Morgunblaðið - 12.06.1955, Side 4
MORGVNBLÁÐIÐ
Sunnudagur 12. júní 1955
Læknir er í læknavarðstofunni,
sími 5030 frá kl. 6 síðdegis til kl.
8 árdegis. —
NæturvörSur verður í Lyfjabúð-
inni Iðunni, sími 7911. Ennfremur
eru Holts-apótek og Apótek Aust-
urbæjar opin daglega til kl. 8,
jiema á laugardögum til kl. 4. —
Holts-apótek er opið á sunnudög-
um kl. 1—4.
Hafnarf jarðar- og Keflavíkur
apótek eru opin alla virka daga
frá kl. 9—19, laugardaga frá kl.
9—16 og helga daga frá kl. 13—16
Helgidagslæknir er Esra Péturs-
Bon, Fornhaga 19, sími 812-77.
• Messur •
Óháði fríkirkjiisöfnuðurinn: —
Messa í Aðventkirkjunni kl. 11 f.
h. — Séra Emil Björnsson.
• Hjónaefni •
Nýlega hafa op^pberað trúlofun
eína ungfrú Inga H. Wíum frá
Keykjum í Mjóafirði og Bjarni H.
Bjamason, lögregluþjónn, Berg-
þórugötu 31.
• Skipafréttir •
Eimskipafélag íslands h.f.:
Brúarfoss fer frá Hamborg ca.
15. þ. m. til Reykjavíkur. Detti-
foss fór frá Leningrad 10. þ. m.
til Reykjavíkur. Fjallfoss fór vænt
anlega frá Leith í gærdag til
Reykjavíkur. Goðafoss fór frá
New York 7. þ. m. til Reykjavík-
tir. Gullfoss fór frá Kaupmanna-
höfn á hádegi í gærdag til Leith
og Reykjavíkur. Lagarfoss kom
til Gautaborgar 9. þ. m., fer þaðan
til Norðurlandsins. Reykjafoss
fór frá Akureyri í gærdag til Húsa
víkur, Siglufjarðar, ísafjarðar,
Patreksf jarðar, V estmannaeyj a,
Norðfjarðar og þaðan til Ham-
borgar. Selfoss kom til Antwerp-
■en 10. þ. m., fer þaðan til Hamborg
ar og Reykjavíkur. Tröllafoss fór
frá Reykjavík 7. þ. m. til New
York. Tungufoss fór frá Flatey
10. þ. m. til Patreksf jarðar, Bíldu
•<Iais, Þingeyrar, Flateyrar, ísa-
íjarðar og þaðan til Norðurlands
og austfjarðahafna til Svíþjóðar.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla er í Kaupmannahöfn. —
Esja er í Reykjavík. Herðubreið
-er á Austfjörðum á suðurleið. —
Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill
-er á leið til Hollands.
Skipadeild S. í. S.:
Hvassafell fór frá Reyðarfirði
í gær til Rostock. Arnarfell fór frá
New Yoi-k 3. þ.m. áleiðis til Rvík-
ur. Jökulfell og Dísarfell eru í
iKeykjavík. Litlafell er í olíuflutn
ingum á ströndinni. Helgafell los-
ar á Norðurlandshöfnum.
• Flugferðir •
Flngfélag fslands h.f.:
Millilandaflug: Sólfaxi væntan-
legur til Reykjavíkur kl. 20,00 í
I;. oíd frá Glasgow og Kaupmanna
liofn. Millilandaflugvélin Gullfaxi
íor aukaferð til Osló kl. 11,00 í
morgun, væntanlegur aftur til
’Reykjavíkur kl. 16,00 á morgun.
innanlandsflug: í dag er ráðgert
■ið fljúga til Akureyrar (2 ferðir)
og Vestmannaeyja. — Á morgun
<ar ráðgert að fljúga til Akureyr-
ar (3 ferðir), Bíldudals, Egils-
jstaða, Fagurhólsmýri, Hornafjarð
ar, ísafjarðar, Kópaskers, Pat-
reksfjarðar og Vestmannaeyja (2
■íerðir). —
Ixjfileiðir h.f.:
Millilandaflugvél . Loftleiða er
væntanleg til Reykjavíkur kl. 09,00
f.h. í dag frá New York. Flugvél- J
in fer kl. 10.30 til Osló og Stafang- I
urs. —- Edda er væntanleg kl. ‘
19,30 í dag frá Hamborg og Lux-
■e.mburg. Flugvélin fer til New
York kl. 2J,30.
