Morgunblaðið - 03.03.1955, Page 16

Morgunblaðið - 03.03.1955, Page 16
51. tbl. — Fimmtudagur 3. marz 1355 og Mendes France. Sjá grein á bls. 8. Alstoða V-Þjóðverjo til dellu íslendingo og Breto: iktieysi Yfirmaður fiskimála Bonn- sfjórnar kveður sér hljóðs í vinsamlegri grein AFSTAÐA Yestur-Þýzkalands til deilu Breta og íslendinga út af friðunarráðstöfunum fiski- xniðanna, hefur verið óljós, þar eð helztu fyrirsvarsmenn Þjóð- verja á sviði sjávarútvegsmála, hafa leitt málið hjá sér. •— En nú hefur mikill áhrifamaður þar í landi kvatt sér hljóðs. í síðasta hefti Ægis er birt þýdd grein eftir dr. G. Meseck, sem er einn helzti forustumaður í þýzkum sjávarútvegi. — Kemur þar fram sjónarmið Þjóðverja til máls þessa: Hlutleysi. En viðurkennd eru mörg atriði, sem ísland hefur bent á, þar sem málin hafa verið rædd á opinberum vettvangi. SKRIFUÐ AF ÞEKKINGU Greinarhöfundur, dr. Meseck, er yfirmaður þeirrar deildar mat- vælaráðuneytisins í Bonn, sem fjallar um fiskimálin, en jafn- íramt er hann einn helzti for- ystumaður í þýzkum sjávarút- vegi, segir Ægir. Greinin er skrifuð af þekkingu og nákvæmni, en Ægir telur að dr. Meseck túlki afstöðu V.-Þjóð- verja til þessa milliríkjamáls ís- lendinga og Breta. í greininni segir m. a.: „Bretland varð harðast úti allra fiskveiðiþjóða Evrópu vegna útvíkkunar fiskveiðitak- xnarka við íslands, þar sem smærri og eldri togarar þeirra stunduðu mjög veiðar í flóum og fjörðum íslands. Alþjóðahafrann sóknarráðið hafði komizt á þá skoðun, fyrir heimsstyrjöldina síðari, að hinir grunnu firðir og llóar íslands væru sérlega þýð- ingarmiklir sem uppeldisstöðvar fisks. Þýzkir sérfræðingar í þess- um málum voru og þeirrar skoð- unar, að verndun uppeldisstöðva hefði ekki aðeins þýðingu fyrir ís lenzkar fiskveiðar, heldur mundu allar hlutaðeigandi fiskveiðiþjóð- ir njóta góðs af, þegar til lengd- ar léti. AFSTAÐA BONNSTJÓRNAR Sambandslýðveldið Þýzkaland hefur tekið hlutlausa afstöðu í deilunni um íslenzk fiskveiðitak- xnörk. Á síðustu árum hafa fisk- veiðar Þjóðverja við íslands auk- izt mjög, og liggur nærri, að á árinu 1953 hafi 30% alls afla tog- araflotans fengizt á íslenzkum xniðum. Af þessum sökum hefur Þýzkaland sérstaka ástæðu til þess að viðhalda tengslum vin- áttu við íslendinga. SJÓNARMIÐ ÞJÓÐVERJA Þýzkir togarar stunda mest djúpmiðaveiðar, enda eru þeir nær undantekningarlaust stórir. Þýzka ríkið hefur ávallt litið þannig á, að æskilegt væri að S róflað væri sem minnst við reglunum um þriggja mílna land helgi yfirleitt. Þessi skoðun er í xneginatriðum enn ríkjandi með- íd stjórnarvalda Sambandslýð- veldisins. ÞEGAR DÓMUR ERLAGÐUR Þegar hins vegar er lagður dómur á hinar nýju reglur ís- Þtnds um fiskveiðitakmörkin, verður óhjákvæmilega að taka tillit til þess, að efnahagslíf Iands- íns er gersamlega háð fiskveið- tmuin. Fiskurinn er nær því eina hráefnið, sem ísland hefur yfir að ráða. Af útflutningi landsins eru 95% fiskafurðir. Evrópuþjóð- irnar ættu því að sýna fullan skilning á því, að landi, sem þann ig er ástatt um, að efnahagur þess byggist því nær á alveg ein- hliða