Morgunblaðið - 07.08.1955, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.08.1955, Qupperneq 9
Sunnudagur 7. ágúst 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 I Reykjavíkurbréf: Laugaráagur 6. ágúst Er hrífan úrelt? — EMýræktun Thor Jensen — IHjólkurbú ræktarlandi — Skjólbeltin — Landbrúin og jarðsagan FBóamanna — Beit á — íslenzka birkið ^ Hrífurnar og nýju tækin FYRIR nokkrum dögum síðan er Enælt að gildur bóndi á Suður- landi spyrðist fyrir um það, í Jkaupfélagi sínu, hvort hann gæti ekki fengið keyptar hrífnren fékk litlar undirtektir undir það, því Starfsmenn félagsins sögðu, að á tmdanförnum árum væru þess- Ikonar áhöld lítið notuð. Þó mun hann þó hafa fengið hrífurnar eftir nokkra leit. En auðséð var að þessi bóndi hefði Jítið gætt þess, að svo seinvirt og afkasta- lítil verkfæri, sem hrífur eru, yæru mikið til lögð niður. Gömlu heyvinnuverkfærin Væru yfirleitt úr sögunni og mik- íð stórvirkari tæki eru tekin við. Svo mjög hefir ræktun og hey- verkunaraðferðum fleygt fram, einkum hin síðari ár. Er menn hugleiða heyskapinn og þær að- ferðir, sem menn almennt nota, þá vakna ýmsar spurningar hjá mönnum, hvað muni taka við í þeim öru breytingum sem nú eiga sér stað í sveitunum. Viðhorfið til ræktunarinnar er allt annað nú en áður var, eftir að tilbúnu áburðarefnin komu til sögunnar Menn þurfa ekki lengur að basla við sprettuleysið á túnunum, þurfa ekki annað, en að bera ríflega á þau, til þess að þau gefi af sér gras og ræktunin er eftir því. Ef fram- tak og dugnaður nýtur sín á jörð- unum, þá geta bændur marg- faldað túnin sín að flatarmáli, <og gera það margir, sem betur fer. Brautryðjandinn EFTERTEKTARVERÐASTA átakið í ræktuninni í íslenzkum sveitum var nýrækt Thors Jen- sens á Korpúlfsstöðum, er hann á tiltölulega fáum árum breytti rýrðarkotinu Korpúlfsstaði, í glæsilega ræktunarjörð og stjórn aði þeim framkvæmdum, sem hann þar gerði með mikilli fyr- irhyggju og myndarskap. En sem betur fer, er Korp- úlfsstaða búskapurinn ekki leng- ur neitt einsdæmi, því margir hafa bændurnir fetað í fótspor þessa stórhuga og víðsvna manns. Ég minntist á það á s.l. vetri, hve myndarskapurinn er orðinn mikill og þrifnaður allur ein- stakur á jörðinn Miklholtshelli i Hraungerðishreppi. Til skamms tíma var þetta rýrðarkot, land- lítið, en þó stærð jarðarinnar sé mjög takmörkuð, hafa þeir tveir bændur sem þar búa, bætt sér upp hið takmarkaða '■æktunar- land með því að reka snoturt fyrirmyndarbú. í fyrstunni tókst þeim að Meypa búskap sínum fram með hænsnarækt, sem var rekin með mikilli fyrirhyggju, en meðferð og uppeldi þessa fiðurfjár kenndi þeim að rækta á heimajörð sinni bæði bygg og hafra, er þeir hafa haft góð not af á undanförnum árum. Rafmagnslínur eru komn- ar um allan Hraungerðishreppinn svo að menn geta notað sér þá orku. En lítið virðist bóla á nýbýlum á þessum slóðum, nema þá helzt í Ölfusinu. Stórbýli eru líka í Sandvíkunum, með miklum ræktunarlöndum, en bet- ur má ef duga skal, ef t. d. lág- lendissveitirnar hér á Suðurlands undirlendinu eiga að vera þannig úr garði gerðar að meginhluti af ræktanlegu landi þeirra geti komizt í rækt. Stærsta átakið EITT stórfelldasta átakið, sem gerzt hefur á síðustu áratugum í menningu og framförum á Suð- urlandsundirlendinu, er tilkoma Mjólkurbús Flóamanna, sem á tillögulega skömmum tíma hreytti cllu viðhorfi hændanna Seinvirku heyverkunartækin hverfa nú sem óðast til félagslegra framkvæmda og leyst þá þraut furðu fljótt. Því sú var tíðin, að fjarlægðirnar á vegunum uxu mönnum svo í augum sem eðlilegt var, meðan menn höfðu enga reynslu í lang- ferðaflutningum með bilum. Nú fara daglegir mjólkurflutningar