Morgunblaðið - 03.03.1955, Síða 7
Fimmtudegur 3. marz 1955
MORGVNBLAÐIB
Alþingi sækir um heppi-
lega Eóð fyrir heimili
Raddir um að meiri þörf sé á að leysa
húsnœðismál sjálfs Alþingis
ALLMIKLAR umræður urðu í Sameinuðu þingi í gær, vegna
fyrirspurnar frá Bernharð Stefánssyni um það hvort lokið
væri undirbúningi að byggingu þingmannabústaðar. Kom í ljós í
þeim umræðum að nefnd sem samkv. lögum frá árinu 1953, á að
annast undirbúning, hefur athugað ýmsar leiðir, bæði um stað-
setningu og stærð slíks þingmannabústaðar.
f HÖNDUM NEFNDAR
Ólafur Thors forsætisráð-
herra svaraði fyrirspurninni
nokkrum orðum. Hann gat
þess að rikisstjórnin hefði í
samræmi við lögin frá 1953
skipað sérstaka nefnd til að
undirbúa málið og ættu sæti
í henni forsetar Alþingis og
Jón Sigurðsson skrifstofu-
stjóri. Hann skýrði og frá þvi
að skoðanakönnun hefði farið
fram meðal utanbæjarþing-
manna um það hvort þeir
myndu búa í slíku þingmanna
heimili. Höfðu 19 svarað já
afdráttarlaust, einn sagt já ef
húsnæðið væri boðlegt, einn
svarað sennilega og tveir
óvisst eða vafasamt. En málið
er nú sem sagt í höndum nefnd
arinnar.
ÝMSIR MÖGULEIKAR
ATHUGAÐIR
Þá tók Gísli Jónsson forseti
Efri deildar til máls og skýrði
frá því að nefnd sú, sem skipuð
var til að gera tillögur og hefja
undirbúning að byggingu þing-
mannaheimilis hefði þegar athug-
að ýmsa möguleika.
Þeir möguleikar, sem helzt hafa
komið til greina eru þessir, sagði
Gísli:
1 Að byggja bústaði þingmanna
á lóð Alþingis áfasta við þing-
húsið og hugsanlega stækkun
tþess. Ýmsir annmarkar komu
fram á þessu svo sem lóðaþörf
vegna nauðsynlegrar framtíðar-
stækkunar Alþingishússins sjálfs.
Ennfremur hafa verið uppi radd-
ír um það að ráðhús Reykjavíkur
verði byggt við norðurenda
Tjarnarinr.ar og væri þá gert ráð
fyrir torgi milli núverandi Al-
þingishúss og Vonarstrætis.
2 Til máls hefur komið að leita
möguleika á viðbyggingu t. d.
við Hótel Borg, þannig að bætt
yrði um 40 herbergjum við hótel-
ið, er Alþingi hefði fullan ráðstöf-
unarréft á yfir þingtímann, en
yrði leigt út sem hótelherbergi á
sumrin. Eftir allmiklar umræður
um þessa lausn var frá henni
fallið.
í Þá athugaði húsameistari þann
möguleika að byggja að nýju
á lóð ríkisins við Tjarnargötu 32.
Voru í því sambandi gerðir upp-
drættir að húsum, er rúmuðu bú-
staði þingmanna, auk sala fyrir
opinberar móttökur. Kom þá í
ljós, að ef fullnægja .ætti hvoru-
tveggja á þessum stað yrði ékki
mögulegt að koma þar fyrir nema
helmingi þeirra þingmannaíbúða
sem þyrfti.
1 Vegna þessa hefur nefndin
** nú orðið ásátt um að óska
þess við Reykjavíkurbæ, að Al-
þingi veroi úthlutað heppilegri
lóð, er mætt gæti þörfum fyrir
þingmannaheimili, þannig að
byggja megi þar myndarlegt
íbúðarhús, er rúmi milli 25 og
30 þingmannaíbúðir.
170 ÞÚS. KR. Á ÍBÚÐ
Þá skýrði Gísli lauslega frá
kostnaðaráætlun. Gerir húsa-
meistari ráð fyrir að hver íbúð
sé allt að 70 fermetrum. Er gert
ráð fyrir eigi færri en 25 íbúð-
um og kostnaður á íbúð áætlað-
ur eigi miuna en 170 pús. kr. eða
samtals 4,2 millj. kr.
