Morgunblaðið - 30.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 30 júlí 1955 MORGVNBLAÐIÐ V ,Litli‘ og ,Stóri‘ skemmtu kvikmynda- húsgestum um allan heim í 20 ár NÚ ERU liðin rúmlega sex ár, síðan danski skopleikarinn Harald Madsen lézt á Usseröd- sjúkrahúsinu. Á sínum tíma var hann þekktur um allan heim sem „Litli“, en það er nú orðið svo langt síðan „Litli og Stóri“ Stóðu á hátindi frægarinnar í kvikmyndaheiminum, að upp- vaxandi kynslóð þykir kvikmynd ir þeirra þegar tilheyra „sögu kvikmyndanna". í Danmörku gengu þeir undir nöfnunum „vitinn" og „hliðarvagninn“. — „Stóri“ dó sjö árum áður en dauða „Litla“ bar að höndum. Um miðjan júlímánuð minnt- ttst Danir þessara tveggja heims- þekktu skopleikara sinna með því að sýna gamlar kvikmyndir, er þeir höfðu leikið í. Sýningar þessar leiddu greinilega í ljós, hvílíkum stakkaskiptum kvik- myndalistin hefur tekið síðan „Litli og Stóri“ áttu mestum vin- sældum að fagna. í TÆP 20 ár — frá 1921—1940 — voru skopleikararnir tveir eftirlæti fjölmargra manna um heim allan. Á þessum árum voru danskar skopmyndir með Harald Madsen og Carl Schenström í að- alhlutverkum einhverjar vinsæl- ustu kvikmyndir, er gerðar voru. Síðustu árin var samt tekið að halla nokkuð undan fæti, tal- kvikmyndirnar skutu „Litla og Stóra“ ref fyrir rass, og að síð- ustu var ekki hægt að draga fjöður yfir það, að baráttan var Þessir tveir heimsfrœgu skopleikarar biðu ósigur fyrir talkvikmyndunum ísafjarðarbréf: Stöðug atvinna í frystihúsinu — Framkvæmdum hraðad við radarstöðina í Áðaivík — Rafveita ísa- fjarðar kaupir nýja díselvél „Litli“ sem Sancho Panza og „Stóri“ sem Don Quixote. stutt heiti, sem auðvelt var að muna. ★ ★ ★ í SKOPMYNDUNUM kom líka fram mikil kímni — þrátt fyrir fíflalætin — og siðferði mynd- anna byggðist á góðlátlegri bjart sýni. Skopleikararnir tveir tóku venjulega þátt í því að handsama ýmiss konar þorpara og sjá fyrir því, að falleg stúlka og glæsileg- ur ungur maður næðu saman. Það var það lítið um ástarvellu í kvikmyndunum, að böm á öllum aldri höfðu gaman af þeim — en nægilega mikið af slíku fyrir fullorðna fólkið. Töfrar myndanna voru fólgnir í samleik „Litla“ og „Stóra“, þessara tveggja andstæðu mann- gerða — „Stóri“, hávaxinn, mjó- „Stóri“ — Carl Schenström. vonlaus. Síðasta kvikmyndin, sem þeir léku í, hét „Góðir, horfnir tímar,“ en þegar hún birtist á léreftinu var öllum ljóst, að góðu tímarnir voru horfnir fyrir fullt og allt. Átta árum síðar var reynt að láta Harold Madsen leika á móti sænska skopleikaranum, Carl Reinholdz, sem átti að taka við hlutverki „Stóra“. En þessi kvik- mynd var gjörsamlega misheppn- uð. Það var dapurlegt, að „Litli“ og „Stóri“ skyldu ekki segja skilið við heim kvikmyndanna, meðan þeir stóðu á hátindi frægð ar sinnar, vegna þess að þeir höfðu verið einhverjir þekkt- ustu og vinsælustu kvikmynda- leikarar, er uppi hafa verið í heiminum. ★ ★ ★ FLESTAR beztu myndir þeirra voru bornar uppi af tveim aðal- persónum — og leikstjóranum, Lau Lauritzen. Það var „Lau“ — eins og hann var almennt kallaður — sem fékk fyrst hug- myndina að því að gera danskar raðkvikmyndir með „Litla“ og „Stóra“, sem flæktust víða og lentu í margs konar ævintýrum. Þegar fyrsta kvikmyndin, „Film, Flirt og Forlovelse", var frum- sýnd árið 1921, kom það strax í Ijós, að viðvaningarnir tveir náðu miklum tökum á áhorfendum. í öllum löndum heims hrifust menn af „vitanum“ og „hliðar- vagninum", og þeir hlutu ýmis gælunöfn „Long og Short“, „Pat og Patachonx", o. fl. Lau Lauritzen var líka nógu snjall til að gefa kvikmyndunum kjagaði hjólbeinóttur til og frá og var svo ómótstæðilega klaufsk ur — var sonur veitingamanns í Silkeborg. Ungur