Morgunblaðið - 08.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.1955, Blaðsíða 16
Síldin gengin n miðin Sldp að veiðem í góðu veðri í gærkvöldi Báist við allmikilli söltun í dag MILLI KLUKKAN átta og níu í gærkvöldi símuðu fréttaritarar Mbl. á Siglufirði og Raufarhöfn, að í því hefðu borizt fregnir af Austursvæðinu um að þar hefðu nokkur skip fengið góð köst. ■— Veiðiveður væri hagstætt og myndi síldarsöltun hefjast með morgni í dag á Raufarhöfn og Húsavík. Ráðherra menntamála Færeyja staddur hér. — Sjá bls. 9. Veðurúfiif í dag: SV gola. Úrkomulaust að mestu. JHroottttfrlftfriÞ 151. tbl. — Föstudagur 8. júlí 1955 Klukkan 11 í gærkvöldi sím- aði Guðjón Jónsson fréttaritari Mbl. á Siglufirði. Sagði hann að í fyrsta leitarflugi á vertíðinni í gærkvöldi, hefði leitarflugvélin talið 12 torfur á Skagagrunni og virtust sumar þeirra allálitlegar. .— Þar var þá ekkert skip. Alldjúpt út af Melrakkasléttu höfðu skip fengið síld og var þá kunnugt um þessi skip, sem ýmist voru að háfa eða þá búin að til- kynna komu sína til Raufarhafn- ar og Húsavíkur, með síld til BÖltunar: Verður EA sem hafði fengið 600 tunnur í tveim köst- um, Von EA 250 tn, Pétur Jóns- son 300. Þá var Gylfi búinn að fá 100 tunnur og Helga 500 tunn- ur og var að háfa. Á Siglufirði töldu menn full- víst, að þau skip, sem þarna voru, en þau munu eigi hafa verið fá, hafi almennt verið í meiri og minni síld. Myndi óhætt að búast við allverulegri síldar- söltun á Húsavík og Raufarhöfn í dag. F.NN VANTAR KVENFÓLKIÐ Nyrðra er enn víða skortur á konum til starfa á söltunarstöðv- unum. Það hefur sýnt sig að þær hafa verið fljótar að ráða sig, þegar fregnirnar um síldina hafa tekið að berazt og svo mun einnig nú. Sjómenn og útgerðarmenn eru nú allvongóðir um að aukin rauðáta á síldarmiðunum, meiri en dæmi eru til um undanfarin ár, boði nokkra síldarvertíð í ár. 1 Síðustu íréttir Laust fyrir miðnætti símaði fréttaritari Mbl. á Dalvík, að þangað hefði þá rétt í því borizt fregnir af Austursvæðinu, þar sem skipin voru á veiðum, að þar væri mjög mikil síld. Þess var getið að togarinn Jörundur væri að háfa úr stóru kasti. Til Dalvíkur hafði þá tilkynnt komu «?na með síld til söltunar, þess- •ir fjórir bátar, sem voru með í}00—500 tunnur hver: Baldur, Bjarmi, Björgvin og Guðfinnur. Loks má svo þess geta, að scint í gærkvöldi bárust þær fcegnir til Siglufjarðar frá tog- m*a, sem staddur var út af ísa- fjarðardjúpi, að mikil síld hefði sézt vaða þar. Þóttii það ill skipti SIGLUFIRÐI, 7. júlí: — í gær var hér dimmviðri og súld og bræla á síldarmiðunum og ekki verðmæta að vænta hingað til Siglufjarðar, enda barst hingað engin síld. Hinsvegar komu hér Hannibal Valdimarsson og Lúð- vík Jósefsson, í hennar stað. Þóttu það ill skipti og fyrirboði slæm- ur. Þinguðu þeir í Alþýðuhúsinu yfir tæpum 100 sálum, réðust ein- farið að Sjálfstæðisflokknum, en gáfu Framsókn óspart undir fót- inn. Þótti að þessu góð skemmt- an. —- í kvöld skemmtir svo Litli Fjarkinn Siglfirðingum. — Stef- án. Leikstjóri og leikendur í „Óskabarni örlaganna“. Talið frá vinstri: Valdimar Helgason, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Einar Pálsson, leikstjóri, Lárus Pálsson og Róbert Arnfinnsson. