Morgunblaðið - 03.03.1955, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.03.1955, Qupperneq 2
MORGVUBLAÐIB Fimmtudagui 3. marz 1955 VANDAMÁL Framh. af blB. 1 NÝ TT/EKXI En segjum nú sem svo, aS síld- in sé fundin, þá er þó ekki nema annar þáttur þrautarinnar leyst- ur. Hinn þátturinn er að tileinka sér þá tækni, sem nauðsynleg er tili þess að geta veitt síldina í ]það stórum stíl, að veiðarnar geti taíizt«arðvænlegar. Hin gamla tækni nægir hér ekki lengur. En pg ég gat um áðan hafa íramfarir á sviði veiðitækninnar og fiskileitarinnar orðið miklar á sdifirji tímum og einmitt nú á allr||síðustu árum hafa komið til tæki, sem ættu að geta auð'/eldað mjög lausn málsins, og raunar væri lausnin óhugsan- leg án þeirra. Frá því skömmu eftir styrjöld- ina hefur norska hafrannsóknar- sldpið „G. O. Sars“ verið útbúið asdiktæki til síldarleitar. Var tæki þetta búið til upp úr tækj- um, sem notuð höfðu verið á styrjaldarárunum til kafbáta- leitaf. Það tók Norðmenn nokk- urnj tíma að komast upp á að liaghýta sér það svo full not yrðu af, en síðan þeir lærðu að notfarra sér tækið hefur þeim orðið af því ómetanlegt gagn. Þrátt fyrir mjög ýtarlegar til- xaunir íslenzkra stjórnarvalda tókst lengi vel ekki að útvega slíkt tæki hingað og það var ekki fyrr en á s.l. sumri, að telja mátti, að nokkur reynsla fengist á það tæki, sem tekizt hafði að útvega frá Englandi árið áður. Var það sett i varðskipið Ægi, sem kunn- ugt er, en það skip er nú á góð- um vegi með að verða fullkomið liaf- og fiskirannsóknarskip. REYNSLA NORÐMANNA Enda þótt við gætum í ýmsu notið góðs af fyrri reynslu Norð- manna og þeir gæfu einum af sérfræðingum okkar tækifæri til að fylgjast með og læra hvernig þeir notfærðu sér sitt tæki, þá fór ekki hjá því, að það tæki okkur nokkurn tíma að ná leikni í notk- un þess og má vera, að enn sé ýmislegt þar ólært. Hin mikla reynsla Norðmanna hefur að sjálfsögðu gert þeim auðveldara fyrir um hagnýtingu tækisins eftir að það varð ljóst hvar síld- ar var að leita. Þeir hófu því á s.l. sumri tilraunir til þess að veiða síldina á hafi úti með herpi- nót enda þótt hún væði ekki í yfirborðinu, en fram til þess tíma hefur það verið talið frumskil- yrði fyrir því, að veiða mætti með árangri með því veiðarfaeri á vertíðinni norðanlands. En það var asdiktækið, sem gerði Norð- mönnum mögulegt að fram- kvæma þessar tilraunir með þeim árangri, sem kunnur er orðinn. Hefur þetta sannfært Norðmenn um, að möguleikar geta verið fyrir hendi að stunda síldveiðar á úthafinu með herpinót á sumr- in, þar sem síldin heldur sig á jöfnu dýpi og hæfilegu þannig, að nótin nái auðveldlega til henn- ar. Þeir telja þetta þó því aðeins framkvæmanlegt með árangri, að veiðiskipin sjálf hafi yfir að ráða asdiktæki um borð. Einnig á þessu sviði eru miklar framfarir að gerast, því þegar hafa nokkur ixkip fengið slík tæki og fjölgar þeim nú stöðugt, eftir að tekizt Itefur áð framleiða þau við verði, cem viðráðanlegt er fyrir fiski- skipin. Undirbúningur er þegar Lafinn að því, að á næstu síldar- vertíð verði gerðar hér tilraunir á grundvelli þeirrar reynslu, sem Horðmenn hafa aflað sér, að svo miklu leyti. sem hún er kunn. Verður vandað svo til þeirra til- rauna,_ sem frekast er kostur, hæði að þvi er snertir útbúnað allan og val manna til að standa fyrir tilraununum. Ef vel tekst til og »síldin hagar sér á svip- aðan hátt og verið hefur undan- farið er full ástæða til að gera sér vonir um, að þegar á þessu surhn verði unnt að nýta síldar- stofninn í hafinu meira en hingað til hefúr verið." 