Morgunblaðið - 16.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.01.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. jan. 1955 MORGVISBLÁ&IB V Reykjavíkurbréf: Laugardagur 15. janúar KéEnar i loffi — VáBbátaútgerð Vestfirðinga í hershöndum — Helmingaskipti mifli Hermanns og IHalenkovs — Leiðbeining fil bænda um bjóðvarnarffokkinn — Hverju á sveifafólkcð að trúa? — Meðmælandi sem segir ce& — 99Löggi5ding44 nýs stjórnmálaflokks Kólnar í lofti UNDANFARNA daga hefur kólnað mjög í lofti hér á landi. Við strendurnar hefur yfirleitt verið frá 10—16 stiga frost um land allt þessa viku en 12—19 stig í innsveitum. Mest hefur frostið orðið í Möðrudal á Fjöllum, 28 stig. Virðist útlit fyrir að frostin haldist næstu daga. Snjór er hinsvegar lítill um land allt og ekki hefur snjóað svo heitið geti undanfarna daga. Á Norðurlöndum, Englandi og víðar í Vestur-Evrópu hafa einn- ig verið kuldar og snjókoma Hefur veðurlag víða valdið tölu- verðum truflunum á samgöng- um. Vetrarvertíðin VETRARVERTlÐ er nú komin í fullan gang víðast hvar nema í Vestmannaeyjum, þar sem á- greiningur er uppi um ráðninga kjör og fiskverð. Hafa róðrar því ekki verið hafnir í þessari lang- samlega stærstu og þróttmestu verstöð landsins. Er það mjög illa farið og veldur að sjálfsögðu miklu tjóni, bæði útgerðarmönn- um, sjómönnum og þjóðinni í heild. Afli hefur enn sem komið er ekki verið mikill hér við Faxa- flóa. Eru sjómenn þó sæmilega hjartsýnir um aflahorfur. Uggvænlegar fregnir að vestan FYRIR Vestf jörðum hefur ágang- ur erlendra togara verið gífur- legur upp úr áramótunum. Hundruð togara hafa stundað þar veiðar. Hefur það eins og oft áður bitnað mjög á vest- firzkri vélbátaútgerð, sem ekki sækir þó eins langt út og togar- arnir. En urni á síðkastið hafa hin- ir vestfirzkn vélbátar ekki aðeins orðið fyrir harði tog- aranna vegna rányrkju fiski- miðanna. Síðan á áramótum hafa brezkir togarar siglt á tvo báta, sökkt öðrum úti i hafi með þeim áransrri að tveir ungir sjómenn létu líf sitt, og stórskemmt annan og sökkt honum inni i höfn á Þingeyri. Slys geta að sjálfsögðu alltaf hent. En þessir atburðir fvrir Vestfjörðum gefa þó nokkra hugmynd um frekju og ágang hinna erlendu togara fvrir vest- an. Það er athyglisvert, að vélbát urinn Súgfirðingur, sem brezkur togari sökkti s.l. miðvikud. 35 míl ur út af Súgandafirði, var á venju legum fiskimiðum þar úti. Engu að síður er aðgætni togaraskips- hafnarinnar ekki meiri en svo, að það er fyrst í þann mund, sem áreksturinn er að gerast, sem menn á stjórnpalli sjá bát- inn, þrátt fyrir gott skyggni og bezta veðurH Svona taumlaust er skeyting- arleysið af hálfu hinna brezku togaramanna á slóðum íslenzka bátaflotans. Framkoma stjórnenda brezka togarans, sem sigldi á vélbátinn núverandi Sósíalistaflokks“ taki höndum saman. íS&i “ M Krossinn á kortinu sýnir staðinn þar sem brezki togarinn sigldi vélbátinn Súgfirðing niður s. I. miðvikudag. með festu ef ekki á mikið illt Þjóðvarnarmenn og „helmingur enn eftir af að hljótast. Kyrrlátt á stjórnmála- sviðinu. Á VETTVANGI stjórnmálanna er fremur kyrrlátt um þessar mundir. Ríkisstjórnin hefur nú sæmilegt næði til þess að undir- búa þau mál, sem hún mun leggja fyrir Alþingi er það kemur sam- an að nýju. Það hefur vakið nokkra at- hygli að blað Framsóknarflokks- ins, Tíminn, er mjög úrillt um þessar mundir. Kemur blaðið varla svo út, að ekki séu í því fúlustu svívirðingar um Sjálf- Vegna þessara ummæli hef- ur komið upp í senn gleði og kurr í liði kommúnista. Öll gleðst „þjóðin á Þórsgötu 1 yfir því, að formaður Fram-1 sóknarflokksins skuli telja hana samstarfshæfa, þó