Morgunblaðið - 12.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. marz 1955 EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY FramKaldssagan 43 í strætisvagn og fór heim, og skyndilega datt honum í hug og svo varð hann alveg viss um, að hann mundi finna boð frá Kral, þegar heim kæmi. Hann kom, þegar fjölskyldan var að borða kvöldverð, og áður en hann leit á konu sína og börn leit hann á arinhilluna, þar sem Irene var vön að láta póstinn. Þar var hvítt bréf með rauðu hrað- merki á og skrifað utaná með rit- hönd Krals. Hann heyrði ekkert, sem við hann var sagt, en reif upp brófið og leit yfir það: „Kæri Oldrich. Ég kom til Prag í gærkvöldi, og í kvöld klukkan 11,55 fer ég aftur til fæðingarbæjar míns í áríðandi erindum. Mér finnst það vera nauðsynlegt fyrir okkur að geta talað saman ótruflaðir og í næði. Komdu þess vegna með mér. Við getum hittzt á brautar- stöðinni, ef þú færð bréfið í tæka tíð, en ef ekki, komdu þá með ; lestinni á morgun. Ég er viss um, ; að þú færð frí frá störfum í nokkra daga, nema að þú hafir : þegar fengið frí fyrir fullt og allt. Þú og fjölskylda þín eru stöðugt efst í huga mér. Mig langar til að vita, hvað þú hefur í huga og hvetja þig til að treysta því, að ég vil veita þér alla hugsanlega hjálp. En við verðum að flýta i§ okkur, því að tíminn er stuttur. !* Það er ekki hægt að reikna með !f neinu nú á þessum tímum og ekki !• einu sinni því, að við munum nokkurn tíman sjást, ef við spill- um svo mikið sem einum degi. Hlakka til að sjá þig. Þinn Paul. | P.S. Joan mín er að deyja, og i það er ekki nema kraftaverk, . sem getur bjargað henni.“ Bréf Krals hafði mikil áhrif á Borek. Vinur hans hafði ekki gleymt honum, en var alltaf að hugsa um hann, og brátt mundu • þeir hittast og vera lengi saman. I Hann var svo ánægður, að hann t rauk á alla meðlimi heimilisins ] og kyssti þá, og sagði síðan við j.. Irene. „Vertu ekki reið. Irene. Láttu I mig fá eitthvað að borða og settu !:; niður í töskuna mína. Ég ætla' að b íara í burtu í tvo daga “ | „Hvert?“ ■ „Til Sumava fjálla með Kral.“ | „Oldrich, þú veizt að ég hef J aldrei ..“ „Ég veit allt — þú hefur aldrei j skipt þér af mínum vandamálum | og aldrei haft neitt á móti vinum | m'ínum, það er heilagur sann- | Jeiki, en settu nú niður í ferða- í iöskuna og hættu að vera afbrýð- i issöm út í Kral.“ í Hann varð alvarlegur, orðin i minntu hann á samræður hans við prestinn, og hann mundi líka, hvað hann hafði sagt við Olgu um Kral fyrr um daginn og hann fann, að hann skammaðist sín fyrir það. Allt það sem hann hafði sagt um Kral í gær var óhugsandi í dag. Hvernig gat honum dottið annað eins í hug?“ „Viltu ekki hlusta augnablik á mig, 01drich?“ „Jú, hvað er það, Irene?“ „Einhverjir einkennilegir ung- ir menn hafa verið að snuðra kringum húsið síðustu tvo daga. Amma hefur jafnvel hitt þá í stiganum. Þeir líta út eins og þeir séu að leita að einhverjum eða xeyna að brjótast einhvers staðar t. inn.“ „Vertu nú ekki að æsa þig upp, bú heyrir alls konar raddir og ert farin að sjá drauga." „Ég veit það ekki, en mér geðj- ast ekki að því, að þú sért að fara í kvöld.“ „Ég verð það. Biddu ömmu að sofa hjá þér nokkrar nætur, ef þú ert hrædd við að vera ein.“ Dyrabjallan hringdi og Borek fór fram til að opna dyrnar. Hann langaði til að skella hurðinni aftur strax, en stóð kyrr steini lostinn. Á þrepskildinum stóð Alois Kapoun brosandi og ný- þveginn, í nýjum vetrarfrakka og með nýjan hatt, í hægri hönd- inni var hann með svartan staf með silfurhnúð. „Andskotinn sjálfur, hvað viltu?“ ] „Ekki mikið, herra Borek“, svaraði Kapoun hæðnislega. „Nú þegar spilin eru komin á borðið getum við talað saman eins og jafningjar. Það var skemmtileg grein í Rauða réttlætinu um okk- ur hérna á dögunum, og það er reyndar mér að þakka, að ekki er búið að reka þig út á gaddinn. Við skulum koma inn og tala saman." Koma Kapoun vakti skelfingu hjá öllum meðlimum fjölskyld- unnar. „Gott kvöld, fjölskylda. Verið bara róleg. Nú er fanginn ykkar frjáls maður. Hafið þér enn, frú, hugrekki til að berja mig með eldhússóf linum? “ „Kapoun, ef þú hættir ekki að tala svona, getum við ekki kom- izt að neinu samkomulagi“, sagði Borek dapurlega. Það hafðí áhrif. Kapoun hætti að glotta og sagði nú án allrar hæðni: „Það er ef til vill betra að tala saman í ró og næði í vinnu herberginu þínu.