Morgunblaðið - 06.08.1955, Side 6

Morgunblaðið - 06.08.1955, Side 6
I MORGUNBLAÐIB Laugardagur 6. ágúst 1955 Éff er ffæiusamasti maður sem éff þekki Segir hinn nírœði Kanada- íslendingur Kristján Sívertz Hann er 90 ára og 9 mánaða. — Myndin er tekin að Sóleyjargötu 32, 26. júní 1955. HÉR um kvöldið heimsótti mig níræður öldungur og þó rúm- lega hálfu ári betur, kvikur á fæti, sléttur í andliti og vel máli farinn á íslenzku eftir 72 ára dvöl í Vesturheimi. Kristján Sivertz heitir hann og kom til að bera jnér kveðju frá syni sínum Bent Gesti Sivertz sem er forstjóri hinnar svokölluðu Artic Division í stjórnarráði Kanada í Ottawa, en Bent er sá maður er ég hafði Cinna mest með að gera er ég 'dvaldi um tíma í Ottawa á veg- |im Kanadastjórnar síðastliðinn iVetur. — Ég vissi að Kristján faðir Bents var á lífi. háaldraður, en satt að segja átti ég ekki von 'h honum ljóslifandi og fráum á fæti hér á götum Reykjavíkur. J KOMINN TIL AÐ SJÁ LANDIÐ — Ég er kominn til að sjá land- 18, segir Kristján. — Þú ert ekki heppinn með Veðrið. — Ó, jú, jú, — ég fór norður 'é Akureyri og til ísafjarðar að finna ættingja mína, og ég fékk jgott veður og sá mikið fagurt. — Svo þú átt ættingja hér á landi? — Já, marga, ég fór fyrst einn til Ameríku af 7 systkinum, Beinna komu foreldrar mínir og S bræður, en 1 bróðir Helgi og 2 Bystur urðu eftir og lifðu og dóu hér á íslandi, svo að hér á ég inargt frændfólk. — Hvenær fórstu vestur og hvaðan? — Ég er fæddur í Miðhúsum í Reykhólasveit 3. des. 1864. Föð- urætt mín er húnversk en móður sett úr Reykhólasveit. Faðir minn hét Sigurgeir Sigurðsson en móð- ir Björg Jónsdóttir. Úr Reykhóla- sveitinni fluttumst við að Græn- hóli á Barðaströnd og þar var ég 13 æskuár uns ég hafði náð 15 ára aldri. Þá lenti ég norður í Húnavatnssýslu, að Snærings- Stöðum í Vatnsdal og síðar að Hnausum til Björns Skaftasonar er þar bjó. Með honum fór ég svo til vesturheims 1883, þá 18 ára, einn af mínu fólki, en foreldrar mínir og systkini urðu eftir. — Og hvað tók svo við vestra? — Ég fór með Birni og hans fólki norður í Nýja ísland og hjálpaði honum við að byggja fyrsta bjálkakofann sem hann byggði sér. Svo vann ég 4 sumur á flutningabát á Rauðánni, við héldum uppi ferðum frá Winni- peg og norður á Winnipegvatn. Árið 1887 fékk ég vinnu við raf- stöð Winnipegborgar, þá var raf- magnið framleitt með gufuvélum. Þá komu foreldrar mínir og 3 bræður vestur. — Árið 1890 fluttist ég vestur á strönd og vann í Vancouver, Point Robert og Victoria. 1. jan. 1900 fékk ég stöðu sem póstþjónn í Victoria og því starfi hélt ég í 30 ár eða til ársloka 1929. Þá varð ég að hætta samkvæmt aldri og lögvenju vestra. — Fékkst þú þá ekki eftirlaun? — Jú, bæði eftirlaun og elli- styrk, og lifði í yðjuleysi og mak- indum á sömu slóðum og loks fluttist ég svo til London í Ont- ario til sonar míns sem þar býr, og hefi átt þar heima síðustu 4 árin. — Svo þér finnst þetta hafa verið ósköp slétt og fellt allt saman, — vinna og vellíðan í 72 ár í Kanada. — Já, Kanada hefir farið vel með mig, og ísland gerði líka vel við mig eftir að ég fór að heim- an þó að æskuárin hér heima væru erfið í harðindum og fá- tækt. — Tæmdist þér ef til vill arfur frá íslandi? — Ó nei, það sem betra var. Ung stúlka, Elínborg Samúels- dóttir, fædd á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu, fluttist austur að Burstarfelli í Vopnafirði. Þaðan fór hún til Ameríku og vestur á Strönd. Við giftum okkur í Victoria 1893 og það ástarævin- týri hélst óslitið í 50 ár uns kon- an mín kvaddi þennan heim 1943. Við eignuðumst 6 syni, sá