Morgunblaðið - 12.05.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1955, Blaðsíða 4
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. maí 1955 Á œfingu hjá Skotfélaginu: Allir miða á miðpunkf — en erfitt er að hitta B LAÐAMENN voru í s.l. viku boðnir á æfingu hjá ( Skoífélagi Reykjavíkur. Þann ' dag varð félagið 5 ára. Voru margir sportmenn þar við æf- ingar, meðal annars Erlendur Vilhjálmsson formaður félags- ins. Hann skýrði blaðamönn- um frá ýmsu í sambandi við Starf félagsins og fórust orð m. a. á þessa leið: r-. / ,. ---- — Flestir menn iðka einhverja leiki eða íþróttir í tómstundum sínum, spila á spil eða hljóðfæri, tefía eða sparka fótbolta, fara á sklðum eða eitthvað annað. Við í skotfélaginu höfum valið okkur þann leik að skjóta í mark og þar sem ég hefi oft rekið mig á að menn hafa litla hugmynd um hvráð það eiginlega er, langar mig að gera lítillega grein fyrir skot- íþróttinni. Skotfimi er alls staðar viður- kennd íþróttagrein og ein af keppnisgreinum Olympíuleik- anna, enda af mörgum talin ein göfugust íþrótta. Má nefna t. d. að hinn veikbyggði hefur jafna möguleika og hinn sterki. Sér- stök líkamshreysti er ekki nauð- syhleg við skotfimi eins og t. d. við hiaup, köst og stökk. Með þessum orðum heilsaði formaður Skotfélagsins blaða- mönnum og má segja að í þeim speglist vel sú rósemi og sú hóg- værð sem hvilir yfir æfingum félagsmannanna — að minnsta kosti ef æfingarnar allar eru svipaðar þeirri sem fram fór á miðvikudagskvöldið að Háloga- landi, en þar æfa félagsmenn að vetrarlagi, en á útisvæði ofan Grafarholts á sumrin. * ALLT EFTIR ÁKVEÐNUM ÖRYGGISREGLUM Skotmennirnir flykktust til æfingarinnar með sína vönduðu riffla — riffla sem eru sérstak- lega gerðir til markskota. Þeir eru þungir, 10—14 pund með gatasigti eða kíki, sérstakri ól og völdum gikk. Hefur hver félags- maður sjálfur pantað að utan sinn riffil, því ekki fást þeir hér í verzlunum. Þeir eru dýrir grip- ir, þetta frá 3—4000 kr. og er því stofnkostnaðurinn mikill, en síð- an kemur 100 kr. ársgjald og í því er falið gjald fyrir not af æfingasvæðum félagsins. Allt fer fram af fullkomnu ör- yggi. Allir rifflar eru opnir þeg- ar félagsmennirnir koma inn í æfingasalinn. Þeir leggjast á dýnur í öðrum enda salarins eft- ir að markskífum hefur verið komið fyrir í hinum endanum. Eftir að skotmenn hafa lagzt nið- ur fer enginn fram fyrir þá, unz þeir hafa staðið upp eftir að hafa skotið 10 skotum — sem er eins konar lota hjá þeim. Að Háloga- landi skjóta þeir eingöngu af 25 yarda færi, ýmist liggjandi, sitj- andi, krjúpandi eða standandi, en þessar mismunandi stöður eru mjög misjafnlega erfiðar fyrir skotmanninn. Að hitta í mið- punktinn gefur 10 stig og er því mögulegt að ná 100 stigum í lot- xinni. Einn félagsmannanna Ro- bert Schmidt gerði það á áður- nefndri æfingu og í félaginu eru 15 ÍR-ingar fara út 4 Svíar gista ísland Svíarnir eru landsliðsmenn og keppa hér í júní, en IR fer út í ágúst AKVEÐIN er í ágústmánuði í sumar utanför frjálsíþrótta- manna íþróttafélags Reykjavíkur. Keppa þeir í Svíþjóð nokkrum sinnum og nú er unnið að því að flokkurinn getl keppt víðar og koma þá til greina Þýzkaland og Kaupmanna- höfn. — Erlendur Vilhjálmsson form. Skotfélagsins handleikur Winchester- riffil af fullkomnustu gerð. nokkrar aðrar skyttur sem það ar hafa gert — en aðrir nálgast það hámark jafnt og þétt eftir því sem þeir læra að þekkja sjálfa sig, riffilinn sinn og allar aðstæð- ur. Það er leyndardómur ‘hinnar skemmtilegu og aðlaðandi íþrótt- ar: að skjóta í mark. íþróttin krefst nákvæmrar samvinnu huga og handar og gagnar ekkert flaustursverk. Þegar skotið er, er , gikktakið og öndunin aðalatriðið. Líkaminn verður að vera í hvíld og hvergi nein áreynsla nema á vísifingri hægri handar og kann ýmsum að finnast einkennilegt, sagði Erlendur Vilhjálmsson, for- maður félagsins. * FRÓÐIR UM BYSSUR OG SKOT Ilann skýrði og frá því að félagsmenn byggju skot sín til sjálfir, móta kúlurnar og hlaða skothylkin og gera svo tilraunir með ýmsa þyngd kúlna, púður- gerð og púðurmagn. Enginn get- ur orðið góð skytta nema hann lesi bækur um skotfimi, hún lær- ist ekki af sjálfu sér. og spöruðu jafnvel mætir menn ekki sleggjuna í dómum sínum um félagið og meðlimi þess. Þeir sömu menn hljóta nú að sjá, að félagið gerir engum skaða, heldur hefur það skipu- lagt og fært á einn