Morgunblaðið - 23.04.1955, Blaðsíða 1
16 síður
42 árgangur
90. tbl. — Laugardagur 23. apríl 1955
Prentsmiðja Morgunblaðsin*
Kosningamar í
Kópavogi eru
hreinn skrípa-
leikur
Á FJÖLMENNUM fundi, sem
haldinn var i Sjálfstæðisfélagi
Kópavogs nú í vikunni, var
rætt um afstöðu Sjálfstæðis-
manna til atkvæðagreiðslu
þeirrar, sem kommúnistar
efna til í Kópavogi á sunnu-
daginn.
í fjörugum umræðum um
þetta mál kom sú skoðun ein-
huga fram, að þessi atkvæða-
greiðsla væri tilgangslaus
skrípaleikur, þar sem á ní-
unda hundrað Kópavogsbúar
á kosningaaldri hafa skriflega
lýst vilja sínum í kaupstaðar-
réttindamálinu.
Var samþykkt með sam-
hljóða atkvæðum að skora á
allt Sjálfstæðisfólk og aðra
andstæðinga kommúnista í
Kópavogi, að mæta ekki á
kjörstað.
Félög hinna lýðræðisflokk-
anna munu hafa tekið sömu
afstöðu í þessu máli. Verða
það því ekki nema kommún-
istar einir, sem taka þátt í at-
kvæðagreiðslunni.
120 MANNA DANSKT LOG-
REGLUUÐ TIL FÆREYJA
WASHINGTON 22. apríl. Norð-
menn fá 40 milljón dollara lán í
Bandaríkjunum. Af þessum 40
milljónum lánar alþjóðabankinn
25 milljónir dollara, en 15 mill-
jónír verða boðnar út í verðbréf-
um um gjörvöll Bandaríkin.
Norðmenn ætla að verja lán-
inu tii kaupa á iðnaðartækjum.
Um helming bankalánsins verður
breytt í sterlingspund og hollen'zk
gyllini.
Áður höfðu Norðmenn fengið
25 millj. dollara lán hjá alþjóða-
bankanum, í apríl 1954 og yfir-
tekíð það að fullu í sept. sama ár.
Eden lormaðor
ins
LONDON, 22. apríl. — Á fundi
brezka íhaldsflokksins í gær var
Sir Anthony Eden kjörinn for-
maður flokksins í stað Sir Win-
stons Churchills.
BRUSSEL 22. apríl. — Búizt er
við meir en milljón gestum á
vörusýninguna hér, sem opnuð
verður á morgun, laugardag. Á
iðnaðarsýninguna í Liege er bú-
izt við að komi um 200 þús.
gestir.
í shitlri hsimsókn
VILHJÁLMUR FINSEN sendi-
herra ísiands í Þýzkalandi er
staddur hér í bænum. Hann kom
með Lagarfossi frá Hamborg í
fyrradag.
Vilhjálmur Finsen ætlar að
hafa hér aðeins^stutta viðdvöl,
er hér til viðræðna við ríkis-
stjórnina.
Réftum 10 árum
frá stríðslokum:
Nckkrar
dagsetningar
HINN 2. maí hittast sendiherrar
fjórveldanna í Vínarborg til
þess að undirbúa friðarsamning
við Austurríki.
Hinn 5. maí verður (sennilega) !
Þýzkaland fullvalda ríki með því
að endanleg staðfesting Parísar- (
samninganna hefir þá farið fram.
Hinn 7. maí koma fulltrúar ,
meginlandsríkjanna og Bretlands 1
saman til þess að stofna form-
lega Bandalag Vestur-Evrópu í
samræmi við ákvæði Parísar-
samninganna.
Hinn 9. maí verður ráðstefna
Atlantshafsríkjanna í París, þar
sem Þjóðverjar verða formlega
gerðir aðilar sem fimmtánda
þjóðin í bandalaginu.
Um miðjan maí eða síðar koma
utanríkisráðherrar fjóryeldanna
saman í Vín til þess að undir-
skrifa friðarsamninga við Aust-
urríki.
Talsmaður ameríska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær (í sam-
bandi við samningana við Aust-
urríki), að það væri tvennt ólíkt
að berjast fyrir bandamenn eða
að berjast fyrir rétti ríkis til þess
að vera hlutlaus. — Reuter.
Senf með sérstöku
skipi til að fram-
kvæma fógetagerð
Khöfn í gær.