4ffiriKlSÓ<(lM UPPBYGGING SJÁVARÚTVEGSINS Fiskimálastjóri ræddi síðan um þá uppbyggingu sjávarútvegsins, sem hafin var eftir síðustu styrj- öld. Komst hann þá m. a. að orði á þessa leið: „Undir forystu formanns Sjálf- stæðisflokksins, núverandi for- sætisráðherra var hafizt handa, þegar er aðstæður leyfðu við lok styrjaldarinnar, um allsherjar uppbyggingu sjávarútvegsins, bæði að því er snerti fiskiskipa- stólinn og fiskiðnaðinn í landi. Var hér um að ræða mikið átak, miðað við fjárhagslega getu þjóð- arinnar. Gerðar voru sérstakar ráðstáfanir af hálfu þess opinbera til þess að auðvelda þessa upp- byggingu, með setningu laganna um stofnlánadeild sjávarútvegs- ins. Sem kunnugt er byggðust lánveitingar stofnlánadeildarinn- ar á þeim eitt hundrað milljón- um króna, sem til hennar voru lagðar af seðladeild Landsbanka íslands, en það fé átti síðar, er það yrði endurgreitt af lántak- endum, að renna til bankans afí- ur. Hér var því eigi um fram- tíðarlausn að ræða en mjiig myndarlega að unnið um nauð- synlega endurnýjun og aukningu fiskiflotans og fiskiðnaðarins. — Mun sjávarútvegurinn lengi búa að þeim aðgerðum. Að þessu frátöldu hefur Fisk- veiðasjóðurinn verið eina láns- stofnunin, sem veitt hefur stofn- lán til sjávarútvegsins að við- bættu því, sem fiskimálasjóður hefur veitt, raunar af lítilli getu. FJÁRSKORTUR FISKVEIÐASJÓÐS Það var hins vegar ljóst, að ef halda átti við á eðlilegan hátt fiskiskipastól og fiskiðnaði, sem voru ávextir nýsköpunarinnar og ennfremur ef unnt átti að vera að sjá borgið eðlilegri aukningu á þessu sviði, þá var geta Fisk- veiðasjóðs, með þehn tekjum, sem honum voru ætlaðar hvergi nærri fullnægjandi til að sinna þeim verkefnum. Vegna skorts á fjármagni hefur Fiskveiðasjóður- inn orðið að láta viðhald og end- urnýjun fiskiskipaflotans sitja í fyrirrúmi og hefur það leitt til aukinna erfiðleika um útvegun stofnlána til annarra þarfa sjáv- arútvegsins, svo sem til fiskiðju- vera, verbúða og fl. Þetta veld- ur -því, að þörfin fyrir stofnlán til þessara framkvæmda er nú enn brýnni en ella. Stórkostlegar breytingar á hagnýtingu aflans, einkum að því er snertir togar- ana og auknar kröfur, sem gerð- ar eru til fiskvinnslustöðvanna um afköst, tækni og allan út- búnað leiða enn til aukinnar stofnfjárþarfar. Mönnum hefur verið það Ijóst um nokkurt skeið, að hér var mikil þörf aðgerða, enda er það Vafalaust að vanda- mál það, sem stafar af stofnfjár- skortinum hefur orðið sjávarút- veginum mjög þungt í skauti og staðið honum fyrir eðlilegum þrifum. LÖGIN ENDURSKOÐUÐ En nú er hafizt handa um und- irbúning að lausn þessa vanda- máls og aðgerðum hagað svo, að gert er ráð fyrir, að til fram- búðar verði. Á síðastliðnu ári lét forsætisráðherra framkvæma endurskoðun á lögum um Fisk- veiðasjóð Íslands. — Tilgangur þessarar endurskoðunar var sá fyrst og fremst að byggja Fisk- veiðasjóðinn þannig upp að fjár- magni, að hann væri fær um að fullnægja að verulegu leyti stofn- lánaþörf útvegsins, fyrst og fremst, að því er snertir viðhald, endurnýjun og aukningu fiski- skipaflotans og einnig, að nokkru leyti, að því er snertir fiskiðn- aðinn. f greinargerð fyrir frum- varpi um þetta mál, sem