Morgunblaðið - 28.06.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. júní 1955 MORGVNBLAÐIÐ 7 44 stúdentar braui- skráðir frá M.Á. Akureyri 20. júní. Frá fréttaritara Mbl. FÖSTUDAGINN 17. júní var Menntaskólanum á Akureyri Síitið við hátíðlega athöfn í hátiðasal skólans að viðstöddu fjölmenni svo sem húsrúrn frekast leyfði. 11 stúdentar er útskrifazt- höfðu frá skólanum fyrir 25 árum og 26 sem brautskráðust fyrir 10 árum voru viðstaddir skólaslitin. Þórarinn Björnsson skóla- meistari hóf ræðu sína með því að geta þess að í ár væru liðin 75 ár frá því að skólinn var Stofnaður að Möðruvöllum og myndi þess verða minnzt á af- mælisdegi skólans sem er 1. okt. Þá flutti skólameistari skýrslu um skólastarfið á liðnu skólaári. Alls stunduðu 269 nemendur nám í skólanum, þar af 70 í miðskóladeild og 199 í mennta- deild. í heimavist bjuggu 153 nemendur í ár, þar af 119 í nýja heimavistarhúsinu. Það er þó ekki fullgert, enda ætlað að rúma 175 nemendur. Gat skólameistari þess að svo gæti farið að þetta nýja hús reyndist of lítið, því að eftirspurn eítir heimavistinni væri svo mikil og raunar væri nú sýnt að kvennavistin væri þegar of lítil, enda færi aðsókn stúlkna að skólanum sívaxandi. Ekki mun bætast neitt við hús- rými heimavistarinnar í sumar, þar eð öll fjárveiting til húss- ins á þessu ári mun ganga í að fullgera það að utan. Undir landspróf miðskóla gengu 19 nemendur og hlutu 11 framhaldseinkunn, en einn á ólokið prófi. Hæstu einkunn hlaut Stella B. Steinþórsdóttir, 8,44. Hæstu einkunn í öllum skól- anum hlaut Jóhann Páll Árna- son frá Dalvík, ágætiseinkunn 9,11. Heilsufar nemenda var fremur slæmt á árinu og var skólanum lokað um 10 daga skeið vegna kvefsóttarfaraldurs. Félagslíf var með venju’egu sniði, þó ef til vill' með daufara móti. Skólameistari kvaðst áiita að ungt fóik nú á dögum væri hætt að njóta skemmtana í jafn rikum mæli og áður var vegna þess að skemmtanir værti orðnar allt of tiðar og yrðu þvi smátt og smátt hversdagslegar. Dvalarkostnaður heimavsstar- nemenda var í vetur 675 kr. á mánuði — eða svipaður og árið áður. Að þessu sinni voru braut- skráðir 44 stúdentar — 24 i mála- deild, þar af 2 utanskóla og 20 í stærðfræðideild, þar af 1 utan- skóla. Hæsta einkunn hlaut Helgi Jónsson frá Reykjavík, nemandi í stærðfræðideild, 8,89. í málá- deild hlaut hæsta einkunn Huld Gísladóttir frá Húsavík 8,81. Verðlaun frá Dansk-íslenzka félaginu fyrir hæsta einkunn í dönsku hlaut Helgi Jónsson, stærðfræðideild og Huld Gísla- dóttir. Hlaut hún einnig verð- laun fyrir enskukunnáttu og Helgi ennfremur verðlaun stærð- fræðingafélagsins fyrir bezta ár- angur í stærðfræði og lét skóla- meistari þess getið að hann mundi eini stúdentinn á landinu: sem hlyti ágætiseinkunn í stærð- fræði á þessu vori. Verðlaun úx minningarsjóði Þorsteins Hall- dórssonar fyrir námsárangur bæði i bóknámi og íþróttum hlaut Gunnar Gunnlaugsson frá Siglufirði. Þá flutti fulltrúi 25 ára stúd- Frh. á bls. 12 Fráscgii