stað iðkun skotfimi sem annars fór fram hér og þar í leyfisleysi og án nauð- synlegra öryggisreglna. Félagið hefur sem áður segir afnot af Hálogalandi að vetrarlagi, en á sumrum er skotið á æfingasvæði er bærinn úthlutaði félaginu við Grafarholt — og gefst vonandi kostur á því í sumar að heim- sækja æfingu þar og sjá skytt- urnar glíma við hliðarvind og lengra skotfæri, þetta frá 50 og allt upp í 300 metra. GAGNKVÆM HEIMSÓKN Hér er um gagnkvæm viS- skipti að ræða. Til íslands koma á vegum ÍR f jórir ( sænskir frjálsíþróttamenn og j greiðir ÍR kostnað að heim- j sókn þeirra. Þess í stað sér j félag f jórmenninganna Bromma IF í Stokkhólmi um j dvöl 15 frjálsíþróttamanna úr> ÍR í Svíþjóð auk 3 fararstjóra. j Það er Rúnar Bjarnason, sem, um margra ára skeið æfði í-1 þróttir hjá ÍR, en hefir nú að j undanförnu stundað fram- j haldsnám í Sviþjóð, sem kom þessari skiptiheimsókn á. ■* DAGSKRAIN í SVÍÞJÓf) Svíarnir hafa þegar ákveðið „dagskrá" heimsóknar ÍR-ing- anna til Svíþjóðar. Er hún í stórum dráttum þessi: 23. ágúst: félagakeppni Bromma ÍF og ÍR. 25. ágúst: keppni úti á landi. 27. ágúst: horft á landskeppni Svíþjóðar og Þýzkalands. 28. ágúst: síðari dagur lands- keppninnar. 30. ágúst: keppni úti á lands- byggðinni. 2. sept. keppt á alþjóðlegu í- þróttamóti á Stadion. Eins og fyrr segir verða í ut- anfarahópnum 15 menn og 3 far- arstjórar, þar á meðal formaður félagsins, Jakob Hafstein. * SVÍARNIR KOMA í JtJNÍ í júnílok koma hingað til lands fjórir félagar úr Bromma IF, en Það er miðpunktur slikrar skífu sem allir miða á — en ýmsum veitist erfitt að hitta. * SKEMMTILEG ÍÞRÓTT En skotfimin er íþrótt huga og handar sem fyrr segir. Hún er sérstaklega spennandi, en þó þýðir ekki að vera æstur eða spenntur. Það er um að ræða að ná öryggi yfir sjálfum sér og áhaldinu, sem milli handa manns er. Þetta er íþrótt, sem ungir sem gamlir hafa unun af og feiknlega ánægju. * KEPPNI BLAÐAMANNA Formaður Skotfélagsins efndi þarna um kvöldið til keppni milli blaðamannanna. Þeir eru öðrum örvum vanari að skjóta en byssu- kúlum. En keppnin var samt skemmtileg og urðu úrslit þau að Morgunblaðið (Atli Steinars- son) sigraði — hlaut 89 stig, Tím- inn (Indriði G. Þorsteinsson) og Þjóðviljinn (ívár Jónsson) urðu jafnir með 78 stig, en Indriði sigraði í aukakeppni um annað sætið. Vísir (Ingólfur Kristjáns- son) hlaut 39 stíg. Voru góð verðlaun afhent af keppni lok- j íslandsmeistarar KR í 2. ílokki karla. EMámskeið í handknait' leik h|á KR Þetta er einn af sænsku lands- liðsmönnunum, sem hingað kem- ur á vegum ÍR í júnílok. Erik Uddebom heitir hann og sér- grein hans er kúluvarp. Hefur hann varpað 15.95 metra, og það afrek skinar honum í 40. sæti í afrekaskrá heimsins á s. I. ári. þeir eru allir landsliðsmenn. Þeir eru: Erik Uddebom, sem varp- að hefur kúlunni 15,95 m og kringlunni hefur hann kasíað 46 metra. Lennart Lind, sem stokkið hefur 4,25 m í stangarstökki. Leif Christianson, sem hlaupið hefur 100 m á 10,7 sek. og 200 m á 22,0 sek. Nils Toft, sem hlaupið hef- ur 1500 m á 3:48,0 mín. Félag þeirra Bromma er aðeins tveggja ára, en stofnendur þess voru fjölmargir menn, sem náð höfðu góðum árangri og margir afreksmenn. Verður gaman að sjá þá fjórmenningana keppa hér í júnímánuði. í NÝLOKNU íslandsmóti í hand- ’ knattleik vann KR í tveim flokk- Erlendur Vilhjálmsson rakti að nokkru 5 ára sögu félagsins. —! Stofnendur voru um 150 úr Rvík og nágrenni. Voru þeir flestir miklir áhugamenn um skotfimi, en bundust nú samtökum til að bæta aðstöðu sína, sem hafði ver- ' ið mjög slæm. Þeir höfðu hvergi afdrep, en skutu á flöskur og dósir og annað. j Er félagið var stofnað var kappkostað að kenna mönnum rétta meðferð skotvopna, að iðka skotfimi sainkv. alþjóðareglum á skotskífur og með fullkomnu ör- yggi. Átti félagið erfitt uppdrátt- um, meistaraflokki kvenna og II. fl. karla, auk þess stóðu hinir j flokkarnir sig allir vel. Það er j nú mjög mikið líf og fjör í hand- j knattleiknum hjá félaginu og er j það mikið að þakka hinu nýja og fullkomna íþróttahúsi. Nú hefur deildin ákveðið að halda nám- skeið í handknattleik fyrir byrj- endur og verður það á þriðju- dögum og föstudögum kl. 8—10 í félagsheimilinu við Kaplaskjóls- veg. Kennarar verða Frímann Gunnlaugsson og Magnús Georgs son. íslandsmeistarar KR í meistaraflokki kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.