for- sætisráðherra hefur lagt fyrir Al- þingi er ennfremur gert ráð fyrir því, að FramkvÆmdarbanki ís- lands muni veita lán til bygginga og endurbóta frystihúsa og ann- arra fiskvinnslustöðva, og hefur bánkinri enda þegar hafið slíkar lájivéitingar. Meginhluta fjár- aði leiðrétta . gengi krónunnar magns þess, ' sém Bétlað er að þánnig, að útflutningsframleiðsl- renni til Fiskveiðasjóðs er sam- j an fengi greitt fyrir afurðir sín- kvæmt frumvarpinu fyrirhugað ( ar, það sem framleiðslukostnað- að afla með lántökum, og er rík- J urinn raunverulega nam. Árang- issjóði heimilt að ábyrgjast lán ur af þessari ráðstöfun varð þó fyrir sjóðinn allt að 50 millj. kr. j ekki sá, sem vænzt hafði verið Ennfremur er ráð fyrir þvi gert, j og kom þar ýmislegt til, svo sem að nokkrum hluta af tekjuaf- miklar verðsveiflur á heims- gangi ríkissjóðs á siðastliðnu ári markaðnum, sem m. a. ýttu undir verði veitt til Fiskveiðasjóðs, sem j óheppilega verðlagsþróun innan- óafturkræft framlag. Heíur nú | lands, skal það ekki rakið hér þegar verið ákveðið, að af 35 nánar. Tæpu ári eftir, að geng- millj. kr. tekjuafgangi renni 8 , islækkunin var framkvæmd var millj. kr. til sjóðsins á þann hátt. J svo enn komið fyrir bátaútveg- Auk þess er nú til athugunar inum, að hallarekstur var fram- hvort unnt verður að leggja ár- undan og var þá af hálfu stjórn- legt framlag til sjóðsins úr ríkis- arvaldanna viðurkennd nauðsyn sjóði eins og tíðkast með rækt- þess, að gerðar væru sérstakar unar- og byggingasjóð. ráðstafanir honum til bjargar. Með framkvæmd þeirrar áætl- unar, sem gerð hefur verið um eflingu Fiskveiðasjóðs má ætla, að hann komi til með að eiga í útlánum að sex árum liðnum um 180 millj. kr. á móti um 62 millj. kr. um síðustu mánaðamót. SAMEINING FISKVEIÐASJÓÐS OG STOFNLÁNADEILDAR Þá er loks rétt að vekja at- BATAGJALDEYRIS- FYRIRKOMULAGIÐ Var þá gripið til hins svokall- aða bátagj aldeyrisfyrirkomulags, sem verið hefur við lýði síðan. í stað beinna styrkja eins og tíðkaðist með ábyrgðarfyrirkomu laginu er bátaútvegsmönnum nú , gefinn kostur að brúa bilið milli j vaxandi framleiðslukostnaðar 1 hygli á þeirri hugmynd, sem ráð- annars vegar og útflutningsverðs- herrann kom með við flutning málsins á Alþingi, að sameina stofnlánadeild sjávarútvegsins og Fiskveiðasjóð, sem mundi að sjálfsögðu verða mjög til efling- ar sjóðnum. Er þá gert ráð fyrir, að stofnlán til togara yrðu einnig veitt úr sjóðnum. Af því, sem hér hefur sagt verið er ljóst, að myndarlega er unnið að lausn þessa meginvandamáls sjávarút- vegsins og er það von allra, að sú lausn megi vera skammt und- an og væri þá merkum áfanga náð.“ HALLAREKSTUR ÚTVEGSINS Davíð Ólafsson ræddi því næst afstöðu sjávarútvegsins í þjóðar- búskapnum og gagnvart öðrum atvinnugreinum í landinu. Hefði hann hin síðari ár orðið að mæta stöðugt auknum taprekstri. — Komst hann þá að orði á þessa leið: „Þegar svo er komið, að verð- lag útflutningsins stendur ekki lengur undir framleiðslukostnaði afurðanna hverra kosta á þá framleiðslan völ? Eðlilegast væri að sjálfsögðu, að gera ráðstafaair til lækkunar framleiðslukostnað- inum og laga sig þannig eftir breyttum aðstæðum. En þetta er oftast ekki auðvelt og raunar í flestum tilfellum óframkvæman- legt nema að mjög takmörkuðu leyti. Nú um allmörg undanfarin ár hefur sjávarútvegurinn ekki átt þess kost að aðlaga fram- leiðslukostnaðinn að verðlagi út- flutningsins. Þegar svo var kom- ið varð sjávarútvegurinn að gera þjóðinni og þeirri ríkisstjórn, sem þjóðin hafði kosið sér, það ljóst, að hallarekstur væri fram- undan, sem fyrr eða siðar hlyti að leiða til hruns þessa atvinnu- vegar og þar með stöðvunar út- flutningsframleiðslunnar. 