að aldri tók hann að starfa við hringleikahús, fyrst í stað sem slöngutemjari, síðar var hann hækkaður í tign- inni og lék hlutverk fíflsins. — Hann starfaði jafnvel um skeið með August Miehe, en í því sam- starfi var August Miehe auðvit- að „stjarnan“, enda sagði Mad- sen brátt skilið við hringleika- húsið — og freistaði gæfunnar í þögulu kvikmyndunum. Þegar talmyndirnar komu til sögunnar, og ferill hans sem kvikmyndastjörnu fór út um þúf- ur, tók Madsen aftur að starfa við hringleikahús — en náði sér aldrei á strik aftur. CARL SCHENSTRÖM — „Stóri“ — lagði fyrst fyrir sig leiklist í Nörrebro-leikhúsinu. Síðar tók hann að leika í kvikmyndum, en honum tókst ekki að vinna sig í álit, fyrr en Lau Lauritzen datt í hug að láta hann leika á móti Harald Madsen — og þá hófst þetta glæsilega samstarf, sem stóð óslitið næstu 20 ár. ★ ★ ★ ER skopleikararnir tveir voru hvað frægastir, fengu erlend kvikmyndafélög þá oft „að láni“ frá „Palladium“-kvikmyndafélag inu. „Palladium" lét taka í Af- ríku kvikmynd með þeim tveim í aðalhlutverkunum. Eftir að sú mynd hafði verið frumsýnd, stakk rithöfundurinn Johs. V. Jensen upp á því, að „Litli“ og „Stóri“ léku hlutverk Don Qui- xote og Sancho Panza í sögunni af „Don Quixote“, og kvikmynd- in var tekin á Spáni. Vafalaust hafa skopleikararn- Framh. á hls 10 Eftir .Tón Pál Halldórsson, fréttaritara Mbl. á ísafirði. ERFIÐ HEYSKAPARTÍÐ SLÁTTUR hófst almennt hér vestra um síðustu mánaða- mót. Var grasspretta þá orðin ágæt, en síðan sláttur hófst hef- ur verið hér óslitin rigningartíð og hefur ekki komið hér heill þurrkdagur síðan. Hefur því mjög lítið náðst inn af heyjum og mun víða horfa til vandræða, ef ekki bregður fljótlega til þurrviðris. LÍTIL ÞÁTTTAKA f SÍLDVEIÐUNUM Að þessu sinni taka aðeins tveir bátar frá ísafirði þátt í síldveiðunum við Norðurland. Frá Hnífsdal taka þrír bátar þátt í síldveiðunum og Bolungarvík þrír. í sumar hefur verið mikil atvinna hér og gekk mjög erfið- lega að manna þá tvo báta, sem til síld\ieiðanna fóru. Virðast sjó- menn hér vera orðnir langþreytt- ir á að taka þátt í „síldarhapp- drættinu" og kjósa sér heldur tryggari atvinnu, þegar hennar er völ, eins og verið hefur í sumar. MIKIL KARFAVINNSLA Isafjarðartogararnir hafa báðir verið á karfaveiðum í sumar og auk þess hafa tveir Akureyrar- togararnir, Sléttbakur og Sval- bakur, lagt hér upp afla sinn, auk fleiri aðkomutogara. Hefur því verið nokkuð stöðug vinna í frystihúsunum, bæði hér á ísa- firði og í nágrannaþorpunum, og er útlit fyrir að svo verði áfram. í sumar hefur aftur á móti borizt minni færafiskur hér á land, heldur en undanfarin sumur, vegna erfiðs tíðarfars og gæfta- leysis hjá handfærabátunum. Það hefur skapað togurunum mikla erfiðleika og óhagræði, að brennsluolía hefur verið hér ó- fáanleg um lengri tíma. Hefur | þetta komið sér mjög illa og stór- skaðað útgerðina. Olían mun nú vera væntanleg næstu daga, og er þess að vænta, að hinn nýi olíugeymir verði ekki jafn oft tómur síðari hluta ársins, eins og hann hefur verið fyrri hluta þess, LANGUR VINNUDAGUR Á STRAUMNESFJALLI Um þessar mundir vinna um 200 manns á Straumnesfjalli vifJ byggingarframkvæmdir við rad- arstoðina, sem ætlunin er að setja þar upp. Er nú lagt allt kapp á að Ijúka sem mestu af þeim fram kvæmdum fyrir haustið, en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hægt verði að vinna þar nema eitthvað fram í september. Hefur því ver- ið fjölgað þar talsvert verka- mönnum undanfarið og einnig hefur verið farið inn á þá braut, að vinna lengri vinnudag og vinna yfir helgarnar. Gefurtþessi vinna mönnum því mikið í aðra hönd, en menn eru mjög uggandi um, að framkvæmdir