elsti féll í fyrri heimsstyrjöld- inni viku áður en vopnahlé komst á, í stríðslokin, bræður hans 2 héldu lífi og náðu aftur heilsu eftir sár og eitrun, því að dreng- irnir okkar voru 3 í stríðinu. Piltarnir mínir allir 5 eru mynd- armenn og hafa komist vel áfram, 2 eru prófessorar og allir í góð- um stöðum. Því segi ég það, ég hefi verið gæfumaður, ég held ég sé gæfusamasti maður sem ég hefi nokkurntíma þekkt. — Það er gaman að heyra þig líta svona björtum augum á til- veruna og allt hið liðna. En hvað segir þú mér svo að lokum um allt sem þú sérð hér heima, hvernig líst þér á land og þjóð eftir 72 ára útivist? — Ég er nú svo sem ekki ókunn ugur hérna. Við hjónin komum bæði til íslands á þvi stóra ári 1930. Annars er ég harðánægður með komuna þó að það hafi rignt dálítið. Ég dáist að mörgu í mann virkjagerð hér heima, góð og vönduð hús, skólar, vegir og brýr, í dag. skoðaði ég háskólann. Og svo er það blessað unga fólkið og börnin, hraustleg og vel klædd. Guð blessi þau og ykkur öll, ég kem ef til vill aftur eftir svo sem 10 ár. Að skilnaði skrifar Kristján gleraugnalaust í gestabókina, og þegar ég ek hinum níræða öld- ungi heim til systursonar hans Friðsteins Jónssonar vestur i bæ, kemur í ljós að Kristján les hús- númerin hindrunarminna en ég, tilsýndar úr bílnum. Bæði sjón og sál er ólamað á fyrsta ári hins 10. tugar og gleðin gróandi. Slíkt er að kunna vel til vígs í lífinu. A. G. E. 17 ára stúlka óskar eftir Verzlunarstarfi Getur byrjað 1. september. Uppl. í síma 7366 laugar- dag milli 3 og 5. ▲ BEZT AÐ AVGLÝSA A ▼ I MORGVTSBLAÐINV ▼ Vatnshelt gólfdúkalím fyrirliggjandi. HARPA H.F. RÚÐUGLER 3ja, 4ra, 5 og 6 mm þykktir Fyrirliggjandi éJffffert ^JJnótjdnóóon & Co. Lf : Prjár Skymasterflugvélar í förum ianda á milli á vegum Loftleiða Farþegafjöldi aukizl m 54% frá því í fyrra AÐALFUNDUR Loftleiða h.f., var haldinn miðvikudaginn 3. þ. m. í veitingastofu félagsins á Reykjavíkurflugvelli. For- maður félagsstjórnarinnar, Kristján Guðlaugsson, hæstaréttar- lögmaður, setti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Jón P. Emils, héraðsdómslögmaður og fundarritari Jón Magnússon, héraðsdóms- lögmaður. — Á fundinum mættu umráðamenn hlutafjár að upp- hæð kr. 1.276.700, en allt greitt hlutafé er tæpar 2 milljónir króna, og var fundurinn því lögmætur. SKÝRSLUR FÉLAGS- STJÓRNAR OG FRAM- KVÆMDASTJÓRA Þá fluttu skýrslur um starfsem ina á liðnu ári þeir Kristján Guð- laugsson, formaður félagsstjórn- ar, varaformaður Sigurður Helga son og Alfreð -Elíasson fram kvæmdastjóri. Hafði veltan num- ið rúmum 28 milljónum króna og var það rúmlega 60% aukning, miðað við árið 1953. Geta má þess að velta ársins 1954 er rúmlega fjórföld, miðað við árið 1952. Fluttir voru 11 þúsund farþegar og farnar 115 ferðir fram og til baka milli meginlanda Evrópu og Ameríku. Fram kom á fundinum að Loft- leiðir eru nú stærsti íslenzki aug- lýsandinn erlendis, og í ferða- fjölda yfir Atlantshafið hefir fé- lagið nú komizt fram úr flugfé- lögum stærri þjóða, til dæmis Spánverja, og eru nú farnir að nálgast flugfélög ítala og ísraels- manna í Atlantshafsflugi. Félagið hefir nú byggt upp mjög víðtækt sölukerfi erlendis, Íog hefir í því sambandi opnað nýjar skrifstofur vestan hafs og austan. I STARFSMANNAFJÖLDI OG FLEIRA I Starfandi eru nú hjá félaginu, hérlendis og erlendis 150 manns, þar af 85 í Reykjavík. i í fyrrasumar opnaði félagið vistlega veitingastofu á Reykja- víkurflugvelli, þar íem hægt er að taka samtímis á móti farþeg- um úr tveim millilandaflugvél- um, en auk þess er þar tilreidd- ur allur sá matur, sem borinn er fram í flugvélunum í ferðum þeirra héðan. REKSTURINN í ÁR Á þessu ári hefir félagið keypt Skymastervél, og hefir nú þrjár slíkar vélar í förum, enda ferðum fjölgað í vor upp í fimm á viku milli meginlanda Ameríku og Evrópu. Farþegafjöldinn frá síðastliðn- um áramótum til júlíloka er 8.528, og er það 54% aukning, miðað við sama tíma í fyrra. Farnar hafa verið 94 ferðir fram og til baka yfir Atlantshafið, mið- að við 58 á sama t.