Morgunblaðið - 07.08.1955, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.08.1955, Qupperneq 7
Sunnudagur 7. ágúst 1955 HORGVNBLAÐIÐ f Um André Malraux „Þar sem kommúnisminn er sterkur getur ekkert lýðræði þróazt' AHEITUM julídegi 1789 réðst hópur manna, öskrandi og skjótandi, á Bastilluna í París, íangelsi Frakkakonunga. Upp- jreistarmennirnir fögnuðu sigri eftir hita baráttunnar og birtu mannréttindayfirlýsingu sína, — „handa öllum mönnum, öllum löndum, öllum tímum, — öllum heimi til fyrirmyndar“. — Frá þessari stundu Upplýsingar og byrjandi alþýðumenntunar tóku Frakkar að sér, hreyknir og sig- urglaðir, að slá skjaldborg um frelsi og mannréttindi. © ® ® Frakkar hafa alltaf haldið upp á Bastilludaginn, þeir hafa dansað á götum úti, drukkið létt vín og hlegið í skálaglaumi þenna síheita sumardag án þess að hugsa um morgundaginn eða framtíðarhorfur. í ár dönsuðu þeir einnig að venju. .En í Saint- Germain des-Prés-hverfinu, aðai miðstöð franskra menntamanna, ríkti aftur á móti hin hljóðláta gleði óvissunnar. — Frakkland veit ekki, hvað bíður þess. Óvissa ríkir um hlutverk þess í heim- inurn. Franskir menningarfrömuðir og menntaberar hafa gert Frakk- land að stórveldi. Hvorki stjórn- málamenn né hermenn. Á veldis- dögum Frakklands gerðu mennta mennirnir Evrópu að nokkurs konar „andlegri nýlendu“ Frakk- lands. Um tveggja alda skeið hefir Frakkland verið samvizka Evrópu —- og menntamenn þess mótað flöktandi álit álfunnar. ♦ AF ALVÖRU IIAFA ÞEIR RÆKT SKYLDU SÍNA Franskir menntamenn hafa rækt hlutverk sitt af alvöru, næstum því hátíðleik. Voltaire lenti í Bastillunni vegna ósvífni sinnar og háðs. Heimspekingar Upplýsingarinnar kröfðust launa sinna fyrir að tendra bál frönsku byltingarinnar. Victor Hugo var útlægur gerr í tvo áratugi fyrir Þá sök, að hann studdi bylting- una 1848. Francois René de Chateaubriand, upphafsmaður kristilegrar lýðræðisstefnu, varð utanríkisráðherra Lúðvíks kon- ungs 18. Emile Zola skók jörðina næstum því út af sporbraut sinni með J’accuse, varnarriti fyrir Dreyfus liðsforingja, sem jafn- framt er eitt mesta ákærurit sögunnar. ♦ ERU ALDREI SNÍDGENGNIR Franski menntamaðurinn hefir því góðan bakhjarl og nokkuð til að vera hreykinn af. f krám Saint-Germain-des-Prés sitja ungu stúdentarnir, erfingjar hins menntaða franska lýðveld- is, og eiga í snörpum rökræðum og orðahnippingum hver við ann- an, t. d. um „örvæntingu“ Exist- entíalismans og boðskap Jean- Pauls Satres. Stundum birtast meistarnir sjálfir i Café de Flora eða Deux Magots. En þess í milli eru ávanar þeirra og venjur stældar, eins og um kvikmynda- stjörnur væri að ræða. Vitanlega eru aftur aðrir sem meta þá lít- ils: Þeir geta því einnig verið vanmetnir — en eru aldrei snið- gengnir. ♦ HNÚTUKÖST — OG RÓSEMI HUGANS í þessum miðpunkti menn- ingarinnar deila meistararnir sjálfi: hver við annan og láta ljós sitt skína. Tæplega 400 þús. Frakkar lesa tímarit um menn- ingarmál í viku hverri. Auk þess skrifa höfuðsnillingarnir í dag- blöðin, ef þeim býður svo við að horfa, og er þá meira eftir þeim tekið en öllum stjórnmála- mönnum, leikurum, prestum o. s. frv. Kaþólski rithöfundurinn Francois Mauriac skrifar t. d. í í skjóli Sartres og existentialism-1 inn hefir borið. Hann hefjr drukkið í sig áhrif frá læri- meistaranum og er nú einn fremsti rithöfundur Frakka. — En hann hefir sagt skilið við Sartre og afneitað kommúnistum, eins og allir helztu rithöfundar Vestur-Evrópu, að örfáum undan skildum: „Ég slaé braeður mína ekki utan undir til þess að þókn- ast fjarlægri borg, sem ég veií lítil deili á“, sagði hann og átti þá auðvitað við Moskvu aust- ur og aðdáendur Kremlbúa á Vesturlöndum. ® ® ® Iþessurrí deilum franskra menntamanna og skálda skip- ar einn maður sérstakan sess. Það er André Malraux. Hann