Morgunblaðið - 06.08.1955, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 6. ágúst 1955
FRIEDEMANN LITLI
EFTIR THOMAS MANN
■■m
Framhaldssagan 8
„Þrjátíu ára“, endurtók hún.
„Og hafa svo þessi þrjátíu ár ver-
ið hamingjurík?"
Hr. Friedemann hristi höfuðið
og varirnar titruðu.
„Nei“, svaraði hann. „Það var
lýgi og ímyndun allt saman“.
„Þér hafið þá haldið yður vera
hamingjusaman?“ spurði hún.
„Ég reyndi það“, sagði hann og
hún svaraði: „Það var mjög karl-
mannlegt".
Örstutt stund leið. Aðeins engi
spretturnar tístu og á bak við þau
skrjáfaði létt í laufi trjánna.
„Ég þekki dálítið til óham-
ingju“, sagði hún loks. „Svona
sumarnótt niðri við ána, er bezta
lækningin á henni og bót við
hverju böli“.
Hann svaraði ekki orðum henn
ar, en starði með dapurlegum
svip yfir á bakkann, hinum meg-
in við ána, sem friður næturhúms
ins hvíldi yfir.
„Þarna, hinum megin við ána,
hef ég nýlega setið“ sagði hann.
„Var það, þegar þér heimsótt-
uð okkur um daginn?“ spurði
hún.
Hann kinkaði aðeins kollinum,
án þess að svara. En skyndilega
fór hann að titra og skjálfa í sæti
sínu, snökkti hástöfum, rak upp
hljóð, hátt og skerandi kvein,
sem virtist veita honum ein-
hverja fróun og hneig hægt til
jarðar, fyrir framan hana.
Hann hafði snert hönd hennar,
sem lá á bekknum á milli þeirra
og á meðan hann hélt föstu taki
um hana, á meðan hann greip um
hina hönd hennar, á meðan þessi
litli, kryppuvaxni maður kraup
á kné, titrandi og kjökrandi, og
lagði höfuð sitt í kjöltu hennar,
stamaði hann með snöktandi, ó-
mennskri röddu: „Hún vissi það,
já .... leyfið mér .... ég get
ekki meira....Guð minn ....
. Guð minn.... “
I Hún hratt honum ekki frá sér
og hún laut heldur ekki niður að
honum. Hún sat hnarreist og hall
1 aði sér örlítið frá honum, en hin
litlu, samliggjandi augu, sem
votir skuggar fljótsins endur-
spegluðust í, horfðu starandi og
galopin, fram hjá honum, eitt-
i hvað út í fjarskann.
* En þá, allt í einu, sleit hún
hendur sínar úr heitum greipum
hans, með snöggum kipp og stutt-
um, þyrkningslegum hæðnis-
hlátri, þreif í annan handlegg
hans, slengdi honum flötum á
jörðina, hljóp síðan frá honum og
hvarf inn í trjágöngin.
Hann lá þarna með andlitið
grafið niður í grasið, ringlaður og
viðutan, en krampakenndir kipp-
ir fóru öðru hvoru um allan lík-
ama hans. Hann reisti sig á fæt-
ur, gekk tvö skref áfram og hneig
aftur til jarðar.
Hvað hafði raunverulega gerst, *
hið innra með honum sjálfum,
við þennan atburð?
E. t. v. hafði vaknað að nýju
hið lostafulla hatur, sem hann
hafði fundið til, þegar hún auð-
mýkti hann með tilliti sínu og
sem nú breyttist í sturlað æði,
er hann lá flatur á jörðinni, eftir
að hún hafði farið með hann eins
og hund. 1
En e. t. v. var það líka viðbjóð-
ur á sjálfum honum, sem ól hjá
honum ósigrandi löngun til að
tortíma sjálfum sér, slíta sig í
smá tætlur, afmá sig með öllu.
Hann skreið á maganum lítinn
spöl áfram, reisti upp efri hluta
líkamans og lét hann síga niður
í lygnt djúp fljótsins.
Hann lyfti ekki höfðinu aftur
og hreyfði ekki einu sinni fæt-
urnar, sem láu upp á árbakkann.
Við skvampið í vatninu þögn-
uðu engisspretturnar í bili, en
svo fóru þær að tísta aftur.
Léttur þytur fór um trjágarð-
inn og eftir hinum löngu trjá-
göngum barst niðurbældur hlát-
ur. — l
Sögulok.
Fallegu ladiags-
myndabækuruar
Island vorra daga.
Verð kr. 50,00.