K.F.U.M. og K.,
Hafnariírði
Ahnenn samkoma í kvöld kl.
8,30. — Benedikt Arnkelsson stud.
theoi. talar. Efni: 50 ára minning
ícristniboðang Hudsons Taylörs. 8
ag
bók
„Fædd í gær
iVestmannaeyjuin"
Leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu hefur und-
anfarið ferðast um nærsveitir Reykjavíkur
og sýnt gamanleikinn „Fædd í gær“. í ráði
er nú að sýna leikinn tvisvar í Vestmanna-
eyjum og verður fyrri sýningin annað kvöld,
en sú síðari á þriðjudagskvöldið. Myndin
er af Þóru Friðriksdóttur í hlutverki sínu.
Halldór Pétursson gerði teikninguna.
Áætlunarferðir
Bifreiðastöð íslands á morgun —
mánudag: —
Akureyri kl. 8. — Fljótshlíð kl.
17. — Grindavík kl. 19. — Hvera-
gerði—Auðsholt kl. 17,30. —
Keflavík kl. 13,15; 15,15; 19 og
23.30. — Kjós-r-Kjalarnes kl. 18.
Laugarvatn kl. 13. — Reykir—
Mosfellsdalur kl. 7,30; 13,30 og
18,20. — Skeggjastaðir um Sel-
foss kl. 18. — Vatnsleysuströnd—
Vogar kl. 18. — Þingvellir kl.
13.30. —
Félag' Suðurnesjamanna
fer í gróðursetningarför í Háa-
bjalla í dag (sunnudag). — Lagt
verður af stað kl. 1,30 frá B.S.I.
við Kalkofnsveg.
Árnesingafélagið
hér í Reykjavík fer í dag í gróð
ursetningarför í land félagsins á
Þingvöllum og verður lagt af stað
frá Búnaðarfélagshúsinu kl. 2
síðdegis og vill stjórn félagsins
hvetja félagsmenn sína til að
fjölmenna.
Læknar fjarverandi
Unuirritaðir læknar hafa til-
kynnt Sjúkrasamlaginu fjarvist
sína, vegna sumarleyfa:
Jónas Sveinsson frá 4. maí til
30. júní ’55. Staðgengill: Gunnar
Benjamínsson.
Kristbjörn Tryggvason frá 3.
júní til 3. ágúst ’55. Staðgengill:
Bjarni Jónsson.
Arinbjörn Kolbeinsson frá 4.
júní til 28. júní ’55. Staðgengill:
Bergþór Smári.
Guðmundur Björnsson um óá-
kveðinn tíma. Staðgengill: Berg-
sveinn Ólafsson.
Björn Guðbrandsson frá 6. júní
til 16. júlí ’55. Staðgengill: Oddur
Ólafsson.
Þórarinn Sveinsson um óákveð-
inn tíma. Staðgengill: Bergþór
Smári. —
Karl S. Jónasson frá 8. júní til
27. júní ’55. Staðgengill: Ólafur
Helgason.
Stvrkta^sjóður muusSar-
'ausra haraa. — Simi 7QG
Minninfrarspjöld
Krabbameinsfél. Islands
fást hjá Öllum póstafgreiðslun
landsins, lyfjabúðuin I Revk.iavíi
og Hafnarfirði (neroa Laugavegs
og Reykjavíkur-apóteKum), — R<
naedia, Elliheinsilinu Grund ot,
skrifstofu krabbameinsfélaganna
Blóðbankanum, Barónsstíg, sím
6947. — Minningakortin eru &í
greídd gegnum síma 8947
MálfundafélagiS Óðinu
Stjóm félagsins i;r til viðtab
við félagsmenn f skrifstofu félags
ins á föstudagskvötdum frá kl
10. — Sími 7104.
