Morgunblaðið - 06.08.1955, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.08.1955, Qupperneq 16
Veðurúflif í dag: Rigning- á SuSvesturlandi. 175. tbl. — Laugardagur 6. ágúst 1955 Þrír þerridagar Sjá grein á bls. 7. Suðurlandssöltun til útílutnings tryggð Sýning á mimum, er fundizt hafa í íssku- haugum bæjarins í GÆR opnaði Pétur Salómons- son Hoffmann, sýningu á munura þeim, sem hann undanfarið hef- ur safnað saman úr öskuhaugum bæjarins, á Seltjarnarnesi, I Listamannaskálanum. Sýningin mun verða opin næstu daga frá kl. 2—10. Var fréttamönnum í gær boðað að sjá sýningu þessa, sem er hin nýstárlegasta. Getur þar að líta silfurborðbúnað alls konar, allt frá smáum silfurteskeiðum upp i geysistórar súpuskeiðar, gaffla, hnífa, tertuspaða, armbönd, hringi, nælur, krossa, auk fleiri silfurmuna. Alls eru silfurmun- irnir 758. Einnig er á sýningunni lVi sterlingspund í smámynt, gamall silfurdollari og geysimikið af norrænni, gamalli smámynt. Verður sýningargestum gefinn kostur á að fá til baka merkta muni sína, er fundist hafa á haugunum gegn fundarlaunum, en merktir munir munu vera milli 50—60. Einnig mun hægt að fá aðra muni keypta eða gegn fundarlaunum. Fersksíldarverðið ákveðið. FUNDI fulltrúaráðs LÍÚ var haldið áfram hér í bænum í gær og Félag síldarsaltenda á Suðvesturlandi hélt fund í fyrradag. Á fundum þessum var rætt um síldveiðar og síldarsöltun sunnan- lands á þessu ári svo og öflun beitusíldar og frystingu síldar til útflutnings. TILBOÐ RÍKISSTJÓRNARINNAR Ofangreindir aðilar og Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna hafa að undanförnu rætt við ríkis- stjórnina um verðlagsgrundvöll fyrir þennan atvinnurekstur, en verðlag erlendis á þessum vöru- tegundum hrekkur ekki fyrir til- kostnaðinum heimafyrir. Fyrir fundinn var lagt boð ríkisstjórn- arinnar um stuðning og verð- uppbætur á þessar vörur. Fund- irnir féllust á boð ríkisstjórnar- innar. Fersksíldarverðið hefir verið ákveðið kr. 1.20 pr. kg. Fengu 395 tunnur AKRANFSI, 5. ágúst — Þrír reknetjabátar komu inn í dag. — Voru það þeir Sigurfari, Farsæll og Sæfari VE. Alls fengu þeir 395 tunnur, og var Sigurfari hæstur með 153 tunnur. Mest af síldinni er fryst, en eitthvað fer í bræðslu. — Oddur. MEIRI ÚTLÁN Söltun getur hafizt þegar er náðst hafa samningar um kjör kvenna við síldarsöltun, en ó- samið er um þessi kjör á öllu Suðvesturlandi. Er þess að vænta að þeir samningar náist skjótt. Að lokum má geta þess, að framleiðendur telja það óhjá- kvæmilegt, ef hægt á að vera að vinna að þessari framleiðslu, að bankarnir hækki svo að viðun- andi sé útlán sín vegna þessara afurða, hvort heldur er um að ræða beitusíld eða síld til út- fiutningS. Munu framleiðendur nú næstu daga ræða þetta vanda- mál við bankana. Dregið í 8. fi. vöru- happdæitis SÍBS f GÆR var dregið í 8. flokki vöru happdrættis SÍBS. Dregið var um 595 vinninga að fjárhæð 200380 þúsund kr. — Hæsti vinningur 50 þús. kr. kom á miða 10214, sem var seldur í Reykjavík. 10 þús. kr. vinningar komu á nr. 17977 og 44604, annar seldur á Akur- eyri en hinn í Reykjavík. 5000 kr. vinningar komu á eftirtalin númer: 8476, 9426, 39567, 40224, 46476. Bíll veltur 8 metra niður hrekku á Barðaströnd Sólskin á suðutlandi SÓLSKIN og heiðríkja var í Reykjavík og víða um Suður- land í gær. Menn komust þeg- ar er þeir vöknuðu í „sól- skinsskap“ og mátti sjá að Reykvíkingar nutu vel þessa „fyrsta sumardags“ um margra vikna skeið. Hús- freyjurnar voru sporléttari en að undanförnu er þær skut- ust eftir mjólkurlekanum. — Verzlunarfóik skauzt fram í búðardyrnar til að njóta sól- arinnar og strætin voru full af fólki í sumarklæðum. Börn- in brugðu á leik, kát og glöð yfir því að sólin vermdi þau. Myndirnar hér að ofan tók Har. Teitsson í gær. Börnin voru að skvampa í gosbrunna- tjörninni í Hallargarðinum. Og á grasblettunum í borg- inni spókaði sig fólk á öllum aldri. Það var heitt og nota- legt úti — jafnvel svo að svaladrykkir voru þægileg hressing. En hætt er við að vermir- inn verði skammgóður. — Veðurstofan spáir nú sunnan átt og rigningu. Engin sifd ! RAUFARHFN 5. ágúst: — Engin síld í dag. I»ok \ og norð austan súld á miðunum. Bátariiir leita hafnar og byrgja sig upp með olíu og j vistir fyrir næstu síldarhrotu. —Einar. j ---------------------& Fernf var í bilnum, en enginn slasaðisf lífshæffulega