Morgunblaðið - 07.08.1955, Síða 14

Morgunblaðið - 07.08.1955, Síða 14
' 14 MORGVNBLAÐID Sunnudagur 7. ágúst 1955 ] LEIÐTOGI FOLKSINS EFTIR JOHN STEINBECK Framhaldssagan 1 SÍBDEGIS á laugardag rakaSi Bill Buck, nautahirðir, saman síð ustu stráunum úr gamla hey- stakknum og fleygði þeim í smá ílygsum á heykvíslinni, yfir vír- girðinguna til nokkurra lystar- lítilla nautgripa. Hátt í lofti hrakti marsstorm- urinn smá skýhnoðra á undan sér, eins og reykjarmekki úr fall- hyssukjafi og þaut í runnunum uppi á hálendinu. Jody, litli drengurinn, kom labbandi heiman frá húsinu og var að borða þykka, smurða brauðsneið. Þegar hann gekk drc hann fæturna, sem honum hafði verið sagt, að sliti mjög góðu skó- leðri. Hópur af hvítum dúfum flugu upp frá dökka kýprestrénu, um leið og Jody gekk fram hjá því, flögraði nokkrum sinnum í kring- um það og settist svo aftur á sama stað. Hálfvaxinn, gulflekkóttur kettl ingur kom hlaupandi út úr for- stofu svefnhússins, stökk á stirð- um fótunum yfir götuna, snéri við og flýtti sér svo sömu leið t.il baka. Jody þreif stein, til þess að henda í hann, en varð of seinn, því kötturinn var kominn í felur áður en steininum hafði verið hent. Hann kastaði því steininum upp í kýprestréð og stökkti hvítu dúfunum á flótta í annað skipti. Þegar drengurinn kom að eydda heystakknum, hallaði hann sér upp að gaddavírsgirð- ingunni: „Heldurðu að þetta verði allt? spurði hann. Hinn miðaldra nautgripahirðir stöðvaði raksturinn og rak kvísl ina niður í jörðina. Síðan tók hann svarta hattinn af höfðinu og greiddi úr hári sínu með fingrun- um: „Já og ekkert verður skilið eft- ir nema það neðsta, sem er gegn- blautt af jarðraka", svaraði hann. Síðan setti hann hattinn aftur á höfuðið og neri saman sigggrón- um höndunum. „Hérna er líklega mikið af mús um“, sagði Jody spyrjandi. „Alveg fullt af þeim“, svaraði Billy. Allsstaðar morandi af mús- Um“. „Kannske ég gæti þá kallað á hundinn og veitt mýsnar, þegar þú ert búinn að taka heyið?“ „Það er ég viss um“, svaraði Bill Buck. Hann tók all stóra visk .af blautu botnheyinu á kvíslina og kastaði upp í loftið og þegar í stað þutu þrjár mýs upp og grófu sig, dauðhræddar, niður í heyið aftur. Andlit drengsins Ijómaði af ánægju við þessa sjón. Þessar feitu, gljáandi, hrokafullu mýs höfðu þegar fengið sinn dóm. f átta mánuði höfðu þær lifað og aukíð kyn sitt í heystakknum, án þess að þurfa að óttast ketti, gildrur, eitur eða Jody. Þær höfðu þrifizt og dafnað í öryggi sínu og orðið hrokafullar og feit- ar. En nú var ógæfustund þeirra runnin upp. Engin þeirra skyldi lifa það að líta morgunbjarma næsta dags. Bill leit til hæðadraganna, sem umluktu staðinn: „Kannske væri betra að þú talaðir við föður þinn, áður en þú gerir það.“ „Gott og vel. Hvar er hann þá? Ég ætla að spyrja hann strax“. I „Hann reið eitthvað inn á há- | lendið, eftir miðdegisverðinn. j Hann kemur sjálfsagt fljótlega við að honum myndi standa alveg á sama um það“. Þegar Billy tók aftur til við vinnu sína, sagði hann með áhyggjusvip: „Þú ættir nú samt sem áður að nefna það fyrst við hann. Þú veizt hvernig hann er“. Jody vissi hvernig hann var. Faðir hans, Carl Tiflin, varð að gefa leyfi til alls, sem var gert þar á heimilinu, hvort sem það var áríðandi eður ei ! Jody lét sig síga niður með girðingarstaurnum, unz hann sat flötum beinum á jörðinni. Hann horfði um stund á litlu, vind- hröktu skýin, sem þyrluðust um himinhvolfið: „Heldurðu að það fari að rigna bráðlega, Billy?“ j „Það getur vel komið til mála. Vindurinn gerir auðvitað sitt gagn, en hann er bara ekki nógu mikill“. I „Ég vona bara, að það komi ekki rigning, fyrr en ég er húinn að drepa bölvaðar mýsnar". Jody leit um öxl, til þess að sjá hvort Billy hefði veitt hinu karlmannlega blótsyrði nokkra athygli, en hann hélt áfram við vinnu sína, án þess að bera fram nokkra athugasemd. Jody snéri sér við og horfði upp á hæðina, þar sem vegurinn lá. Hæðin lá böðuð i fölu sólskini vetrardagsins, silfur-þistlar, blá- ar lúpínur og nokkrir valmúar, blómstruðu á milli salvíu-runn- anna. Og í miðjum hlíðunum sá Jody litli Doubletree Mutt, svarta hundinn, þar sem hann hamaðist við að grafa sig inn í íkornaholu. ! Allt