• Gengisskráning •
(Sölugengi):
Gullverð íslenrkrar krónu:
1 sterlingspund .....kr. 45,70
1 bandarískur dollar .. — 16,32
1 Kanada-dollar ........— 16,56
100 danskar kr. ...... — 236,30
100 norskar kr.......-— 228,50
100 sænskar kr.— 315,50
100 finnsk mörk......— 7,09
1000 franskir fr. .... — 46,63
100 belgiskir fr. ......— 32,75
100 vestur-þýzk mörk — 388,70
1000 lírur ..........— 26,12
100 gullkrónur jafngilda 738,95
100 svissn. fr..........— 874.50
100 Gyllini ..........— 431,10
100 tékkn. kr..........— 226,67
• Útvarp •
Sunmidagur 12. júní:
9,30 Morgunútvarp: Fréttii- og
tónleikar (plötur). 10,10 Veður-
fregnir. 11,00 Messa í Aðventkirkj
unni: Óháði fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík (Prestur: Séra Emil
Björnsson. Organleikari: Þórar-
inn Jónsson). 12,15 Hádegisútvarp
13,15 Dagskrá frá Þingstúku
Reykjavíkur (hljóðritað á segul-
band í sambandi við bindindisdag-
inn 1. febr. s. 1.). 15,15 Miðdegis-
tónleikar: Tónverk eftir Grieg
(plötur). 16,15 Fréttaútvarp til
Islendinga erlendis. 16,30 Veður-
fregnir. 18,30 Barnatími (Helga
og Hulda Valtýsdætur). 19,25 Veð
urfregnir. 19,30 Tónleikar: Jascha
Heifetz leikur á fiðlu (plötur). —
19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir.
20,20 Tónleikar (plötur). 20,35
Erindi: Ferðasögubrot frá Spáni
(Frú Sigríður Thorlaeius). 20,55
Áttundu helgitónleikar (Musica
sacra) Félags íslenzkra organleik-
ara (Hljóðritað í Isafjarðarkirkju
2. þ. m.). 22,00 Fréttir og veður-
fregnir. 22,05 Danslög (plötur).
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 13. júní:
8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10
Veðurfregnir. 12,15—13,15 Hádeg
isútvarn. 15,30 Miðdegisútvarp. —
16.30 Veðurfregnir. 19,25 Veður-
fregnir. 19,30 Tónleikar: Lög úr
kvikmyndum (plötur). 19,45 Aug-
lýsingai'. 20,00 Fréttir. 20,30 Út-
varpshljómsveitin; Þórarinn Guð-
mundsson stjórnar. 20,50 Um dag-
inn og veginn (Frú Lára Sigur-
björnsdóttir). 21,10 Einsöngur:
Karl Sveinsson syngur; Fritz
Weisshappel leikur undir. 21,25
Iþróttir (Atli Steinarsson blaða-
maður). 21,45 Búnaðarþáttur: —
Meðferð mjólkur hjá framleiðend-
um. (Grétar Símonarson mjólkur-
bústjóri á Selfossi). 22,00 Fréttir
og veðurfregnir. 22,10 „Með báli
og brandi“, saga eftir Henryk
Sienkiewicz; X. (Skúli Benedikts-
son stud. theol.). 22,30 Tónleikar
(plötur): Músik fyrir strengi,
slagverk og selesta eftir Béla
Bartók (Hljómsveitin Philharmo-
nia leikur; Herbert von Karajan
stjórnar). 23,00 Dagskrárlok.
Kvenréttindofélagið krefst
sömu launa fyrir sömn vinnu
1
Nú er farinn að skemmta suður
í Tívolí dansjafnvægis skop-
trúður, sem vekur mikla ánægju
meðal fullorðna sem barna. —
Hann leikur alls konar kúnstir
með diska, bolta, sígarettur, staf-
inn sinn og hatt. Er hann búinn
að ieggja stund á þetta í rúmlega
30 ár. Hann hefur oft skemmt á
skemmtistað í Kaupmannahöfn
sem íslendingar sækja oft á ferð-
um sinum þar, Atlantic-Palas.
KVENNRFTTINDAFÉLAG ís-
lands hélt almennan fund um
launamál kvenna, miðvikudag-
inn 1. júní.
Framsöguræður fluttu: Jó-
hanna Egilsdóttir, Anna Péturs-
dóttir, Sigríður Gísladóttir og
Valborg Bentsdóttir.
Kom greinilega í ljós í fram-
söguræðunum að mikið misræmi
er á launakjörum ka.rla og
kvenna þó um nákvæmlega sömu
störf og afköst sé að ræöa. Ríkir
hér hið mesta óréttlæti í garð
kvennanna og eins og ein ræðu-
konan komst að orði, þá ber að
greiða kaup eftir afköstum og
starfstegund en ekki kyni.