atvinnurekstri, verður að sýna tillitssemi. Einnig ber að lita á hinn sögulega rétt. Hér koma einnig önnur sjónar- mið til greina, svo sem að gefa verður íslandi tækifæri til að byggja atvinnuvegi sína upp þannig, að það geti staðið á eigin fótum. Út frá þessum sjónarmiðum er brezka löndunarbannið með öllu óskiijanlegt“. íra y ii Karaiiar Sjornsjonar ;cx s rauoa ALMENMAR TRYGGINGAR, en hjá þeim var togarinn Egill rauði tryggður, var augiýstur til ;;ölu fyrir nokkvu eða öliu heldur flak togarans, þar sem það liggur í stórgrýttri f jörunni undir Grænu hlið í 'ö cuiijörðum. Sex tilboð inunu nafa borizt í flakið, úr Reykjawjfk, ísafirði og Bolungarvík, en kaupendur gera 20—30 þús. kr. tilboð. Fyrr- um eigendum er heimilt að ganga inn í hæsta tilboð. Það er jfturhluti flaksáns sem í fjörunni liggur, eav framhiuti þess liggui skammt frá landí. , Erlent fjármapcn til stóriðju hér á Umræðuefnið á Sfúdentafclafsfunái í kvöld ÞAÐ er í kvöld, sem Stúdenta- félag Reykjavíkur efnir til al- menns umræðufundar um inn- flutning á erlendu fjármagni til stóriðju atvinnuaukningar hér á landi. Mál þetta hefur verið nokk uð á döfinni undanfarin ár og á hugmyndin marga fylgismenn og einnig andmælendur. ★ ★ Stúdentafélagið hefur fengið tvo kunna hagfræðinga til þess að reifa málið fyrir fundarmönn- um, þá próf. Ólaf Björnsson og Torfa Ásgeirsson hagfræðing hjá Framkvæmdabankanum. ★ ★ Búast má við fjölmenni á fundi þessum og þess vænst að sem flestir taki til máls. Á eftir ræð- * um hagfræðinganna tveggja verða frjálsar umræður. ★ ★ Þetta er þriðji umræðufundur ] Sútdentafélags Reykjavíkur á vetrinum, um mál sem ofarlega eru á baugi með þjóðinni. Hafa fundirnir verið mjög fjölsóttir, enda almennur áhugi fyrir þeim íníloenzan hefur breiðzt ört út í GÆRKVÖLDI gaf skrifstoía borgarlæknis út tilkynningu varðandi inflúenzufaraldur þann, sem gengur nú hér í bænum. — Þar segir: Um fyrri helgi fór að bera á inflúenzu hér í bænum og breidd- ist hún ört út vikuna, sem leið. Veikin hefur lagzt aðallega á börn og ungt fólk. Ráðlagt er að forðast eftir mætti kulda, vosbúð, vökur og þreytu. Ennfremur er hyggilegt að forðast fjölmenni, eftir því sem við verður komið. Þeir sem taka veikina, ættu að gæta þess að leggjast strax í rúm- ið og fara ekki á fætur fyrr en þeir hafa verið hitalausir í tvo daga, og þá aðeins að ekki sé um verulegan slappleika að ræða. Það skal tekið fram, að inflú- enzan er yfirleitt væg. málum, sem tekin hafa verið fyrir. Má einnig vænta að svo verði í kvöld í Sjálfstæðishúsinu, en fundurinn hefst stundvíslega kl. 8,30. Hægt að ganga að togaranum urrum i BREZKI tcgarinn King Sol, stendur nú kjölréttur á strand- staðnum í Meðallandsfjörum og er skipið að sjá óskemmt og eng- inn sjór mun vera í því. Skipbrot.smenn voru væntan- legir til Revkjavíkur í gærkvöldi austan írá Vik. Togarinn King Sol mun senni- lega verða seldur þar sem hann er. Hægt er oð ganga þurrum fót- um fram um mitt skip um fjöru. Sennilega riun hann færast enn hærra upp á sandinn en nú er stækkandi straumur. Togarinr. var nýlega kominn úr