FMTT hundrað og tuttugu danskir lögregluþjónar lögðu af
*' stað frá Danmörk í gærkvöldi, áleiðis til Færeyja og
er erindi þeirra að brjóta á bak aftur viðnám Klakksvík-
inga gegn því að nýr héraðslæknir verði settur til þess að
þjóna þeim. Klakksvíkingar vilja halda gamla lækninum,
sem hefur þjónað þeim um nokkurt skeið.
Áður en lögregluþjónarnir voru sendir frá Danmörk hafði H. C.
Hansen, forsætisráðherra Dana, haldið fund með formönnum
dönsku stjórnmálaflokkanna og þeir fyrir sitt leyti fallizt á þá
ákvörðun forsætisráðherrans að senda lögregluliðið til Klakks-
víkur.
Sérstök járnbrautarlest var send með lögregluþjónana til Esbjerg
f gærkvöldi, og í morgun lagði liðið af stað í skipi, sem sérstaklega
hefur verið leigt til fararinnar.
Danska stjórnin tók ákvörðun-
ina um sendingu þessa öfluga lög-
regluliðs til Færeyja eftir að
borizt hafði sérstök beiðni um að-
stoð frá landsstjórninni í Færeyj-
um. Ástæðan til þessarar beiðm
eru ryksingar, sem urðu í Klakks
vík í gær, fimmtudag.
Mál þetta á sér langan aðdrag-
anda. Fyrir nokkrum árum var
yfirlækninum í Klakksvík, Hal-
vorsen, sagt upp starfi. Læknir-
inn neitaði að víkja úr embætti
og hefur gert það fram á þenna
dag. Læknirinn, sem skipaður
var sem eftirmaður Halvorsens,
hefur þar af leiðandi ekki getað
náð rétti sínum.
Nú ákváðu yfirvöldin í Fær-
, eyjum að láta til skarar skríða
! og láta fógeta víkja Halvorsen úr
embætti og fá starfið eftirmann-
inum. í gær fór umboðsmaður
j Dana í Færeyjum, og ennfremur
fógetinn í Þórshöfn, ásamt lög-
reglustjóranum þar og land-
| stjórnarmanninum Mitens með
gufuskipinu „Tjaldur“ frá Þórs-
höfn til Klakksvíkur til þess að
framkvæma fógetagerðina. En
þegar til Klakksvíkur kom reynd
ist vera þar fyrir liðssafnaður á
í hafnarbakkanum og kom brátt í
| ljós ag Klakksvíkingar voru stað-
! ráðnir í því að hindra að gerð
■ fógeta yrði framkvæmd.
Skipti litlum togum, áður en
Framh. á bls. 2
Akf ærir vegir d öllu land
inu eru nú 9387 km
Vegalögin verða nú opnuð,
þjóðvegir auknir um 866 km
Úr ræðu Sigurðar Bjamasoeiar á Alþingi
SAMGÖNGUMÁLANEFNDIR Alþingis hafa ákveðið að
„opna“ vegalögin á þessu ári. Leggja þær til að ýmsir nýir
vegir verði teknir í tölu þjóðvega og nemur þessi aukning
866 km eða úr 7343 km í 8209. Er það 11,8% aukning.
Sigurður Bjarnason framsögumaður samgöngumálanefndar
Nd. Alþingis greindi frá þessu í ýtarlegri ræðu á Alþingi
í gær.
Hann benti á það, að nú væru akfærir vegir á landinu um
10 þúsund km og hafa þeir aukizt um rúmlega helming
síðan 1937.
í lok ræðu sinnar fór Sigurður miklum viðurkenningarorð-
um um Geir Zoéga vegamálastjóra, sem hefur starfað óslitið
að vegamálunum síðan 1911 og verið vegamálastjóri siðan
1917. „Ég býst við, sagði hann, að allir þeir sem starfað hafa
í samgöngumálanefnd séu á einu máli um það, að samvizku-
samari og betri embættismann sé ekki hægt að hugsa sér.
En Geir Zoéga mun bráðlega láta af störfum, vegna aldurs-
hámarks opinberra starfsmanna.
bótartillagna bætzt við, næstum
1 frá hverjum þingmanni dreifbýl -
isins.
11,8% AUKNING
Komu nú samgöngumálanefnd-
FJOLDI TILLAGNA
NÝJA VEGI
Sigurður Bjarnason hóf ræðu
sína með því að skýra frá því að
snemma í vetur hefðu komið
fram frumvörp í báðum deildum
Alþingis um breytingar á vega- ir beggja deilda Alþingis saman
lögum. Hefur mikill fjöldi við-| Framh. á bla. 2
Khöfn í gærkvöldi.
