Morgunblaðið - 07.08.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.1955, Blaðsíða 16
Veðurúf!if í datj: Sunnan gola. Þokuloft. 176. tbl. — Sunnudagur 7. ágúst 1955. Reykjavíkurbréf á bls. 9. Þrír íslendingur á kjurnorknráðstefnu BLAÐINU barst í gær eftirfarandi frétt um þátttöku íslendinga í væntanlegri kjarnorkumálaráðstefnu. Eins og kunnugt er hefst í Genf í Sviss hinn 8. ágúst alþjóða- l'áðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega notkun k j arnorkunnar. Ákveðið hefur verið, að ísland taki þátt í ráðstefnu þessari og verða þeir Kristján Albertson, sendiráðunautur, Þorbjörn Sigur- geirsson, magister og Magnús Magnússon, eðlisfræðingur, fulltrúar Islands á ráðstefnunni. Gert er ráð fyrir, að ráðstefnan standi til 20. ágúst. Reisir háshólinn híó og hljómleikahöU í haust? HÁSKÓLI ÍSLANDS hefur sótt um að mega byggja kvik- myndahús á Melunum. En stjórn íþróttasvæðisins mælti ný- lega á móti því, að leyfið yrði gefið, vegna þess, að á þeim stað «ru nú tennisvellir. Enn er óráðið hvað gert verður í málinu, en Kklegt, er að ekki líði mörg ár, þar til sneytt verður sunnan af svæði íþróttavallarins. Á TENNISVÖLLINN Þannig stendur á þessu, að í skipulaginu er gert ráð fyrir að gata verði lögð frá Hagatorgi og þvert á Suðurgötuna, en þessi gata lægi um það bil yfir þann hiuta íþróttasvæðisins, þar sem nú eru tennisvellir. Með þetta í huga sótti Háskóli íslands um að fá að reisa kvikmyndahús sitt við þessa götu. HÖRÐ ANDSTAÐA Stjórn íþróttavallarins hefur snúizt öndverð gegn þessu. Segir hún að einmitt núna sé undirbúið að stækka tennisvellina og koma upp fleiri æfingavöllum. Reynir hún að halda fast í allt íþrótta- svæðið. Það mun vera ætlunin að íþróttasvæðið á Melunum hverfi, skv. skipulaginu, enda verður þá komið fullkomið íþróttasvæði inni í Laugardal. — Búast má við að íþróttavöllurinn á Melunum standi samt enn í fjölda ára, en þar með er ekki sagt að svæðið verði ekki nokkuð takmarkað fyrr. — Engin slík ákvörðun hefur samt verið tekin. BYGGT í IIAUST? Mbl. sneri sér til Friðfinns Ól- afssonar, forstjóra Tjarnarbíós. Skýrði hann blaðinu svo frá, að auk lóðarinnar við íþróttavöllinn hefði Tjarnarbíó augastað á lóð- um eilítið vestan við völlinn, við Hagatorg og í Stakkahlíðinni. Sagðist Friðfinnur ekki ef- ast um vilja bæjarstjórnarinn- ar til að leysa málið og kvaðst vona að unnt yrði að hefja framkvæmdir í haust. Tjarnabíó ætlar að reisa stórt og veglegt samkomuhús, sem taki 1200 manns. Verði það búið full- komnustu tækjum, kvikmynda- hús og hljómleikahús í senn. Ný líknarstöð drykkjuspkra Félagið nefnisl Bláa bandið. STOFNAÐ hefir verið hér í bæ félag til þess að starfrækja hjúkrunarstöð og dvalarheimili fyrir drykkjusjúkt fólk. — Nefnist hið nýja líknarfélag „Bláa bandið.“ Stofnendur eru 25 talsins, margir hverjir þjóðkunnir menn og er formaður félagsins Jónas Guðmundsson, fyrrv. skrifstofustjóri. FLESTIR ÚR REYKJ4VÍK Félagið Bláa bandið var stofn- að hinn 5. júlí s.l. hér í Reykja- vík og eru allir félagsmenn nema tveir úr Reykjavík. Félagsmenn leggja allir fram tvö þúsund kr. Góða veðrið kom og !