fram á 300 km leið efíir Suður- landsundirlendinu. Sú var tíðin, að menn gátu naumast hugsað sér að efna til daglegra mjólkur- flutninga utan Flóans af ótta við að fjarlægðin yrði þar of löng. Næsta framför í innanhéraðs- samgöngum á Suðurlandi verður, þegar menn ráðast í að koma greiðfærum akvegi stvtztu leið- ina gegnum Þrengslaveginn. Byggðin samtýnist um sveitirnar NÚ virðist manni r>ð margir gildir sveitabændur hvarfli nokk- uð frá þeim beina ræktunarbú- skap sem „koma skal“, því enn virðist beitin trufla þá frá réttri leið. Bændur hugsa sér auðsjá- anlega að hleypa fé sínu fram í stórum stíl í von um að það geti haft ofan af fyrir sér í fjallhög- unum. Eðli margra þeirra virð- ist vera leyfar frá hinum íorna hi'rðingjabúskap, er reyna að fá skjót efni með lítilli fyrirhöfn. En það er augl. mál að hér verð ur minna úr en skyldi, því beiti löndin eða afrétirnar geta naum- ast borið meiri fénað en orðið er þar, hvað þá, ef beitarfénaður- inum fjölgar verulega frá því sem nú er. Nýsfárlegt ferðalag FYRIR NOKKRU lagði dr. Björn Jóhannesson, starfs- maður Atvinnudeildarinnar í ferð um Gnúpverjaafrótt, til að kanna hvernig er umh<irfs þar í gróðurlöndum. Hann hafði með sér þrjá menn sér til aðstoðar, tvo hjálparmenn sína frá At- vinnudeildinni, Einar Gíslason og Inga Þorsteinsson. En megin- styrkur þeirra við þessar athug- anir var Steindór Steindórsson menntaskólakennari á Akureyri, sem er allra manna fróðastur um gróðurfar landsins. Töldu þeir félagar augljóst, að ( innri hluti afréttarins væri að gróa nokkuð upp, en þ“gar neð- ar dróg og nær byggð hefir gróð- urinn staðið í stað eða haldið áfram að blása hin síðari ár. En ástæðan er augljós. Telja þeir að afréttarlönd þessi hafi fengið góða hvíld í nokkur ár meðan fjárlítið var þar eða íjárlaust að kalla. Fjölgi fénaðinum mikið verða vandræði ER það gefið mál, að ef fjölgað verður beitarfé t. d. á þessum afrétti að verulegum mun aftur, má búast við að beitarlöndin spillist mjög af aukniim ágangi búfjár, jafnframt því, sem búast má við að afurðir fjárins minnki. Féð verði rýrara til frálags ef til örtraðar dregur. Reynslan á undanför^um tveim ur árum hefir þegar gefið vís- Votheysturnar. bendingu um hvað er á seiði í útbeitinni. Er nauðsyn að bændur fylgist mjög vel með þessu, hverju fram vindur í þessu efni. Réttast væri að bændur ættu nú að kosta kapps um að láta heimildarlögin um ítök koma til framkvæmda. Hvenær mun koma að því,- að bændur sjá sér hag í því, að taka upp almenna beit á ræktuðu landi og hætta að byggja á stopulan heiða og háfjallagróðar, eins og nú tíðkast. í Noregi hefur beitiræktin sýnt, að hún hafi mikla yfirburði um- fram óræktarbeitina og skyldi ekki hið sama koma upp á tening- inn hér? Klemens um skjólbeltin EN TIL ÞESS að góðsveitir landsins verði fullræktaðar, til frambúðar, þá verður ræktun skjólbelta að ryðja sér til rúms. Skógrækt ríkisins hefir fyrir löngu sýnt, að hægt er að rækta skjólbelti víðast hvar, a. m. k. á Suðurlandsundirlendinu. Klemenz Kristjánsson á Sáms stöðum hefur sýnt fram á með rökum, að ræktun skjólbelta get- ur marfborgað sig. í grein, sem hann skrifar í Ársrit Skógræktarfélagsins síð- ast, kemst hann m. a. þannig að orði: „Til þess að koma hreyfingu á þetta nytjamál, þyrfti að koma löggjöf varðandi stuðning þjóðfé- lagsins til þeirra, sem rækta skjól belti. Þessi stuðningur þyrfti að- allega að vera fólginn í styrk til girðinga og svo til plöntukaupa". Með því að styðja þá menn til átaka, sem vilja koma á aukinni ræktunarmenningu, verða auð- sóttari þau verðmæti, sem liggja falin í islenzkri mold. Skógbeltarækt verður það fram tíðarverk, sem stuðlar