Morgunblaðið - 13.08.1955, Blaðsíða 8
8
MOkGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 13. ágúst 1955
út* H.Í. Árvakur, Reykjavík.
Frsunkv.stj.: Sigíús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgðam.)
Stjórrunálaritatjóri: Sigurður Bjarnason frá Vi*S»s
Lesbók: Arni Óla, sími 3045.
Auglýaingar: Áxni Garðar KristimaoiB.
Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsl*:
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Askriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
{ lausasölu 1 króaa tintakið.
Áköf gellíeit við Skotlafidsstrendiir
iibrioð samvinnuverzlun
eða gróðabrail auðhringa
ÞAÐ er margrakin saga, að hin
upprunalegu samtök bænda
um samvinnuverzlun voru með
öllu ópólitísk og óháð öllum
stjórnmálaflokkum. Félagsverzl-
un var eitt af baráttutækjum
þjóðarinnar í sókninni til hag-
stæðari viðskipta og efnahagslegs
sjálfstæðis. Samvinnuverzlun og
einkaverzlun þróuðust hlið við
hlið og unnu á skömmum tíma
það þrekvirki að færa verzlunina
yfir á innlendar hendur, öllum
almenningi til hins mesta hag-
ræðis.
Nokkrum áratugum eftir að
samvinnustefnan ruddi sér til
rúms í íslenzkri verzlun, og þá
fyrst og fremst í sveitunum, varð
til stjórnmálaflokkur, sem nefndi
sig Framsóknarflokk. Þessi flokk
ur ákvað þegar í upphafi að gera
samvinnustefnuna að þernu í eld
húsi sínu og beita kaupfélögun-
um fyrir sig sem pólitísku bar-
áttutæki. ■— Við þessa ákvörðun
hefur Framsóknarflokkurinn
haldið sér síðan. Og honum hef-
ur því miður tekist að koma póli-
tískum flokksstimpli sínum á
mörg samvinnufélög, sem þó eru
byggð upp af fólki úr öllum
stjórnmálaflokkum. Hefur þetta
orðið félagsverzluninni til hins
mesta tjóns og álitshnekkis. Það
hefur vakið um hana stjórnmála-
deilur og skapað henni ýmisleg
vandkvæði.
Stjórnmál og viðskipti
í flestum vestrænum löndum
keppa féfagsverzlun og einka-
verzlun um viðskipti fólksins. —
En yfirleitt fer það engan veginn
eftir stjórnmálaskoðunum
manna, við hverja þeir skipta, i
hvaða búðum þeir kaupa nauð-
synjar sínar. Samkeppnin milli
hinna ýmsu verzlunaraðila er
hvarvetna talin helzta tryggingin
fyrir hóflegri verðlagningu.
Ekki er vitað til þess, aff í
nálægum löndum, t.d. á Norð-
urlöndum og i Bretlandi,
standi háværar pólitískar deil-
ur um samvinnufélögin, hvort
heldur þau eru sölusamtök
framleiðenda eða verzlunar-
samtök neytenda. Fólk úr öll-
um flokkum eru í þessum sam
tökum og enginn einstakur
stjórnmálaflokkur tileinkar
sér þau eða starfsemi þeirra.
Eins og áður er getið er þessu
allt öðru vísi varið hér á íslandi.
Allt frá stofnun Framsóknar-
flokksins hefur hann reynt að
klína flokksstimpli sínum á fé-
lagsverzlunina. Þegar á það til-
tæki hans hefur verið deilt hafa
blöð hans rekið upp óp og talað
um „árásir á samvinnustefnuna".
En hin pólitíska misnotkun
Framsóknarflokksins á sam-
vinnuverzluninni hefur breytt af-
stöðu mikils hluta þjóðarinnar
allverulega til hennar. Á hana
var í upphafi litið sem heilbrigða
viðleitni almennings til þess að
skapa sér hagstæðari verzlunar-
kjör, færa verzlunina inn í
landið. Yfir stofnun samvinnufé-
laga bænda víðs vegar um land
var blær gróanda og þróunar.
Þung hu"sjónaleg undiralda var
grundvcl’ur þeirra. Félögin voru
xnerkur þáttur í frelsisbaráttu
landsmanna.
Gróðafýsn og brask
Nú er hins vegar farið að
líta á heildarsamtök samvinnu
félaganna sem voldugan auð-
hring, sem fyrst og fremst
leggi kapp á að teygja klær
sínar sem víðast út um þjóð-
félagið. Gróðafýsn og brask
mótar starfsemi þessa auð-
hrings í vaxandi mæli. Hin
hugsjónalega undiralda í starf
semi samvinnufélaganna hníg-
ur óðum. Margir ágætir menn
úr öllum stjórnmálaflokkum
starfa að vísu innan þeirra af
fullri einlægni og af trúnaði
við mark og mið samtakanna.