íma í fyrra. Á þessu ári var opnuð ný flugleið milli Reykjavíkur og Luxemborg ar. DEILAN VIÐ SVÍA Rætt var um uppsögn loftferða samningsins miili íslands og Sví- þjóðar, og kom fram á fundinum að mönnum þótti afstaða Svía í því máli hin furðulegasta, og vildu fundarmenn ekki trúa því að Svíar væru ráðnir í að neyða íslenzku flugfélögin til að hætta flugi til Svíþjóðar um næstu ára- mót. STJÓRNARKOSNING Stjórn félagsins var einróma endurkjörin, en hana skipa: Kristján Guðlaugsson, formaður, Sigurður Helgason, varaformað- ur og meðstjórnendur, Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Ólaf- ur Bjarnason. Varastjórnin var einnig endurkjörin, en hana skipa Einar Árnason og Sveinn Benediktsson. ÖNNUR MÁL Rætt var alir,°nnt um rekstur félagsins og komu í þyí sambandi fram nokkrar tillögur frá fund- armönnum, sem allar voru sam- þykktar einróma. INNANLANDSFLUG Fulltrúi nokkurra hluthafa í Vestmannaeyjum kom fram með tillögu þar sem skorað var á stjórn félagsins að athuga mögu- leika á að hefja innanlandsflug að nýju, svo fljótt sem verða má, og afla hentugustu flugvéla til rekstursins. NÝJAR FLUGLEIÐIR Samþykkt var svohljóðandi til- laga: Aðalfundur Loftleiða h.f., hald inn 3. ágúst 1955, telur að stjórn félagsins hafi að undanförnu stefnt í rétta átt með aukningu millilandaflugsins, og skorar á stjórnina að athuga möguleika á fjölgun viðkomustaða erlendis, til dæmis í Stóra-Bretlandi. SKATTFRELSI FLUGFÉLAGA Samþykkt var eftirgreint: Aðalfundur Loftleiða h.f., hald inn 3. ágúst 1955, ályktar að nauð syn beri til að ríkisvaldið styrki flugstarfsemi í landinu með því að iáta flugfélögin njóta skatt- freisis. f þessu sambandi vill fund urinn benda á að erlend flugfé- lög njóta beinna og óbeinna styrkja af opinberri hálfu. GISTIHÚSAMÁL Fram kom á fundinum eftir- greind tillaga, sem einnig var samþykkt einróma: Aðalfundur Loftleiða h.f. hald- inn 3. ágúst 1955, telur brýna nauðsyn bera til þess, að bætt sé, án tafar, úr því ófremdarástandi, sem gistihúsamálin eru nú í hér á landi, og treystir fundurinn stjórn félagsins tii að taka upp viðræður við stjórnarvöld lands- ins og aðra aðila um nauðsynleg- ar úrbætur í þeim efnum. Fyrri siæííi lckið á Skagaströnd SKAGASTRÖND, 3. ágúst — Hér er eins og annars staðar hafa verið miklir óþurrkar undanfar- ið. Brá þó til þurrka um verzlun- armannahelgina og fengust tveir flæsudagar. Einn þurrkdagur kom skömmu áour. Náðu bændur inn öllum sínum heyjum þessa daga. Almennt er nú lokið fyrrislætti hér í byggðarlaginu, og hafa svo að segja flestir alhirt. Seinnislátt- ur er ekki hafinn. Úthagar eru vel sprottnir og mun engjasláttur senn hefjast, ef tíðarfar verður sæmilegt. — Jón. Guðm. Gilsson heldur kirkjulén- leika í ÞýzkaSandi SAMKVÆMT upplýsingum aðal- ræðismannsskrifstofu íslands í Hamborg hélt Guðm. Gilsson, sem dvalizt hefur í Hamborg undanfarin ár við nám í kirkju- hljómlist, orgelhljómleika hinn 13. júlí á vegum tónlistarháskól- ans þar í borg. Viðfangsefni voru verk eftir J. S. Bach og Max Reger. Áheyrendur voru margir og dðtökur frábærar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.