Morgunblaðið - 11.06.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.06.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. júní 1955 7 MORGUNBLAÐÍB Tjarnargotfið við Tjamarendann Tjarnargolfið er nú tekið til starfa, en svo sem fyrr hefur verið frá skýrt hér í blaðinu er búið að flytja það úr stað þeim, sem það var á í fyrra suður fyrir Hringbrautina við Tjarnargarðs- endann. Þar hefur verið smekklega um það búið og hvítur skelja- sanður borinn á leikvanginn. Myndin hér að ofan er af Tjarnar- golfinu og sést greinilega á henni að snyrtilega hefur verið frá öllu gengið. (Ljósm. H. T.) e. Fyrsta starfsári varnarráðs er lokið Sacff frá ýmsum þáffum sfarfseminnar ÁFENGISVARNARRÁÐU- NAUTUR Brynleifur Tobíasson, ræddi í gær við blaðamenn og sagði þeim frá starfi áfengisvarn- arráðs, sem tók til starfa í maí byrjun 1954 og starfrækt hefur skrifstofu í Veltusundi 3, frá því í októbermánuði. Þrír ráðunautar eru nú starf- andi á vegum áfengisvarnarráðs, þeir Pétur Björnsson kaupm., á Siglufirði, Ólafur B. Björnsson, ritstjóri, Akranesi og frú Guð- laug Narfadóttir, Reykjavík. — Þeir hafa ferðast um landið, að- stoðað áfengisvarnarnefndir við að samræma störf sín, unnið að því að koma á betra lögreglueftir liti í sveitunum og tekið þátt í kvenfélagafundum. BETRA ÁSTAND Áfengisvarnarnefndir, sem í landinu starfa gefa skýrslur til ráðsins og upplýsti Brynleifur Tobíasson að samkv. þeim, er ástandið í áfengismálunum nú talið betra í 34 hreppum og kaup stöðum landsins, en það var í fyrra, en verra aftur í 7 og þ. á. m. er Reykjavík. ÝMISLEGT Áfengisvarnarráð hefur gefið út bækling um áfengismál. Var bæklingi þessum dreift i öllum framhalds- og menntaskólum landsins. Þá hefur ráðið annast úthlutun styrks til fjölda bind- indisfélaga, sem í landinu starfa. Ráðið mun senda tvo menn utan í sumar til þátttöku í námsskeið- um og fer Kjartan J. Jóhanns- son alþm. til Genf, en Guðjón Kristinsson skólastjóri á ísafirði til Finnlands. LANDSSAMBAND STOFNAD Þá skýrði Brvnleifur Tobíasson frá því, að áfengisvarnarráð myndi á hausti komanda beita sér fyrir stofnun landssambands og bjóða óllurn þeim félögum og félagasamtökum sem vilja, aðild að stofnun sambandsins. Fer það fram hér í Reykjavík í október mánuði, í sambandi við bindind- issýninguna, sem efnt verður til um sama ieyti. VEITINGAMÁL Ráðunauturinn skýrði einnig frá afskiptum sínum af veitinga- málum veitingahúsanna í bænum, af dansleikjahaldi og ýmsum þeim málum öðrum, sem til hans kasta komu. Hann gat þess, að samvinna c 11 innan áfengisvarn- arráðs væri hin ákjósanlegasta, og lauk hann máli sínu með því að segja það m. a., bindindis- menr. og bindindisvinir myndu ekki missa móðinn. Þeii myndu reyna að vera samtaka og myndi stofnun Landssambandsins stytta veturinn í þjóðlífi Íslendinga, og lengja daginn, sagðx Bryn- leifur Tobiassoon. „Hjálp í viðlögum eftir Jéu Cddgeir JÓN ODDGEIR JÓNSSON, full- trúi Slysavarnafélagsins, hef- i ur nú um margra ára skeið kennt i skátum og mörgum öðrum hjálp í viðlögum. Fyrir 16 árum tók hann saman bók til aðstoðar við kennsluna og gaf út. Eg sá bók- ina í handriti og leizt ágætlega á og skrifaði nokkur formáls- orð fyrir henni. Þar segir: „Eg ; hef farið yfir bókina mér til á- | nægju og þykist þess fullviss að i hún eigi eftir að gera mikið ! gagn“. Þarna hef ég orðið sann- spár, þótt