Morgunblaðið - 11.06.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1955, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLÁÐIÐ Laugardagur 11. júní 1955 I Verndun fiskistofnonna Framh. af bls. 1 í niðurstöðum ráðstefnunnar er að finna yfirlit yfir þær meg- inreglur, sem talið var að al- þjóðasamvinna um verndun fiski stofna ætti að byggjast á. RANNSÓKNIR FRUMSKILYRÐI Frumskilyrði allra friðunar- Táðstafana eru kerfisbundnar vísindalegar rannsóknir á éstandi fiskstofnsins og á það jafnt við um fiskstofna, sem eru ofveiddir, sem hina, er ekki sýna ■ ennþá nein augljós merki ofveiði. Öllum þjóðum, er sækja veiði sína í ákveðinn stofn, ber skylda til þess að inna af hendi rann- iSÓknir á ástandi og eðli þessa stofns, þótt strandríkið hafi venjulega forgöngu vegna hags- muna sinna. Rannsóknir þessar eru í fyrsta lagi kerfisbundnar 'Ííffræðilegar athuganir og má jþar nefna helztar: útbreiðsla hrygning, vöxtur, kynstofnar, ícynþroski, aldursdreifing, dán- ártala og göngur. Hér koma og til greina áhrif veiðanna á stofn- inn, bæði er snertir heildarsókn og veiðiaðferð. Þýðingarmikið etriði er einnig innbyrðis áhrif eins fiskstofns á annan, t. d. sam keppni um fæðu. í öðru lagi eru fullkomnar fiskiskýrslur, þar sem hægt er að reikna út aflann miðað við ákveðna fyrirhöfn (dagveiði, veiði pr. togtíma skipa "ö.s.frv.). RÁÐSTAFANIRNAR Þá ræddi ráðstefnan mjög ýtar lega þær ráðstafanir, sem hægt er að gera til verndar fiskistofn- unum og skal hér nefnt það helzta: 1. Takmörkun á árlegum heild arafla 2. Lokun ákveðinna svæða. 3. Bann við veiði ákveðinn tíma ársins. 4. Ákveðin möskvastærð og bann við einstaka veiðfær- um. 5. Lágmarksstærð fisks, sem landa má. 6. Lokun uppeldisstöðva. - 7. Lokun hrygingastöðva. 8. Fiskklak. 9. Tilfærsla tegunda milli haf- svæða. 10. Tilfærsla ungviðis á betri uppeldisstöðvar. Það skal þó tekið fram til þess að forðast hllan misskilning, að röð hinna einstöku ráðstafana í upptalningunni gefur ekki til kynna hver þeirra sé mikilvæg- ust. Hvaða aðferð nota skal er háð fjölmörgu og verður að met- ast af sérfræðingum með hliðsjón af þekkingu manna á eðlishátt- um stofnsins. SVÆÐASAMNINGAR EKKI ALÞJÓÐA SAMNINGAR Taldi ráðstefnan, að hagkvæm asta aðferðin til að vinna að frið- un fiskistofna á alþjóðlegum grundvelli væri, að svæðasamn- ingar væri gerðir milli þeirra ríkja, sem hlut ættu að máli, og að ekki væri hentugt að leysa málið með einum alþjóða samn- ingi, sem taki til allra svæða. Væri nauðsynlegt, að þau ríki sem fiskveiðar stunduðu á hlut- aðeigandi svæði hefðu tækifæri til að gerast aðilar að samning- um ag taka þátt í þeim varnar- ráðstöfunum, sem nauðsynlegar væru. Slíkar ráðstafanir ættu að Uyggjast á vísindalegum rann- sóknum, sem öll aðildarríkin tækju þátt í, og nauðsynlegt væri, að greinilega væri tekið fram í samningunum hvaða ráð- stafanir væru heimilaðar, og að séð yrði um, að þeim ráðstöfun- utn yrði framfylgt. Þá var