ÞÖRF Á BÆTTUM HÚSA-
IÍYNNUM
Eftir þessa skýrslu Gísla tóku
nokkrir þingmenn til máls og
snerist talið brátt að því að mikil
þörf væri á að bæta og auka
húsakynni Alþingis sjálfs.
Gunnar Thoroddsen taldi að
það væri mjög aðkallandi að
bæta starfsskilyrði þingsins. í
þessu hús.i hefur Alþingi starfað
síðan 1881. Þingsalurinn er nú
of þröngur fyrir Sameinað þing,
nefndaherbergi eru ónóg, flokks-
herbergi eru ónóg sem bezt sézt
af því að einn flokkui'inn hefur
ekki fengið flokksherbergi í hús-
inu. Þá vantar alveg starfsher-
bergi fyrir þingmenn, viðtals-
herbergi, vinnustofur, bókasafn.
Það er miklum erfiðleikum
bundið að stækka þinghúsið. Það
er erfitt frá húsbyggingasjónar-
miði, af því að stíll Alþingis-
hússins er slíkur. Hefur verið
orðað að byggja ofan á húsið
eða byggja við það. Það er einnig
mikið tilfinningamál, ef ætti að
flytja þingið brott úr þessu húsi,
en þetta er mál sem þingforsetar
þurfa að taka til athugunar og
leysa húsnæðismál Alþingis.
Fyrirlesfrar í Mynd-
listaskéíanum
hefjasf að nýju
SÚ nýbreytni var tekin upp í
vetur í Myndlistaskóla Reykja-
víkur, að erindaflokkar hafa ver-
ið fluttir í skólanum um hinar
ýmsu listastefnur og upphafs-
menn þeirra. Var til þessa feng-
inn Björn Th. Björnsson, list-
fræðingur. Hefur þessi þáttur í
starfsemi skólans gefizt mjög vel
og aðsókn verið góð.
Fyrirlestrar þessir voru hafðir
fyrir áramótin, en hafa lagzt nið-
ur nú um hríð. Eru þeir nú að
hefjast aftur og var fyrsti
fyrirlesturi.nn í gærkvöldi í
Myndlistaskólanum og nefndist
hann: „Ráðgátan um málverkin
í ísaldarhellunum spönsku og
frönsku“.
Samband garðyrkju-
NÝLEGA hefur verið stofnað
Samband garðyrkjubænda, en
það eru félög garðyrkjubænda á
Kjalarnesþingi, Árnessýslu og
Borgaarfirð., er að stofnuninni
standa.
Tiilgangur sambandsins er: .
1. Að samein.a alla garðyrkju-
, bændur lar.dsins í skipulagsbund
inn félagsskap
2. Að eíia í hvívetna samtök
garðyrkjub ænda.
3. Að ræta hagsmuna garð-
yrkjubær.da gagnvart starfs-
möx'.num þeirra. sérstaklega að
því or tekur til ákvarðana um
launakjör og hverskonar önnur
ráðningak.jör þeirra.
4. Að vcra sambandsíélögun-
i um og einstökum meðlimum
þeirra til aðstoðar og leiðbein-
ingar um allt er viðkemur at-
vinnurkestr' þeirra in á við og
út á við.
5. Að gæta hagsmuna íélags-
manna eft.r því, sem við verður
komið viðvikjandi innflutningi á
rekstrarvörum og hverskonar
hráefnum til garðyrkjustarfa.
6. Að vc’.'a málsvari garðyrkju
bænda gagnvart almenningi og
tka til meðferðar önnur hags-
munamál Stéttarinnar.
í stjórn Sambands garyrðju-
bænda voru kjörnir Guðjón Sig-
urðsson, Gufudal, og er hann for-
maður, en meðstjórneudur eru
Aðalsteinn Símonarson, Lauf-
skála, Borgarfirði og Jóhann
Jónsson, Dalskarði, Mosfellssveit.