ég segi sjálfur frá, því að bókin hefur unnið mikla hylli, sem sjá má af því, að 5. útgáfa er nú komin út og ein- taka fjöldinn orðinn 18000. Gagn- ið er líka ótvírætt. Það er áreið- anlegt, að bókin og kennsla sú, j sem við hana er tengd, hefur ! orðið fjölda slasaðra manna að 1 liði og dregið úr þjóningum þeirra og ómetanlegt hefur gagn- ið orðið þegar nemendurnir hafa, vegna náms síns, getað bjargað mannslífum, eins og kunnugt er orðið. í seinustu útgáfurnar hef- ur verið bætt kafla um bráða sjúkdóma og hjúkrun í heima- húsum eftir Jóhan Sæmundsson, prófessor, og inngangskafla um rannsókn á sjúkum og slösuðum eftir Elías Eyvindsson, lækni. Þessir kaflar auka mjög á gildi bókarinnar. Hjálp í viðlögum hefur aðal- lega verið notuð við kennslu á námsskeiðum, en þeir, sem eiga þess ekki kost að taka þátt í námsskeiðum, geta hka haft mik- il not af bókinni, auk þess, að hún er skýrt og skemmtilega skrifuð, án málalenginga og með fjölda mynda til skýringar. Guðm. Thoroddsen. w Islandi hoðiB til lands- leiks við Þýzkaland Leikurinn fari fram í Þýzkalandi í haust kr ÍSLANDI hefir borizt boð um að leika landsleik við Þýzkaland í haust, og er nú verið að athuga möguleika á því, hvort hægt er að þiggja það boð, en leikurinn myndi fara fram á þýzkri grund. Það var Karl Laue, forseti knattspyrnusambands Neðra-Saxlands og stjórnarinnar i þýzka knatfspyrnusambandinu og fararstjóri þýzka liðsins hér, sem bcðið flutti hingað til KSÍ. ★ VIRÐULEG FARARSTJÓRN Blaðamenn ræddu við farar- stjórn þýzka liðsms, sem hér hef- ur dvalið, í gærdag. Fararstjórn- ina skipa Karl Laue forseti sam- bandsins I Neðra-Saxlandi, Horn- bostel, vai-aforseti þess, Stein- wachs, formaður úrtökunefndar sambandsins, Gartner, formaður dómai-afélags Neðra-Saxlands og Weymann, aðalritstjóri og eig- andi eins stærsta íþróttablaðsins i Neðra-Saxlandi. Má því segja, að fararstjóx-nin sé ekki valin af óæðri endanum, því hana skipa æðstú menn knattspyrnumála í þessu fjölmenna héraði Þýzka- lands. Karl Laue hefir um 10 ára skeið verið formaður sambands- ins, én bað er eitt stærsta og fjöl- mennasta samband sem nú er starfandi. Innan sambandsins eru átta þúsund starfandi knatt- spyrnumenn, 500 fullorðnir og 2500 i unglingaflokkum. Þetta samband hefur um árabil verið eitt sterkasta knatt- spyrnusamband Þýzkalands og unnið úrvalslið annarra ríkja Þýzkalands UM ÞÝZKA LIÐIÐ? — Hvað viljið þið segja um þetta þýzka úrvalslið, sem hér hefur leikið? — Það er skipað úrvalsmönn- um — ungum flestum, meðalald- ur liðsins er 23 ár, en í liðinu eru iveir menn yfir þrítugt og hækk- ar það meðalaldurinn mjög, en flestir eru 19 eða 20 ára. Þá mætti kalla „verðandi stjörnur" eða eitt hvað í þá átí. Þeir eru allir áhuga menn — en tveir þeú'ra munu verða atvinnumenn á þessu sumri. Þetta lið er ekki það sterkasta sem við áttum — en eitt af þeim sterkustu. Leik menn eru ungir en vantar x'eynslu. ★ ÍSLENZKIR LEIKMENN — En hvað viljið þér um ís- lenzku leikmennina tala? — Akranes er íslands bezta lið. Akurnesingarnir eru fljót- ir og hættulegir alltaf. Leikur inn við það lið fannst okkur lang beztur af þeim þremur, sem búnir eru. Akranesfram- línan öll er mjög fljót, en leik- menn virtust ekki nógu örugg- ir — þeir hefðu átt að skora fleiri mörk eftir tækifærun- um sem þeír sköpuðu. Þannig hefði markatala leiksins kann ske máit