Morgunblaðið - 02.07.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. júlí 19.55 HORGVNBLABIB 7 HuEidrað dr liðiit fyrstu UM það bil 90 kílómetra suður af Salt Lake City er smábær- inn Spanish Fork, sem telur um 6000 íbúa. Bærinn er umlokinn fjöllum, sum skógi vaxin, en önn ur snævi þakin. Þarna hafa Is- lendingar setzt að, og þarna stóðu hátíðahöld í 3 daga í tilefni af Því, að hundrað ár eru liðin síð- an fyrstu íslendingarnir settust þarna að, og munu það hafa ver- ið Samúel Bjarnason og kona hans Margrét, og Helga Jónsdótt- ir. íslendingafélagið í Utah hafði farið þess á leit, að ríkisstjórn ís- lands sendi fulltrúa á þessa há- tíð, og einnig að ríkisstjörn Banda ríkjanna sendi þangað fulltrúa. Fulltrúi íslands var Pétur Eggerz, sendiráðunautur við ís- lenzka sendiráðið í Washington, en fulltrúi Bandaríkjanna var Marselis C. Parsons, aðstoðarráð- herra. NÆR ALLIR MORMÓNAR Svo að segja allir fslendingar í Spanish Fork eru Mormóna- trúar, en íslendingar og afkom- endur þeirra eru um það bil 1500. Mormónar eiga mörg guðs- hús og vegleg, og fóru hátíða- höldin að mestu fram í einu þeirra, Palmyra Stake House. Hátíðahöldin hófust miðviku- daginn 15. júní með guðsþjónustu og stjórnaði henni Byron Gesli- son, biskup. Söng þar nokkur lög Tani Bjarnason, sem er vel þekkt ur söngvari vestur á Kyrrahafs- strönd. Talar hann góða islenzku, Dóra Þorsteinsson við rokkinn. og söng fjölmörg íslenzk sönglög á hátíðinni. Tani er búsettur í Seattle, Washington. íslendingar höfðu komið víða að til þéss að sækja þessa hátíð, og hitta þar vini og kunningja og spjalla við þá á íslenzku. Menn og konur komu frá Kanada, Los Angeles, San Francisco, Van- couver, Salt Lake City, Colorado og víðar að. ÍSLENDINGUNUM HEFUR BÚNAZT VEL Fulltrúi íslands og kona hans heimsóttu flest öll íslenzk heim- ili í Spanish Fork, og hefir fslend ingum búnast þar vel. Búa allir við góð kjör og eiga sér hús. Skammt frá Spanish Fork er gríðarstór verksmiðja, sem fram- leiðir stál, og þar hafa margir íslendingar atvinnu. Þá stunda margir landbúnað, mjólkurfram- leiðslu og akuryrkju. Framleiða þeir baunir, lauk, alfa alfa, gul- rætur, rauðrófur o. fl. Niðursuðu- verksmiðjur eru þarna á staðn- um, og er því markaður góður fyrir landbúnaðarafurðimar og nærtækur. íslendingar í Spanish Fork eru mjög gestrisnir og taka manni opnum örmum, en ekki bjóða þeir fram kaffi, og stafar það af því að Mormónatrúin leggur ein- dregið á móti allri nautnanevzlu, hvort heldur sem er kaffi, tóbak eða áfengL IsIeitfSingar settust að í Sponish Fork Vegleg háiiðahöld aí jbví tileíni Framkvæmdanefnd hátíðarinnar. Talið frá vinstri: Fay Bearnson, John Y. Bearnson, formaður, Byron T. Geslison og J. Victor Leif- son. Lois B. Christensen vamter á myndima. SÖGULEG LEIKSÝNING Fimmtudagurinn 16. júní hófst með glimu og öðrum fþróttum. Fimmtudagskvöldið var söguleg leiksýning, og var henni stjórnað af Hólmfríði Daníelson, leikkonu fr'á Winnipeg. Sótti mörg hundr- uð manns sýninguna og var Hólm fríði klappað óspart lof í lófa. Leiksýningin brá upp myndum af brottför íslendinga frá íslandi, og af hinni mörg hundruð kíló- metra löngu göngu þeirra til Utah, en þegar þangað kom þá benti Brigham Young, kirkjuhöfð ingi Mormóna, íslendingum á að setjast að í Spanish Fork, því að þar höfðu Danir setzt að