ísland, 50 úrvals ljósmyndir
Verð kr. 35,00.
Minningar frá íslandi.
Verð kr. 10,00.
1 þessum bókum eru greina-
góðar upplýsingar um land
og þjóð, á íslenzku, ensku og
dönsku. — Fást í næstu
bókabúð. —
SVERTIlMGJADREIXIGIiRININI
i.
¥ ÍTILL bátur þokast hægt og sígandi upp hið mikla fljót,
Ti hrekkst við og við út í strauminn, en þræðir svo sína
leið gegnum fljótandi gras og inn í milli vatnapálmanna.
í stafni bátsins stendur faðir drengsins og ýtir grasinu
frá með langri ár. Árin svignar við átökin þegar hann ýtir
áfram eftir svörtum vatnsfletinum.
í skutnum situr mamma drengsins og dýfir árinni sinni
í vatnið, ýmist hægra- eða vinstra megin, til þess að stýra j
bátnum eftir skipun frá pabba.
Miðskipa liggur farangurinn, fáeinar mottur og ný fugla-
net. Þar er líka Mbyame, elzti sonurinn, sem stendur og
rær í takt við föður sinn. Þar er og litla systir, hún situr
hæg og góð hjá minnsta barninu, dreng, sem liggur sof-
andi á kodda. |
Pabbi er innfæddur trúboði, og er nú á ferð til þorps, sem
honum er vísað til, hinu megin við hið mikla vatnsflæmi,
sem varla hefir nokkurn enda. |
Rétt um sólarlagsbil náðu þeir þangað. Hinir kristnu
menn og konur, tóku með elsku og virðingu á móti trú- j
bróður sínum og fjölskyldu hans. Þau verða síðan öll sam-
ferða til trúboðshússins, sem er sópað og prýtt og þar er
gestunum borinn kvöldverður. i
Mbyame athugaði með forvitni allt þetta ókunna fólk.
Hinir kristnu voru vingjarnlegir og góðlegir, en heiðingj-
arnir kaldlyndir og illilegir. j
Náttúrlega er hann mest hrifinn af börnunum, sem flykkj-
ast að gestunum, sum þeirra eru djörf en önnur eru hrædd
og feimin.
Einbýlishús
á IVz ha. og mjög vel ræktaðs lands við Elliðavatn, er
til sölu og laust til íbúðar nú þegar vegna brottflutn-
ings eiganda af landinu. — í húsinu eru 3 herbergi, eld-
hús, bað, geymslur o. fl. Svefnherbergis og dagstofuhús-
gögn o. fl. innanstokksmunir fylgja í kaupunum.
Verð kr. 150 þúsund krónur.
Útborgun aðeins kr. 50 þúsund.
Áhvílandi vaxtalaust lán 100 þúsund kr
EINAR SIGURÐSSON,
lögfræðingur, Ingólfsstræti 4. Sími 2332.
DO N S K U
STRALBORÐIN
með „bláa bandinu“ —
verða tekin upp á morg-
un. — Tvær stærðir. —
Borðin má hækka og
lækka að vild.
Erraabretti fylgír
SIEMENS STRAUVÉLARNAR
verða teknar upp á
morgun. Vélarnar
hafa tvöfaldan hita
stilli, þannig, að
hægt er að hita að
eins annan helm-
inginn af element-
inu í einu ef verið
er að straua smá
stykki. Vélin hefur
6S sm. langan vals.
Vélinni ér stjórnað
með öðrum fætin-
um.
Véla- og raftækjaverzlunin h.f.
Bankastræti 10 — Sími 2852.
KEFLAVÍK: Hafnargötu 28.
Lokað vegna sumarleyfa
til 15. ágúst.
Ágúst Ármann heildverzlun
7 gerðir fyrirliggjandi
Verð frá kr. 103.00.
Ferðastraujárn 2 gerðir.
Krakka straujárn
(leikföng).
Húsmæður Húsmæður
Loksins er Wegolin þvotta
efnlð komið.
Þið, sem ekki hafið reynt
Wegolln þvottae'úið, reyn
ið það nú, og þér munuð
sjá, að ódýrast, léttast og
bezt fyrir þvottinn, er
Wegolin þvottaefnið.
Wegolin er einnig mjög
gott til þvottar á matar-
ílátum o. fl.
Athugið, að hver pakki
inniheldur Vz kg.
Einkaumboð:
Þórður H. Teitsson — Grettisgötu 3 — Sími 80360.
> U|i
iJLW.Uli