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) London — Marcus I.ipton, úr Verkamannaflokknum lagði það til í neðri deild brezka þingsins í dag, að Sir Ant’nony Eden tæki Churehill með sér til Genfar- fundarins. Sagði Lipton, að nær vera Churchills myndi styrkja aðstöðu Vesturveldanna og myndi för hans til Genfar verða fagnað víða um heim. Obreytt stefna gegn Rauða Kína. Washington — Bandaríkin nafa ekki breytt afstöðu sinni til að- ildar kínverska alþýðulýðveldis- ins að SÞ. sagði taismaður banda ríska utanríkisráðuneytisins dag. Þessi yfirlýsing var gefin,, eftir að forsætisráðherra Burma, U Nu, hafði sagt í ræðu daginn áður, að bandarískir stjórnmála- menn væru nú hlynntari aðild Rauða Kína að SÞ en áður. Glæsilegur knattspyrnusigur Beykjavíkur yfir Diinum LIÐ REYKJUVÍKUR, sem keppti í gærkvöldi móti hinu danska knattspyrnuliði, síðasta leik þess hér, fór með sigur af hólmi. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, sem var meðal áhorfenda, gekk til búningsklefa knattspyrnumannanna að leikslokum og þakkaði þeim í nafni bæjarbúa fyrir hinn glæsilega knattspyrnusigur, en Reykjavík sigraði með 5 mörkum gegn 2. í gærkvöldi var mjög svipað veður hér og í bænum og hin kvöldin tvö er Danirnir léku gegn landsliðinu og Akurnesing- um. ★ ★ ★ Fyrri hálfleik léku Danir und- an vindi og að honum loknum f •> Onnur umrœða um bœjar- reikningana féll niður Minnihlutinn synjaði um afbrigði BÆJARSTJÓRNARFUNDUR var óvenju endasleppur í gær- kveldi. Af vangá hafði fallið niður á dagskrá fundarins, sem Kend var bæjarfulltrúum að reikningar Reykjavíkurbæjar kæmu þar fyrir til 2. umræðu. Var leiðrétt dagskrá þá send út en hún harst ekki nógu snemma, þannig að frestur var of skammur sam- Þvæmt fundarsköpum bæjarstjórnar. Forseti bæjarstjórnar leit-: móti því að afbrigði yrðu veitt I aði því samþykkis bæjar- stjórnar að mega taka reikn- ingana fyrir til 2. umræðu þrátt fyrir hinn of skamma frest, enda hafði bæjarfull- trúum verið tilkynnt fyrir um það bil 3 vikum að 2. umræða um reikningana færi fram á þessum fundi. Þegar afbrigða var leitað greiddu bæjarfulltrúar minni- hlutaflokkanna ýmist atkvæði á eða sátu hjá og fékkst því ekki samþykki % viðstaddra bæjar- fulltrúa, eins og fundarsköp ákveða og varð því ekki úr um- ræðum um málið. Borgarstjóri lét þess getið að boðað yrði bráðlega til auka- fundar um reikningana. Þess má geta að það ber mjög sjaldan við að neitað sé um afbrigði á þann hátt, sem hér var gert. virtist ekki ætla að blása byrlega fyrir Reykvíkingum. — En á fyrstu 15 mín. síðari hálfleiks gerði Reykjavík hverja hríðina á fætur annarri að marki Dana, sem ekki fengu varizt. — Fjögur mörk voru sett, hvert á fætur öðru og síðari í leiknum kom hið fimmta. — En sjö sinnum lá bolt- inn þó í netinu, en dómarinn dæmdi tvö þeirra ólögmæt, vegna rangstöðu. ★ ★ ★ Fimm þúsund áhorfendur voru á íþróttavellinum og þegar mörk unum rigndi á mark Dana, bárust fagnaðarópin langar leiðir. Leikurinn var mjög spennandi, einkum fyrsti stundarfjórðungur síðari hálfleiks. — Á köflum var leikurinn nokkuð harður. Mörkin skoruðu fyrir Reykja- vík: Gunnar Guðmannsson, sem skoraði tvö mörk, Halldór Hall- dórsson, Sigurður Bergsson og Þorbjörn Friðriksson. — En þó þessir menn hafi allir sýnt góðan leik, þá munu áhorfendur