ekki sé nema helming hennar. Hins vegar ríkir nokkur óvissa um það, hvaða helming kommún- kommúnistaflokksins Fram- sóknarformaðurinn ætii sér til samstarfs. Er þegar tekið að gæta nokkurrar afbrýði innan raða Þórsgötuþjóðar- yrðir þar, að skoðanir Fram- sóknarmanna, jafnaðarmanna, Þjóðvarnarmanna og „helmings núverandi Sósíalistaflokks" séu svo skyldar, að þessum flokkum beri að stjórna landinu saman, „eiga að stjórna landinu sam- kvæmt því“, segir Hermann Jónasson. Ekki kemur þetta nú allskostar heim við röksemdafærslu Tím- ans undanfarna mánuði. Þar hef- ur því verið haldið fram, að „íhaldið ausi fé í Þjóðvarnaflokk- inn en kommúnistar leggi þeim til leiðtoga". En nú kemur formaður Fram- sóknarflokksins til flokksmanna sinna og segir: Það er ekkcrt vit í því fyrir okkur að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, hinum bændaflokknum í land inu. Hann er gerspilltur, Suð- ur-Ameríkuíhald, milliliða og okraraflokkur. Þjóðvarnarflokkurinn er hinsvegar ágætur, líka „helm- ingur núverandi Sósíalista- flokks“, að ógleymdum Al- þýðuflokknum, sem er að vísu „opinn að aftan" rétt í bili. Með þessum flokkum eigum við að vinna og mynda með þeim vinstri stjórn. Hverju eiga bændur að trúa? ÞESSA leiðbeiningu um Þjóð- varnarflokkinn sendir þá for- maður Framsóknarflokksins bændum í flokki sínum um ára- mótin. Hverju á fólkið í sveitunum nú að trúa? Á það að leggja trúnað samstarfinu við Sjálfstæðis- flokkinn. Slík yfirlýsing formanns Framsóknarflokksins hlýtur að sjálfsögðu að gefa Þjóðvarnar- flokknum byr undir báða vængi. Hitt er svo annað mál, hversu mikið hún styrkir Framsóknar- flokkinn, sem nú má illa við nýj- um áföllum í mörgum héruðum landsins. Það er hinsvegar alveg öruggt, að þessi ummæli Her- manns Jónassonar veikja ekki Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur aldrei verið á tveimur-áttum gagnvart hrærigrautarstefnu Þjóðvarnar. Sjálfstæðisfólk í landinu veit vel, hvar rætur hennar liggja. í augum þess er Gils Guðmundsson nákvæmlega sá sami þótt hann dragi í bili nið- ur hamar og sigð en þykist í staðinn sigla undir merki þjóð- ernisstefnu og heitrar ættjarðar- ástar. ,>L,öggilding“ Þjóðvarnarflokksins FORMAÐUR Framsóknar- flokksins hefur nú veitt flokki Þjóðvarnarmanna nokkurs- konar „löggildingu“, ef svo mætti að orði komast. Hann hefur skýrt þjóðinni frá þvi, að hann telji það eitt af skil- yrðum heilbrigðs stjórnarfars í landinu, að Þjóðvarnarflokk- urinn fái aðild að rikisstjórn, „vinstri stjórn“, sem mynduð sé af „Framsóknarmönnum-f- jaf naðarmönnum+helmingi núverandi Sósialistaflokks+ Þjóðvarnarinönnum------ Þetta er þá sú ríkisstjórn, sem formaður Framsóknarflokksins telur þjóðinni hentugasta, t. d. eftir næstu kosningar. Er það mjög gagnlegt, að kjósendur hafa séð mynd dregna upp af henni í tæka tíð. Ennþá eru rúm tvö ár eftir af yfirstandandi kjör- tímabili. Gefst því gott tækifæri til umhugsunar, ef ekki verður kosið fyrr en að því loknu. Formaður Framsóknarflokksins tryggir sér „helming núverandi „vinstri stjórnar“. Sósíalistaflokks" til myndunar stæðisflokkinn og einstaka leið- toga hans. Er blaðið nú á ný tek- ið að jafna Sjálfstæðismönnum við óaldarflokka í Suður-Amer- íku. Er ekki ólíklegt, að óeirð- Gullfaxa við bryggju á Þineevri irnar í Costa Rica og Nicaragua ber einnig vott einstökum frunta- hafi tendrað ritstjóra biaðsins hætti. Togarinn rennir á vélbát- inn og stórskemmir hann eftir að búið er þó að reyna að bjarpa honum undan árekstri, og sekk- upp til þessara dáða. Ætti hann þó að minnast þess, að þessi ríki munu teljast til Mið-Ameríku. Má vel vera að ur honum. Var