að öruggri jarðræktarframleiðslu. En slíks er þörf bæði frá fjárhagslegu og menningarlegu sjónarmiði." í grein Klemenzar er greinlega skýrt frá hvernig t. d. sKjólbeltin auka uppskerumagns korns, og í vondum árum, koma þau í veg fyrir uppskerubrest. Á Jótlandi hefur rætkun skjól- belta þýðingu fyrir búskapinn almennt. að áhrif þeirra eru talin jafnast á við hitaaukningu um vaxtartíma plantnanna, eins og landið færðist 3—4 breiddarstig- um sunnar á hnettinum Virðulegt verkefni fyrir Náttúrugripasafnið ER dr. Finnur Guðmundsson lét þess getið í viðtali við blaðið, ný- kominn úr leiðangri sínum frá Meistaravík, að æskilegt væri fyrir framtíð Náttúrugripasafns Islands, að fleiri söfnunarferðir yrðu farnar á vegum þess, til þess að safnið ykist að áliti og fengi tækifæri til að starfa á sínu svið: íslenzkri náttúrufræði til efling- ar, hafði dr. Finnur í huga sér- stakt verkefni, er íslenzkir fræði- menn geta trauðla gengið fram- hjá, en er að miklu leyti órann- sakað enn. Oddviti ísl. jarðfræð- inga, Þorvaldur Thoroddsen, að- hylltist þá kenningu samtíðar- manna sinna, að á fyrri jarðöld- um hafi einhvers konar landbrú legið frá íslandi til meginlands- ins eða a.m.k. til Bretlandseyja. Síðan á dögum Þorvalds hefir verið furðu hljótt um þessa „landbrúarkenningu“. En eftir því, sem dýrafræðingar og grasa- fræðingar komast lengra í rann- sóknum sínum á dýralífi og gróðri íslands, hallast þeir meira og meira að þeirri skoðun, að ekki sé hægt að skýra á viðunandi hátt uppruna hins íslenzka dýra- og gróðurríkis, nema gert sé ráð fyrir því, að slík landbrú hafi tengt ísland við Bretlandseyjar og jafnvel meginland Evrópu En þá er eftir að vita, hvenær hún hafi verið i jarðsögunni. Hvers vegna kræklaðist birkið? Steindór Steindórsson, mennta skólakennari á Akureyri, hefir á undanförnum árum manna mest lagt sig eftir athugunum á gróð- ursögu lands vors. Hafa hann og starfsfélagar hans helzt hallazt að því, að á ísöld eða ísöldum hafi varla verið á íslandi sá kuldi eða aldeyða, sem menn vildu áður gera sér í hugarlund. Með gaum- gæfilegum athugunum sínum hefir hann komizt að þeirri nið- urstöðu, að allmikil landsvæði hafi á ísöld verið jökullaus á fs- landi. T.d. hafi tegund sú af birki, sem vex hér, eða afbrigði af henni, lifað af á landi hér og þess vegna sé íslenzka birkið svo kræklótt og runnkennt sem raun er á. Eitt atriði í bessum rann- sóknum kemur að sjálfsögðu sér- staklega til greina. Hefir Golf- straumurinn verið með sama hætti og hann er nú, þegar „land- brúin“ tengdi fsland við megin- landið? Eða skyldi landbrúin hafa stöðvað Golfstrauminn, svo að hið íslenzka loftslag hafi þá verið tiltölulega hlýrra en t.d. í Skandinavíu? Þetta getur gert málið flóknara til rannsóknar, en gæti hins vegar hafa valdið því, Fraxnh. á bla. 12 Nokkrir kostnaðarliðir EN ÞEGAR Klemenz reiknar lit kostnaðinn við skjólbeltaræktun- ina, þá er plöntukostnaður á hektara 1200 krónur, en gróður- setning og jarðvinnslu reiknar hann á 850 krónur, umhirðu og áburð í 10 ár 300 kr. á ári. Sam- tals kiónur 5.050 á hektara auk vaxtanna af þessari upphæð. Að 10 árum liðnum ætti skjól- beltið að vera farið að gera tals- vert gagn eftir þeim athugunum sem ég hefi gert á mjölsöfnun korntegunda, skilaði skjólbeltið kostnaði sínum í aukinni upp- skeru á næstu 5—7 árum. En eftir 17 ár frá g’ rðursetn- ingu ætti beltið þá að hafa skil- að öllum tilkostnaði við ræktun þess. Og kemur þá sem hr c-inn ágóði sú uppskeruaukning. sem belt- unum fvlgir á ókomnum árum. Þannig kemst Klemenz að orði 5 nýkomnu skógræktarriti. — ICjarnorkusprengjavi og framtiðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.