Morgunblaðið - 11.06.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1955, Blaðsíða 1
16 síður ift árgangw 129. tbl. — Laugardagur 11. júní 1955 Frentsmif js Mergunblaðsini grar arangur ai ráðstefnu nm verndun fiskistofnanna -$> I sveitarstjórnarkosningunum, sem fram fóru í Vestur-Þýzkalandi fyrir skömmu vann ílokkur dr. Adenauers, ííristilegir demokratar, sigur og fékk meiriiiluta m. a. í Bayern og Hessen. Kommúnistar dunduðu við sama heygarðshornið og jafnan áður, og séu sig ekki úr færi að vinna skemmdarverk á kosningaspjöldum Kristilega demokrataflekksins að næturþeli. Máluðu þeir mynd hans í gerfi gamla foringjans, Adolfs, svo sem myndin sýnir. r n aeiicíHi leiur stomu ka feersms BONN, 10. júní. Frá Reuter-NTB EFRI DEILD vestur-þýzka sam- bandsþingsins, Bundesrat, neitaði í dag að samþykkja fyrsta frumvarpið, sem ríkisstjórnin hefir borið fram og fjallar um endurhervæðingu Þýzkalands. —i Ástæoan fyrir neitun deildarinn- ar var sú, að hún taldi, að stjórn- in hefði ekki gert nægilega grein fyrir áætlunum sínum um mál- ið, né hinn lögfræðilegi rökstuðn- ingur frumvarpsins hefði verið nógu fuilkominn. ¦^- Deildin gagnrýndi jafnframt óþarfa flýti dr. Adenauers við að bera frarn frumvarpið, en það fjallar um inntöku 10.000 sjáff- boðaliða í hinn nýja þýrffíner. Deildin bað stjórnina">urf?"frekari upplýsingar um málið og að það yrði fyrir hana lagt með frekari ¦^- Efri deildin setti og fram þá viljayfirlýsingu sina, að hinar nýju hersveitir yrðu ekki undir Stjórn hermanna heldur borgara- legra yfirvalda, og hefði þingið sjálft úrslitavald í málefnum hersins. Jafnframt skyldi bera tillögur um lækkun á kaupi her- mannanna undir samþykki deild- arinnar. •k, Fregnritari B.B.C. hefir látið þá skoðun sína í ljós, að þessi málslok komi í veg fyrir að fyrstu þýzku hermennirnir klæðist ein- kennisbúningum sínum í haust, svo sem von stjórnarinnar hafði verið. Afstaða deildarinnar er þó fjarri því að vera sú að hún felli tillöguna, heldur æskir hún aðeins endurskoðunar á henni. ¦jlf "V'estur-þýzka sambandsþing- ið mun taka sér sumarfrí um miðjan júlímánuð. Ástin deyr í hjónabandinu. CANNES — Mesti kvennabósi heims og þó víðar væri leitað, Porfirio Rubirosa^a^igir að hann og Za Za C^p|*nyggi ekki á hjúskap. Ástiri blómgast ekki í slíkri hnappaheldu, sagði Rubi- rosaT'feg hló við. h'ásctaverkfallið: . vökunóttin A MIÐNÆTTI í nótt er leið stóð enn yfir í Alþingis- húsinu lengsti sáttafundur, sem um getur hér á landi. Er það sáttafundur sá í deilu skipafélaganna og háseta og kyndara, er hófst á miðviku- dagskvöldið kl. 9. Á miðnætti í nótt varð ekki séð hvort lausn deilunnar væri skammt undan eður ei. Þá var enn setið við samn- ingaborðið og búizt við þriðju vökunóttinni í röð. Er að sjá sem Torfi Hjartarson sátta- semjari, muni ekki ætla að láta verða neitt hlé á tilraun- um sínum til þess að ná sam- komulagi í deilu þessari, á meðan ekki hreinlega slitnar upp úr öllum samkomulags tilraunum. Theodor Blank, hermálaráðherra Vestur-Þýzkalands; Hann verður að bíða ögn eftir hersveitunum sínum. 325.000 bílasmiðir General Motors hófa verkfalli DETROIT, 10. júní. — Frá Reuter-NTB FIMMTÁN þúsund bifreiðaverkamenn gerðu verkfall í fyrradag í fjórum bandariskum bæjum, aðeins 24 klukkustundum eftir að deila félaga þeirra við Fordsamsteypuna hafði verið leyst. — Verkfallið stafar af deilu um smáatriði í hinum nýja samningi I Fordverkamannanna, en hann hinn fyrsti samningur, sem gerður er í bílaiðnaðinum bandaríska, er tryggir verkamönnunum lág- marksárslaun, jafnvel þótt þeir séu atvinnulausir hluta ársins. ^ Er Fordverkamennirnir fengn þessi hagstæðu kjör, tóku j 325.000 iðnverkamenn, sem vinna hjá General Motors að mögla og heimta sömu kjör. Verklýðssamband þeirra samþykkti , eftir miklar viðræður að fresta verkfalli þangað til á miðnætti á sunnudag. Var þannig í bili komið í veg fyrir verkfall 325.0000 starfsmanna risafyrirtækis General Motors. Tillif tekið til hagsmuna strandríkjanna við undirbúning varnarráðstafana, Fulltrúar Islands seg/a frá AL L A R þjóðir heims,' sem hagsmuna hafa að gæta í sambandi við fiskveið- ar, sendu fulltrúa á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnuna um friðun fiskistofnana, sem haldin var suður í Rómaborg í vor. Var hún haldin á veg- um Sameinuðu þ jóðanna. Hún f jallaði einvörðungu um hina tæknilegu aðgerðir til fisk- friðunarinnar en ekki lög- fræðilegu hliðina. ísland tók að sjálfsögðu þátt í ráðstefn- unni. Fulltrúarnir voru þrír og í gær ræddu tveir þeirra, Davíð Olafsson fiskimálastjóri og Jón Jónsson forstjóri fiskirannsóknardeildarinnar, við blaðamenn um þessa ráð- stefnu. Þeir töldu árangur hennar í alla staði mjög at- hyglisverðan. Töldu þeir það greinilegt að á síðari árum hafi komizt mikil hreyfing á fiskfriðunar- og landhelgis- málin og kom það berlega fram á ráðstefnunni, sem og einnig, að menn greinir all- mjög á um réttindi og skyld- ur strandríkjanna í sambandi við friðun. — Þetta kom einnig fram, þó að það væri ekki hlutverk ráðstefnunnar að fjalla um annað en hina tæknilegu hlið fiskfriðunar- innar um heim allan. í ræðum fulltrúa á ráðstefnunni kom fram að aðgerðir íslendinga til friðunar fiskstofninum hér við land vekja heimsathygli. Er þeir Davíð Ólafsson og Jón Jónsson höfðu rætt nokkra stund um ráðstefn- una, hlutverk hennar og nið- urstöður, létu þeir blöðunum í té frásögn þá af ráðstefn- unni, sem hér fer á eftir, í öllum aðalatriðum. Fulltrúar íslands á ráðstefn- unni, tilnefndir af forsætis- og atvinnumálaráðherra, voru þeir Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, Hans G. Anderson þjóðréttar- fræðingur, fastafulltrúi íslands í ráði Norður Atlantshafsbanda- lagsins og Jón Jónsson fiskifræð ingur, forstjóri fiskideildar at- vinnudeildarinnar. Svo sem kunnugt er af fréttum hefur Þjóðréttarnefnd Samein- uðu þjóðanna (International Law Commission) unnið að því undanfarin ár að gera tillögur um réttarreglur þær, er gilda skuli á hafinu — þ. e. bæði haf- inu undan ströndum og úthaf- inu. — Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna hefur ákveðið að taka ekki afstöðu til einstakra atriða þessa máls fyrr en niður- stöður af þeirri heildarrannsókn sem þjóðréttarnefndin hefur haft með höndum, liggja fyrir. TILLÖGUR TIL ÞJÓÐ- RÉTTARNTFNDAR Hinsvegar hefur Þjóðréttar- nefndin vakið athygli Allsherj- arþingsins á því, að hún hafi ekki nægilega sérþekkingu til þess að gera nákvæmar tillögur varðandi verndun fiskistofna út- hafsins. Varð það því að ráði, að Allsherjarþingið ákvað s.l. haust að kveðja til þessarar vísinda- legu ráðstefnu í aðalbækistöðv- um FAO í Róm, í því skyni að ganga frá tillögum til þjóðréttar nefndarinnar varðandi þetta mál. Ráðstefna þessi var sett í Róm hinn 18. april s.l. Voru þar saman komnir margir frægustu fiskifræðingar heims. Er óhætt að segja, að þau vísindarit sem undirbúin voru fyrir ráðstefn- una og þær umræður sem þar fóru fram, hafi mjög eflt mögu- leikana fyrir alþjóðasamvinnu í þessum efnum. Framh. á bls. 2 Austur-þýzkur lier á prjóniiiiiiiíi BERLÍN, 10. júní: — Varafor- sætisráðherra Austur-Þýzka- lands, Ulbrieht, tilkynnti í dag, að austur þýzkir unglingar muni þurfa að eyða tveimur til þremur árum í herþjónustu. Er þessi ákvörðun liður í áætlun stjórn- arinnar að stofna öflugan austur þýzkan her. Hann hefir ekki ver- ið fyrir hendi hingað til. . — Reuter. Kappsigling yíir Atlautshafið NEW YORK, 10. júní — í fyrsta sinn í 20 ár mun í sumar verða efnt til kappsiglinga á seglbátum þvert yfir Atlantshafið. Skúturn- ar munu leggja af stað frá Rhode Island í Bandaríkjunum og eiga að taka höfn í Marstrand í Sví- þjóð. Er áætlað að ferðin muni a. m. k. taka þrjár vikur en vega lengdin er 3450 mílur. Sjö skút- ur munu taka þátt í keppninni, tvær bandarískar, fjórar þýzkar, og ein norsk. Er hún 50 ára göm- ul, 47 fet að lengd og heitir Stavanger. Mikil hátíðahöld verða er kapp siglingamenn koma til hafnar, en til keppninnar er efnt í tilefni at 125 ára afmæli sænska kappsigl- ingarklúbbsins. — USIS. Að f relsa með friðsemd PÉKING, 10. júní: — Chou En læ sagði svo í viðtali við indónes- iska fréttamenn í dag, að For- mósumálið væri innanlandsmál Kina, sem engum öðrum þjóð- um komi við. Jafnframt gaf hann þá merku tilkynningu, að Kín- verjar hyggðust frelsa Formósu, en á friðsamlegan hátt ef þeira væri það unnt. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.