Morgunblaðið - 23.04.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1955, Blaðsíða 16
Veðurúilil í dag: NA-kaldi. Lcttir til. Frumsýning í Þjóðleikhúsinu. — Sjá grein á blaðsíðu 7. Myndin hér að ofan var tekin á sumardag-inn fyrsta af mannfjöldanum, sem safnaðist saman við útihátíðahöldin í Lækjargötunni. Myndin er samsett og sýnir ljóslega þann gífurlegt mannfjölda, sem þarna var. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Oddvilinn neilar að ræða við bæjarráð um sameiningarhugmyndina Hvernig ætlar hann að sameina án þess að ræða við hinn sameiningaraðiljann? AHREPPSNEFNDARFUNDI, sem haldinn var í Kópavogi s.l. laugardag bar fulltrúi Sjálfstæðismanna, Jósafat Líndal, fram tillögu um að skora á oddvitann, að gera fyrir- spurn til bæjarráðs Reykjavíkur um afstöðu bæjarins til sameiningar hreppsins við Reykjavík. ★ Bar Jósafat þessa tillögu fram vegna þess, að oddvitinn hefur mikið talað um sameiningu við Reykjavík, en hins vegar er ekki vitað til að hann hafi minnzt á þetta einu orði við forráðamenn Reykjavíkur. Ljóst væri að fyrir kosn- ingar þær sem efna ætti til um þetta, þyrftu kjósendur að fá að vita, hvort tillögur hreppsnefndarmeirihlutans um sameiningu við Reykjavík væru ekki út í bláinn. Hér þyrfti að sjálfsögðu samkomulag tveggja aðilja. Á- Oddvitinn brást hinn versti við þessari sjálfsögðu tillögu og neitaði að ræða hana. Það er líka ljóst að hann hefur aldrei minnzt einu orði á sameiningu við forráðamenn Reykja- víkur. Sést því greinilega að ætlunin með kosningunum á sunnudag er aðeins að tefja málið um kaupstaðarréttindi svo að hann geti setið áfram í oddvitastöðu í nærri 4000 manna „hreppi“. Brezkur landhelgisbrjótur ætlaði að komast undan Var dæmdur og varð að setja rúml. 150 þús. kr. tryggingu VARÐSKIPIÐ Ægir lét hart mæta hörðu í viðskiptum sínum við brezkan nýsköpunartogara, Cape Cleveland frá Hull, er tekinn var á veiðum í landhelgi á þriðjudagskvöldið. Gerði togar- inn tilraun til að komast undan, en sá það ráð vænna að hætta við þau áform, er Ægir fór að skjóta að honum kúluskotum. Skipstjór- inn var dæmdur í 74000 kr. sekt í gær. Fiölmenn hátíðahöld í fögru veðri á sumardaginn fyrsfa SENNILEGA hafa skrúðgöngur Barnadagsins aldrei verið fjöl- mennari en í gær og geysimikill mannfjöldi safnaðist saman á Lækjargötunni til þess að hlýða á 2000 börn syngja þar. Uppselt var á allar skemmtanir dagsins og fóru þær vel fram. í TVEIM RATSJÁM Þetta gerðist um klukkan 11 á þriðjudagskvöldið. Ægir var þá á eftirliti austur við Ingólfshöfða. í tveim ratsjám skipsins, kom fram togari, er reyndist vera 2,1 sjóm. fyrir innan fiskfriðunar- línuna. — Ægir gaf togaranum, sem reyndist vera Cape Cleve- lend, fyrirmæli um að nema stað- ;r. TIL HAFS — 6 SKOT En skipstjórinn á togaranum, mun hafa orðið varðskipsins var og hafði sett á ferð og stefndi til hafs. Veitti Ægir honum þegar eftirför. Þessi brezki togari er mjög nýr, fallegt skip og hrað- skreytt. — Ægir skaut nú þrem lausum skotum að togaranum, en sk pstjóri hans lét engan bilbug sér finna. — Tvö kúluskot voru látin fylgja á eftir og við hið þriðja nam togarinn staðar. LIFANDI FISKUR Var hann þá kominn um 3 sjóm. út fyrir friðunarlínuna. — Skipverjar á Ægi sem fóru um borð í togarann, til að tilkynna skipstjóranum handtökuna fundu lifandi fisk á þilfari skipsins, sem .'