Frá fréttaritara vorum.
SKIPIÐ Parkeston, sem flytur
dönsku lögregluþjónana, er vænt-
anlegt til Klakksvíkur á mánu-
dagsmorgun. Er óttast að koma
kunni til blóðugra bardaga.
Lögregluþjónarnir hafa með
sér skotvopn, en þeir gera sér þó
vonir um að landgangan takist
án þess að til stórra átaka þurfi
að koma.
Ristjóri „Dimmalaetting“, Eid
Möller, segir í símtali við
Ekstrabladet, að lýðveldisflokk-
urinn reyni á allan hátt að gera
sér mat úr því, hvernig komið
er og megi ekki gera of lítið úr
áhrifum hans. í bili hefir flokk-
urinn látið nægja að senda út
dreifimiða, þar sem krafist er að
landsstjórnin segi af sér og að
Lögþingið verði rofið.
Færeyingar fordæma atburðina
í Klakksvík, sem leitt hefur til
þess, að- kallað hefur verið á
danskt lögregluvald.
Viðbúnaður
tíl varnar
gegn lög-
regluliðinu
Sigurdans
í Klakksvík
INTB fregn í gærkvöldi seg-
ir að allt bendi til þess að
íbúarnir í Klakksvík séu stað-
ráðnir í því að standa þétt
saman og veita dönsku lög-
regluþjónunum sömu móttök-
ur og embættismönnunum,
sem komu á fimmtudaginn og
sem stökkt var á flótta.
Fréttaritari vor í Khöfn
símar að íbúarnir í Klakks-
vík hafi dansað og sungið í
alla fyrrinótt í fögnuði sínum
yfir sigrinum yfir stjórnar-
völdunum.
Veðurbitnir sjómenn vanrækja
nú hin daglegu störf sín í fyrsta
skipti um langt skeið (segir x
NTB fregn) og sitja nú uppi við
fjallsbrún og skyggnast eftir hinu
danska skipi, Parkeston, sem
flytur dönsku lögreglumennina.
Allur fiskifloti Klakksvíkur
var í dag kallaður heim, um tal-
stöð.
Ætlunin er að láta skipin leggj-
ast sibyrt við innsiglinguna til
Klakksvíkur og reyna með því
að hindra að lögreglumennirnir
geti komizt til bæjarins. Jafn-
framt ætla bæjarbúar þó að vera
við því búnir að lögreglumenn-
irnir geti yfirstigið þetta fyrsta
varnarvirki. Fara bæjarbúar ekki
dult með það, að þeir ætli að
hita lögregluþjónunum dönsku í
hamsi og gera sitt ítrasta til þess
að koma í v?j* fyrir að brott-
flutningur hins vinsæla yfirlækn-
is megi takast.
Sala á skotvopnum hefur verið
bönnuð um allar Færeyjar og
einnig sala á skotfærum.
Skipstj. á „Tjaldi“, sem flutti
fágetann í Þórshöfn og fylgd-
arlið hans til Klakksvíkur hefur
skýrt svo frá í símtali við Kaup-
mannahafnarblaðið „Ekstrablad-
et“, að bæjarbúar í Klakksvík
muni að því er hann fái bezt séð,
ekki víkja um þumlung.
Skipstjórinn segir að ekki hafi
verið vitað fyrirfram um komu
Bergs fógeta í Klakksvík, en
fregnin hafi breiðzt út þegar í
stað, eins og eldur í sinu, og á
nokkrum mínútum voru götur
orðnar þéttskipaðar af reiði-
þrungnu fólki. Afleiðingin varð
sú að aðkomumennirnir höfðu
aldrei minnsta tækifæri til þess
að koma fram embættisverkura
sínum.
Hinir óheppnu laganna þjónar,
sem höfðu með sér lækninn, Dahl
frá Þórshöfn, sem taka átti við
embætti Halvorsens til bráða-
birgða (segir NTB) áttu ekki
annars kost en að taka til fótanna
og forða sér um borð í Tjald
aftur.
Mannfjöldinn fylgdi rétt í hæl-
ana á þeim og nokkrir menn
hlupu þegar að landfestum og
hjuggu þær í sundur. Varð skip-
stjórinn að sigla burtu við svo
búið.