150 MILLJ. KR. TIL AÐ BRÚA BILIÐ Þegar þetta ástand, sem hér hefur verið lýst, skapaðist skömmu eftir styrjöldina, gripu stjórnarvöldin til þess fyrir- komulags að tryggja útflutnings- framleiðslunni lágmarksverð fyrir nokkurn hluta framleiðsl- unnar, 4il þess þannig að tryggja áframhaldandi rekstur hennar. Kostnaðurinn af þeim ráðstöf- unum var að sjálfsögðu greidd- ur af þegnunum með auknum sköttum og álögum. Með hverju árinu, sem leið þurfti þó stærri upphæðir til að brúa bilið, því framleiðslukostnaðurinn hækkaði án þess verðlaginu á hinum er- lendu mörkuðum þóknaðist að fylgja honum. Að lokum var svo komið, að þurft hefði 150 millj. kr. til að brúa bilið, en þá sáu menn að svo gat ekki gengið lengur, því enginn kom auga á hvernig ætti að innheimta þær sívaxandi fúlgur af skattþegn- unum. Var þá gripið tH þéss ráðs ins hins vegar með nokkru álagi á vissan hlut gjaldeyris þess, sem 1 fæst fyrir nokkrar tilteknar af- urðir, en sá gjaldeyrir er aftur notaður til kaupa á vissum vör- um utanlands frá. Enginn vafi er á því, að þó ekki sé tekið tillit til þeirra gifurlegu erfiðleika, sem á því eru að innheimta eftir venjulegum leiðum þá skatt.a, sem til þess þyrfti að standa undir fiskábyrgð í dag, þá er bátagjaldeyrisfyrirkomulagið miklu heppilegra m. a. og fyrst og fremst fyrir það, að það örfar til aukinna afkasta í framleiðsl- unni og hefur það komið greini- lega fram á undanförnum árum, svo ekki verður um villzt. Með þessum aðgerðum hafa stjórnar- völdin viðurkennt, að sjávarút- vegurinn á þess engan kost að standast hinn aukna framleiðslu- kostnað með þeim meðölum, sem hann ræður yfir og aðgerðir rík- isvaldsins verða að koma til. AFSTAÐA STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR Andstöðuflokkar núverandi ríkisstjórnar hafa að vísu frá upp- hafi látið svo, að þeir væru mjög andvígir þessum ráðstöfunum og gefið þeim ýmis ófögur heiti. A aðrar raunhæfar leiðir til bjarg- ar hafa þeir hins vegar ekki getað bent. En þó vildi svo einkennilega til, að í upphafi þessa árs þegar ríkisstjórnin taldi eftir atvikum eðlilegt að draga lítið eitt úr bátagjaldeyriskerfinu þá risu þessir sömu aðilar upp og töldu hreinustu goðgá að láta sér detta slíkt í hug. Þetta var sem sé eftir allt saman ekki svo bölv- að. Allmikils misskilnings, svo ekki sé fastar að orði kveðið, virðist gæta hjá mörgum á að- stöðu sjávarútvegsins. Er ekki óalgengt að heyra menn tala um styrki og styrkjakerfi, þar sem bátagjaldeyrisfyrirkomulagið er. Þessum mönnum virðist ekki vera það ljóst, að með þessu fyrirkomulagi er einungis verið að endurgreiða það, sem tekið hefur verið af sjávarútveginum á einn eða annan hátt í of háum kostnaði, hvort sem um er að ræða kaupgjald eða óeðlilega dýrar iðnaðarvörur eða þjón- ustu eða þá eitthvað annað. OF MIKLAR KRÖFUR GERÐAR Togaraútgerðin stóðst lengur þá raun, sem á hana var lögð, en þó kom þar, að á s.l. ári var hallareksturinn orðinn óviðráð- anlegur. Skal sú saga ekki rakin hér, enda á að sjálfsögðu allt hið sama við um þá útgerð og áður var sagt um bátaútgerðina. Vandi togaraútgerðarinnar var þó leyst- ur á annan hátt með því að inn- heimta skatta af bílum og nota þær tekjur til greiðslu ákveðinn- dr upphæðár á hvern úthaldsdag skipanna. Til grundvallar liggur héír hið sama eins og áður segir, að gerðar eru meiri kröfur til þessarar útgerðar um útgjöld en söluverð afurða hennar á erlend- um markaði leyfir henni að standa undir.