Morgunblaðið - 29.07.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.07.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. júlí 1955 MORGVNBLAÐIÐ 1 VETRARGARÐURINN ANSLEIKVB í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9 Hljónisveit Baldurs Kristjánssonar Miðapantanir í sima 6710 eftir kluKkan 8. V. G. Get bætt við mig ■ Málninprvinnu innanbúss '■ ■ • Uppl. í síraa 3779 í kvöld og annað kvöld milli kl. 6—8. 'm m [m Jóbann Eyjólfsson. I ........................ Lokað vegna sumarleyfa 2.—15. ágúst. Verksmiðjan Herco K. f. Egill Kristjánsson, Umboðs- og heildverzlun i Heilsuhæli N.L.F.I. ■ ■ B » í Hveragerði, sclur ferðafólki hollar og góðar veitingar • með sanngjörnu verði í björtum og rúmgóðum salar- I kynnum. ■ ■ Náttúrulækningafélag íslands. Háseta vantar á síldveiðiskip sem er á veiðum fyrir Norðurlandi. — Uppl. í síma 9165. Jafnfefli — KR ; Yalur ATTUNDI leíkur fyTstu deildar- keppninnar, eða íslandsmótsins, eins og við viljum nú heldur kalla það þrátt fyrir skipulags- breytingiuia, fór fram s.l. mið- vikudagskvöld og áttusí þá við KR og Valur. Þessa leiks var beðið með nokkurri eftirvæntingu, þar sem bæði liðin áttu möguleika til að ganga með sigur af hóimi í mót- inu. Með jafnteflinu hefir KR tryggt sig í sessi, á nú aðeins eft- ir að leika við Fram og Þrótt, en sigurmöguleikar Vals eru nú svo til að engu orðnir. Þeir eru að vísu tapiausir ennþá en með tvö jafntefli. Knattspymulega séð var leik- urinn í meðallagi, en hins vegar var hann nokkuð spennandi mest vegna þess, að úrslit hans voru afar tvísýn allt til leiksloka, þó KR-ingar hafi bins vegar verið þeir sterkari. St.rax á þriðju mínútu skallar Sigurður Bergs9on í stöng Vals- marksins eftir góða sendingu frá Gunnari Guðmannssyni utan frá hægri. Úr stönginni hrökk knött- urinn í handlegg eins bakvarðar Vals. sem síðan hreinsaði dug- lega frá maTki. KR-ingar náðu strax í gang stuttum samleik, sem leit út fyrir að verða þeim að góðu gagni og margar send- ingar komu vel fyrir Valsmark- ið með stutfu millibili, en heldur nálægt, því Helgi kom jafnan til skjalanna og greip inn í. Á 7. og 10. mínútu á Magnús Snæbjörns- son góð skot af vítateig, en langt yfir í bæði skiptin. Á 14. mínútu á Ólafur Hannesson laust. en lúmskt skot sem Helgi fær á síð- ustu stundu bjargað í hom og skömmu síðar á Hörður Felixson KR-ingur hörkuskot til hliðar við markið. Á 19. mínútu átti Þorbjörn tvær góðar tilraunir mcð skalla. Næsta stundarfjórð- unginn eru það Valsmenn, sem hafa sig meira í frammi og á 21. mínútu eru Valsmenn í sókn á vinstri væng. Hörður Felixson (Val) er kominn með knöttinn í námunda við endamörk innan vítateigs, tekst að leika á bak- vörð KR-inga og senda knöttinn frá sér beina línu fyrir markið til Hilmars, sem stóð þar óvald- aður og skoraði auðveldlega. Við markið eykst Valsmönnum ás- megin og á 24. mínútu á Gunn- ar Gunnarsson fast