“ I „Eins og þú vilt. Ég veit ekki, hvað þú vilt mér, en ég hef fréttir að færa þér. Slæmar fréttir, Kapoun. Dóttir þín er að deyja.“ „Hvernig veiztu það?“ spurði hann hásri röddu. Hann starði á Borek æðisgengnum augunum, og æðarnar þrútnuðu á enni hans. Borek reyndi að gera sér grein fyrir, hvað væri að brjótast um í honum. Var það aðeins tauga- veiklaður leikur, eða raunveru- legur harmur og sálarkvalir? Kapoun dró til sín stól með hikandi hreyfingum og settist í hann. Því næst sagði hann óskilj- anlega og einkennilegri röddu: Hvers vegna vilduð þið ekki hlusta á mig? Og allt það, sem ég hefði getað gert! Joan hefði ekki þurft að deyja. Þið heimsk- ingjar!" i Aftur var hringt og í þetta sinn fór amma til dyra. Allir hinir stóðu hreyfingarlausir yfir þessu áfalli Kapouns. En svo virtist allt ske á einni sekúndu. Úr anddyrinu heyrðist hávaði eins og einhver hefði sparkað hurðinni upp, því næst heyrðist hróp í ömmu og eftir það heyrðist skellur, er líkaminn féll á gólfið. Borek þaut á fætur og ætlaði fram í anddyrið, en Kapoun, sem var að rísa upp úr stólnum, var í vegi fyrir honum, Borek horfði á Irene taka Jan og Evu í fangið. Þrír unglingar gengu inn í borð stofuna í einfaldri röð eins og vofur, þetta voru ungir menn, 1 fölleitir, og þreytulegir, sléttir í framan og órakaðir. Sérhver j þeirra hafði skammbyssu í hend- ' inni. Þeir umkringdu Borek og Kapoun. í augum þeirra mátti sjá ótta og um varir þeirra lék æðis- , gengið glott. j Hinn stærsti þeirra tilkynnti stamandi röddu eins og hann væri að lesa upp tilkynningu: „Leynistarfsemi frelsisunnandi Tékka hefur dæmt yður báða til dauða. Alois Kapoun fyrir njósn- ir, fyrst fyrir Þjóðverja og síðan fyrir kommúnista, og Oldrich Borek fyrir að hylma yfir njósn- ara fyrir kommúnista og svíkja þannig þær hugsjónir, sem hann hefur haft. Slíkir hundar fá verð skuldaðan dauðdaga.“ j Hann lauk máli sínu og skaut á Borek. En unglingurinn varð hræddur við skotið, henti vopn- inu og þaut út úr herberginu. GÓLFTEPPI Fallegt urval, nýkomið mz/2 Laugavegi GO — Sími 82031 Areiðanleg og vönduð stúlka getur fetngið skrifstofuvinnu nú þegar. — Þarf að kunna vélritun. Eiginhandarumsókn, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Morgbl. fyrir 15. þ. m. merkt: „Vandvirk —585“. ORÐSEIMDIINIG til ungra hjóna og hjónaefna. — Ungt, fólk, sem hefur eða er í þann veginn að stofna heimili og áhuga hefur fvrir að hafa með sér félagssamtök, er boðað til stofnfundar sunnudaginn 20. marz kl. 2 e. h. í Aðalstræti 12. Sameinumst um hagsmunamál okkar, svo sem húsnæð- ismál o. m. fl. — Mætum öll. F undarboðandi. Kvenskór með kvortbælnm Við höfum nú fengið aftur hina margeftirspurðu kvenskó með kvarthælum. Gefjun-lðunn Kirkjustræti 8 — Rcykjavík SKRAR, LAIVIIR O. FL. Innihurðaskrár Útihurðalamir Útihurðaskrár Innihurðalamir Rafmagnsskrár Skápalamir Handföng, margar gerðir Stangalamir Smekklásar Blaðlamir Skápa- og skúffuskrár Töskulamir Skápalæsingar Kantlamir, allsk. Skápasmellur Hornjárn Skápa- og skúffuhöldur Tengijárn Skothurðaskrár Hornhné Baðherbergisskrár Hilluhné Hurðapumpur Hespur Stormjárn Rílar Gluggakrækjur Rúmhakar Gluggastillar Húsgagnahjól, allsk. Skáparör Bréfaskilti Stiga- og borðbryddingar Stuðgúmmí Hurðaskvggni Krókar, allsk. Teppanaglar og skrúfur Fatahengi, allsk. Festingar fyrir renninga Snagabretti ,allsk. Snúrukrókar Eldhússnagar, allsk. Snúrur, (plastic) og margar fleiri smávörur fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann h.t. Bankastræti 11 — sími 1280. Nii er 100% sala í bifreiðum Höfum kaupcndur að nýlegum fólks- sendiferða- og vörubifreiðum. — Kaupendur á biðlista. — Sé bifreiðin skráð í dag er hún seld á rnorgun. SVýjar bifreiðar Chevrolet ’54 Chevrolet ’53 Chevrolet ’49 Chevrolet ’47 Ford ’47 Standard Vanguard ’50 Rover ’51 Morris ’47 Vustin 10 ’47 fiat Stadion ’54 Fiat sendiferða ’54 Fiat 4ra manna ’54 Standard sendiferðabifi'. ’50 Ford sendiferðabifreið ’53 Dodge 1 Vz tonn ’54 Chevrolct sendiferðabifr. ’54 Op/ð alla daga kl. 9,30—8 Bifíeiðosolan Njólsgötu 40 Sími 5852

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.