En gróðabrallsmennirnir og
hinir pólitísku tígulgosar Fram-
sóknarflokksins sitja á toppin-
um. Hjá þeim er allt mælt á
mælikvarða pólitískra áhrifa og
valdaaðstöðu í þjóðfélaginu. —
Samvinnuhugsjónin er þeim
einskis virði, pólitísk völd og
undirtök allt.
Þúsundir samvinnumanna um
land allt vita, að þetta er sú
breyting, sem hin pólitíska mis-
notkun Framsóknarflokksins á
samvinnufélögunum er nú hröð-
um skrefum að framkvæma. —
Þeim er það ljóst, að heilbrigð
samvinnuverzlun á ekkert skylt
við auðhringshugsjón þá, sem
leiðtogar Framsóknarflokksins
hafa dregið við hún yfir Sam-
bandi íslenzkra samvinnufélaga.
Timamenn munu að sjálfsögðu
kalla þessi ummæli „árás á sam-
vinnustefnuna“ og „samtök fólks-
ins“. En almenningur í landinu
sér betur. Fólkið gerir sér þá þró-
un Ijósa, sem hér hefur verið
lýst. Það veit að samvinnustefn-
an og Framsóknarflokkurinn eru
tvennt ólíkt, sem alltof lengi hef-
ur verið tengt saman.
Fimmtudaginn 21. júlí
FÁTT er jafnæsandi og leitir
að fjársjóðum hvort heldur
sem um þær er lesið í reyfurum
eða þær eigi sér raunverulega
stað. Nú virðist svo sem einni
harðvítugustu gullleit í Skotlandi
sé að ljúka senn. Leitin að gull-
inu á hafsbotni undan Mylar-
strönd er að ná hámarki.
I Sagan um gullið er á þessa
leið í fám dráttum: Þegar Drake
hafði sigrað „Flotann ósigrandi1'
árið 1588, hrakti þrjú spænsk
herskip úr leið, er þau reyndu
i að komast heim til Spánar. Talið
er að þau hafi komizt til eyjar-
' innar Mylar, undan vesturstiönd
Skotlands. Tvö þeirra sukku
skammt frá eynni, en þriðja skip-
inu tókst að ná lægi í Tobarmorv
J vogi. Nú er talið, að skipið sem
j þangað komst hafi verið „Puque
| de Florencia“, og að tali fróðra
manna mun það hafa verið notað
til að flytja gullið, sem málaliðs-
mönnum var greitt í kaup. Görr.ul
skjöl herma, að skipið hafi haft
meðferðis 30 milljónir gull-dúk-
Srélkorn frá Magnúsi Magnúuynl.
ata, en það myndi jafngilda mörg
um milljónum sterlingspunda eft
ir núverandi verðlagi.
Gullskipið fékk vistir af manni
einum á eynni, og hét hann Don-
ald Maclean, að því er arfsagnir
herma. Sagt er að hann hafi kraf-
izt gulls fyrir vistirnar, sem hann
lét skipverjum í té og skipstjóri
hafi neitað að verða við bón hans.
Maclean hefndi sín brátt, og fám
dögum síðar varð ægileg spreng-
ing í Ikipinu. Púðurgeymsla
skipsins sprakk og skipið klofn-
aði í tvo hluti og sökk til botns
á andartaki. Þrjú hundruð manns
fórust með því.
MARGIR HAFA REYNT
AÐ NÁ í GULLIÐ
Svo er sagan, sem gengið hefur
í munnmælum mann fram af
manni á eynni Myl. Arfsögnum
af þessu tagi er vart treystandi,
ef ekkert annað væri til að styðja
VeLah andi ábrijar;
Þörfnumst ekki auð-
hringa
Kjarni málsins er sá, að íslend-
ingar hafa full not fyrir hvers-
konar viðleitni til þess að skapa
og viðhalda heilbrigðri og hag-
stæðri verzlun í landinu. En þeir
þarfnast ekki auðhringa, sem
leggja kapp á að gína yfir öllu,
hremma allt fjármagn, sem hugs-
anlegt er að raka saman á eina
hendi og einoka viðskipti fólks-
ins, þannig að einungis ein verzl-
un sé í hverju héraði. En eins og
kunnugt er hefur Tíminn lýst
yfir því, að það sé takmark Fram-
sóknar í verzlunarmálum byggð-
anna. Með því á að útiloka sam-
keppnina,svipta almenning mögu
leikanum til þess að velja og
hafna og beina viðskiptum sín-
um þangað sem honum sýnist.
En íslenzkur almenningur
vill ekki slíka viðskiptahætti,
samvinnumenn ckki heldur.