hafa verið samdóma um að bezti mað- ur í leiknum, að Dönunum með- töldum, hafi verið Hreiðar Ársæls son. Fyrir Danina skoruðu þeir Jens Peter Hansen og Aage Rou Jensen. ★ ★ ★ í kvöld mun Knattspyrnusam- band íslands halda Dönunum kveðjuhóf að Hótel Borg, en þeir fara heim með flugvél á morgun. Mlkil hrifning HeiindiIIar' í "Leikhúsi i IGÆRKVÖLDI var frumsýning í „Leikhúsi Heimdallar“, á sjón- leiknum „Óskabarn örlaganna" eftir B. Shaw. — Hinn stórl salur Sjálfstæðishússins var fullskipaður, og tóku áhorfendur frumsýningarleiknum með geysilegum fögnuði og voru leikendur og leikstjóri hylltir mjög í leikslok og barst fjöldi blóma. Sýningin var öll hin ánægjuleg þeirra, þjóðkunnur leikhúsmaður asta og vakti leikur leikenda, komst svo að orði: mikla hrifningu og ekki síður varð gestum starsýnt á hin fall- egu og veglegu leiktjöld, svo og ljósabreytingar, sem með góðum leik gerðu mjög áhrifamikla. „Það er segin saga, að þar seM ungt fólk er frjálst og óháð, : skeður alltaf eitthvað stórt og fram | óvænt. Sú framtakssemi, sem sýninguna birtist í þessu átaki ungra Sj álf- stæðismanna, að efna til þriggja Meðal gesta voru ráðherrar, og' óperu- og leiksýninga um há- forustumenn í leiklistarmálum: sumarið með fremstu leik- og þjóðarinnar Að sýningu lokinni mátti heyra mikla ánægju yfir sýningunni meðal gesta og einn Smásagnakeppni Stcfnis til 1S. ágúst EINS og áður hefir verið sagt frá í fréttum, hefir tímaritið Stefnir efnt til smásagnakeppni. Verð- launin eru glæsilegri en hér hef- ir áður þekkzt: ferð með flugvél Flugfélags íslands til Lundúna og aftur til baka, auk dagpeninga í París eða Lundúnum í 10 daga. — Keppni þessi hefir vakið mikla athygli og hafa allmargar sögur borizt nú þegar, en vegna þess að 3. hefti Stefnis kemur ekki út fyrr en undir haust, verður smá- sagnakeppninni frestað um 1 mánuð — eða til 15. ágúst. Skulu sögur hafa borizt fyrir þann tíma. Búlgarskir njósnarar ISTANBUL 5. júní: — Tyrkneska lögreglan handtók í dag 52 menn, sem grunaðir eru um þátttöku í búlgörskum njósnahring, er kom ið hafði verið á laggirnar í Tyrk- landi. Uppvíst varð um njósnirn- ar, eftir að búlgarski vararæðis- maðurinn í Istanbul hafði verið handtekinn í fyrrinótt fyrir njósnir. Lögreglan skýrir svo frá, að flestir njósnaranna séu búlg- arskir flóttamenn. Aðalræðis- manni Búlgaríu í Istanbul hefir verið neitað um leyfi til að heim- sækja vararæðismanninn. söngkröftum okkar, er ekki að- eins gleðiefni öllu listelsku fólki, heldur beinlínis boðskapur um nýtt og aukið menningarlíf í höf- uðstaðnum. Ég óska félaginu til hamingju með þessa frábærlega vel heppnuðu byrjun“. Undir þessi orð hins aldraða leikhúsmanns munu margir taka, er sjá þessa frábæru leiksýningu. Hér er stórglp?silega af stað far- ið og óþarfi að óttast um við- tökurnar. , ★ " Eftir lítið hlé að teikslokum, kom hljómsveit hússins fram & sviðið og hófst þá á vegum Sjálf- stæðishússins almenn veitinga- sala og dans, til kl. 11,30, en þetta fyrirkomulag mun verða haft & framvegis. Næsta leiksýning í Leikhúsl Heimdallar verður næstkomandi sunnudag. --------------------- } SKAKEIKVfGID KEYKJAVÍK B €• B ® F G ABGD13FGH STOKKHÖLMUR 18. leikur Reykjavíknr: Bd4xBe3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.