verða jafnari. Leikurinn við KR var verstur. Fvrst og-fremst var hann allt of hörkulegur — og á þar dóm arinn nokkra sök á að okkar dómi, sagði þýzki fararstjór- inn. Lið okkar þá var veikast — varamenn með — en sterk- ast var liðið móti Akranesi. Valur á mjc-g liðiega leikmenn. Albert ber að sjálfsögðu hátt yfir alla, svo stórglæsileg sem tækni hans og knattmeðferð var — og sem dómari síðar, sigraði hann einnig. Þá má nefna í liði Vals Árna Njáls- son, Einar Halldórsson og Hörð Felixson — allt liðlegir menn, sem athygli vekja. Karl Laue forseti knattspyrnusambands Neðra-Saxlands og Horn- bostel varaforseti bess. ★ LANDSLEIKi RINN | • — En hvað er nánar um lands- leikinn að segja? I Þannig fórst fararstjórninni — Ja, boðið er komið til KSÍ þýzku orð, m. a. Þeir létu allir vel og verður nánast um að ræða yfir íslandsferðinni — rómuðu- framkvæmdatriði úr þessu. Til- frábæra gestrisni og dáðust að laga er uppi um. að leikurinn náttúrufegu: ð og nýtízkulegheit- fari fram um líkt leyti og Valur mu á öllum sviðum. Með þessum verður úti (í gagnkvæmu boði mönnum hefur fsland eigna^t fyrir þessa þýzku heimsókn) í góða vini i Þýzkalandi — t. dL Neðra-Saxlandi í ágústmánuði — hefur Weymann ritstjóri þegar en sá tími er enn ekki ákveðinn. skrifað um ísland í blað sitt. —■ — Haldið þið, að ísland hefði Símaði hann grein út, er birtist nokkra möguleika í slíkum leik. um s.l. helgi og fjallaði um Akra- — ísland gæti mikið af slíkum nes. Þess má að lokum til gam- leik lært, svarar Karl Laue. Það ans geta, að það símtal kostaði er varla að tala um sxgurmögu- hann 720 krónur, því hann hélt leika, því landsliðið er sterkara símalínu í 16 mínútur og talaði en þetta lið sem hér er — að hratt, en mál hans var hljóðritað minnsta kosti enginn ieikmann- á ritstjórnarskrifstofum hans. anna, sem er hér, á von á að vera ! valinn í landsliðið. —A. St. Nú er spurningin: Ceta ekki allir ( kraekt á stig í ehs- hverri éþréttagrein IDAG er íþróttadagurinn, — sem raunar stendur yfir í þrjá daga. Er þess þá vænzt, að menn almennt gangi út á íþróttavöli þann sem næstur er og reyni sig þar í einhverri af fjórum íþrótta- greinum — eða öllum og leggi með því fram sinn skerf til þess að keppni á milli hinna ýmsu íþróttahéraðssambanda landsins verði sem skemmtilegust. -jr FYRSRKOMULAG íþróttadagurinn er stofnaður í þeim tilgangi, að laða menn til íþróttaiðkana, — gefa mönnum kost á að kynnast nokkrum í- þróttagreinum og sjá hve auð- veldar þær eru og hve skemmti- legt er við íþróttir að fást. Fyrii'komulag er þannig, að valdar eru fjórar greinar — 100 m hlaup, 1000 m hlaup, lang- stökk og kringlukast. Eru gefin stig, frá 1 upp í 6, eftir því hve árangurinn er góður. Héraðssam- böndin keppa sín á milli. í fyrra fengu Strandamenn flest stig og Hafnfirðingar urðu í öðru sæti. Nú hefst þessi keppni í dag og lýkur á mánudaginn. Sá sein hleypur 100 m á 14 sek fær 1 stig og síðan stighækkandi upp í 6 stig fyrir 11,1 sek. í hinum greinunum eru stigin þannig: 1000 m langstökk kringlukast 3:30,0 gefa 1 stig 6 — 1 -<■ 6 —i 1 -t 6 — 2:36,9 4,50 6,75 22,00 40,00 [£5$ Eins og sjá má ætti hver fuílhraustur maður að geta krækt í 1 stig í einhverri grein og þar með orðið sambandi sínu að góðu liði. Er og vænzt að svo verði — og hittumst þá á íþrótta- vcllinum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.