./nilega var þar nýlega kominn. Togaraskipstjórinn, sem heitir Henry Saunderson, kvaðst ekki hafa verið að veiðum í landhelgi og var mjög ör og æstur. Hann neitaði alveg að koma með varð- skipsmönnum í bát þeirra yfir í Ægi, til að ræða við skipherrann, Þórarin Björnsson. — Kvaðst ekki koma þangað fyrr en brezka eftirlitsskipið Rathelsnake kæmi á vettvang. Var beðið eftir því þar til á miðvikudagsmorguninn. Þá kom hann yfir í Ægi með brezka skipherranum á eftirlits- skipinu. — Var þar ákveðið að sigla til Reykjavíkur. RÚMLEGA 150 ÞÚS. KR. TRYGGING Á sumardaginn fyrsta var mál skipstjórans tekið fyrir í saka- dómi, og dæmdi Valdimar Stef- ánsson sakadómari skipstjórann í 74000 kr. sekt. Afli skipsins og veiðarfæri voru og upptæk gerð með dómnum. — í gærkvöldi sigldi togarinn héðan og mun hann hafa þurft að setja 155 þús. króna tryggingu, en dómnum, sem skipstjórinn neitaði, skaut hann til Hæstaréttar. Ein les! í nel STYKKISHÓLMI, 20. apríl — Bátar héðan eru nú almennt að búa sig undir netjaveiðar. Vél- báturinn Brimnes fór út í gær með tíu net og fékk í þau 10 lest- ir, eða eina lest í net að jafnaði. Er það mokafli. Lagði hann netin innarlega í Breiðafirði. Fljól ferð með mikinn farm „LAGARFOSS" kom til Reykja- víkur kl. 16 í gær, eftir fjögra sólarhringa og átta stunda sigl- ingu frá Hamborg. Tafðist skipið þó rúma tvo tíma við það, að það varð að fara til Cuxhaven og flytja þar á land skipverja, sem slasazt hafði í vélarrúminu svo alvarlega, að ekki var þorandi að sigla með hann til Reykjavíkur. „Lagarfoss“ hafði að þessu sinni óvenju stóran farm með- ferðis. í Lettlandi tók skipið m.a. 65 bíla. Níu þeirra var komið fyrir í lestarrúminu, en 56 voru settir á þilfarið. Ofan á þessa bíla voru settar 32 stórar dráttarvél- ar og auk þessa var á þilfarinu stór 52-manna bíll, sem verður í föstum ferðum milli Akureyrar og Dalvíkur. Allar lestar skipsins voru troðfullar af vörum, samtals um 2200 smálestir. Til Vestmanna eyja hafði skipið meðferðis 10 smálestir af vörum, mest nælon- net til útgerðarmanna. Skipið kom þangað kl. 12 í fyrrakvöld. en komst ekki inn í höfnina fyr en 4 stundum síðar. Þar sem Vestmannaeyingar stunduðu sjó- róðra af svo miklu kappi, að varla fékkst fólk til annarra starfa, ákvað hinn góðkunni skip- stjóri og dugnaðarmaður Harald- ur Ólafsson að biðja fólk sitt að afferma skipið, til að flýta ferð- inni. Skipverjar afköstuðu þeirri vinnu á 2V2 tíma, svo rösklega hefur verið unnið. Gat skipið þannig komizt út úr höfninni á sama flóði. Þessi ferð „Lagarfoss" mun vera metferð, bæði hvað fljóta ferð snertir og það vörumagn, sem skipið flutti að landi. Hrifning áheyrenda mikil á lónleikum sinfóflitihljómsveil- arinnar SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ríkis- útvarpsins hélt hljómleika í gær í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Olavs Kiellands. Efnisskráin var mjög fjöibreytt og skemmtileg, enda fögnuðu áheyrendur tón- listarmönnunum óspart. Einleik- ari með hljómsveitinni var spánski hörpusnillingurinn Nic- anor Zabaleta, og Guðmundur Jónsson söng einsöng með hljóm- sveitinni. Á efnisskránni voru: Forleik- ur að „Síðdegisævintýri skógar- púkans“ eftir Claude Debussy, Konsertþáttur fyrir hörpu og hljómsveit eftir Camille Saint- Saens, sex sönglög eftir Olav Kielland við ljóð eftir Per Sivle og Sinfónía nr. 7 í A-dúr eftir Beethoven Þessi sinfónía varð til árið 1812 og var fyrst flutt opinberlega árið eftir Hún er oft nefnd dans-sinfónían og skoðuð sem einskonar lofsöngur dansin- um til handa. Annar þáttur sin- fóníunnar er talinn einhver full- komnasti sinfóníuþáttur Beet- hovens. Hátíðahold dagsins hófust með skrúðgöngum frá bæði Melaskól- anum