ór MBL. átti tal við Veðurstofuna í gær og spurðist fyrir um, hvort áframhald yrði á góða veðrinu, sem svo mjög hefir orðið mis- brestur á hér sunnanlands í sum- ar. En svörin voru gróflega dap- urleg. Hér sunnanlands og vestan var spáð rigningu í nótt og morg- un, sunnanátt með vætu. Ekki vildi þó stofan segja hvort áfram hald yrði á vætunni eða hvort létti aftur til. í gær var prýðisveður um land allt, 10—14 stiga hiti, og Jivergi rigning. í stofnsjóð félagsins, sem óaftur- kræft framlag. UMBÓTA MJÖG ÞÖRF Fyrir fáum árum var stofnað annað svipað félag til þess að hjálpa drykkjusjúklingum og nefnist það AA. Hefir það fé- lag þegar unnið mikið og gott starf. Er það gleðilegc tímanna tákn, að nú skuli annar aðili hefjast handa um raunhæfar um- bætur í þesum málum. Bræluni er lét! SVO var blaðinu símað frá Rauf- arhöfn í gær, að í fyrrinótt hefði ekki vcrið um neina síldveiði að ræða. Bræla og vont veður var á ölium miðunum í fyrradag og í fyrrinótt og engin síld. í gærmorgun birti tii og sól- skin og blíða kom um miðjan dag. Allur flotinn lá inni á Rauf- arhöfn, en fór rakleitt út á miðin í gærmorgun. Um miðjan dag í gær höfðu engar aflafréttir bor- izt. — 14 júlí síðastliðinn komu hingað til lands 14 piltar úr félagsskapnumFDF, Frivillig Drenge For* bund í Danmörku, sem er stærsti félagsskapur drengja þar í iandi og starfar á svipuðum grund- velli og skátahreyfingin. Komu þeir liingað í boði KFUM. Ferðuðust þeir víða um landið, og dvöld- ust m. a. í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Höfðu piltarnir mikla ánægju af dvölinni hér, þrátt fyrir hina vætusömu tíð. — Myndin var tekin á Bessastöðum, en þangað var hópnum boðið af for- seta íslands, og var séra Friðrik þar sem fulltrúi KFUM. — Lengst til hægri er umdæmisstjóri FDF í Kaupmannaliöfn, V. Persson, — og þriðji frá hægri er fararstjóri piltanna, H. Weiss. Reykvíkingur sækir um einka- leyfi á oð láta ölduganginn REYKVÍKINGUR einn, Ingvar Vilhjálmsson að nafni, hefir sótt um einkaleyfi til samgöngu- málaráðuneytisins á „útbúnaði á skip til að nýta aflið af veltingi skipsins til framdrifs og til að minnka veltinginn“. Stendur svo í einkaleyfisbeiðninni, sem ráðu- neytinu var send. knýja skip Umsóknir berast um eilífðai vélar SEM FISKSPORÐUR Undrasmíði þessari er frekar lýst svo sem hún verði eins og sporður á fiski við velting skips- ins til hliðar og fram og aftur. Veltingurinn hreyfir og sveigir útbúnaðinn, en við sveigjuna verkar útbúnaðurinn til fram- drifs og jafnframt minnkar velt- ingurinn til hliðanna og högg aft- ur og fram. Útbúnaður þessi er gerður úr sterku fjaðurmögnuð- um málmi og festur báðum meg- in byrðingsins neðan við sjólínu aftur úr skipinu. Ofan á að sjá er útbúnaðurinn sem blöðkur á froskmanni. Samkvæmt frásögn uppfinningamannsins á útbúnað- urinn að knýja skipið áfram að nokkru leyti. Furðuvél þessi er að vísu enn aðeins til í heila uppfinn- ingamannsins, en ef hún kæm- ist í framkvæmd mundi hún hvorki meira né minna en valda gerbyltingu í skipasam- gönguru í heiminum! izt beiðni um einkaleyfi á eilífð- arvél (Perpetuum mobile). Sam- kvæmt islenzku einkaleyfislög- unum frá 