Áætlanir um Kjarvals
hús strönduðu í ráðu-
neytum árið 1945
ALÞINGI samþykkti árið 1945 þingsályktun þar sem ríkisstjórn-
inni var heimilað að verja allt að 300 þús. kr. til að rejsa
Kjarvalshús. Það kom í ljós í umræðum á Al]þingi i gær að mál
þetta hafði af einhverjum ástæðum fallið niður hjá rikisstjórh-
inni 1945, sennilega vegna mistaka eða misskilnings milli ráðuneyta.
BRÉF FYRRYERANDI
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Bjarni Benediktsson mennta-
málaráðherra sagði frá því að
hið eina sem fyndist um þetta mál
í skjölum menntamálaráðuneytis-
ins væri bréf frá Brynjólfi Bjarna
syni þáverandi menntamálaráð-
herra til fjármálaráðuneytisins. í
þessu bréfi segir Brynjólfur að
menntamálaráðuneytið muni ekki
hafa meir afskipti af þessu máli,
þar sem fjármálaráðuneytið hafi
falið húsameistara framkvæmd:
byggingarinnar.
Þetta voru einu afskiptin sem
menntamálaráðuneytið hefur
haft af málinu, enda er það nú
í höndum annars ráðuneytis.
RANN ÚT AF SPORINU
Eysteinn Jónsson fjármálaráð-
herra svaraði og sagðij að þetta
eina bréf Brynjólfs Bjarnase®ar
þáverandi menntamálaráðherfa
væri eina skjalið, sem fyndist' í
skjölum fjármálaráðuneytisins
um þetta mál. Hinsvegar heÖSi
skrifstofa Húsameistara rikisins
gert frumdrög að Kjarvalshútii.
En svo virðist sem þetta mál haííi
af einhverjum orsökum, misskiÖi-
ings eða metings milli ráðuneyta,
farið út af sporinu 1945 og er rétt
að koma því aftur á sporið.
ilthyglisves'ður sfóðtur
arnafeppi
Við höfum nú aftur fyrirliggjandi hin vinsælu,
tvíofnu, barnateppi frá Gefjunni.
Þau eru mjög ódýr, kosta aðeins kr. 61.00.
Margir litir.
GEFJUN-IÐUNN
Kirkjusíræíi 8 — Sími 2838.
fjarðarbáia
GRUNÐARFIRÐI, 1. marz: —
Héðan var róið stanzlaust frá 2.
febrúar til 26. s. m., og voru farn
ar alls.23 sjóferðir. Afli bátanna
frá áramótum og til 28. febr. var
sem hér segir:
Geysir 371,8 tonn, Runólfur
345, Farsæll 314, Gunnbjörn 268,
Páll Þorleifsson 206, Björg 203
og Armann 159. — Hæsta meðal-
afla í róðri hefur Páll Þorleifs-
son, sem heíur aðeins farið 15
róðra, en þeir, er farið hafa flesta,
hafa farið 42.
Alls er aflinn 1867 tonn í 25 sjó
ferðum. Meðalafli í róðri er 8,7
tonn. — Er aflinn ýmist frvstur
eða hertur, 1200 tonn hefur ver-
ið fryst og 670 hert. — Emil.
*»»»•
FORD PREFECT
Nýstandsettur, til sölu. — Uppl. í búðinni.
KK. KRISTJÁNSSON H.F.
Laugavegi 168—170.
STUKAN Frón nr. 227 er talin
einhver traustasta og athafna-
i samasta góðtemplarastúkan á
landinu, enda hefur þar jafnan
I verið ríkjandi hið ágætasta sam-
' starf og þótt gott þar að vera.
sökum mikils mannvals, sem sett
heíur friðsælan og skemmtilegan
j heimilisblæ á félagslífið.
] Það hefur lengi verið almennt
álit í stúkunni, að slæmur eða
, þröngur fjárhagur sé hverjum
: félagsskap fjötur um fót. Þess
vegna hefur ekki einungis verið,
unnið markvisst að því áð efla
■ stúkuna félagslega, heldur og
einnig fiárhagslega, auká sióði
hennar og aðrar eignir, með bað
fyrir augum að treysta aðstöðu
■ hennar til þess að geta á hinn
* öruggasta hátt unnið að hugðar-
efnunum: mannúðar- og menn-
ingarmálum.
j Eru það ekki aðeins félagar
' stúkunnar, sem sýnt hafa mikla
fórnarlund í þessu efni, heldur
hafa og menn utan félagsskapar-
ins stvrkt stúkuna rausnarlega
með fjárframlögum.