Félagsverzlun og einkaverzl-
un verða að þróast hlið við
hlið. Neytendur eiga að ráða
því, hvert þeir beina viðskipt-
um sínum. Valfrelsi þeirra er
bezta trygging gegn okri og
spillingu.
Um sögnina véfengja
K. L. skrifar á þessa leið: —
NÝLEGA hrósar „Málvandur"
Velvakanda, og ekki að á-
stæðulausu, fyrir tilraunir hans
til að benda mönnum á ýmisleg
orð og heiti, sem horfa til mál-
spillingar. í þessu sambandi lang
ar mig til að minna bæði Velvak
anda og fjölda annarra manna,
vel lærðra og ritfærra á eina
mjög tíða málvillu og almennt
notaða, sem Víkverji benti á end
ur fyrir löngu. Hún er að menn
bæði rita og tala orðið vé-fengja
í stað hins rétta orðs ve-fengja.
Þess gerist varla þörf að rök-
styðja þetta. Menn sjá það strax
og þeir athuga hvað orðið vé
þýðir. Eg hirði ekki um að
nefna nöfn nútímamanna, þeirra
hinna mörgu, sem í blöðin rita
og gera sig seka um þetta. —
„De mortui nil nisi bene“ —
og getur það varla talizt dr. theol
Jóni Helgasyni biskupi til lasts,
að hann í Kristnisögu sinni not-
ar orðið véfengja í stað ve-
fengja.
Uppruni orðsins
ÞETTA er að verða mönnum ó-
sjálfrátt, líklegast vegna
þess, að þeim er að vonum ekki
Ijós uppruni orðsins að vefengja.
í stafsetningarorðabók Halldórs
Halldórssonar er talið, að orðið
komi af hinu neitandi forskeyti
ve og sögninni að fá en vefangs-
mál hafi nefnzt þau mál, er óút-
kljáð urðu í fjórðungsdómi. —
Annars hefir mér dottið í hug,
að uppruni orðsins gæti verið
veffengja — vafi og fang.
K. L.“.
Báðar myndirnar
réttar
ÞAÐ er nú svo. — Víst mun orð-
myndin vefengja eiga rétt á
sér þ. e. hún er upprunalegri. Þar
fyrir áliti ég hæpið — og út í
bláinn að telja hana hina einu
réttu mynd. Þetta orð eins og
svo fjölda mörg önnur hefir að-
eins tekið þeirri algengu breyt-
ingu frá fornmáli til nútímamáls,
að sérhljóðinn e hefir lengst og
orðið je — síðar é. Fyndist mér
því alger óþarfi að amast við
myndinni véfengja, sem orðin er
föst í málinu og almenningi
tungutöm, enda fyllilega rétt.
I
Saga ungra hjóna
ÞEIR voru margir Reykvíking-
arnir, sem langaði til að
bregða sér eitthvað út úr bæn-
um þennan eina dag — eða voru
þeir tveir? — sem sá til sólar, um
síðustu helgi. Meðal þeirra voru
ung hjón, sem tóku sig upp með
sína tvo krakka og hugsuðu sér
að njóta nú góða veðursins. Þau
höfðu með sér kaffi og eitthvað
nesti, sem snæða skyldi einhvers
staðar á fallegum stað, sem á
veginum yrði. Svo var lagt af
stað og ekið út úr bænum þar til
hjónin eygðu skemmtilegan hlíð-
arslakka, sem þeim fannst heppi
legur áningarstaður. — Þau
þurftu að ganga töluverðan spöl
— yfir grjót og mela til að kom-
ast á fyrirheitna blettinn. — Þar
var sezt niður, drukkinn kaffi-
sopinn og krakkarnir gátu hlaup
ið um og leikið sér.
Er þau komu að bílnum sín-
um aftur, mættu þau þar bónda,
ærið gustmiklum, sem spurði,
ekkert mildur í máli, til hvers og
með hvers heimild þau væru eig-
inlega hingað komin? — Þau
væru hér í hans landi og hann
vildi þar engan átroðning hafa.
Ekki bót mælandi
HJÓNUNUM varð heldur illa
við þessa köldu kveðju og
vissu varla, hverju svara skyldi.
Þau höfðu engum viljað gera á-
troðning og grunaði sízt, að þau
hefðu verið þarna ófriðhelg fyr-
ir einum eða neinum. Þau höfðu
ekki komið auga á neinar girð-
ingar, sem gæfu til kynna, að hér
væri um afmarkaða landareign
að ræða og saklaus þóttust þau
af því að hafa orðið nokkrum
gróðri að minnsta grandi. — Og
ungu hjónin voru bæði gröm og
leið yfir þessum viðtökum, og
munu fáir lá þeim það. Það er
fyllilega eðlilegt, að bændur
bregðist reiðir við, ef ráðizt er
leyfislaust inn á ræktarlönd
þeirra af óviðkomandi aðkomu-
fólki, eða ef stolizt er inn í berja
lönd, eins og stundum kemur
fyrir — en það er ómögulegt að
mæla bót öðrum eins naglaskap
og meinbagni og þessi ungu hjón
urðu fyrir.
