnd. j Ekkert svar barst við þessu bréfi — hvorki 7. desember eða síðar. Þann 5. janúar var Jóni Þorleifs- syni aftur skrifað sama efnis, og nú barst svar frá Nýja mynd- listarfélaginu, dags. 7. þ. m. Var svarið á þá leið, að boðið yrði ekki þegið, nema um 2 menn yrði að ræða frá yðar félagi. Það er á misskilningi byggt, að Félag ísl. myndlistarmanna hafi ætlað að hafa abstrakt málara í meiri hluta dómnefndar. Ef Jón Þorleifsson hefði tekið sæti í nefndinni, væri aðstaðan jöfn: I Jón Þorleifsson og Scheving (nat- úralistar), Svavar og Þorvaldur (abstrakt). Hlutverk Ásmundar er aðeins að sjá um val högg- mynda. Annars virðist þetta vera í fyrsta skipti, sem þér vantreysl- ið abstrakt málaranum Þorvaldi Skúlasyni til þess að velja natúr- alistiskar myndir á sýningu. Vilj- um við í allri vinsemd minna yður á, að árið 1952 kostaði Fé- lag ísl. myndlistarmanna sýningu í Stokkhólmi á verkum yðar og Jóns Stefánssonar, enda þótt þið væruð þá gengnir úr félagi okk- ar. Óskuðuð þið Jón þá sérstak- lega eftir því, að þeir Þorvaldur Skúlason og Gunnlaugur Schev- ing ynnu með ykkur að vali myndanna. Mæltust þið jafn- framt til þess, að Þorvaldur færi til Stokkftólms rn«ð verkum ykk- ar til aKfygjá um uppsetningu þeirra á staðnum. Þá gátuð þér sýnt án minnstu aðstoðar manna. Jénssoar úr yðar eigin félagi. Ásmundur, Gunnlaugur, Svavar og Þorvald- ur eru reyndir dómnefndarmenn, enda lýsið þér yfir í bréfi yðar, að þér berið ekki brigður á sam- vizkusemi þessara manna, en gef- ið þó jafnframt í skyn, að þeir séu ekki dómbærir á natúralist- iskar myndir. En nú skal haldið áfram að rekja sögu málsins. í byrjun desember sótti Félag íslenzkra myndlistarmanna um styrk til Alþingis til þess að hrinda Rómarsýningunni í fram- kvæmd. Fjárveitinganefnd tók málinu afburða vel í upphafi, og voru allir nefndarmenn sammála um að leggja því lið. Samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að veita 100.000 krónur til sýningarinnar án skilyrða. En er til atkvæða- greiðslu kom við aðra umræðu fjárlaga, voru aðrar tillögur nefndarinnar samþykktar af þingmönnum, en þessi ein dregin til baka (samkvæmt ósk mennta- málaráðherra?). Hvað hafði gerzt? Gat það átt sér stað, að menn úr Nýja mynd- listarfélaginu hafi gengið í þing- sal og á fund menntamálaráð- herra og róið að því öllum ár- um, að starfsbræður þeirra yrðu sviptir sýningarstyrk — komið til vegar óaðgengilegum skilyrðum, en sér sjálfum til handa meiri hluta aðstöðu um allar fram- kvæmdir vegna sýningarinnar? Sýningar, er við á jafnréttis- grundvelli höfum stofnað til með deildum hinna Norðurlandanna og einir förum með fullt umboð fyrir af íslenzkri hálfu. Um svipað leyti óskaði mennta máláráðherra eftir því, að Félag íslenzkra myndlistarmanna ritaði sér bréf um væntanlega dóm- nefnd og aðra tilhögun sýningar- innar. Félagið gerði þetta um- svifalaust og bauð upp á við- ræður, ef óskað væri, en bíður enn eftir svari, ef það þá ekki er fólgið í eftirfarandi skilyrðum, sem samþykkt voru rétt fyrir jólin samhliða 100.000 króna styrkveitingunni: — „Fjárlög 15. gr. XLIV......enda annist 2 full- trúar Félags íslenzkra myndlist- armanna, 