í einu hætti hundurinn að i grafa og virtist stirðna upp. Hann gekk aftur á bak út úr holunni og horfði upp á hæðina, í áttina til skarðsins, sem vegurinn lá í gegnum. i Jody renndi einnig augunum þangað og sá föður sinn, á hest- baki, bera við fölt loftið. á hæð- inni, og halda svo niður eftir veginum heim að húsinu. Hann hélt á einhverju hvítu í annarri hendinni. I Drengurinn spratt á fætur: „Hann hefur fengið bréf“, hróp- aði hann og hljóp af stað heim til hússins, því að sennilega yrði bréfið lesið upphátt og þá vildi hann vera viðstaddur. Hann varð á undan föður sín- um heim að húsinu og hljóp þeg- ar inn. Hann heyrði Carl Tiflin stíga af baki og leiða hestinn með fram húshliðinni, þar sem Billy myndi svo taka við honum, teyma hann inn í hlöðuna, leysa af honurp hnakkinn og hleypa út, að því loknu. Jody hljóp beina leið inn í eld- hús: „Við höfum fengið bréf“ hrópaði hann. Móðir hans leit upp frá steik- arpönnunni: „Hver er með það?“ „Pabbi. Ég sá hann halda á því“. Nú kom Carl inn í eldhúsið og móðir Jodys spurði: „Frá hverj- um er þetta bréf, Carl?“ | Hann hleypti brúnum: „Hvern- ig vissirðu að ég var með bréf?“ Hún kinkaði kolli í áttina til drengsins: „Jody sagði mér það“. Faðir hans leit gremjulega til hans: „Hann er farinn að skifta sér af öllu, nema því sem honum sjálfum kemur við. Hann er með sitt stóra nef niðri í öllu, sem honum er alveg óviðkomandi“. Frú Tiflin hikaði, en sagði svo: „Hann er bara látinn vera of iðjulaus. Jæja, frá hverjum var svo bréfið?“ Carl starði stöðugt á Jody: „Ég mun áreiðanlega sjá um, að hann fái nóg að hugsa um, ef hann gætir sín ekki betur eftirleiðis“. ! Hann rétti fram innsiglað bréf: „Ég býst við, að það sé frá föður þínum“. | Frú Tiflin tók nál úr hári sínu og opnaði með henni umslagið. Hún kipraði saman varirnar og Jody sá, hvernig hún renndi aug- unum fram og aftur eftir línun- um um leið og hún las. „Hann segir, að hann ætli að koma á laugardaginn og dvelja hjá okkur í nokkra daga. En — en það er jú laugardagur í dag svo bréfinu hlýtur að hafa seink- að“. aftur“. Jody studdi sig upp við einn girðingarstaurinn: „Ég býst nú SVERTIIMGJADRENGURINIM 2. Þar eru litlir drengir á hans aldri og aðrir eldri. Mbyame hugsar með sér, að næsta dag skuli hann finna sér leik- félaga í skólanum, sem pabbi hans ætlar að hafa, já, dug- lega drengi, sem geta leikið við sig í skóginum. Um kvöldið heldur trúboðinn samkomu í skýli, sem verð- ur að duga í staðinn fyrir samkomusal, og þar er alveg fullt af fólki, heiðingjum og kristnum. Nóttin kemur skyndilega. Já, nótt með hvíld og frið fyrir hina kristnu, en ótta og skelfingu fyrir heiðingjana. Þegar guðsþjónustunni er lokið næsta morgun, býður trúboðinn öllum börnunum að koma til skólans. Öll börnin verða eftir í salnum. Ó, það er svo gaman fyrsta daginn! Um 20 næstum nakin börn eru skrifuð inn í skólann og fá sæti á trjágreinum, sem eru hafðar fyrir bekki. ( Stærsti drengurinn, Abyagha. sem er um það bil 14 ára, er þegar að verða lítill maður. Hann þykist vera heldur meiri en hinir, talar hátt í skólanum, stríðir félögum sín- um til hægri og vinstri og fer síðan burt án þess að hlusta . á hina hvetjandi rödd trúboðans. Hann var svo þreyttur að | verða stöðugt að hlusta með athygli. Það er alveg nýtt fyrir Íhann. Hann kom heldur ekki aftur næsta dag. j Eftir nokkra daga er Mbyame orðinn vinur allra jafn-’ aldra sinna, og þeir leika sér saman í skóginum eða fiska í fljótinu. J Eins og önnur Fang-börn, byrjar Mbyame að leggja snör- ur í skóginum, án þess þó að fara langt frá götutroðn- ingunum. Okkar vinsælu amerísku Straubretti eru komin aftur. — Má hækka og lækka eftir þörfum. Vönduð — falleg — ódýr „Geysir“ h.f „llmurinn er indœll og bragðið eftir því 44 h.f. { s namn.« Einkaumboð: Þórður H. Teitsson Húsmæður Húsmæður Loksins er Wegolin þvotta efnið komið. Þið. sem ekki hafið reynt Wegolin þvottae'oið, reyn ið það nú, og þér munuð sjá, að ódýrast, léttast og bezt fyrir þvottinn, er Wegolin þvottaefnið. Wegolin er einnig mjög gott til þvottar á matar- ílátum o. fl. Athugið, að hver pakki inniheldur V2 kg. Grettisgötu 3 — Sím' 80360.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.