áður, og hélt hann að vel mundi fara á sambúð íslendinga og Dana. Dóra Þorsteinsdóttir hafði sýn- ingu á hannyrðum, og sat þama á sýningunni og spann á rokk. HÁTÍÐAHÖLDIN 17.JÚNÍ Kl. 10.00 á föstudagsmorgun- inn, hinn 17. júní, fór skrúðganga mikil um borgina. Tuttugu og sjö fjölskyldur í Spanish Fork höfðu tekið að sér að útbúa táknræna þætti úr sögu íslenzku landnem- anna, sem settust að í Spanish Fork. Var leikþáttum þessum komið fyrir á fjórhjóluðum pöll-' um, sem dregnir voru af bifreið- um. Þannig voru i skrúðgöngunni 27 slíkir leikþættir, og sumir gerð ir af mikilli hugkvæmní og fburði. En í fararbroddi voru þeir, er skipulagt höfðu hátíðina, svo og gestir og íulltrúar rikisstjórna. Föstudaginn 17. júni var há- degisverður kl. 12,30, sem 550 manns sóttu, og strjómaði honum John Y. Bearnson, biskup. Að af- loknum hádegisverðinum las John Y. Bearason, formaður ís- lendingafélagsins, símskeyti og kveðjur, sem borizt höfðu, m. a. frá sendiherra íslands ‘i Washing- ton, hr. Thor Thors Þá las full- trúi íslands kveðju frá íorseta ís- lands, hr. Ásgeir Ásgeirssyni, og' afhenti jafnframt gjöf frá for- seta íslands til fslendtngafélags- ins, íslenzkan silkifána. Þá tók til máls fulltrúi Banda- ríkjastjórnar, Marselis C. Par- sons, aðstoðarráðherra. Var Par- sons, ráðherra kynntur af einum æðsta embættismanni Utah-rikis. Seinna um daginn var ekið um bæinn og nágrennið. Kl. 8,00 um kvöldið var sam- sæti, sem sóttu um 600 manns, og stjórnaði því Victor Leifson, biskup. Þar söng Tani Bjarna- son og einnig söng þár Ellen Jameson íslenzka söngva. Ellen Jameson er systir Paul Jámeson, latknis. Páll læknir er raunveru- lega Guðmundsson, og fluttist faðir hans frá íslandi til Utah. Páll læknir er sérfræðingur í augnsjúkdómum, og háls- nef- og eymalæknir. Starfar hann í Salt Lake City, og er þekktur læknir langt út fyrir landamæri Utah- ríkis. Þarna komu og fram margir ágætir listamenn, bæði islenzkir og amerískir. Aðalræðumaður kvöldsins var Pétur Eggerz, og var hann kvnntur fvrir áheyr- endu-n af Fir.r.boga Guðmunds- syni, prófessor. Að ræðu sinni lokinn flutti Pétur Eggerz ávarp frá ríkisstjórninni. Ávarp þetta var undirritað af forséetisráð- herra Ólafi Thors, og bundið í mjög fallega bók. Bókin með ávarpinu var síðan afhent íslend- ingafélaginu til eignar. SÆMD RIDDÆRAKROSSI FÁLKAORÐUNNAR Þá afhenti Pétur Eggerz með stuttri ræðu riddarakross Fálka- orðunnar þeim John Y. Bearnson og Kate B., Carter. Kate B. Carter er formaður stærsta kvenfélags Utah-ríkis, og hefir getið sér góðs orðs sem rit- höfundur, og ritað margar bæk- ur, sem sumar fjalla um land- námið i Utah. Forseti íslands bafði síðastliðinn maí sæmt of- angreinda aðila riddarakrossi Fálkaorðunnar, og óskað þess, að fulltrúi ríkisstjómarinnar af- henti þá við þetta tækifærí Seinna -um kvöldið sýndi Kjart an Bjarnason kvikmynd sína frá íslandi, og skýrði prófessor Finn- bogi hana út fyrir áheyrendum. Þeir Kjartan og Finnbogí voru siíellt á ferð og flugi við að taka Ijósrrtyndir og kvikmyndir og taka raddir manna upp á stál- þráð. Hátíðahöldunum lauk á föstu- dagskvöldið um miðnætti, og þótti öllum þau takast vel. Blöðin í Salt Lake City og sjón- varpið og útvarpið kepptust við að skýra frá hátiöahöldunum, og má af því ráða, að talsvert gætir áhrifa þeirra manna af íslenzk- um