2 fulltrúar Nýja mynd- listarfélagsins og 1 fulltrúi fé- lagsins Óháðir listamenn mynda- val og aðrar framkvæmdir." .Tillögunni, sem borin var fram af Jóhanni Hafstein var dembt á þingheim, óviðbúinn og óvitandi um rangsleitni, sem verið var að knýja fram. Er ekki að efa, að þingmenn hefðu fellt þessi rang- snúnu ákvæði tillögunnar, liefðu þeim verið málavextir að fullu kunnir. Stjórn Félags íslenzkra myndlistarmanna. Fiugfélag íslands ætlor hS auka mlllilmtdailiiplð miög ifir vikomustaáir m.a, íimnr — GlasgGtv — Bergeii - Frankfurt NÆSTA VOR hyggst Flugfélag íslands færa stórlega út kvíarnar í millilandaflugi, með því að taka upp ferðir til Svíþjóðar og Þýzkalands, auk Danmerkur, Noregs og Skotlands, sem félagið hefur flogið til undanfarin ár. Þegar sumaráætlun þessi hefst, sern verður væntanlega 1. maí, munu millilandaflugvélarnar Gullfaxi og Sólfaxi koma við á átta stöðum í fyrrnefndum löndum. v^i AOKNAR SAMGÖNGUR Við NORÐURLÖNDIN í gær átti Árn Johnson fram- kvæmdastjóri félagsins tal við blaðamenn, um þessa miklu aukn ingu millilandaflugsins. Athyglis- vert er það, einkum í sambandi við samgöngurnar við hin Norð- urlöndin, sem svo mjög eru á baugi um þessar mundir, að Flug- félag íslands mun fljúga til Kaup mannahafnar — Oslo og Stokk- hólms fjórum sinnum í viku. Til Osló og Stokkhólms verður ein ferð, en þrjár til Kaupmanna- hafnar. Geta má þess að Loft- ferðasamningur íslands og Sví- þjóðar sem sænska ríkisstjórnin hefur sagt upp, fellur ekki úr gildi fyrr en næsta ár. Til Kaupmannahafnar verður bein ferð, án viðkomu, einu sinni í viku, önnur verður með við- komu í Glasgow í Skotlandi og í athugun er að hafa þriðju ferð- ina með viðkomú í Bergen í Nor- egi. Engar flugferðir hafa fyrr ver- ið milli íslands og Bergen, enda hefur ekki verið flugvöllur við Bergen fyrr en nú að verið er að ljúka við stóran flugvöll skammt frá bænum. vs*i GLASGOW í STAÐ PRESTVIK Til Bretlandseyja hefur að- eins verið flogið einu sinni í viku undanfarin sumur — til Skot- lands og Lundúna. Næsta sumar er í ráði að hafa þangað tvær ferðir vikulega. Fram til þessa hafa flugvélar Flugfélags íslands haft viðkomu á flugvellinum við Prestvík, sem er um klukkustundar akstur frá Glasgow. Flugvélar, sem halda uppi innanlandsferðum á Bret- landseyjum hafa hins vegar haft viðkomu á Renfrew-flugvellinum sem er mun nær Glasgow. Hafa nú verið gerðar allmiklar um- bætur á þessum flugvelli. Hefur Flugfélagið nú í hyggju að beina ferðum sínum þangað, í stað Prestvíkur-flugvallar, a. m. k. yfir sumarmánuðina. Eins og áður er sagt, verða „GuHna hliðíð" spf á 60 ára afmæli Davíis Stefánssonar Þjóðleikhúsið sýnir það honiHn ii! heiðurs ITILEFNI af 60 ára afmæli Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagra- skógi, hefur Þjóðleikhúsið ákveðið að sýna leikrit hans Gullna hliðið honum til heiðurs. Verður sýningin þann 21. þ. m. á af- mælisdegi skáldsins. Höfundurinn verður viðstaddur sýninguna og mun sjálfur flytja prologus. Gullna hliðið var sýnt í Þjóð-'®' leikhúsinu fyrir 3 árum og voru þá sýningar 28 talsins, en auk þess hefur leikurinn verið sýnd- ur fjölmörgum sinnum í Iðnó