Alþýðublaðið - 26.06.1920, Síða 2

Alþýðublaðið - 26.06.1920, Síða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ 9 bíaðsins er í Alþýðuhúsinu við Scgólfsstræíi og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í biaðið. vinnuna og þar með peningana, sem auðvaldið síðan notar sem svipu á sjáifa hana. Munið það, að látaþessa „Póla“, sem nú á að fara að smfða, verða þá síðustu, sem reistir verða af sömu gerð. Kvásir. €rin) skskeytl Khöfn 25. júnf. fjóðverjar og Bandamenn. Frá Berlín er símað, að Eng- lendingar og Frakkar hafi skipað sendiherra í Beríín. [Kilmarock lá- varður var áður sendiherra Breta þar.] Bandamenn hafa sent Þjóðverj- um tvær orðsendingar [Noter] við- víkjandi vanefndum þeirra á frið- arsamningunum. Ný'tt ráðuneyti í Póllandi. Símað frá Warsjá, að Ladislás hafi myndað nýttráðuneyti. [Skulski borgarstjóri mun áður hafa verið forsætisráðherra, en á undan hon- um píanóleikarinn frægi Paderew- ski.] Dm dayiM 09 veginn. Áðalfnndnr „Íslending8“ er i kvöld í Iðnó. Þar heldur síra Kjartan Helgason fyrirlestur, og er aðgangur að honnm ókeypis. Ættu menn að fjölmenna á þenn- an fund og gerast félagar f „ís- lendingi", sem stofnaður er í þeim tilgangi að efia samvinnu milli Vestur- og Austur-íslendinga. Það stendur áreiðaniega töluvert nær okkur íslendingum hér heima að efia samvinnu sem bezt við bræð- ur vora vestan hafs, en að tengja vináttubönd við aðrar þjóðir, jafn- vel þó það sé líka gott og biessað. Mínervnfundnr er í kvöld; sjá auglýsingu á öðrum stað f blaðinu. Hjónaefni. Ungfrú Guðrún Á- gústsdóttir og Haliur Þorleifsson hafa nýiega birt trúlofun sína. 1 TJmdæmisstúknfundnr er á morgun ki. i. Egill Skallagrímsson kom af veiðum í gær. Hann fiskar í ís og mun sigla til Englands. Hungur? Að því er fregn í Mgbl. í gær hermir, eru ferðamenn þeir er hér dvelja „afarmagrir“. Ekki er nú furða þó fénaður hafi sumstaðar verið hætt kominn til sveita, þegar mennirnir hafa geng- ið svo nærri sér! Mikið má samt vera ef ferðamennirnir fitna mikié hér í bænum. Kannske er blaðið að drótta því að matsölunum hér að þeir svelti fólk? Máni. Eotnía kom síðdegis í gær. Á henni komu n farþegar; þar á meðal Steindór Gunnarsson prent- smiðjustjóri. Hljómleikar Páls ísólfssonar í gærkvöldi voru mjög vel sóttir. Kirkjan alveg fuli. Verður nánar getið síðar. Aðalfundur Eimskipafélags ís- lands er í dag f Iðnó. thlenðar jréiiir. Hyðingaprófessorar yiirgeía Yínarháskóla. Þeir prófessorar við háskóiann í Vín, sem Gyðingaættar eru, hafa allir sagt iausum kenslustörfum við hann og ætla að leita sér at- vinnu eriendis. Orsökin kvað vera sú, að þýzku stúdentarnir við há- skóiann, ásamt rektor hans, eru fjandsamlegir Gyðingum, Noske. Noske, fyrv. hermálaráðherra Þjóðverja, ætlar bráðiega að gefa út bók um þýzku stjórnarbylting- una og aídrif hennar. A bókin að heita „Frá Kiei til Kapp“. Má búast við að þar komi margt nýtt á daginn. Málið gegn verkfallsforingj- unnm í Winnipeg. Aliur kostnaður við réttarhöidin í máli hins opinbera gegn foringj- um Winnipeg-verkfallsins sæla nemur nær 900 þus. króna. Mikils þarf við til að fá þá dæmda eftir landslögum. Betri stjórn þar en hér. Borgarráðið í Buenos Aires í Argentínu ákvað nýlega að reisa 6 þús. hús handa verkamönnum og opinberum starfsmönnum. Samvinnufyrirtæki í Ástralíu. Astralska stjórnin hefir ákveðið heimkomnum hermönnum 11 milj. króna styrk til þess að koma á fót samvinnu-iðnaðarfyrirtækjum, gegn þvf að þeir ieggi fram jafn- háa fjárhæð. Elughátar. I Frakklandi hefir verið ákveðið að flugbáta ' (hydroplanes) beri framvegis að skoða sem skip og verða þeir því framvegis að lenda á ákveðnum höfnum, svo toll- rannsókn geti farið fram. Ný pláneta. Frá Madrid er sfmað, að vfs- indaféiagið þar tilkynni, að stjörnu- fræðingur nokkur við stjörnuathug- unárstöðina í Barcelona hafi ný- lega uppgötvað litla plánetu, er eigi þektist áður, og eigi hún að bera nafn af Spánarkonungi og heita Alíonsína (Sennilega tilheyrir stjarna þessi smástjörnunum (as- teroids)). Sigrún frá Sunnuhvoli tekin á kvikmyndir. Sænska kvikmyndafélagið Skan dia hefir nýlega byrjað á að taka á kvikmyndir hina ágætu sveita- sögu Björnsons, er allir Islending- ar munu kannast við af hinni ágætu þýðingu Jóns Ölafssonar: sál. Sænska leikkonan Karin Mo- lander á að Ieik Sigrúnu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.