sést aldrei á listamannaknæpun- um, en þar er þó oft vitnað í hann. Hann heíir reynt margt og misjafnt um ævina og tekið mik- Le Figaro og hvetur franska æsku til að aðhyllast heilbrigðan kristilegan sósíalisma. Exist- entíalistinn Merleau-Ponty ræðst á Sartre í L’Express fyrir holl- ustu hans við Stalínismann og er Mauriac. svarað af vikonu meistarans, rit- höfundinum fæga, Simone de Beauvoir í Les Temps Modernes. ® ® ® Imeira en þrjár aldir hefir ver- ið uppi deila í Frakklandi milli trúar og skynsemi, — milli Pascals og Chateaubriands ann- ars vegar og Descarfes, Voltaires' og Rousseaus hins vegar. í 27 ár skrifuðust þeir á Paúl Claudel og André Gide og ber trúin þá ekki ósjaldan á góma. Þeir deila j um Guð, tilveru hans og afstöðu til einstaklingsins, — Claudel óbifandi í trú sinni á Guð, enda kaþólskur að ætt og eðli, Gide í meiri vafa, meiri trú á einstakl- inginn og getu hans, enda mót- mselandi. — Yfirleitt deildu þessi tvö stórveldi andans af kurteisi og sanngirni, en þó kom fyrir, að þau sýndu óbilgirni og ein- sýni, enda rak að því, að þeir hættu bréfaskriftum sínum og töluðust ekki við síðustu ár æv- innar. 4 • EíNS OG BÆNIN" Frakkar eru að að mestum hluta kaþólskrar trúar — eða 85% af þjóðinni. Þvi er enn hlust- að þar á rödd trúarinnar með virð ingu. En deilan um hið góða og hið illa hefir snúizt upp í kalt stríð milli stjórnmálastefna og heimspekikerfa. Gangur sögunn- ar hefir þvingað Frakka, eins og aðrar þjóðir, til að taka afstöðu með eða móti kommúnismanum. Nú er barizt um sál mannsins á opinberum stöðum, ef því er að skipta. — Hamingjan getur ekki ' verið einstaklingsbundin, eins og bænin, sagði Mauriac ekki alls fyrir löngu. ♦ LAND EFANS Frakkland nútímans er land — efans. Kvíðablandinn efi ein- kennir menntamennina i St. Germain-des-Prés. Efi frekar en trú. Upplýsingaöldin hafði verið öld vonarinnar, — öld framfara og góðmennsku: maðurinn var laus úr f jötrum — og hélt stefnu- fastur bg hugrakkur áleiðis til betri heims. Á rústum annarrar heimstyrjaldarinnar brá fyrir skugga hins illa í sál mannanna: — maður Skynseminnar varð maður Örvæntingarinnar. Camus skrifaði: Hvaða verðleika höfð- nm við, sem máttu sin einhvers í baráttunni við Hitlerismann? Enga. Það sem gerðist, átti allt rætur s:nar að rekja til manns- ins sjálfs. Við gátum ekki borið á móii því. Hver dagur, sem leið, sýndi okkur það svart á hvítu. Þessi heimur sem við urðum að lifa í var fjarstæða, hvergi skýli sem hægt var að flýja til.“ ® ® ® Existentíalismi, Sartres varð um tima tízkufyrirbrigði í bók- menntum og heimspeki. í honum er ekki gert ráð fyrir neinum verðleikum mannsins, — maður- inn „yai' til“. Allt og sumt. Og þó! —, Hann „var til“, einn og yfirgefinn í beimi, þar sera guð var dáinn. Því betur sem maðurinn kynntist sjálfum sér, því verri varð hann. Það eina sem hann gat gert var að losa sig úr viðjum þessa fjarstæðu- kennda heims með því að til- einka sér hið illa, ef svo bar undir — og halda áfram göng- unni miklu. .... í augum exist- entíalistanna var „bylting" í ein- hverri mynd áfangi til frelsis, og þeir deildu því sleitulaust um það, hvort þeir ættu að styðja kommúnistaflokkinn eða ekkL — „Ætti ég að svíkja örcigana til þess að þjóna sannleikanum — eða ætti ég fremur að svíkja sannleikann til þess að þjóna örcigunum?“, spurði höfuðpaur- inn, J. P. Sartre. Nú hefir Sartie að lokum fall- izt í faðma kommúnismans, hversu langæ þau faðmlög nú annars verða. Við minnumst þess, að hann samdi vopnahlé við þá skömmu eftir að hann skrifaði eitt mergjaðasta andkommúnista leikrit síðustu ára, Flekkaðar hendur, sem hér hefir verið sýnt í Þj.