Morgunblaðið - 23.04.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 23. apríl 1955 DULARFULLA HUSIÐ EFTIR 3. B. PRIESTLEY Eac Framhaldssagan 18 „Eruð þið tvö með?“ Penderal leit á Wavertonhjónin og þau kinkuðu kolli. „Þá erum við öll með. En gleymið nú ekki, að við erum öll skuldbundin til að svara eins samvizkusamlega og hægt er. Við viljum aðeins blákaldan raun veruleikann." Sir William veifaði vindlinum og sagði: „Ég er með ykkur og ég lofa að segja sannleikann. Það skaðar mig ekki svona einu sinni. Lofið þið öll?“ Þau lofuðu öll. „Hvernig eigum við að byrja?“ spurði Margaret. Það var ein- kennilegt, en hún var áköf að byrja. Hún hafði verið í þessum leik áður, og þá hafði henni alls ekki geðjast að því — henni liafði fundizt þetta hálf illgirnis- legur leikur. En núna — ef til vill vegna þess að hérna var svo einkennilegt fólk saman komið, eða ef til vill aðeins vegna þess að hún hafði fengið húsaskjól hérna, — var hún áköf í að svara og spyrja og hlusta. „Þið gerið það á þennan hátt“, sagði Penderal. Hann benti á Waverton. ,,Ég spyr þig spurn- ingar, því næst spyr þú frú Waverton og þannig gengur það kringum borðið. Þetta er lang einfaldast. En allir verða að tala svo hátt að heyra megi.“ Enginn gerði neina athuga- semd við þessu fyrirkomulagi. „Spurðu þá“, sagði Philip. „En vertu ekki harður við mig, mundu eftir því að ég er feim- inn og ég er sá fyrsti, sem skrifta.“ „Jæja, við byrjum þá varlega“, Penderel hugsaði sig um stund- arkorn. Samþykkir þú ekki, að óteljandi erfiðleikar séu á vegi þínum í lífinu. — „Talaðu ekki við hann um líf- ið“, greip Margaret fram í. „Hann hefur beðið mig að gera það ekki.“ „Vertu róleg, Margaret", sagði hann, en hann fann hvernig til- finningar hans urðu hlýrri í henn- ar garð. „Já“, sagði hann við Penderel. „Ég viðurkenni þessa erfiðleika." „Ágætt. Jæja, þá —“ Penderel strauk hárið og stúlkan við hlið hans hló að honum — „segðu okk- ur, hvað þér virðast vera aðal- erfiðleikar lífsins, og ef lífið hef- ur eitthvað gildi, í hverju það þá felst. Skilurðu mig?“ Philip blés út úr sér reyknum. „Bíddu augnablik. Þessari spurn- ingu er ekki hægt að svara hugs- unarlaust.“ Hann blés aftur út úr sér reyknum. „Þú skilur, hvað ég á við?“ sagði Penderel. „Auðvitað getur verið, að þú álítir ekki neina mikla erfiðleika í lífinu eða lífið hafi nokkurt gildi. Ef svo er, skaltu bara segja það.“ „Ég vildi að ég gæti það“, svar I aði Philip. „Ég get það samt ekki, vegna þess að lífið hefur sitt gildi og líka fyrir mig. Mér finnst lífið i þarfnast svo mikillar umhyggju, að það sé varla þess virði að lifa I því. Ég tala um lífið, eins og það kemur okkur fyrir sjónir, ekki j eins og það er á Fiji evjum eða hjá Zulu-mönnum. Hjá okkur verður allt að vera svo varkárt, svo skipulagt, maður verður sér svo meðvitandi um þetta, það þarfnast svo mikillar skipulagn- i ingar og athvgli og maður verð- | ur alltaf að vera á verði, að við • verðum eiginlega aldrei neinnar ánægju aðnjótandi, svo að ekki sé talað um hreinan fögnuð eða unun. Við erum eins og fólk, sem gejigur í loftinu eftir snúru og hin eina ánægja, sem við fáum er að segja við sjálfa okkur: „Jæja, við höfum komizt fram hjá þessu