dr. Sig. Þórarinssðnar Framh. af bls. 1 hlaupinu s.l. sumar. Þess er að gæta, sagði Sigurður, að Skeiðará var að hlaupa í tvær vikur. Þetta hlaup stóð aðeins yfir í nokkra klukkutíma. EINS OG VENJULEGT KÖTLUIILAUP Hlaupið kom með fullum 'kraf ti þegar í byrjun, svo sem venja er um Kötluhlaup. All sterka fýlu lagði upp af vatninu. Var því að vonum að menn byggjust við Kötlugosi þá og þegar, sagði dr. Sigurður. Þegar ekkert gerðist að faranótt sunnudagsins, sunnu- daginn allan, fór menn að gruna að orsök hlaupsins gæti verið tæming í jökullónum meðfram Höfðabrekkujökli, t. d. lónið við Huldufjöll. ★ í gærmorgun föru þeir í flug- vél saman, til þess’ að ganga úr skugga um þetta, Sigurður Þór- arinsson og Pálmi Hannessoii, með Birni Pálssyni flugmanni, ásamt Magnúsi Jóhannssyni kvi'.t myndamanni. Þeir ílugu yfir hlaupsvæðið upp Höfðabrckku- jökul allt upp í Kötlu. Skyggni var ágætt. TVÖ HRINGLAGA SIG Er upp kom á sléttuna suðvest- ur af Kötlukollinum, gaf að líta hvar upptök hlaupsins voru. Þar höfðu myndazt tvö hringlaga sig í jökulinn. ÞAR HAFÐI LEIÐANGUR VERID Var það syðra dýpra, 70—80 m. en þvermálið um 500 metrar. Var tjörn í siginu miðju. Sprungur göptu allt í kring, en skammt vestur af sáu þeir félagar í flug- vélinni, skíðaslóð jöklafaranna. Er sigið einmitt á þeim slóðum, sem leiðangurinn hugði Kötlu- gjá vera. Ekki er vafi á því, sagði Sigurður, að þar sem sigín eru hefur vatn hlaupið undan, það vatn er hlaupið gerði. En hvort hér er um að ræða vatn myndað við jarðhita eða gos undir jökli, verður ekki sagt með víssu. Spurningin er nú, verður úr þessu Ketlugos eða ekki? Þeirri spurningu get ég ekki svarað. Hér er ekki á neinni reynslu að byggja, þar sem Katla hefur ekki hagað sér svona áður. en þess er að gæta, að jöklar eru nú stórum þynnri en þeir voru í fyrri Kötlugosum er menn hafa beztar fregnir af. VERA ÞARF VEL Á VER9I Kvað dr. Sigurður sjálfsagí að' vera vel á verði næsíu ðagana að minnsta kosíi, en með hverjum deginum, rná telja að hætían minnki á því að úr þessu verði venjuieg Kötlugosahlaup. Fyrir hefur það komið að mesta hlaup- vatnið í Kötlu hafi ekki hlaupið fram fyrr en eftir nokkra daga er hlaups varð fyrst vart. En alltaf svo vitað sé, hefur gos hafizt þeg- ar um það bil er hlaupsins varð fyrst vart á Mýrdalssandi. En fari svo, sem vonandi er, sagði Sigurður, að ekki verði meira ur að sinni. má segja að þetta hlaup hafi þrátt fyrir allt gert nokkuð | gagn. Katla hefur gert nauð- j synlegt að gerðar verði allar 1 rannsóknir, sem hægt er að gera til að reyna að segja eitthvað fyr- ir um gos. Þessi smáhlaup sýna betur en nokkuð annað, hverjar leiðir stórhlaup myndi að likind- um fara og hvaða svæði væru að líkindum í mestri hættu. Táldi Sigurður nauðsynlegt að Ijós- J mynda allt hlaupsvæðið, svo og Kötlusvæðið, Þá taldi hann nauð- synlegt að setja upp jarðskjálfta mæli í Vík. Geta má þess hér til viðbótar, að í gær voru starfs- menn veðurstofunnar einmitt að útbúa gamlan jarðskjálftamæli, sem setja á upp austur í Vík. | Siméméíið í gærkvöídi: 2 sekúndur frá heimsmetii sœnskt met og ísienzkt ALIÍRFI á nokkru sundmóti hér hafa náðst slíkir árangrar sem á Norræna sundmótinu sem hotst i gærkvöldi. 