Sérstaklega hefur Styrktarsjóð-
ur stúkunnar notið mikils velvilja
, og skilnings, og hafa honum bor-
■ izt áheit og góðar gjafir í tals-
[ verðum mæli á undanförnum ár-
um, enda hefur þótt gefast vel að
heita á hann.
j Sjóðurinn heitir fullu nafni:
Styrktarsjóður stúkunnar Fróns
nr. 227, og var honum sett skipu-
lagsskrá 30. marz 1949. Tilgang-
ur s.ióðsins er að styrkja og eleðja
með fjárframlögum félaga stúk-
unnar, einkum sjúka eða fátæka,
ennfremur að stvrkia þá. er þess
kunna að þurfa, til dvatar á
hvildar- eða hressinearheimili,
svo og að veita styrki til ýmiss
konar náms.
Stjórn sjóðsins skulu jafnan
skina þrjár konur í stúkimni. I
stjórn hans eru nú: frú Agústa
Pálsdóttir. formaður, frú SigUð-
ur Jónsdóttir, ritari, og frú Arn-
björg Stefánsdóttir. meðstjórn-
andi. Hefur sjóðurinn eflst mjög
undir fyrirhyggjusamri stiórn
þessara mætu kvcnno, enda beg-
ar verið veitt nokkurt fé úr hon-
um. þótt skammt sé umliðið frá
því, er hann tók til starfa.
Sjóðurinn er geymdur og
! ávaxtaður á hinn tryggilegasta
hátt, og rná þess vænta, að haim
[ eigi fyrir sér að verða mörgujn
mikill styrkur, ekki aðeins í nú-
tíð heldur og alveg eins eða öllu
fremur í langri framtíð svo
mannúðlega, sem til hans var
stofnað og mikil alúð lögð við að
efla hann.
í kvöld efna konurnar í stúk-
unni, með stjórn Styrktarsjóðs-
ins í fararbroddi, til skemmtunar
á Fríkirkjuvegi 11 fyrir félags-
menn og gesti þeirra til ágóða
fyrir sjóðinn, en slík tekjuöflun-
arskemmtun ev haldin einu sinni
á ári. Ekki er að efa það, að fé-
lagar stúkunnar Frón's, karlar
jafnt sem konur, muni fjölmenna
á systrakvöldið, sem svo er kall-
að. Skemmtiatriði verða ekki «f
lakara taginu, t. d. mun hin við-
kunna óperusöngkona, Guðrún Á.
• Símonar, syngja þar.
P. Þ.
UM HELGINA sýndi Leikfélág
Reykjavíkur s.jónleiki sína Frænku
Charleys á laugardag í 72. sihn
og Nóa á sunnudagskvöld í 14.
sinn. Var aðsókn ágæt að báðim
þessum sýningum og hefur félagi-
st.jórnin til athugunar áð ' $j^Ta
Nóa enn einu sinni og þá á.lmg-
ardaginn kemur kl. 5. Hafa laujj'-
ardagssýningar félagsins gefizt
mjög vel og verlð vinsælar híá
fóiki. sem á illa heimangengt ]á
kvöldin, en getur einmitt notaið
þennan tíma til að taka með sir
börn og unglinga í leikhúsið. HeÚ
ur félagið haft 14 laugardagssýfi-
ingar það sem af er .leikárinu.
Méð sýningu á Nóa n. k. laug-
; ardag er sýningum á því leikriH
, lokið, en aðeins fáar sýningar eftir
, á gamanleiknum Frænku Charleys.
|Er nú í undirbúningi nýtt leikrit
,hjá félaginu o'g munu sýningar ;á
því hefjast upp úr. miðjum máii-
uðinum. (F.L.R.).
111 :ZT 4Ð AVGLYSA
t MOltGlMlf. tÐTW
GÆFA FVLOIP
trúlofunarhringunun: frá Sig-
urþór, Hafnaístræti. — Sendir
gegn póstkröfu. — Sendið ná-
kvæmt mál. —
Lítil verzlurs
'á góoum stað í Miðbænum með litlum lager, til leigu. —
T.ilboð merkt: „Snotur — 486“, sendist afgr. Mbl. fyitr
föstudagskvöld.
Jm