þessar kunni að draga svo mikið vinnu- afl frá frystihúsunum, sem ekki geta boðið slík kjör og geta því ekki keppt við þessar fram- kvæmdir um vinnuaflið, að þau verði að hætta karfavinnslunni — og er það sannarlega illa farið. RAFVEITA ISAFJARÐAR KAUPIR NÝJA DÍSILVÉL Á síðastliðnum vetri varð al- varlegur rafmðgnsskortur hér á Isafirði og varð að takmarka mjög mikið alla rafmagnsnotkun um þriggja mánaða skeið, en til slíks hefur ekki komið í nokkuð mörg undanfarin ár. Kom þetta mjög hart niður á frystihúsunum og öllum iðnaði. Samkvæmt áætlunum raforku- málastjóra, er gert ráð fyrir, að það muni taka þrjú ár, 1955—57, að virkja Mjólkurárnar í Arnar- firði og leggja aðalorkuveitu um Vestfirði. Stjórn Rafveitu ísa- fjarðar hefur því ákveðið að festa kaup á 920 hestafla dísilvél frá firmanu Maschinenbau Kiel Aktiengesellschaft í Þýzkalandi. Verð vélarinnar er 615 þús. krón- ur, en gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir muni kosta um 1,5 millj. króna. Er ætlunin með kaupum þess- arar nýju vélar að brúa tímabil- ið fram til þess tíma, að Mjólkur- árvirkjunin tekur til starfa. Því miður getur þessi nýja vél ekki tekið til starfa fyrr en undir vor, þótt afgreiðslutími standist, en hann er 7 mánuðir, og er því við- búið, að grípa þurfi til rafmagns- takmörkunar næsta vetur. — J. Viðgerðabílar verða á vegunum um helgina Bílar þessir eru þar á vegum FéL ísl. bifreiðaeigenda ALLT frá því í byrjun júní hafa tveir viðgerðabilar verið á vegunum austur yfir fjall á vegum Félags íslenzkra bifreiða- eigenda. Á þessu sumri hafa þessir viðgerðabílar ekki verið mikið notaðir af vegfarendum, vegna hins leiðinlega veðurs sem hefur verið hér sunnanlands. í fyrra var gert við nær 200 bíla, sem bilað böfðu á vegunum. „Litli“ og „Stóri“ í gervi förumannanna. sleginn og grafalvarlegur, þótt- ist gera óspart gys að hinum litla, feimna klaufa, og lézt alls ekki skilja, að hann var sjálfur jafn skoplegur. ★ ★ ★ FÁIR ijieðal yngri kynslóðarinn- ar þekkja persónulega sögu „Litla“ og „Stóra“. Þeir komu sitt úr hvorri áttinni — ef svo mætti orða það — og Lau Laur- itzen kynnti þá fyrst hvorn fyrir öðrum. Harald Madsen — „Litli“, sem brosti gleitt þótt tannlaus væri.i „Litli" — Ilarald Madsen. Um þessa helgi munu einnig tveir bílar vera á vegunum og hafa þeir fasta áætlun til að fara eftir. Fer annar bíllinn Þingvalla leiðina, en hinn austur yfir Hellisheiði og mætast þeir kl. 6 e. h. á vegamótum Sogs- og Grímsnesveganna. FASTAR ÁÆTLANIR KL. 2—10 Leiðin og tímarnir sem bíl- arnir fara er þessi, fyrst leið þess bíls er fer austur yfir Hellisheiði: Kl. 2 e. h. fer hann frá Reykjavik, kl. 3 frá Lögbergi, kl. 4 frá Skíðaskál- anum, kl. 5 frá vegamótunum að Selfossi, kl. 6 mætast bíl- arnir á vegamótunum í Gríms- nesinu, kl. 8 frá Valhöll, kl. 9 frá Svanastöðum og kl. 10 kemur hann til Reykjavíkur. j Áætlun hins bílsins er þessi: Kl. 2 e. h. frá Reykjavík, kl, 3 frá Álafossi, kl. 4 frá Svana- stöðum, kl. 6 frá Grímsnes- vegamótum, kl. 7 frá Selfoss- vegamómm, kl. 8 frá Hvera- gerði, kí. 9 frá Skíðaskálanum og kemur til Reykjavikur kl. 10 um kvöldið. Á sunnudög- um og á mánudaginn kemur breitist áætlunin þannig að bílarnir verða einni klst. leng- ur að fara siðasta áfangann. 120ÍT FÉLAGSMENN í FÍB Þjónusta þessi við bifreiða- stjóra er fyrst og fremst ætluð fyrir meðlimi í FÍB, en þeir munu nú vera nær 1200 talsins. Þó hefur utar.félagsmönnum ævin- lega verið hjálpað svo sem mögu- legt hefui verið, en til þess verið ætlast að þeir gengju í félagið að aflokinni þeirri aðstoð. Viðgerðarmennirnir hafa í fór- um sínum inntökubeiðuir í félag- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.