7 menn undir 61 sekundu í 100 metra skriðsundi, 2 menn aðeins rúm um tveimur sekúndum frá heimsmeti í bringusundi, sænskt met í 200 m bringu- sundi og fleiri ágætisárangrar eru rammi þessa sundmóts sem verður fram haidið í livöid, með jafn tvísýnum sundgreinum. Meðal áhorf- enda vom forsetahjónin, dóras málaráðherra og sendifulltrú- ar frá Norðurlöndum. Er Erlingur Pálsson hafði boð- ið hina norrænu garpa velkomna og Aksel Flor forseti norræna sundsambandsins þakkað, og kynning sundmannanna farið fi-am hófst keppnin. Fyrsta greinín var 100 m skrið sund. Svíinn Westesson sigraði eftir geýsiharða baráttu við Norðmanninn Gunnerud og sama tíma og hirm síðarnefntíi fékk Kayhkö frá Finnlandi. Jytté Hansen sundkonan heims fræga frá Danmörku sigraði glæsilega í 200 m. bringusundi — á góðum karlmannstíma. Önnur var Pavoni — 15 ára frá Svíþjóð og bætti sænska metið um 1 sekúndu. En skemmtilegasta keppni kvöldsins var án efa 200 m. bringusnndið. Það varð hreint einvígi milli Gíeie er heims- metið átti þar til í fyrra, og Finnans Tikka, Vart mátti á milli þeírra sjá — og er 10 metrar voru i mark voru þeir hmfjafnir. Á síðústu metrun- um tryggði fyrrv. heimsmet- hafi sér sigurinn og tími hans var aðeins 2,1 sek. frá heim- metinu er Japani nokkur á. í kvöld heyja þeir tvívegis ein- víki Gleie og Tikka — í 100 m bringusundí, og 100 m flug- sundi, en á þeim vegalengd- um skilja aðeins nokkur sekundubrot bezta tunm- þeirra. Rúsínan. i pylsttenðí .sm* vora bciðsundin — milli hland affra sveita, en þó synti isl, landssveitin <Jón Heígason, Sigurffiir Sigitrðsson, Ari o« Pétur) á nýju landssveitaie- meti i 4x50 m fjórsundi. .ÚRSLIT Sigurvegarar i einstökunv greinum i gærkvöldi. — 100 m. skriðsnnd Westesson, SvíþjóSF 59,2 sek. 200 m bringusund .Tyttrt ~ Hansen, Danm. 2:55,7 mín. 50: í m skriðs. drengja Heigi Hannes- son Akran. 28.7. 200 m bringusuncV karla Gleie-, Danm. 2:38,5. 2, Tikka, Finnl. 2:38,7 100 m, skriðsur.d kvenna 1. Birte Munek, Darim. 1:09,5 100 m oaksuntl karla. 1. Per Olof Eriksson, Sví- þjóð 1:117. 50 m bringusund telpna Sigríður Sigurbjörasdott- ir, Æ, 43,7 Sijk. Stórglæsile ^ Mótinu lýkur annað kvöld ÞESSA dagana gerist margt stórra tíðinda á sviði íþróttanna, Eitt af þvi er vakið hefur minni athygli en vert væri er frjálsiþróttamót. ÍR. en það hófst á sunnudaginn og lýkur á mið- vikudagsk.völdið. Meðal keppenda þar eru fjórir sænskir ,lands- liðsmenn — auk um 70 beztu frjálsíþróttamannn íslands. * ABEINS EITT VANTAÐI Keppnin á stmnudaginn var hráðskemmtileg og spennandi, raunar svo að vart er hægt að vonast eftir henni hetri, ár-. ángur varð ágætur í flestum greiuum, framkvæmd mótsins góð. Þaff vantaði aðeins eitt — þá stemningu sem einungis áhorfendur geta skapað. Hér er