einnig pnikið um það rætt á ráðstefn- tr^ni hvernig leysa bæri ágrein- ing, sem rísa kynni, bæði að því er varðar nauðsyn tiltekinna ráð- stafana, og það að eitthvert ríki, som fiskveiðar stundaði, á til- teknu svæði neitaði að taka þátt í samningum um verndarráðstaf anir. Varðandi fyrra atriðið var talið eðlilegast, að leitað yrði álits hlutlausra sérfræðinga, sem aðilar kæmu sér saman um að leita til. Varðandi hið síðara var talið nauðsynlegt að skapa skiln ing á því, að öllum ríkjum bæri skylda til að taka þátt í þessu samstarfi. í framhaldi af þessu var einnig rætt um það, hvernig leysa skyldi þetta vandamál, ef ómögulegt væri að ná samkomu- lagi hlutaðeigandi ríkja. Voru þá mjög mörg ríki því fylgjandi að heimila bæri strandríkinu, að ákveða hvaða ráðstafanir væru nauðsynlegar, einnig á því svæði sem lægi utan þess venjulegu lögsögu. ÞÁTTUR ÍSLENZKU NEFNDARINNAR íslcnzka nefndin tók að sjálf- sögðu fullan þátt í því að stuðla að samvinnu varðandi verndun fiskistofna úthaísins. Notaði hún jafnframt tækifærið til að styrkja málstað islendinga, að því er varðaði einhliða ráðstaf- anir og hafði, svo sem venja er, samband við sendinefndir ann- arra ríkja, er líkra hagsmuna hafa að gæta. Ráðstefnan stað- festi það samkvæmt tillögu ís- lenzku nefndarinnar, að hún væri ckki bær um að láta í ljós neitt álit á því hver víðátta land- helginnar væri, hversu langt á haf út landhelgi hvers ríkis yfir fiskveiðuin næði, né hverjum bæri yfirráð yfir hafinu ofan landgrunnsins. Tók íslenzka nefndin það fram, að ekki væri nægilegt að sagt væri, að ráðstefnan hefði ein- ungis fjallað um úthafið af því að þá myndi Þjóðréttarnefndin, svo sem hún hingað til hefði gert, ef til vill halda áfram að telja að einungis væri um tvennt að ræða í sambandi við verndun fiskistofna: annars vegar land- helgina og hinsvegar úthafið. Þetta myndi verða mjög villandi vegna þess, að hugtakið land- helgi væri byggt á yfirráðum strandríkis yfir ýmsu öðru en fiskveiðum og væri því ekki ó- líklegt að ýms af þeim atriðum gætu haft það í för með sér, að ekki næðist samkomulag um þá fjarlægð frá ströndum, sem nauð synleg væri vegna hagsmuna strandríkjanna varðandi lög- sögu yfir fiskveiðum. Ef ekki næðist samkomulag um nauðsyn lega fjarlægð með þeim hætti, yrði ekki hjá því komist að Þjóð réttarnefndin gerði tillögur um viðbótarbelti, sem miðuð væru við lögsögu yfir fiskveiðum. Auð vitað væri þessi ráðsíefna ekki bær um að láía í ljós nokkurt álit um það hversu langt slík lögsaga skyldi ná, en hinsvegar væri nauðsynlegt, að Þjóðréttar- nefndin misskildi ekki þetta mál. Þessi tillaga íslenzku nefndar- innar var samþykkt. AÐALATRIÐIÐ ÝERNDUN UNGVIÐISINS Þá benti íslenzka nefndin einnig á, að enda þótt verkefni ráðstcfnu þessarar væri að fjalla um verndarráðstafanir á grund- velli alþjóéasamvinnu þá mætti ekki Iíta þannig út, að hún gerði sér ekki grein fyrir því, að eitt aðalatriðið í þessum efnum væri að vernda