“ MARKAÐSVERÐIÐ RÆÐUR Davíð Ólafsson lauk ræðu sinni með þessum orðum: Hér ber allt að sama brunni. Sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir meiri reksturskostn- aði en þeim, sem söluverð af- urða hans á erlendum mörkuðum leyfir. Hverjar þær kröfur, sem til þess leiða, að framleiðslu- kostnaðurinn fari fram úr því marki hljóta að leiða til óhjá- kvæmilegs tapreksturs, sem ekki verður greiddur á annan hátt en með sköttum í einhverri mynd, og sem þjóðin ekki kemst hjá að greiða, eða með beinni lækk- un á gengi krónunnar. Hér er einmitt um að ræða eitt mesia vandamál sjávarútvegsins og ís- lenzks þjóðarbúskaps í heild og ég leyfi mér að fullyrða það, a'ð' efnahagsleg velferð íslenzkut þjóðarinnar veltur meira á því en nokkru öðru, að henni skilj- ist hvert raunverulegt samhengi þessara hluta er. MIKLAR UMRÆÐUR A'ð lokinni framsöguræðu tók fyrstu til máls Sigurður Egilsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Ræddí hann m. a. um hinn þýðingar- mikla þátt sjávarútvegsins í þjóð arbúskapnum. Upplýsti hann, að gjaldeyrisöflun hvers togara hefði á s.l. ári numið frá 8—11 millj. króna. Hann kvað yíir 300 vélbáta hafa tekið þátt í síðustu vetrarvertíð við Faxaflóa og Vest mannaeyjar. Væri lauslega áætl- a -.Hi á bát hafi numið 1,5 rniixj. króna í útflutningsverð- mæti. Sigurður Egilsson taldi að togararnir væru nú reknir með að jafnaði 1100 þús. kr. halla á ári hvert skip, en þar á móti kæmi 600.000 kr. styrkur í rekst- ursstyrk samkvæmt ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Hann kvað heildartap vélbátaflotans hafa numið um 30 millj. króna árið 1953 og hefði það varla orðið minna á s.l. ári. Næstur talaði Kannes Jónsson, sem bar fram nokkra gag irýni á ýmsar upplýsingar úívegs- manna. SAMKEPPNIN VIÐ AÐRAR ÞJÓÐIR Þá tók til máls Sveinn Bene- diktsson, útgerðarmaður. Bentí hann m: a. á, að sjávarútvegur- inn væri eini atvinnuvegur þjóð- arinnar, sem seldi framleiðslu sína í samkeppni við aðrar þjóð- ir á erlendum mörkuðum. Ræddi hann afkomu útvegsins á undan- förnum árum og skýrði m. a. frá því, að hann yrði að greiða yfir 75% hærra kaup við vinnslu fisksins í landi en Norðmenn. ís- lenzkur sjávarútvegur gæ1i ekkí velt byrðunum yfir á aöra af auknum framleiðslukostnaði sín- ÚTVEGURINN OG LIFSKJORIN Finnbogi Guðmundsson útgm. sem talaði næstur, kvað alla aðra atvinnuvegi nota þann gjald eyri, sem útgerðin aflaði. Lífs- kjör almennings byggðust fyrst og fremst á afköstum útgerðar- innar. Ræddi hann síðan um af- urðasöluna og rekstursfj árþörf sjávarútvegsins. Ennfremur talaði Þorkell Sig- urðsson vélstjóri, og stóðu um- ræður yfir, er blaðið fór í prent- un. Fór þessi fundur Varðarfélags- ins ágætlega fram og sýndi mik- inn áhuga fyrir því viðfangsefni, sem þar var til umræðu. BERLÍN — Bifreiðaslys á vegum V-Þýzkalands urðu rúmlega 11 þús. manns að bana á s.l. ári, seg- ir í skýrslu stjórnarinnar, sem nýlega er komin út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.