MerklB,
sem
klæðir
'andið.
þær. En nú eru til öruggari heim-
ildir um gullið. Karl konungur
I. trúði því að minnsta kosti. að
gullskip hefði farizt þar, því að
hann gaf með konunglegri til-
skipun hertoganum af ArgyR og
afkomendum hans fullan eigna-
rétt á gullinu, ef það fyndist. Og
árið 1661 var fyrsta tilraunin
gerð til að finna fjársjóðinn.
Síðan hefur oft verið reynt að
finna þetta gull á margarbotni.
Og nú í sumar er núverandi her-
togi af Argyll að stritast við gull-
leitina, en hann reyndi árangurs-
laust í fyrra. Og þessi tilraun
mun vera sú þrítugasta og önnur
í röðinni á þessari öld.
Þúsundum sterlingspunda hef-
ur verið sóað í þessu skjmi. Öll
tæki við björgunina eru afar dýr.
Fáir vita, hve mikið fyrirtækið
kostar hertogann, en talið er að
það nemi ekki minnu en þúsund
sterlingspundum á viku.
Snemma í júní var skriðdreka-
fleyta dregin til staðar á vogin-
um, þar sem kafarar brezka flot-
ans töldu sig hafa rekizt á galeiðu
árið 1950. Gríðarmikilli vélgröfu
sem orkar fimm tonnum, var kom
ið fyrir, og hún byrjaði að grafa
tíu metra breiðan skurð á marar-
botninn, þrjátíu metrum undir
yfirborði sævar. Þessi staður er
réttum hundrað metrum frá
bryggjunni í Tobarmory, stærsta
þorpinu á Myl.
FINNST GULLIÐ
INNAN SKAMMS?
Tvær undanfarnar vikur hefur
ýmislegt gerzt, sem bendir til
þess, að hertoginn sé ekki með
öllu hamingjulaus. Tveir úrvals
kafarar, sem hafa kannað ná-
kvæmlega hafsbotninn, hafa fund
ið marga hluti, sem benda ein-
dregið á þá átt að nú sé sjálfur
aðalfundurinn skammt undan.
Síðan byrjað var að leita á þess-
ari öld, hafa allskonar munir
fundizt: særotinn viður, fall-
byssukúlur, lensur, sverð, 55 gull
peningar, kopardiskar og fleira.
f vikunni sem leið hafa fundizt
og bjargazt eftirtaldir hlutir: við
ardrumbar úr afrískri eik, bein
af mönnum þeim, sem ætlað er
að hafi farizt við sprenginguna,
ljósgrátt granít frá Sardiníu, sem
talið er að Spánverjar hafi notað
sem kjölfestu (granít finnst
hvergi nærri Myl), tvær fall-
byssukúlur, tvö fallbyssuhjól,
tvær lensur og fimm sverð.
Leiðangursmenn með hertog-
ann af Argyll í broddi fylkingar,
auk þrautreyndra kafara úr
brezka flotanum og annarra sér-
fræðinga, eru í engum vafa um,
að þeir séu nú búnir að finna
leifar gullskipsins. En hertoginn
er farinn að láta á sjá. Hann hef-
ur að vísu látið hafa eftir sér, að
hann sé ekki í gullleit, heldur
geri hann þetta af fornfræði-
áhuga og fundurinn muni verða
mikilsverðar minjar um merkan
kafla í sögu Englands.
En þessar fullyrðingar hertog-
ans tekur enginn alvarlega Og
enginn getur lagt honum þnð til
lasts, þótt hann sé orðinn áfjáður
og æstur, þar sem hann getur
unnið — eða tapað — allt að því
30 milljónum sterlingspunda.
Leiðangursmenn hafa við
mikla örðugleika að etja. Hvert
haust, þegar þeir hafa orðið að
hætta vegna illrar veðráttu og
fresta aðgerðum til vors, hefur
sýnt furðulitla framför. Og á vor-
in eru grafirnar á mararbotni
hálffylltar, svo að byrja verður
á nýjan leik.
111 veðrátta, tæknilegir erfið-
leikar og óheppni hafa lagzt á
eitt með að gera verkið sem
örðugast. Talið er, að leifarnar
af skipinu og gullið liggi tíu
metra undir mararbotni. Botn-
leir og sandi hefur verið mokað
burtu á stóru svæði á voginum,
Framh. á bls..l2.