uppruna, sem setzt hafa að í Utah-ríkí. VEIÐIHORFUR eru nú víðast hvar góðar. Vatn í ám óvenju- mikið, en þó hæfilegt, að minnsta kosti sunnan lands og vestan. Norðurlands hefur verið frekar úrkomusamt undanfarið og sum- ar ár þar, farið í flóð, sem snöggv ast, en horfur eru á að það standi ekki lengi. Ef tíð helzt sviptið, má vænta skemmtilegra daga' hjá stang- veiðimönnum fram eftir mánuð- inum. Þetta á þó aðeins við á þeim veiðisvæðum, er af líkum má ráða að enn haldi í horfinu með laxastofn sinn. □ ★ Q Veiði hefur verið ærið misjöfn til þessa. í Ámessýstuánum er allt í deyfð og doða ennþá. Laxa, sem veiðzt hafa á stöng má teija á fingrum sér og netaveiðin í Ölfusá sama sem engin. Aftur á móti hefur verið góð veiði í Þjórsá. í Elliðaánum hefur verið upp- gripaveiði undanfarið og þegar er búið að flytja um 500 laxa í efri-ána úr kistunni. Ennþá veiðist tiltölulega meira en flutt er og veldur því sennilega gott veiðiveður. í ánum í nágrenninu hefur ver ið reitingsafli, nema í Laxá í Kjós, þar hefur verið jöfn og góð veiði á neðsta svæðinu og nú þeg- ar farið að fiskast í Meðalfells- vatni. í Norðurá liefur verið óvenju góð veiði undanfarið. og lax. geng- ið mjög vel upp hinn nýja laxa- stiga í Laxfossi. Laxxnn er að visu frekar smár, en alls munu komnir á land um ,200 íiskar. Lífnað hefur einnig talsvert yfir öðrum borgfirzkum ám og má vænta þess að þær verði skemmtilegar, ef vatn endist, Vesturíandsárnar eru frekar daufar ennþá, en þær eru axitaf nokkuð seinar til, svo ekki »er ástæða til að örvænta um þær. Norðurlandsárnar, sérstaklega Laxá í Aðaldal, hafa gefið góða raun og nú eru veiðihorfur þar vænlegar. • Gengisskráning • (Sölugengi): GuIIverð íslenzkrar krÓEw« t sterlingspund .....fcr. 45,71 1 bandarískur dollar .. — 16,32 1 Kanada-dollar ........— 16,5f 100 dánskar kr. ...... — 236,30 100 norskar kr.......228,51 100 sænskar kr..........— 815,51 100 finnsk mörk......— 7,09 1000 franskir fr.....— 46,61 100 belgiskir fr. ...... — 32,7t 100 vestur-þýzk mörk — 388,70 1000 lirnr .............— 26,1J 100 gullkró'nnr jafngilda 738,91 100 svissn. fr. ........ 874,51 100 Gyllini ....—. 431,10 100 tékkn. kr.......... — 226,67 ALDURSRANNSÓKNIR Það er að verða mönnum æ ljósara að ræktun lax- og siiung- stofna í ám og vötnum getwr ekki blessast nema eitthvað sé vitað um lífshætti þein-a. Allt er þetta flókið mál, sérstaklega lífsferíll göngufiskanna, því tilvera þeirra er í vissum skilningi tvöföld, — þar sem þeir dvelja bæði i sjó og fersku vatni. Að þessu sinni eru það aðallega tvö atriði, sem drepið verðuf á hér. Þau snerta bséði stangv-eiði- menr.ína allmikið, og beiníínis byggja á veiðimönnum í sumum tilfellum. Hér er átt við söfnun hreisturs til rar.nsóknar á aldri fiska ög hrygningu þeirra, svo og merkingar göngufiska. Veiðimála stjóri hefur íátið mér i té ýmsar uþplýsingar um þessi mál og silt- hvað fleira, er hann viH gjarnan koma á framfæri til veiðimanna. □ ★ □ Söfnun laxahreisturs hefur verið framkvæmd um alllangt skeið og búið er að vinna allmik- ið úr því safni. Starfið er mjög seinlegt, en fáir til starfa og væri1 mjög æskilegt að meiri starfs-, kröftum væri á að skipá. Veiði- ■ málaskrifstofan á nú allgott safn í laxahreisturs af veiðisvæðum Stangaveiðifélags Reykjavikur, j Elliðaánum, I.axá i Kjós og Norð j