skot af víta- teig, en fram hjá marki. Síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks skipt- ust upphlaupin á- vixl, en stað- setning leikmanna var oft svo þvögukennd að erfitt mrjög var að ná í gang stuttu spili, þar sem hraðinn í Ieiknum var mjög lít- ill. — Valsmenn byrjuðu vel síðari hálfleikinn, en er um fimm min- útur voru liðnar tóku KR-ingar leikinn í sínar hendur og máttu Valsmenn hafa sig alla í frammi við að verjast. Á 5. mínút.u er Þorbjöm í ágætisfæri, kominn einn innfyrir, en er of fljótur á sér að spyma og spyrnir heint í fang Helga markvai-ðar. Það lá beinlínis í loftinu, að KK-ingar myndu jafna og á 15. minútu tókst það eftir að Þorbjörn hafði leikið upp á vinstri væng og sent knöttinn fyrir markið, þar sem Ólafur Hannesson náði hon- um eftir að Valsmaður hafði komizt á milli og skoraði Ólafur auðveldlega af stuttu færi mjög líkt mark og Hilmar gerði fyrir Val í fyrri hálfleiknum. Á 17. mínútu spyrnir Gunnar Guð- mannsson fram hjá marki í frem ur slæmu færi innan vítateigs, hefði betur gefið knöttinn yfir til Sigurðar eða Atla, sem voru vel staðsettir, einkum Sigurður. Á 21. mínútu fær Gufmar Gunn- arsson mjög góða sendingu inn á opna miðjuna frá Herði Felix- syni, en Gunnar var orðinn slæm- ur í fæti og gat ekki nýtt tæki- færið, svo Guðbjöm komst á milli og stöðvaði frekari fram- sókn Gunnars með því að sparka knettinum út fyrir hliðarlínu. Á 25. mínútu átti Sido fast skot af vítateig, sem Guðmundur bjarg- aði fallega. Á 29. mínútu.er Þor- björn kominn einn innfyrir í færi, en Helgi ver vel fast skot hans. Á 36. mínútu á Hörður Felíxson langskot, sem Helgi átti auðvelt með að taka. Siðustu mín úturnar voru Valsmenn heldur meira í sókn og var það mikill styrkur að hafa fengíð Einar Halldórsson í innherjastöðuna síðasta stundarfjórðunginn og Gunnar Gunnarsson sem mið- framherja. Ekki þykir mér ólík- legt, að betra hefði verið fyrir Valsmenn að hafa þá Einar og Gunnar þarna allan leikinn, einkum þar sem Halldór Hall- ; dórsson gerði miðframvarðar- stöðunni prýðilega skil og Gunn- ar kunni sýnilega betur við sig inní á vellinum en úti á kanti. í liði KR-inga skaxaði enginn séTstaklega fram úr. Þeir voru allir mjög jafnir óg einhvem- veginn hefir maður á tilfinnmg- unni, að þetta lið eigi að geta meira, en það nú sýndi. í Valsliðinu var vömin betri helmingurinn, en framlinuna skorfir ýmislegt ennþá, einkum að losa sig við andstæðingana og nota eyðumar. Hörður Felixson var einn bezti kraftur liðsins, byggði mjög skemmtilega upp og hélt knettínum nú aldrei of lengi. — Hans. iþróftamóf í Skagafirðs FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT U.M.F. Heimsmef í 1509 mefra hla&ipi Ungverjinn Haros hljóp þá í gœr á 3.40.8 mín. T HELSINGFORS, 28. júlí — Landskeppni er nú háð hér í borg milli Ungverja og Finna. — í dag var keppt í yndislegu veðri. Árangrar urðu, sem hér segir: 53,3 