gagngerr: viðgerð og var þá meðal annars sett í hann olíu- kynding. Um möguleika til björgunar mun ekki vera hægt að fullyrða neitt ákveðið um. í DAG á Haraldur Björnsson 40 ára leikafmæli, bví þennan dag árið 1915 lék hann í fyrsta sinn á leiksviði Akureyrar í i hlutverki Jacks í hinu vinsæla leikriti „Frænka Charles". — Þjóðleikhúsið gengst fyrir því, að afmælisins sé minnzt, en hann leikur í kvöld aðalhlutverkið í leikritinu „Antigona“. Er 40 ára starfsferils hans minnzt í leikskránni. Nokkru seinna sigldi Har- aldur til leiknáms til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám I í þrjú ár, en 17 ára gamall tók hann þá ákvörðun að helga leik- listinni líf sitt og krafta, eftir því sem hann frekast mátti. Að- alatriðunum í leiksögu og starfi Haraldar Björnssonar vat’ minnzt í Lesbók Morgunblaðsins um slðustu heigi. Haraldur Björnsson hefur á s ðustu árum, sem kunnugt er, verið ráðinn sem fastur leikari og leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Sundmófið s gœr Tvö ísS. m&i 09 ívö drentjjamet sett 3 sœnskir ssgrar og I sslenskur IGÆRKVELDI var annar dagur sundmótsins með þátttöku sænsku sundgarpanna þriggja. Þá fór svo, að Svíarnir unnu þrjár af keppnisgreinum shium, en Ilelga Haraldsdóttir KR sigraði sænsku sundkonuna Ljunggren í 100 m. skriðsundi ng setti nýtt ísl. met. — Meðal gesta í gærkveldi var forseti íslands og sendiherra Svía. ABCDEFGB AUSTUBBÆR m. I fi W m íii '&tmi • s H m % ABCDEFGH VESTURBÆR 15. leikur Austurbæjar: Hc8xRe5 METIN FUKU Tlmi Helgu í 100 m skriðsundi var 1:13,0 sek. (7/10 úr sek betra en hið gamla). Ljunggren synti á 1:15,7 og Inga Árnadóttir frá Keflavík á 1:15,9. Var þetta skemmtilegasta sundgrein kvölds ins og með gsysihörðum enda- spretti kom Jjunggren í veg fyr- ir tvöfaldan ísl. sigur. Þá setti Helgi Sigurðsson, Ægi, met í 400 m skriðsunai, bætti sitt fvrra met um 1,1 sek. Þar sigraði Östrand glæsilega. í 100 m biingusundi sigraði Junefelt á 1:14,0 sek. en Þorsteinn Löwe jafnaði íslandsmet Sigurð- ar Þingeyings. í 100 m bringusundi drengja bætti Sigurður Sigurðsson Akra- nesi drengjamet sitt, sem hann setti í fyrrakvöld, um 1,9 sek. Góð framför á einum degi!! Hann setti og drengjamet í 50 m á 35,2 sek. SPENNANDI Mótið í gærkvöldi var hálfu en fyrra kvöldið. Keppnin var geysihörð og tvísýn. Sigurveg- arar urðu: 400 m skriðsund karla: Östrand 4:46,2, 2. Helgi Sig. 5:00,3. — 50 m bringusund drengja Sig. Sig., Akranesi 35,2 sek. — 100 m skriðsund kvenna: Helga Haraldsd. 1:13,0 mín. — 50 m baksund karla: Jón Helga- son, Akranesi 33,3 sek. — 100 m bringusund karla: Rolf Junefelt 11:14,0 selc., 2. Þorsteinn Löwe 1:15,7 sek.: — 50 m skriðsund drenpia Helgi Hannesson, Akra- nesi 29.5 sek. — 50 m. flugsund karla: Junefelt 32,1, 2. Pétur Kristjánsson 33,1. Kalenkov í fi MOSKVA: — í kosningunum til æðsta ráðs Sovétríkjanna var Ge- orgi Malenkov í kjöri í einu af Moskvukjördæmunum. Kosning hans var auðvitað fyrirfram ör- ugg, eins og annara frambjóð- enda í Iiússlandi. Kosningin fór fram á sunnu- daginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.