ÞAÐ SLYS vildi til í fyrradag, skammt frá eyðibýlinu Hellu á Barðaströnd, að fólksbifreiðin B-44 frá Patreksfirði rann út af veginum og valt niður 8 metra háa aurbrekku niður í flæðar- mál. Þrír farþegar voru í bifreiðinni auk bílstjórans og hlutu þeir nokkur meiðsli. Bílstjórinn meiddist einnig. VEGKANTURINN SEIG UNDAN BÍLNUM B-44 var á leið frá Vatnsfirði út að Brjánslæk er slysið vildi til. Hagar þannig til á þessu svæði, að vegurinn liggur um bratta sjávarbakka og er hann mjög illfær vegna rigninga sem staðið hafa ýfir undanfarið. Veg- urinn er einnig mjög mjór þar sem slysið vildi til. Mun kantur vegarins hafa sigið undan bíln- um er fór 2—3 veltur unz hann kom niður á hjólin í flæðarmál- inu. KÓSTUÐUST ÚR BÍLNUM í bílnum voru, auk bíl- stjórans, þrjár konur, tvær í aftursætinu, en sú þriðja, kona bílstjórans, í framsætinu. Mun bílstjórinn og kona hans, hafa kastast út úr bílnum er hann valt niður brekkuna, og meiddust þau talsvert, konan Sesselja Christiansen, hlaut höf- uðhögg og meiðsli í andliti, en bílstjórinn, Páll Christiansen, marðist talsvert og hlaut höfuð- högg. Konurnar tvær aftur í, Magdalena Kristjánsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, hlutu aftur á móti minni meiðsli, þó mun Magdalena hafa marizt á baki. FLUTT Á PATREKS- FJARÐARSJÚKRAHÚS Annar bíll, sem með var í för- inni ók þegar að Brjánslæk og þaðan voru gerð boð til læknisins á Patreksfirði, sem kom fljótlega að Brjánslæk með sjúkrakörfur, en þangað var fólkið flutt meðan læknisins var beðið. Var hið slasaða fólk síðan flutt á sjúkrahús Patreksfjarðar. Líð- an frú Sesselju, sem verst varð úti, var sæmileg í gærkveldi, en hitt fólkið mun þegar hafa feng- ið heimfararleyfi. — Bíllinn skemmdist mjög mikið, var með naumindum hægt að bjarga hon- um undan sjó. — Karl. 12 Fyja-bátar á reknet VESTMANNAEJUM, 5. ágúst — Nú eru 10—12 bátar að búa sig á reknetjaveiðar. Munu þeir hefja róðra næstu daga og verður síld m.a. söltuð, þar sem verðgrund- völlur er nú fenginn fyrir rek- netjaveiðarnar. — B.G. Sólin súst í fyrsta skipti ú Þjóðhdtíðinni Fjöldi aokomuíólks með flugvélum og skipum ÞAÐ RÆTTIST frábærlega úr veðrinu fyrir Þjóðhátíðina í Vest- mannaeyjum. Hún hófst í gær og samdægurs sást sólin ef svo mætti segja í fyrsta skipti í sumar í Eyjum. Var heiðskírt veð- u rog sólarhiti. Síðdegis var svo opnuð flugbrúin til Vestmanna- eyja og flugu þangað tvær flugvélar á hverri klukkustund meðan birtu naut. Komu hundruð aðkomumanna á Þjóðhátíðina. Á Auk flugferðanna komu 2 bátar til Eyja hlaðnir farþegum, var annar mjólkurbáturinn, sem kom frá Þorlákshöfn og hinn sér- stakur bátur frá Stokkseyri. Á Hátíðin hófst með því að Eiríkur Guðnason, formaður Knattspyrnufélagsins Týs, setti hana. Þá var guðsþjónusta í Herjólfsdal og messaði sr. Jóhann Hlíðar. Þá flutti Karl Guðjónsson ræðu og ýmsar íþróttir voru á dagskrá, þar á meðal bjargsig. — Kl. 9 um kvöldið hófust ýmis skemmtiatriði. Sendi skeyti KAUPMANNAHÖFN, 3. ágúst — Eisenhower Bandaríkjaforseti sendi hálofta-ráðstefnunni skeyti í dag og kvaðst vona, að mikill árangur verði af störfum vísinda- mannanna. *----------------------------- Iðnó, í nýjum lif MIÐBÆRINN í Reykjavík tekur nú sem óðast stakkaskiptum til hins betra. Hafa allmargir hús- eigendur látið mála hús sín í skærum og fögrum litum óg eyk- ur það mjög á fegurð borgarinn- ar. Tjarnarbíó hefir nýlega verið málað hárautt og hvítt, barnaskól- inn hinum megin við Tjörnina og góðtemplarahúsið skiptu ánægju- lega um svip fyrir erlendu vöru- sýningarnar. Nú er nýlokið við að mála Iðnó gamla og hefir það rækilega kast- að ellibelgnum. Er aðalhúsið mál- að í ljósgrænum, skærum lit, en útbyggingin Tjarnarmegin há- rauð. Lífgar hústð mjög upp á Ferðlr Ferðaskrif- sfofunnar 1 FERÐASKRIFSTOFA ríkising efnir til þriggja ferða um næstu helgi. Eru það þessar ferðir: íVs dags ferð í Þcrsmörk og verður lagt af stað kl. 2 e. h. á laugar- dag. Ferð til Gullfoss og Geysis. Ekið um Hreppa og Þingvelli, Verður lagt af stað kl. 9 á sunnu- dagsmorgun. Borgarfjarðarferð. Verður lagt af stað kl. 9 á sunnudagsmorg- un. Farið um Kaldadal að Húsa- felli og Reykholti og Hreða- vatni. . Síðasta sýning "j ANNAÐ kvöld verður síðasta sýning á leikritinu „Óskabarn örlaganna" í Sjálfslæðishús* inu. — /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.