og Austurbæjarskólanum. Voru þær báðar ákaflega fjöl- mennar. Undirbúning skrúðgöng- unnar önnuðust E. B. Malmquist og Pétur Sæmundsson. SUMARDÍSIN OG FYLGDARSVEINAR Fyrir skrúðgöngu Vesturbæj- arins fór Sumardísin (Elsa Pétursdóttir) og reið hún í söðli á rauðum gæðing. Sat hún söðul- inn með mestu prýði. Með henni fóru tveir fylgdarsveinar einnig ríðandi. Lúðrasveit lék einnig í fararbroddi. SEX RIDDARAR Fyrir skrúðgöngu Austurbæj- ar fóru sex riddarar í fornklæð- um og lúðrasveit. Skrúðgöngurn- ar mættust í Lækjargötunni fyr- ir framan Gimli, en á blettinum fyrir framan Gimli höfðu safnast saman um 2000 börn og sungu þau nokkur sumarlög undir stjóm Ingólfs Guðbrandssonar og með undirleik Lúðrasveitar SVO virðist sem einn helzti andstæðingur kaupstaðarrétt- inda Kópavogs hafi nú gefizt upp í andspyrnu sinni við mál- ið. — ★★★★ Vakti það athygli að Hannibal Valdimarsson bar fram breyt- ingartillögur við Kópavogs- frumvarpið, sem eindregið virðast benda til þess að þessi fangi kommúnista hafi nú skipt um skoðun í meginatrið- um___ ★★★★ I breytingartillögum þessum er m.a. fallizt á að Kópavogs- hreppur fái kaupstaðarrétt- indi. En Hannibal vill láta skera hreppinn niður. — ViH hann að kaupastaðarlandið nái aðeins yfir landareignir jarðanna Kópavogs og Digra- ness. Þetta þýðir að hann vill láta skera af t.d. byggðina við Lögberg, Gunnarshólma og kringum Vatnsenda. ★★★★ Þá vill Hannibal að bæjarfó- getinn í Kópavogskaupstað sé jafnframt sýslumaður í Kjós- arsýslu. ★★★★ Að lokum er í frumvarpinu undarleg grein, sem hlióðar svo: ,,— — Lög þessi öðlast þegar gildi, en koma því að- Reykjavíkur. Einnig voru þai! sýndir þjóðdansar. ÆR MEÐ LÖMBIN SÍN Á túninu við Gimli hafði ver- ið komið fyrir tveim tvílembd- um ám með lömbum sínum og höfðu börnin gaman af að skoða hin ungu vorlömb. Geysimikill mannfjöldi safnaðist saman 1 Lækjargötunni og settu börnin þar sinn svip á með litlum fán- um sínum og skrautlegum spari- klæðnaði sínum. En margir voru þeir, sem söknuðu hinna glæsi- legu skra itvagna, sem voru ! skrúðgöngunum í fyrra og mörg voru þau börn er sþurðu mikið eftir þeim. I 19 INNTSKEMMTANIR Á eftir útihátíðahöldunurrí hófust inniskemmtanirnar. Voru þær alls 19 og seldust allir mið- ar að þeim upp á miðvikudag- inn. Um kvöldið voru svo haldn- ir dansleikir í þremur samkomu- húsum. Blöð og merki dagsina seldust mjög vel. Fóru hátíða- höldin í alla staði prýðilega frarra og veður var einnig mjög gott. eins til framkvæmda, að meiri hluti kjóseuua í hreppnum hafi óskað eftir því“. Virðist þessi grein með öllu óþörf, þat sem á niunda hundrað kjós- enda hafa þegar lýst yfir ósk- um sínum um þetta. j ___________________ 1 Læknar geta fengiS benzín 1 SEM kunnugt er fá bílat lækna og ljósmæðra hér í bæra um ekkert benzín vegna af- greiðslubanns þess, sem verk- fallsstjórnin hefir lagt á benzín tii læknabíla. Síðdegis í gær tilkynntu olíufélögin þrjú, B. P., Esso og Shell, stjórn Læknafélags Reykjavíkur, að þau séu reiðu búin til þess að leysa úr þessu ófremdarástandi með því a3 afhenda benzín á bíla lækna og Ijósmæðra. Kváðust olíu- félögin mundu stjórna þessari benzínafgreiðslu ef læknar æsktu þess, frá einum og sama sölustað. I gærkvöldi hafði olíufélög- unum ekki borizt svar frá læknafélaginu, enda tæplega við því að búast þar eð svo áliðið var dags er erindi þetta var serat. Andstæðingi kaupstaðar- réttinda snyst hugur Hannibal vill skera Kópavogshrepp niður og stofna kaupstað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.