heilu og höldnu“. Skiljið þið, hvað ég á við? Ef maður ákveður að halla sér aftur á bak og njóta lífsins, þá hraparðu að- eins niður og allt skemmist fyrir þér; ef maður reynir að komast hjá því, revnir maður svo mikið á sig, að maður getur alls ekki notið lífsins. Það þýðir ekki að vera að tala um gullin áform eða samkomulag og annað því líkt því að ef maður reynir að vinna eftir þeirri grundvallareglu, fell- ur maður í sömu gildruna Ef maður sýnir kæruleysi, lætur ó- gæfan ekki á sér standa; ef mað- ur gerir það ekki, þá vinnur mað- ur að því baki brotnu alltaf og sér aldrei upp úr neinu. Það sem að er, er að við getum ekki treyst lífinu, og til þess að lifa því verð- um við að vera alltaf á verði Þess vegna verður sú eina ham- ingja, sem við öðlumst í lífinu aðeins undarleg ánægja eins og sú, sem sumt fólk hefur af því að föndra við útvarpstæki. Með því að vera alltaf að snúa hnöpp- unum, erum við viss um, að það er í góðu standi, en það er allt og sumt sem við getum gert. Við getum ekki setið í ró og næði og hlustað á hljómlistina. Þetta eru hinir miklu erfiðleikar í lífinu. Skiliið þið öll, hvað ég á við?“ „Ég get ekki sagt, að ég geri það“, sagði sir William. „Nefnið nokkur dæmi.“ I „Við skulum nefna nokkur ein- föld atriði. Til dæmis heilsuna. I Lífið er harla lítils virði án henn ar, en við verðum að líta eftir heilsunni, við verðum að taka tilit til þessa og hins og ef við værum alltaf að hugsa um það, mundum við hafa sífelldar á- hvggjur. Tökum til dæmis per- sónusamband manna. Það ætti að vera mjög ánægjulegt óg áhyggju laust, en það getur ekki verið það nú, þeear við erum alltaf að hugsa um það. Það er ekki hægt að hafa það afskiptalaust mánuð eftir mánuð, og það er einnig áhyggjuefni hvernig hægt er að halda því áfram. Við skulum til dæmis taka börnin. Það er að verða hreinasta kvalræði að vera faðir. Við getum ekki notið barn- anna, við getum aðeins sagt við sjálfa okkur, að við gerum það, sem hægt er fyrir þau. Við höfum ekki öðlast skemmtilegt eða áhyggjulaust samband við hlut- ina sjálfa; við sjáum aðeins skuggana, annað hvort áhyggju- fullir, eða þegar bezt lætur með sigurbros á vör. Við höfum annað hvort etið of mikið eða of lítið af skilningstrénu." Því næst leit hann afsakandi í kringum sig. i „Fyrirgefið, ég hef víst gert mig | sekan um að halda ræðu.“ Gestirnir máttu ekki heyra af- t sökunina nefnda og Margaret { sagði við sjálfa sig, að hún hefði aldrei heyrt Philip tala svo ljóst og skýrt, þótt hann gerði það án þess að vita af því. Þessi ræða lýsti Philip alveg eins og hann var; hann treysti lífinu alls ekki. Þetta var heimskulegt volæði, sagði hún við sjálfa sig, en aðeins hinn albezti maður hefði getað gert það svona. En nú var röðin komin að henni. Hún leit rann- sakandi á Philip. Hvað mundi hann spyrja hana? „Nú átt þú að spyrja, Waver- ton“, sagði Penderel, „og þú ert heppinn, að konan þín er fórnar- lambið." Philip leit á hana, eins og hún væri bláókunnug. Það fór dá- lítill hrollur um R([argareti við það, þótt hún vissi, að það væri vegna þess að þau væru í þessunr leik, því að hún hafði tekið eftir slíku augnaráði hjá honum, þeg- ar þau voru með fleira fólki. „Mín spurning er þessi", sagði Philip, og horfði enn á hana, eins og hann hefði varla séð hana áð- ur. „Hvað viltu? Hver eru áform þín? Hvað er það, sem þú villt innst inni með þér, hvað viltu gera, hvað viltu vera? Hvað er aðalatriðið fyrir þér?