hrein mildi áð Þar séu betri flokkar en þeir, ekki hlauzt manntjón af er stefni sem hann hefur jafnað Sjálf- togarans gekk inn í kinnung. stæðisflokknum við í Suður- bátsins og alla leið inn í lúkar- , Ameríku! inn, þar sem einn skipverja svaf. Öðrum hafði tekizt að forða sér þaðan áður, er þeir sáu hvað verða vildi. „Helmingur núverandi SósíaIistaflokks“ Það er sannarlega ekki orð-! ÞAU UMMÆLI í áramótahug- um aukið, að vélbátaútgerð- leiðingum formanns Framsóknar- in á Vestfjörðum sé i hers flokksins, sem sennilega hafa höndum vegna ágangs togar- anna, og þá fyrst og fremst brezkra togara. En gegn þess- vakið mesta athygli eru þau, að auðvelt sé að mynda „vinstri stjóm" í landinu ef Framsóknar- um ágangi verður aS snúast.flokkurinn, Aiþýðuflokkurinn, innar vegna þessarar óvissu. Ennfremur eru tilfinningar kommúnista töluvert blandn- ar kvíða yfir því, að „félagi" Malenkov muni ekki láta sér í léttu rúmi liggja, hvernig þessi helmingaskipti fari fram. Þykjast framsýnir menn jafnvel sjá fram á mikil átök milli höfuðstöðvanna í Eddu- húsinu og í Kreml. Ekki er að svo stöddu vitað um viðbúnað Moskvumanna und- ir þessi átök. En í Edduhúsinu mun unnið af miklu kappi að framkvæmd helmingaskiptanna. Leiðbeining til bænda um Þjóðvarnarflokkinn í ANNAN stað hafa þær leiðbein- ingar, sem formaður Framsókn- arflokksins gefur bændum í grein sinni um Þjóðvarnar flokkinn þótt nokkrum tíðindum sæta. Flokksformaðurinn full- á daglegar svívirðingar Tímans um þjóðvarnarmenn, sem „íhald- ið eys í fé og kommúnistar leggja til leiðtoga“, eða á það að trúa Hermanni Jónassyni, sem vill mynda með honum „vinstri stjórn“. Ef formaður Framsókn arflokksins telur það þjóðar nauðsyn að Þjóðvarnarflokkur- inn verði tekinn með í ríkis stjórn, hvernig ætlar hann þá að fá fólk sitt til þess að trúa því, að þessi flokkur sé óalandi og óverjandi. Nei, sannleikurinn í málinu er sá, að formaður Framsókn- arflokksins hefur gerzt bezti s meðmælandi þess flokks, sem flokksblað hans hefur lagt ofurkapp á að berja niður undanfarna mánuði. Hann hefur tilkynnt bændum það sem sína skoðun, að nauð- synlegt sé að hefja náið sam- starf við Þjóðvörn en slíta r u Framh. »f bls. 8 betur, er á líður. Persónur sög- unnar allar eru frábærlega skýr- ar, svo að þær standa allar ljós- lifandi fyrir sjónum lesandans,. án þess þó að nokkrar venjuleg- ar mannlýsingar sé að finna í sjálfri bókinni. Er það nokkuð annað en hjá sumum yngri rit- höfundum, þar sem flestar per- sónurnar hjá þeim eru sveipað- ar einskonar þokumóðu, af því að þeir virðast ekki hafa tök á því að gera þær glöggar og lif- andi, svo að lesandinn kannist við þær, þrátt fyrir ýtarlegar lýs- ingar. í Brimhendu kemur lítilshátt- ar við sögu ein aukapersóna, sem maður hefði gjarnan viljað vita betri skil á, en það er prestur- inn. En við nánari athugun, verð- ur það ljóst, að þetta er í raun- inni alveg óþarft, því að þarna er einn Vogsósa-presturinn ljós- iifandi kominn, en af honum eru til nægar sagnir annarsstaðar. Sérhvert verk verður svo bezt metið, að eitthvert hliðstætt verk áður þekkt verði haft til samanburðar. Því hef ég verið að velta fyrir mér, hvaða skáldverk við ættum, sem hélzt þyldi sam- anburð við Brimhendu Gunnars Gunnarssonar. Sennilega kæmi þar helzt til greina hin spaklegu kvæði Einars Benediktssonar. —• Þótt Brimhenda sé í söguformi, er hún raunar ljóð í óbundnu máli, gjört af frábærri list, magn- að fágætum kyngiþrótti og djúp- um skilningi á mannlífinu. Það eru aðeins stórskáld, sem senda frá sér siikar gersemar. Benjamín Sigvaldason. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.