og víða út um land. Gullna hliðið er og vel þekkt erlendis. Það hefur verið sýnt í Finnlandi, Noregi og í Bretlandi og tvívegis verið leik- ið í útvarp í Svíþjóð. Hlutverkaskipun að þessu sinni er að öllu leyti óbreytt frá því er leikurinn var sýndur síðast í Þjóðleikhúsinu. Lárus Pálsson mun annast leikstjórn eins og fyrr. Leikin verður músik Páls ísólfssonar. Hljómsveitarstjóri verður dr. Urbancic. ........CErá Þjóðleikhúsinu), Námsstyrkir viS há- i REKTOR háskólans í Miinster í Westfallen hefur tilkynnt Há- skóla íslands, að ungum íslenzk- um lækni standi til boða náms- styrkur til framhaldsnáms í eitt ár þar við háskólann, helzt við barnadeild háskólaspítlans. — Styrkurinn er 3000 RM. Umsóknir um styrk þenna skal senda skrifstofu Háskóla ís- iands fyrjr lok feþrúarrpánaðar. tvær ferðir í viku til Bretlands. Verður önnur til Glasgow og London en hin til Glasgow og síð- an áfram til Kaupmannahafnar. HAMBORG OG FRANKFURT Loks hyggst Flugfélag íslands nú taka upp ferðir til Þýzka- lands, en þangað hafa flugvélar félagsins ekki flogið áður í reglu- bundnu áætlunarflugi. Er í ráði að þangað verði farn- ar tvær ferðir í viku, önnur til Hamborgar (um Kaupmanna- höfn) og hin til Frankfurt (sennilega einnig um Kaup- mannahöfn). Að lokum kvaðst Örn Johnsera vongóður um að lendingarleyfi muni fást í Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi. Hæsti viiuiingur- inn korsi á % miða f GÆR var dregið í 1. flokki Happdrættis Háskóla íslands, en í þessum flokki eru alls 654 vinn- ingar, og upphæðin, sem dregið er um samtals kr. 312,500. Hér í Reykjavík seldust allir heil- og hálfmiðar, og víðast hvar úti á landi er sömu sögu að segja. Nokkuð er óselt af Í4 miðum, en aldrei fyrr mun þó jafnlítið af happdrættismiðum vera óselt. Hæsti vinningurinn í 1. flokki, 50 þús. kr., kom á 14 miða, 13524, sem allir eru í sama umboði, P. Ármanns í Varðarhúsinu. Þá kom 10 þús. kr. vinningurinn á Vz- miða nr. 574, í umboði H. Sívert- sen hér í bæ, og 5 þús. kr. vinn- ingur kom á Vi-miða nr. 22796 hjá P. Ármann Þegar dregið er í 1. flokki, þá kemur 2 þús. kr. aukavinningur á 1. miðann sem dreginn er. Var það : miða nr. 14278, sem er 14 miði og hlaut 300 kr. Síðasti mið- inn, sem út er dreginn, fær 5 þús. kr. glaðnir.g, og var það miði nr. 2519, 14-miði, sem einnig féll á 300 kr. vinningur. — Á bls. 7 eru birtir allir hæstu vinning- arnir í 1. flokki. m airam i 1 KVÖLD heldur hverfakeppnin áfram að Hálogalandi, og keppa þá í kvennaflokki úthverfi og Vesturbær, í karlaflokki Klepps- holt og Vesturbær og Austurbær og Hlíðar. Keppnin er háð að Há- logalandi. MIKLIR kuldar og frost hafa verið á Akureyri, eins og alls- staðar á landinu, undanfarna daga. Hefur Laxárvirkjunin ekki getað fullnægt rafmagnsþörf bæjarins þessa daga vegna isinga, og hefur verið gripið til þess ráðs að skammta rafmagn í bænum. Konunglegt brúðkaup LISSABON. — Þann 12. febr. verða gefin saman í hjónaband Alexander prins frá Júgóslavíu og Maria Pia, dóttir Umberto fyrrverandi konungs Ítalíu. Brúð- kaupið mun fara fram í litlu þorpi yótt utpp.YÍtS Lissaþon,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.