SEK. í GRIND 400 metra grindahlaupið vann Urigverjinn Botar á 53,3 sek. og 200 meírana vann Heelsten, Finn landi, á 22,0 sek. ME?) GEYSIHRAÐA 1500 metrana vaim Haros, Ungverjalandi, á 3,40,8 mín., sem er nýtt heixnsmet. — Þegar 400 metrar voru búnir af hiaupinu tók Haros forystuna og hélt henni i mark, enda hljóp hann síðasta spölinn með geysihraða. — Þess má og geta, að hann hljóp 800 metrana á 1,55,7 min. — Annar i 1500 metra hlaupinu var Ung- verjinn Roszavoelgy á 3,41,8 nrn. og þriðji varð Finninn Vuorisalo á 3.46,2 mín. — Fyrra heimsmetið í 1500 metra hlaupi átti John Landy, Ástralíu. Það var 2,41,8 min. 15.15 í ÞRÍSTÖKKI Ungverjinn Zcesentv vann kringluna og kastaði 51,14 m. Sjótkastið vann Híkkinen, Finnlandi. Hann kastaði spjótinu 75.48 metra. — Finninn Letho vann þrístökkið. Hann stökk 15.15 metra og var 19 sentimetr- um á undaa næsta manni. Finnan um Rikonen. ÞRIR FORU YFIR 4,25 M í STANGARSTÖKKI 10 þús. metrana vann Ungverj- inn Kovics og rann hann skeiðið á 29.45,6 m;n., annar var Finn- inn Hostí á 29,55,0 mín. og þriðji varð Ungverjinn Szabo á 30,06,2. Stangarstökkið vami Finninn Landström. Hann stökk 4,35 m, annar var Finni og þriðji Ung- verji og stukku þeir báðir yfir 4,25 metra. ★ ★ ★ Ungverjar unnu landskeppn- ina með 120 stígnm á móti 92 stigunt. j Skagafjarðar fór að venju fram á íþróttavellinum á Sauðárkróki 16.—17. júní. ^ ÚRSLIT: | 80 m hiaup kvenna Eygló Jensdóttir, H. 12,3 Svala Gísladóttir H. 12,5 Arndís Óskarsdóttir H 13,4 | Langstökk kvenna: Eygló Jensdóttir, H. 4,02 Svala Gísladóttir H. 3,66 Ingibj. Lúðvíksdóttir T. ' 3,20 I 100 m hlaup: Þorv. Óskarsson, H 12,4 Ragnar Guðmundsson, H. 12,6 ( Stefán Guðmundsson, T. 12,7 j 400 m hlaup: , Ólafur Gíslason, H. 58,5 Stefán Guðmundsson, T. 61,2 j Ragnar Guðmundsson, H. 61,5 1500 m hlaup: Páll Pálsson, H. 4:48,5 Björn Sverrisson, H. 4:51,2 Birgir Haraldsson, H. 4:59,5 3000 m hlaup: Páll Pálsson, H. 10:17,5 Björn Sverrisson, H. 10:23,1 Birgir Haraldsson, H. 11:08,4 Kúluvarp: Sigm. Pálsson, T. * 11,65 Garðar Björnsson, H. 11,06 Hörður Pálsson, T. 10,90 Kringlukast: Sigm. Pálsson, T. 32,31 Sævar Guðmundsson, H. 30,04 Trausti Pálsson, H. 27,03 Spjótkast: Ólafur Gíslason, H. 45.00 Sigm. Pálsson, T. 41,50 Stefán Guðmxmdsson, T. 41,05 Hástökk: Þorv. Óskarsson, H. 1,60 Sveinn Friðriksson, T. 1,60 Frímann Þorsteinsson, H. 1,55 Langstökk: Ragnar Guðmundsson, H. 5,90 Þorv. Óskarsson, H. 5,81 Sævar Guðmundsson, H. 5,74 Þrístökk: Sævar Guðmundsson, H. 12,68 Ragnar Guðmundsson, H. 12,36 Sigm. Pálsson, T. • 12,25 4xl!Ul m boðhlaup: Sveít „Hjalta" 50,55 Sveit „Tindastóls" 52,50 U.M.F. „Hjaltí" sigraði með 101 stigí, og vann þar með ICA SH bikarinn í r.nnað sinn. U.M.F. „Tindastóll" á Sauðár- krókí fékk 38 stig. Önnur félög tóku ekki þátt mótinu. Völlurinn var þtxrr og lar.s og dróg þvx mjog u. árangri. — G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.