óðleikhúsinu í þýðingu Lofts Guðmundssonar. ♦ „EG SLÆ ÞÁ EKKI UTAN UNDIR“ Camus (Plágan) er þroskað- asti ávöxturinn, sem vaxið hefir André Malraux inn þátt í blóðugri sögu siðustu áratuga. Hann er sannfærður um, að menn skyldu eyða ævi sinni í að afla sér „eins mikillar lífsreynsiu og unnt er“. A meðan aðrir hafa rætt á knæpimum um baráttuna milli hugsjóna og bylt- inga, hefir hann lagt land undir fót, íekið þátt í að móta hug- » j ÍÍ'ÁÍÁ- ........... sjónirnar — og gera byltingarn- ar. Ilann hefir undirbúið verk- fall kommúnista í Kina, barizt gegn fasistum á Spáni, hlustað á, þegar pólitískir morðingjar hafa verið hvattir til ódæðis- verka, rætt við samsærismenn, hlegið með hundeltum mönnum. Hann er það sem Frakkar kalla „l’homme engagé”, — hugsjóna- maðurinn, sem framkvæmir hug- myndir sínar og lifir samkvæmt þeim. — Saga hans f.iallar um mann, s.em leitar stöðugt að sjálf- um sér. Hann hefir lifað meira og kymizt fleiru en landar hans, — Og hann hefir sagt frá reynslu sinni betur og skemmtilegar en nokkur annar. Hann var enn mjög ungur að aldri, þegar hann sagðj skílið við kaþólska tni sína, og hefir síðan verið „trúaðuc maður i leit að trú“. Hann spyr oft sömu spurningarinnar: „H vað á að gera við sálina. ef hvorkl er til guð né Kristur?“ ♦ HINN HEILBRIGDI VENJULEGI MAÖliR Malraux hefir alls ekki reynt að kanna innstu lendur manns- sálarinr«ar. Hann hefir aftur á móti leitað að mikilleik manns- ins; tign hans. Hann hefir áhuga i á mamunum í starfi og leik, — hinum heiibrigða, venjulega manni, en ekki oinbogabörnum þjóðfélagsins og úrhrökum, eins og svo margir aðrir rithöfundar og sálfræðingar. Sumir sálfræð- : ingar segja, að maðurinn sé það ‘ sem hann feli innra með sjálf- um sér, en. því svarar Malraux svo: ,JVlaðurlnn er það sem hann starfar og íramkvæmir“. Malraux hefir ekki aðeins hneigzt til umhugsunar um lífið, heldur einnig — og ekki síður , — um dauðann. Um hann hugsar hann mikið: — „Þú veizt það, eins vel og ég, að lífið er tilgangs- laust“, segir ein af persónum hans, — „Ðauðinn er alls staðar, eins og þú veizt. Hann er eins og sönnun þess, að lífiö sé fjar- stæða“. 4 FRIDUR VEÍKLEIKANS Lífsmynd Malraux, Le Cendiiitm Humaine, er fengin frá Paseal: „Við skulum gera okkur í hugarlund, að stór lióp- ur manna sé f jötraður saman, cg þeir séu allir dæmdir til dauða, nokkrir þeirra séu skornir á degi hverjum í augsýn hinna; þeir sem lifa sjái örlög sín í þeirra örlög- um .... Þetta er myndin af hörmungarástajDdi mannsins“. Pascal leitaði til trúarinnar og fékk hjuggun í henni. Malraux getur það ekki, þó að hann hafi allt sitt líf viðurkennt vald hennar — viðurkennt, hve mik- ilvæg hún er öðrurn mönnum. Hann segir, að ástin sé æðsta trú flestra manna og í henni finni þeir frið. „Ég get aldrei fallizt i það“, bætir hann við. ,,Ég muu 1 aldrei beygja mig í duftið og biðja um þann frið, sem veik- leiki minn þarfnast“. Og hann hefir enn fremur sagt: „Ef maff- urinn er ekki reiðubúinn að hætta íífi sínu, hvar er þá tign hans?“ ® ® ® Malraux hefir átt viðburðaríka ævi, eins og áður er getið, ferðazt um fjölmörg lönd heims- ins; t. d. var hann á vegum frönsku stjórnarinnar í Irdó- Kína nokkrum árum eftir fyrri heimstyrjöldina — og nokkru síðar var hann kominn til Kína. Það var á æskuáruríum, þegar hann var enn ungur og óþrosk- aður — og í nánum tengslum við kommúnista. Þá var hann i Bandaríkjunum um skeið, fór um landið þvert og endilangt, kynnt- ist menningu þessarar ungu, bjartsýnu og djörfu þjóðar og i bar hana saman við rótgróna menningu Evrópuríkja, Indlands, Kína og Japans. 4 ÁN TAKMARKS ER LIFIÐ EINSKÍS VIRÐI Ungi fullhuginn og æfintýra- ! maðurinn gróf ekki pund sitt í jörður arið 1933 gaf hann út La Conditicn Humaine, sem varð ‘ rn.a. metsölubók í Ðandaríkjun- um, fcnóu frábærlega vel rituð, fersk cg heillandi — og ve.kr.ði á bókmenntsheimmn, eins og I Frh 4 fcK 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.