1923 ber að neita öllum slíkum umsóknum. Annars er •málum svo háttað um einkaleyfis Síðasta sýnlng beiðnir, að þær eru allar sendar til Kaupmannahafnar til umsagn- ar hjá dönsku einkaleyfisstofnun- inni. Hefir hún yfir að ráða stóru einkaleyfasafni og marga verk- fræðinga í þjónustu sinni og yrði það allt of dýrt íslendingum að stofna slíkt sjálfir. Hefir það jafnvel komið til tals í Evrópu- ráðinu að stofna eina einkaleyfis- stofnun fyrir alla Evrópu. HVAÐ VERÐUR? Danska einkaleyfisstofnunin taldi að lýsing Reykvíkingsins á „veltingsvél“ sinni væri ófull- nægjandi og komst samgöngu- málaráðuneytið að sömu niður- stöðu. Sækir uppfinningamaður- inn því nú aftur um einkaleyfi, og verður fróðlegt að sjá hver af- drif þess verða í framtíðinni. ------------------- ! Hræðad selir jjrýsti- EILÍFÐARVÉLAR í kvöld verður Óskabarn örlag- Samgöngum.ráðuneytið skýrir anna sýnt í síðasta skipti í Sjálf- svo frá að því hafi eitt sinn bor-stæðishúsinu. IMærri 800 manns flutt með loftbrú til Eyja EFTIR að birti upp á föstudaginn hafði Flugfélag íslands flutt nokkuð á 8 hundrað manns á Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum. Hefðu flutningarnir þó verið enn meiri, ef fyrr hefði gefið flug- veður. — ÞRJÁR FLUGVÉLAR í FERÐUM Á föstudaginn um kl. 4 opnað- ist flugvöllurinn í Vestmanna- eyjum og hófst þá þegar loftbrú Flugfélagsins til Eyja. Voru þrjár Dakota flugvélar notaðar í flutningana og samtals farnar 13 ferðir. Voru flugvélarnar full- skipaðar i hverri ferð og voru því fluttir fram á kvöld alls um 370 farþegar. RÖSKLEGA GERT í gær var aftur ágætis flug- veður og voru þegar hafnar flug- ferðir aftur til Eyja. Síðast þegar til var vitað höfðu rúmlega 200 farþegar verið fluttir til Eyja. Auk þess fóru tvær flugvélar fullhlaðnar farþegum frá Hellu og ein flugvél frá Skógasandi. Svo að samtals mun Flugfélagið hafa annað flutningum á 8 hundrað farþega til Eyja. Hefur félagið unnið þarna óvenju gott starf á rösklegan hátt. — Fjöldi fólks fór einnig með skipum til Eyja, vegna þess að veðurútlit var slíkt að menn vildu ekki treysta á flugfar. loflsvélar! I NOKKRI bændur á Snæfellsnesl hafa skrifað sýslumanni bréf og sett fram skaðabótakröfur. Er tilefni það, að þeir heimta bæt- ur sökum þess, að þrýstilofts- flugvélar , hafi flæmt seli burtU frá látrum sínum á nesinu, þa® sem hvinur þeirra sé svo óskap* legur. Segir í bréfi bændanna, að selveiðin fyrir jörðum þeirra hafi dottið niður úr 30—40 kóp- um í 2-—3 síðasta ár. Þykir bændum, sem hér sé gengið á hlut þeirra og krefjast í fyrsta lagi þess að fá greiddar skaða- bætur fyrir veiðitapið og í öðri| lagi að fluginu verði hætt. Ekki mun nein vísindaleg rannsókn hafa farið fram á því, hvort sannað sé, og brautreynt, að selir hræðist þrýstiloftsflug- vélar og mun því re/ndar alls- endis óvíst hvort selir hafa hrokkið frá landi þess vegna, eða af öðrurn orsökum. Aftur á móti mun fullvíst, að skaðabótabeiðni þessa efnis, um selina og flug- vélarnar, mun vera sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, sem annars staðar í vetícidinni. 'A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.