ungviðið í uppeldis- stöðvum grunnsævisins meðfram ströndum, af því að ef strand- ríkið brygðist þeirri skyldu sinni að vernda þær stöðvar væri til- tölulega Iítið gagn að þeim ráð- stofunum, sem fengjust með al- þjóðasamvinnu á öðrum svæð- um. Bentu ýmsir fulltrúanna á, að hið síðarnefnda væri hlut- verk þessarar ráðstefnu og gæti hún því ekki látið i Ijós álit sitt UiH annað. En niðurstaðan var sú, sem íslendingar lögðu áherLdu á, að ráðstefnan lýsti ánægju sinni yfir þeim árangri, sem náðst hefði í þessum efnum, bæði fyrir aðgerðir einstakra ríkja og með alþjóðasamvinnu. Miklar umræður urðu um sér- stöðu strand.ríkjanna og hags- muni þeirra af verndun fiski- stofnanna, og var beinlinis tekið fram í skýrslu ráðstefnunnar að talta bæri tillit til hagsmuna strandríkjanna þegar verndarráð stafanir væru undirbúnar. EKKI LÖGFRÆÐILEG ÞRÆTUMÁL Þar sem hér var um vísinda- lega fiskifræðingaráðstefnu að ræða var þetta ekki vettvangur til að leysa úr lögfræðilegum þrætumálum, en vafalaust munu umræður um þessi efni vekio at- hygli Þjóðréttarnefndarinnar á því að fjöldi þeirra þjóða, sem telja nauðsynlegt að fullt tillit sé tekið til hagsmuna strandrík- isins fer vaxandi og að ekki þýð- ir að loka augunum fyrir þeirri staðreynd. Einnig að því leyti má segja, að árangur hafi orðið af ráðstefnu þessari, frá okkar sjónarmiði. IsaSjarðar slitfð ÍSAFIRÐh 3. júní' — Tónlistar- skóla ísafjarðar var slitið í AÞ þýðuhúsinu á ísafirði 28. f. m. | og lauk þar með 7. starfsári skól- ’ ans. Sk-Mastjórinn, Ragnar H. i Ragnar, ávarpaði nemendur og ' gesti og gerði grein fyrir starf- semi skólans, en síðan léku 3 nemendur skólans einleik á píanó og samleik á píanó og orgel. j Að því loknu afhenti skóla- ’ stjórinn verðlaun sem fyrirtæki og einstaklingar í bænum höfðu gefið í því skyni. Þakkaði skóla- stjórinn ölium þeim, sem styrkt hafa starfsemi skólans á undan- förnum árum. Að lokum talaði formaður skólanefndor skólans, Kristján Tryggvason klæðskerameistari. Þakkaði hann skólastjóra og kennurum fyrir gott starf og ósk- aði þess, að starfsemi hans mæti aukast og blómgast á komandi árum. í vetur stunduðu nám í skól- anum 37 nemendur og var ekki hægt að veita öllum skólavist, sem þess óskuðu. Skólastjórinn, Ragnar H Ragnar, kenndi eins j og áður píanóleik cg tónfræði, en aðrir k mnarar voru þeir sömu j og s.l. vetur: Jónas Tómasson, ! Elísabet K’-istjánsdóttir og Guð- j mundur Arnason. —J. 1D A G kl. 4 e. h. verður opnuð í Melaskólanum hér í bæ mjög merkileg sýning, sem haldin er á vegum Sambands íslenzkra barnakennara og Landssambands framhaldsskólakennara. Er hún í nánum tengslum við Níunda uppeldismálaþing S. í. B., sem sett verður í dag af Pálma Jósefssyni, skólastjóra, form. S. í. B. — Bjarni Benediktsson, menntamálaráðherra, flytur ávarp við setninguna, Magnús Gíslason, námsstjóri, flytur erindi og nem- endur úr Laugarnesskólanum leika á fiðlur. — Þingið stendur yfip til