urá. Einnig Miðfjai’ðará er Sig- ! björn heitinn Ármann sá fyrst I um af sínum alkunna dugnaði. ! Hreisturssöfnun hefur einnig ver ið framkvæmd meira og minna í fleiri ám og má þar til nefna Laxá í Aðaldal, Þingeyjasýslu. j Hreisturssöfnuninni þarf að hatda áfram, sem allra víðast og þarf að aukast sumstaðar. Slík söfnun hlýtur alltaf að koma mifc ið í hlut veiðimannanna sjálfra og_ ekki sízt stangveiðimanna, Þótt rannsókn á hreistrinu drag- ist nokkuð, berist mikið að, þú gerir það minna tál, aðalatnðið að það sé fyrir hendi. FISKMERKINGAR Merkingar á laxi og sigl xng hafa lítiS sem ekkert verið íram- ■ kvæmdar skipulega í islenzkWr* ám fvrr en 1947. Á fundi Lax- og i srlungsnefndar Alþjóðara sóknarráðsins, sem haldinn vajH Stokkhóbni 1946, var ,sambyk| að lögð yrði sérstök áherzla á a? merkja lax i þeim tilgangi að sem fyllstrar þekkingar um göngTU ur hans: í fyrsta lagi þegar lax^fj sflin ganga til sjávar (gÖngusíHþijj í öðru lagi, þegar laxinn geri«mfrr meðfram ströndum á leið sirtni,^, árnar, og í þriðja lagi þegar hann hf'ur hrvent (hoplax). íslancT^ hefur tekið þátt í þessum merk- ingum með því að merkja göngu- síli og hoplax. □ ★ Q Veiðimálaskrifstofan göngusílamerkingar vorið 1947 Úlfarsá (Korpu) í Mosfellssve Merkingarnar hafa farið fra með tvennu móti annars veg^ og að mestu leyti með þvi klippa ugga af sílunum og einr litilsháttar með merkjum. Merfe ing með uggak’ippingum er þ'tr| ig. að klipptir eru tveir uggar sílunum og þeir sömu eitt ár’ senn. en breytt til frá ári til árs. Fæst þá vitneskja-um það í hvaða ám þeir fiskar voru merktir, sem endurveiðast. Klipping ugga er fljótleg merk- ingaraðferð, en þeir ókostir eru henni samfara að beitá íxarjf nokkurri athygli við að fína^ uggastýfða fi.ska, en af því genir leitt færri endurheimtur. Þarf því stöðugt. að biðja veiðimenn að fylgjast vel með hvort þeir veiða uggastýfða fiska. Merkt hafa verið frá 1947—1954 2997 laxasíli og endurheimtur verið frá 1—9,5%, og að auki 400 sfðbirtingssfli, sem merkt voru í Úlfarsg á tírnabilino 1949—1954. Klipptir voru, reiðiuggi, uggar báðir, og gctraufaj-'jggl, fáein laxasíli voru rnerkt með sporöskjulöguðum plötum 4 stærð við tíeyring. Áletrun, Ísl.-V og áframhaldandi töluröð. HOPLA XAMERKINGAR Merkingar á hoplaxi fóru frarft á árunum 1948—1951 i Elliðaán- um, í Borgarfirði, Stóru-Laxá i Hreppum, Soginu og Ölfarsá. Við merkingar á hoplaxi á ár- unum 1948—1949 voru notuð svört .,beikaHt“-merki. Var þeim fest á bakið á laxinum framan- við bakuggann. 1950—1951 voru notuð Lea-fiskmerki, en þau eru sivöl, 3,5 sm á lengd. Þau inni- ; haida prentaðan miða með ósk. um upplýsingar varðandi hinn , endurveídda fisk. Síðan ] 948 hafa aí)s verið merktir 876 hoplaxar. □ ★ □ Merkingar á silung haía einnig verið garðar. í Meðalfellsvatni í Kjós í 3 ár og merkt 370 bleikjur og urriðar og í Þingvallavatni, 77-5 murtur. Þá vorn merkt 26 •eldisseiði af göngustærð og sleppt í Elliðaárnar í fyrravor. Þau voru klippt og eru væntanleg i sumar, sem 4—6 pd. fiskar. í Laxá í Kjós var einnig sleppt eldisseiðum af göngustærð. Að lokum skal því beint til veiðimanna nú og þá sérstaklega til þeirra er veiða í Elliðaánum, Úlfarsá, Iæirvogsá og Laxá i Kjós, að líta vel eftir hvort þeir veiða merkta fiska. K. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.