Fundarmenn gjörðu góðan róm
að hinum snjöllu framsöguerind-
um og spunnust allmiklar um-
ræður um málið.
Á fund þennan hafði verið boð-
ið formönaum launþegasamtak-
anna.
Þessir tóku til máls auk fram-
sögumanna: Guðný Jónsdóttir,
Arngrímur Kristjánsson, Hall-
dóra Guðmundsdóttir, Ragnheið-
ur Möller, Sigríður J. Magnús-
son, Guðrún Gísladóttir, Rósa
Vigfúsdóttir og Rannveig Þor-
steinsdóttir. — Fundarstjóri var
Auður Auðuns.
Eftirfarandi tillögur frá stjórn
K.R.F.Í. voru bornar fram og
samþykktar:
| Alrpennur fundur um launamál
kvenna, haldinn í Reykjavík 1.
júni 1955 að tilhlutan Kvenrétt-
indafélags íslands, skorar á rík-
isstjórnina að gera nú þegar
nauðsynlegar ráðstafanir til þess
að samþvkkt Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar um jöfn laun
kvenna og karla fvrir jafn verð-
mæta vinnu, veroi staðfest á ís-
land.i. Fundurinn væntir þess að
undirbúningur þessa máls verði
falinn jafnt konum sem körium.
I Fundurinn skorar á launþega-
félög að fylkja sér saman í bar-
áttunni fyrir samræmingu á laun-
um karla og kvenna.
Almennur fundur um launamál
kvenna, haldinn að tilhlutan
K.R.F.Í. 1. júní 1955, beinir þeim
eindregnu tilmælum til launa-
laganna, að störf séu einungis
metin eftir því, hvaða hæfileika
og menntun þarf til að inna þau
af hendi og þeirri ábyrgð, sem
hvílir á starfsmanninum, en ekki
eftir því, hvort störfin séu yfir-
leitt unnin af konum eða körlum.
Til áréttingar þessari kröfu
vill fundurinn benda á, að í gild-
andi launaiögum eru þau störf,
sem nær eingöngu eru unnin af
konum óeðlilega lágt metin mið-
að við þá hæfni og starfsorku,
sem þau krefjast. Má þar sér-
staklega nefna hjúkrunarkonur,
vélritunarstúlkur og talsímakon-
ur.
Almennur fundur haldinn í
Reykjavík 1. júní 1955 að tilhlut-
an Kvenréttindafélags íslands,
skorar stjórn og launanefnd Verzl
unarmannafélags Reykjavíkur að
gæta þess í samningum við at-
vinnurekendur, að launaflokkun-
in sé miðuð við eðli og ábyrgð
starfsins, án tillits til þess hvort
vinnuþiggjandi er karl eða kona.
Fundurinn vill sérstaklega mót-
mæla þeim mismun, sem er á
launakjörum kvenna og karla,
sem vinna við afgreiðslustörf, og
hafa hliðstæða menntun og
reynslu.
Leffar í skamma-
ii
WASHINGTON — Bandaríska
öldungadeildarþingmanninum
Warren G. Magnússon í Washing
ton, þykir það ekki til fyrir-
myndar, að skandínavískir gest-
ir, sem. koma til Washington
skuli einungis rekast á styttu af
Kólumbusi, en enga af Leifi
heppna. Stjórnin vill að vísu
setja upp styttu af Leifi, en eng-
inn staður mun vera til hentug-
ur fyrir hana í hjarta borgar-
innar. — Magnusson, sem er einn
þeirra, er halda bví fram, að
Leifur hafi komið til Nýja Eng-
lands 1002, safnar nú fé til a<5
unnt verði að kaupa hentugan
stað fyrir styttuna. Þó mun vera
þarna -stytta af kempunni, því
að Bandaríkjamenn gáfu íslend-
ingum styttu 1930, og var þá tek-
in af henni afsteypa, sem var á
heimssýningunni í New York,
en síðan var hún send til
Washington, þar sem hún stend-
ur í hálfgerðum skammakrók.
(Dagens Nyheder)
0r—
BílaviSgerSarmaSur
í landbúnaðiirviunu!