vissulega tækifæri til að sjá frjálsíþróttakeppni. eins og við höfum áður séð hana bezta og skal mönnum bent á að láta ekkr seinna tækifærið — sem er annað kvöld — ganga sér úr greipum. ★ HIN SKEMMTII.EGA KEPPNI Margar greinar voru á keppnis skránni, en minnistæðust öllum verðrn- vafalaust keppnin í 800 m hlaupinu — keppnin í 3000 m hlaupinu og kringlukastinu. Strekkingsvindur var á sunnu- daginn og illt til hlaupakeppni. En samt náðust aldeilis ágætir timar í 800 m hlaupinu — og skipuðu Þórir Þorsteinsson og Svavar Markússon tvö fyrstu sæt in á undan Svianum Toit, sem er einn bezti maður Svía á þessari vegalengd — og er þá mikið sagt. Svavar leiddi fyrri hringinn — en þá fór Toft fram fyrir. Stóð svo þar til um 150 m voru eftir, að Svavar tekur aftur forystuna og leiðir á síðustu beygjunni, En þá tók Þórir á sínu bezta og skaut bæði Toft og Svavari aftur fyrir sig og sigraði á prýðistíma miðað \úð aðsíæður.. í 3 km hlaupinu stóð stríðið á milli ÍR-inganna Kristjáns Jó- hannssonar og Sigurður Guðna- Liaft^yrnsilandsf^lki'riíin við Daní: , í GÆRDAG barst blaðinu tilkynning frá landsliðsnefnd Knatt- spyrnusambands íslands. í henni segir, að nefndin hafi valið eftirfarandi roenn. í landslið íslendinga i knattspyrnu er roætir Ilönum á íþróttavelliiuim hér í Reykjavik n.k. sunnudag. ísléraæka landsliðið verður þannig skipað: Ólafur Hannesson Þórður Þórðarson Halldór Sigurbjörnsson Albert Guðmundsson Rikharður Jónsson. Guðjón Finnbogason Einar Halldórsson Sveinn Teitsson Halldór Halldórsson Kristinn Gunnlaugsson Helgi Daníelsson. Varamenn eru: Ólafur Eiríks- mannsson framherji, Þorbjörn m, markvörður, Hreiðar Ársæls Friðriksson. framhei ji. >n bakvörður, Hörður Felixson Þjálfari liðsins er sem kunnugt SR) framvörður, Gunnar Guð- er Karl Guðmundsson. réllninét sonar. Og það strið stóð ailt til loka hlaupsins, að Sigurður varð stbrkari á siðustu metrunum, Skemmtileg keppni og er ásamt keppni í sumum öðrum greinum. þessa móts góður forleikur að landskeppninni í júlí við Hol- land. •k ! kringlulcastinu var barizt um hvern sentimeter. Svíinn Udde- bom tók forystuna. með rúml. 48 metra kasti. Hallgrímur Jónsson svaraði með 48,45. Uddebom kast aði þá 48,40 — og spenningurinn jókst, unz Hallgrímur tók af skaríð með því að kasta kringl- unni 48,90 metra. ★ 200 metra hlaupið byrjuðu ís- lendingarnir vel. Guðmundur Lárusson og Ásmundur voru greinilega í fararbroddi á miðri beygjunni en þá tognaði Guð- niundur og hætti, en Ásmundur lét í minni pokann fyrir Christers son, sem hafði betra lag á að hlaupa í mótvindinum. * Aí öðrum greinum rnætti neína spjótkastið — Jóel enn einu •sinni kominn yfir 62 metra. Von- andi veit það á meira síðar. Lang- stökkið varð verra en menn bjuggust við. Stokkið var undan góðum vindi, en þó vai'ð lengsta stökk (Friðleifur) ,,aðeins“ rúm- lega 6,80. Vegna þrengsla í blaðinu verð- ur að bíða næsta dags að birta úrslitalista mótsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.