“ „Þetta er einmitt spurning, sem Svissnesk Fermingarúr i miklu úrvali — Tissol — Roamer — Nivada — — Rencie — Certina Vatnsheld — Höggheld í stáli, gulli og gullpletti Verzlið þar sem úrvalið er mikið og verði-5 lágt Kornelíus Jónsson úrsmiður Skólavörðustíg 8 Ur og Listmunir Austurstræti 17 (gengið inn Kolasund) Jéhann handfasti ENSK SAGA 140 ákváðu herra og frú de Columbiéres að fara til Englands og skoða jarðeignir, sem frúin hafði erft þar, og það vildi svo vel til að þau voru í London, þegar kónungur kom þangað aftur. Að veizlunni lokinni bauð konungur mér að ganga fram fyrir sig. Hann brosti og sagði mér til ómuræðilegrar hrellingar: „Reiddi hnefi, það er mál komið að þú hættir að bjástra við fötin mín og brynjuna mína. Ég hef ákveðið að ráða Hamó fyrir æðsta þjón minn.“ Ég gat aðeins stunið upp „Herra“ í miklum ávítunarróm. Konungur skellihló og sagði: „Jóhann! Ég ætla að gera þig að riddara, bannsettur kján- inn þinn.“ ) Mér varð svo bylt við þessa gleðifregn að um stund kom ég ekki upp nokkru orði fyrir undrun og gleði, ég aðeins starði á kónginn, „eins og naut á nývirki“, eins og hann sagði við mig seinna. Hann gaf það til kynna að hann hefði ákveðið að slá mig til riddara morguninn eftir, þessvegna kraup ég á kné í hallarkirkjunni alla næstu nótt og vakti yfir vopnum mínum. j Snemma næsta morgun hlýddi ég á messu. Svo nærðist ég lítið eitt á einhverju og að því búnu böðuðu samþjónar mínir mig og bjuggu mig tignarklæðum. Síðan var ég leidd- ur fyrir konung. Blanchfleur og herra og frú de Colum- biérs litu fagnandi til mín. Svo féll ég á kné frammi fyrir Ul konunginum og hann talaði til mín þessum orðum: Snyrtimenni vilja helst BRYLCREEM Hvilikur munur á hári sem er líflegt, með fallegum gljáa, og þvi hári, sem er klesst niður með mikilli feiti eða oliu. Gætið þess að hár yðar sé snyrtiiegt og vel greitt með Brylcreem hinu fullkomna hárkremi. Með Brylcreem greiðist hárið vel, án of mikillar feiti, vegna þess að i Brylcreem er fitu-efnið i uppleystu ástandi. Með Brylcreem fer hár- ið vel og gljáir daglangt. Nuddið Brylcreem vel inn í hársvörðinn, það styrkir hann, minnkar flösu og gerir þurt hár líflegt og mjúkt. Notið ávallt Brylcreem og hár yðar verður gljáandi, mjúkt og fallegt. Hið íullkomna harkrem TILBOÐ TiJboð óskast í byggingu fimleikahúss við barnaskól- ann í Keflavík. — Útboðslýsing og teikningar fást af- hentar í skrifstofu Keflavíkurbæjar" gegn kr. 200,00 skilatryggingu. — Tilboðum sé skilað í skrifstofuna fyrir 30. apríl 1955. — Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Keflavík, 21. apríl 1955. Bæjarstjórinn í Keflavík. Sendisveinn Röskur og ábyggilegur drengur óskast til sendiferða við heildverzlun hér í bænum. — Nauðsynlegt að við- komandi hafi reiðhjól til umráða. — Umsóknir, ásamt upplýsingum, sendist blaðinu fyrir n. k. miðvikudag, merkt: „Sendisveinn 1955 — 142“. Bext að auglýsa í Morgunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.