n. k. þriðjudags. * SÝNING KENNSLUTÆKJA OG BÓKA | Sýningin, sem opnuð verður í dag. nefnist: Sýning kennslu- tækja og bóka. Er henni skipt í. deildir og gerður samanburður á bókum, sem hér eru notaðar til kennslu, og erlendum kennslu-. bókum. Þarna eru og til sýnis i skóiahúsgögn, vélar og tæki, ýmislegt, sem varðar húsmæðra-* kennslu o. s. frv. Má fá mjög góðS mynd af barna- og framhaldsn skólakennslunni af sýningu þessn ari, sem er hin fróðlegasta í alla staði. — Sýningin verður opin aM menningi. Samhendsþiíig 11.1 á ihtueyri 30. jání og I. p!í SAMBANDSÞING Ungmennafélags íslands verður haldið á Akur* eyri dagana 30. júní og 1. júlí næstkomandi. Verður það setl í íþróttahúsinu þar, en þar eru varðveittar ýmsar minjar frá tíði fyrsta ungmennasambandsins í landinu, sem stofnað var á Akuri eyri 1. janúar 1908. Annars verður þingið haldið í Menntaskólarw um á Akureyri, en þingfulltrúar verða í heimavist skólans. Um 100 fulltrúar hafa rétt til' þingsetu eða einn fulltrúi á hverja 120 ungmennaíélaga, en í ungmennafélögum landsins er nú um 12 þús félagsmenn. Héraðs- samaböndin eru 19 að tölu. NÍUNDA í RÖBINNI Sambandsþing er haldið þriðja hvert ár og svarar til venjulegra aðalfunda félaga. Á sambands- þingum er mörkuð stefna sam- takanna, rædd málefni ungmenna félaganna og kosin sambands- stjórn. Milli þinga starfar sam- bandsráð og kemur saman a. m. k. árlega. Það er skipað formönn- um héraðssambandanna og stjórn Ungrnenna-'.élags íslands. í fram- haldi af snmbandsþingum Úí er venja að halda landsmót í íþrótt- um, og verður það háð á Ak- ureyri dagana 2. cg 3. júlí og er hið niunda í röðinni. Fyrsta lands mótið var háð 1909. DAGSKRÁ LANDSMÓTSINS Um kve’dið 1. júlí keppa stúlkur í starfsíþrótíum, en dag- inn eftir vei’ður mótið sett og gengið í skrúðgöngu til leikvalla, Þar fer fram fánahylling. Fyrrl daginn vcrður keppt í starfs* íbróttum, glímu, handknattleils og sundi. Þá verður og útifund* ur, og kvikmyndasýningar og dansleikir í samkomuhúsum bæ| arins. Sunnudaginn 3. júlí verð* ur keppt í frjálsum íþróttum og handknattleik! Hlýtt verður á> guðsþjónustu og síðar hefst saa( koma. Flutt verða ávörp og ræð« ur, Karlakór Akureyrar syngufl og keppt verður til úrslita í íþrótl ujm. Einnig verður víðavangs* hlaup, fimleikasýning og glímtl sýning. Um kvöidið verða verð^ laun afhent í samkomuhúsunum, þar sem dansleilíir verða og sömuleiðis verður dansað á palli, Illt í eyra. ) LUNDÚNUM — Anna litla prins* essa varð að hætta við fyrstll flugferð fcá Balmoral til Lund* úna. Hún hafði illt í eyra. ) 25 ára afmælis Kvenfélagasambands íslands hefir verið minnzt hér að undanförnu. SíðastliðinH miðvikíidag voru fulltrúarnir utan af landi í boði hinna ýmsu kvenfélaga hér í Reykjavík, og vaí þeim skipt á milli þeirra. — Myndin hér að ofan var tekin í Sjálfstæðishúsinu á miðvikudagina af konum í Hvöt og gestum þeirra. (Ljósm. P. Thomsen). J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.